Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 17
Vikublað 28.–30. janúar 2014 Fréttir Erlent 17 Merkisteinn í Sahara sem sést úr geimnum n Minnismerki um hryðjuverkarárás Gaddafis n Gerð merkisins tók 18 ár S éu gervihnattarmyndir af suðurhluta Saharaeyði- merkurinnar skoðaðar gaumgæfilega má sjá sér- kennilegt minnismerki sem sýnir geysistóra flugvél sem snýr í átt að París. Um er að ræða minn- isvarða um flugslys og er sagan að baki flugslyssins jafn áhugaverð og saga minnisvarðans. Hefndaraðgerð Gaddafis gegn Frakklandi Nítjánda september árið 1989 sprakk flugvél flugfélagsins Union de Transports Aériens upp í miðju flugi yfir Saharaeyðimörkinni. Flugvélin var á leiðinni til París- ar frá Brazzaville í Kongó. Allir far- þegar sem og áhöfn vélarinnar fórst en við rannsókn kom í ljós að sprengju hafði verið komið fyrir í vélinni. Alls létust hundrað og sjötíu manns, þriðjungur þeirra franskir ríkisborgarar. Í kjölfar yfirheyrslu á manni ættuðum frá Kongó fóru öll spjót að beinast að líbískum hryðju- verkamönnum studdum af ein- ræðisherranum heitna Muammar Gaddafi. Að lokum fór svo að réttað var yfir sex líbískum karlmönnum í Frakk- landi í fjarveru þeirra og fór svo að allir voru þeir dæmdir sekir. All- ir voru þeir dæmdir í lífstíðarfang- elsi. Um var að ræða háttsetta menn í Líbíu svo sem Abdullah Senussi, yfirmann líbísku leyniþjónustunn- ar, og mág Gaddafis, og gátu þeir allir um frjálst höfuð strokið í skjóli einræðisherrans. Talið er að hryðju- verkarárásin hafi verið hefndarað- gerð gegn Frakklandi fyrir að styðja Tsjad í landamæradeilum landsins við Líbíu. Minnismerkið átján ár í gerð Minnismerkið sem sést úr geimn- um er gert úr fjölda svartra steina og brotinna spegla. Fjölskyldur þeirra sem létust í árásinni stóðu að baki gerð minnismerkisins sem er stað- sett á nákvæmlega sama stað og flugvélin hrapaði. Alls tók átján ár að reisa minnismerkið. Ein helsta sprautan bak við verkefnið var Guillaume Denoix de Saint Marc en faðir hans var einn þeirra sem lést. De Saint Marc segir í samtali við BBC að hann hafi verið heltek- inn að reisa minnismerkið sem hef- ur kostað hann hjónaband sitt sem og fyrirtæki. Árið 2002 hélt sonur Gaddafis, Saif al-Islam, fyrirlestur í París og náði de Saint Marc með krókaleiðum að ná tali af honum. Saif Gaddafi bauð honum í kjölfar- ið að koma til Líbíu til að ræða upp- gjör. Svo fór að de Saint Marc fór í margar ferðir til Líbíu. Gaddafi vildi borga minna fyrir Afríkubúa De Saint Marc segir frá súrrealísk- um ferðum sínum til Líbíu í bók sinni Mon Pere Etait Dans le DC10. Í bókinni lýsir de Saint Marc við- ræðum sínum við son Gadda- fis sem ógnandi sem og fáránleg- um. Saif Gaddafi bauðst til þess að borga skaðabætur til aðstandenda þeirra sem létust í árásinni en neit- aði þó að borga jafn háa upphæðir fyrir Vesturlandabúa og Afríkubúa. Vildi hann borga lægri upphæðir til Afríkubúanna, en de Saint Marc þvertók fyrir það. „Það var mjög mikilvægt að allir aðstandendur fengju jafn mikið óháð þjóðerni,“ segir de Saint Marc í samtali við BBC. Svo fór að árið 2004 samþykkti þáverandi ríkisstjórn Líbíu að borga aðstandendum hundrað og sjötíu milljónir dollara. Fór öll sú upp- hæð til aðstandenda en ríflegir vext- ir gerðu þeim þó kleift að smíða minnismerkið í miðri Saharaeyði- mörk. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Gervihnattarmynd Minnismerkið sést vel að ofan og er fyrst og fremst hugsað svo það sjáist úr flugvél. Töluverð flugumferð er yfir minnismerkið. Séð af jörðu Flugvængur flugvélarinnar stendur upp úr örinni sem snýr til norðurs. Gaddafi Vildi hefna fyrir stuðning Frakka við Tsjad í landamæradeilu, að því er talið er. „Það var mjög mikilvægt að allir aðstandendur fengju jafn mikið óháð þjóðerni Guillaume Denoix de Saint Marc Samningur handsalaður Saleh Abdoul Salam, fyrir hönd ríkisstjórnar Líbíu, og Guillaume Denoix de Saint-Marc, fyrir hönd fórnarlamba hryðjuverksins, innsigla samning um bætur fórnarlömbunum til handa. Ættingjarnir myrtir Nánast allir ættingjar Jang Song-Thaek hafa verið teknir af lífi í Norður-Kóreu S kyldmenni Jang Song-Thaek, sem talinn var næst valdamesti maður Norður-Kóreu, hafa ver- ið myrt að skipan Kim Jong-Un, forseta landsins. Þetta kom fram í fjöl- miðlum í Suður-Kóreu um helgina. Jang Song-Thaek, sem var frændi for- setans, var tekinn af lífi þann 12. des- ember í fyrra. Var hann sagður hafa unnið bak við tjöldin að því að grafa undan stjórn Kim Jongs-Un. Í fréttum suðurkóreskra fjölmiðla kom meðal annars fram að börn, bræður og barnabörn Jang Song- Thaek hafi verið tekin af lífi á undan- förnum vikum. Heimildarmenn Yon- hap-fréttaveitunnar segja að óvíst sé hvenær fólkið var líflátið. Þó er að talið að hreinsanirnar hafi hafist fljót- lega eftir dauða Jang Song-Thaek. Meðal þeirra sem líflátnir voru má nefna systur Jang Song-Thaek, Jang Kye-Sun, og eiginmann henn- ar og erindreka í utanríkisþjónustu Norður-Kóreu, Jon Yong-Jin. Hann sá meðal annars um samskipti Norð- ur-Kóreu við Kúbu. Til marks um það hvað hreinsanirnar gengu langt má nefna að börn og barnabörn tveggja bræðra Jang Song-Thaek voru einnig líflátin. „Allir ættingjar hans hafa ver- ið líflátnir, jafnvel börn,“ sagði heim- ildarmaður úr suðurkóresku ríkis- stjórninni við Yonhap-fréttaveituna. Talið er að meðlimir fjölskyldunnar hafi verið fluttir til höfuðborgarinn- ar Pyongyang með hervaldi í des- ember áður en þeir voru teknir af lífi. Þeir sem sýndu mótþróa voru skotnir til bana. Sem fyrr segir var Jang Song-Thaek sakaður um að hafa ætlað að grafa undan stjórn Kim Jong-Un. Var hann sagður vera að undirbúa valdarán og jafnvel sakaður um að vera kven- samur. Málið vakti mikla athygli í des- ember en tilkynnt var um aftökuna í norðurkóreska ríkissjónvarpinu. n Tekinn af lífi Jang Song-Thaek og nánast allir ættingjar hans hafa verið teknir af lífi. Sjálfur var hann sakaður um að undirbúa valdarán. Múffan líktist hundinum Hana rak í rogastans, bandarísku stúlkuna sem fór á dögunum út í bakarí og keypti sér múffur – nánar tiltekið með bláberjum. Þegar heim var komið varð hún þess vör að ein múffan var sem spegilmynd af andliti Chihu- ahua-hundsins hennar. Hún tók meðfylgjandi mynd af múffunni og hundinum og deildi á Tumblr- vefsíðu sinni. „Bláberjamúffan mín lítur alveg eins og út hundur- inn minn. Ég fer að gráta,“ skrif- aði hún við færsluna. Á þriðja hundrað þúsund notenda hafa skoðað myndina á vefsvæðinu. Deildi eigin fangamynd Bandaríkjamaðurinn Anthony James Lescowitch Jr. er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni. Hann hafði verið eftirlýstur af lögreglunni í Freeland frá því í nóvember vegna líkamsárásar en ekki gefið sig fram. Lögreglan ákvað að lýsa eftir manninum á Facebook. Skömmu síðar brá Lescowitch yngri á það ráð að deila stöðuuppfærslu lögreglunn- ar, með skilaboðunum „lol i f* love it, A**HOLE“, sem líklega er best að láta ógert að þýða. Lög- reglumaðurinn T.J. Rentschler var ekki lengi að hugsa og brá sér í dulargervi. Hann sendi Lescowitch skilaboð og þótt- ist vera aðlaðandi ung kona. Ekki leið nema hálftími þar til lögreglumaðurinn snarráði var búinn að mæla sér mót við Lescowitch, hinn vitgranna, sem örskömmu síðar var kominn í vörslu lögreglunnar. Heimtaði Sir Alex Drukkinn stuðningsmaður Manchester United hringdi í neyðarlínuna eftir tapleik liðsins gegn Sunderland á dögunum, og krafðist þess að fá að ræða við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins. Hvorki hefur gengið né rekið hjá nýjum stjóra, David Moyes. Maðurinn sem hringdi var í öng- um sínum eftir tapið, og hafði reynt að drekkja sorgum sínum með áfengum veigum. Mann- inum var gerð grein fyrir því að hann mætti bara hringja í neyðarlínuna ef hann væri í neyð eða þyrfti að tilkynna glæp. „Ég vil tilkynna um glæp,“ sagði mað- urinn. „Manchester United voru handónýtir í leiknum.“ Símtalið varð ekki mikið lengra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.