Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Side 14
Vikublað 28.–30. janúar 201414 Fréttir Ungt fólk lendir á milli í hugmyndum nefndanna n Verðtryggingarnefndin vill fólk á leigumarkað n Skuldanefndin vill að fólk kaupi T illögur tveggja nefnda á vegum ríkisstjórnarinnar, annars vegar um skuldaniðurfell­ ingu og hins vegar um afnám verðtryggingar, rekast í raun á þegar kemur að séreignarlífeyrissparnaði þjóðarinnar og hvort hvetja eigi fólk til að vera á eða fara af leigumarkaði. Nefndir voru báðar skipaðar af stjórn­ völdum til að finna leiðir að stærstu kosningaloforðum Framsóknar­ flokksins. Verðtryggingarnefndin skilaði tillögum sínum í síðustu viku en þær ganga út á að setja verðtryggð­ um lánum fastari skorður en ekki að afnema verðtrygginguna. Af eða á leigumarkað? Til að koma til móts við leigjendur vill sérfræðingahópur um niðurfellingar á verðtryggðum fasteignalánum styðja við að sá hópur fari af leigu­ markaði og kaupi sér fasteign með því að þeim verði gert kleift að leggja séreignarlífeyrissparnaðinn sinn inn á sérstakan fasteignasparnaðar­ reikning. Hópurinn sem fjallaði um afnám verðtryggingar vill hins vegar ýta fleirum út á leigumarkaðinn og gerir ráð fyrir því í skýrslu sinni að ungt fólk og lágtekjufólk hafi ekki að­ gang að fasteignalánum. Í skýrslu verðtryggingarnefndar­ innar er rætt sérstaklega um neikvæð­ ar afleiðingar þess að takmarka enn frekar hvaða lán má verðtryggja með þeim hætti sem gert er í dag og hvaða mótvægisaðgerðir ráðast eigi í vegna þeirra. Meðal annars er áðurnefnd ráðstöfun séreignarlífeyrissparnað­ ar en líka að „skapaðar verði aðstæð­ ur fyrir leigumarkað sem tryggi fólki búsetuöryggi til langs tíma“, eins og segir í tillögunum en lítið meira um hvernig það á að gera og vísað í að það sé á verksviði verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Lítið rætt í stefnuskránum Leigumarkaðurinn hefur stækkað mikið undanfarin ár og hefur leiga hækkað talsvert samhliða því. Óvíst er hvernig leigumarkaðurinn mun ráða við enn meiri eftirspurn sem ljóst er að muni skapast gangi tillög­ ur verðtryggingarnefndarinnar eft­ ir. Hugsanlega mun þriðja nefndin, á vegum félags­ og húsnæðismálaráð­ herra, koma með einn eina tillöguna um hvernig nálgast eigi leigumarkað­ inn og framboð fasteignalána en hún er að störfum og vinnur hún að því að koma með tillögur að framtíðar­ skipan húsnæðismála. Í stefnuskrám Framsóknarflokks­ ins og Sjálfstæðisflokksins fyrir síð­ ustu kosningar var lítið að finna um leigumarkaðinn. Sjálfstæðisflokk­ urinn afgreiddi málið með því að álykta að skoða þyrfti bæði íbúðalán og að gera leigu að valkosti á íbúða­ markaði. Framsókn ályktaði á svip­ uðum nótum; að skoða þyrfti leigu­ markaðinn. Hvað þessi skoðun átti að leiða í ljós var hins vegar ekki skýrt í ályktunum flokkanna. n adalsteinn@dv.is Einn vildi lóð í draugahverfi Hafnarfjörður hefur bara selt eina lóð í Skarðshlíð þrátt fyrir að miklu hafi verið kostað til A ðeins ein lóð af þeim 286 sem Hafnarfjarðar­ bær auglýsti fyrr á árinu til sölu í Skarðshlíð hefur selst. Lóðin sem um ræðir er ætluð fyrir fjölbýlishús en alls eru 128 lóðir í hverfinu ætl­ aðar undir íbúðarhús. Aðrar lóð­ ir eru ætlaðar atvinnuhúsnæði og hesthús. Ráðist var í auglýsinga­ herferð vegna lóðasölunnar sem þó var umdeild meðal bæjarfull­ trúa. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar­ bæjar, segir að margar fyrirspurnir hafi borist í kjölfarið en aðeins ein lóð hafi þó selst. Lóðirnar eru enn til sölu hjá bænum. 90 prósent fara upp í lán Skarðshlíð er staðsett syðst í Hafnarfirði og var búið að úthluta fjölda lóða fyrir hrun. Eftir efna­ hagshrunið haustið 2008 var lóð­ um hins vegar skilað og bærinn sat uppi með nær tilbúið hverfi, með lögnum, brunahönum, hringtorg­ um og göngustígum, án húsa og íbúa. Það er þó ekki kostnaðar­ laust að klára hverfið en enn á eft­ ir að ganga frá ýmsu þó að margt sé komið. Minnihlutinn í bæjar­ stjórn Hafnarfjarðar hefur sagt að það kosti bæinn um tvo millj­ arða króna að klára uppbyggingu á svæðinu en aðeins hluti sölu­ verðsins skili sér til bæjarins. Um 90 prósent söluverðsins ganga upp í lán sem Hafnarfjarðarbær skuld­ ar Depfa bankanum. Skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar hefur verið reglulega í umræðunni allt frá hruni en sveitarfélagið kom illa undan því. Í nýjustu skýrslum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga kemur fram að hlut­ fall skulda af tekjum sé einna verst hjá Hafnarfirði í samanburði við önnur sveitarfélög á landinu. Lögðu fé í auglýsingar Í kjölfar þess að meirihluti bæjar­ stjórnarinnar samþykkti að hefja sölu lóða í Skarðshlíð var hrundið af stað auglýsingaherferð þar sem lóðirnar voru kynntar. Upplýsinga­ fulltrúi bæjarins segir að á meðan kynningarherferðinni hafi staðið hafi margir sýnt lóðunum áhuga og að mikil umferð hafi verið á heimasíðu bæjarins þar sem lóð­ irnar voru kynntar. Ljóst er hins vegar að þessi áhugi skilaði bæn­ um litlu. Mánuðum eftir að lóða­ salan fór af stað hefur nær ekkert af lóðum selst. „Herferðin var ekki bara hugs­ uð tímabundið, heldur nýtist hún okkur áfram og er hluti af því sem við erum núna að vinna að í mark­ aðssetningu lóða á svæðinu og lóða á iðnaðarsvæðunum,“ segir í svari upplýsingafulltrúa bæjarins, Steinunnar, við fyrirspurn DV. Hún segir að markaðsherferðin hafi kostað um fimm milljónir króna. Sá kostnaður hafi farið í mark­ aðsrannsókn, auglýsingar, kynn­ ingardaga, útgáfu og fleira tengt sölunni. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Áhugaleysi Aðeins ein lóð seldist í Skarðshlíð. Mynd StefÁn KArLSSon Ætla að fá 200 milljónir Samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 reiknar bærinn með 200 milljóna tekjum af lóðasölu. „Við erum mjög bjartsýn á að það náist, verið er að vinna í mark­ aðssetningu á atvinnulóðum en þar eigum mjög góðar lóðir sem liggja vel við samgöngum, stutt í höfn og alþjóðaflugvöll þannig að það eru miklir möguleikar í atvinnulóðunum okkar,“ segir Steinunn um það markmið. Hvetja til leigu Sérfræðinganefnd um afnám verðtryggingar vill að búið verði um leigu- markaðinn þannig að hann verði raunverulegur valkostur. Hún ætlar hins vegar ekki sjálf að koma með hugmyndir um hvernig það sé gert. Mynd Sigtryggur Ari „Herferðin var ekki bara hugsuð tímabundið, heldur nýtist hún okkur áfram. Kannabis í klósetti Fjórir ökumenn undir áhrifum fíkniefna voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina. Allir reyndust þeir vera undir áhrifum kannabis, auk annarra efna. Einn öku­ mannanna reyndist hafa neytt kannabis, amfetamíns og ópíumefnis. Lögreglan fór í húsleit á heimili viðkomandi að fengnum dómsúrskurði. Á heimili ökumannsins voru víða merki um fíkniefnaneyslu og fundu lögreglumenn kanna­ bisefni í risi hússins. Í klósetti viðkomandi fundust kanna­ bisleifar og viðurkenndi maki ökumannsins, sem var heima, að hafa sturtað fíkniefnum nið­ ur þegar lögreglu bar að garði. Makinn var handtekinn í tengsl­ um við málið. Strætó æfir stórslys Strætó hefur afhent Brunavörn­ um Árnessýslu gamlan strætis­ vagn að gjöf. Vagninn mun verða notaður við æfingar í sumar þar sem verður horft til undirbúnings fyrir stór rútuslys. „Við höfum miklar áhyggjur af rútuumferðinni hér í Árnes­ sýslu, en hún er gríðarleg. Við þurfum að búa okkur undir að stórt slys verði og því kem­ ur vagninn að góðum notum,“ segir Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri. Á næsta ári er fyrirhuguð æf­ ing þar sem lögreglan og björg­ unarsveitarmenn taka þátt. Þá hyggst Strætó fylla vagninn af fólki til þess að gera æfinguna eins raunverulega og hægt er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.