Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Qupperneq 32
Vikublað 28.–30. janúar 201432 Menning Stærstu atriðin á Sónar 2014 Trentemøller, Högni og Cell7 vekja eftirvæntingu Leikhús sem er eins og málverk Er það eðli allra listastefna að markaðurinn taki þær yfir? J ackson Pollock er Jack Ker­ ouac málaralistarinnar,“ segir ein persónan í verkinu Poll­ ock sem nú er til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Er hægt að mála málverk sem er eins og skáld­ saga? Og er hægt að gera leikrit sem er eins og málverk? Í haust hafa tvö leikverk verið sett upp hér í bæ sem taka málara­ listina fyrir. Eða nánar tiltekið, abstraktmálara Bandaríkjanna á 6. áratugnum sem höfðu gríðar­ leg áhrif á það sem á eftir kom. Hið frábæra verk Rauður var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í fyrra og sýning­ um haldið áfram í haust fyrir fullu húsi. Höfundur þess nefnist John Logan, ekki þessi sem var alltaf að keppa í Eurovision, heldur er hann þekktur fyrir að skrifa hand­ rit að Hollywood­myndum svo sem Gladiator og Bond­myndinni Skyfall. Þó er fátt kvikmyndalegt við leikritið. Tveir menn standa á sviðinu, málarinn Mark Rothko og aðstoðarmaður hans. Allt í kring eru málverk með miklu rauðu í. Listamaður hafnar peningum Sagan gerist árið 1958 þegar Rothko, nú orðinn ríkur og frægur, hefur áhyggjur af uppgangi popp­ listamanna á borð við Andy Warhol sem eru að varpa skugga á hans kynslóð, eins og hann sjálf­ ur skyggði á það sem á undan kom. Honum hefur verið falið að skreyta veitingasal hins fína Four Seasons­ veitingastaðar og þegið talsverða þóknun fyrir. Og upphefst nú mik­ ill eltingarleikur. Rothko veit innst inni að hann er að selja sig, en reynir þó að telja sér trú um að hann geti breytt kerf­ inu innan frá. Höfð er eftir honum sú fræga setning að hann ætli sér að eyðileggja matarlyst þeirra auð­ manna sem stíga inn á veitinga­ staðinn. En eftir því sem samræð­ urnar við aðstoðarmanninn þróast kemst hann að því að það er engin leið fram hjá vandamálinu. Verk­ um hans er fyrst og fremst ætlað að skreyta matsali hinna ríku, að vera bakgrunnur á meðan viðskiptin eru rædd. Hann ákveður að skila peningunum og draga myndirnar til baka. Leikritið er í meginatrið­ um sannsögulegt, engin veit í raun hvað olli þessum sinnaskiptum hjá Rothko, en hér er leikið sér með efniviðinn og varla dauðan punkt að finna í þriggja tíma sýningu um inntak listarinnar. Skraut fyrir hina ríku Í Þjóðleikhúsinu er svo þráð­ urinn tekinn upp hálfri öld síð­ ar. Jackson Pollock var, ásamt Rothko, einn helsti forvígismað­ ur abstrakt­expressjónismans sem þótti byltingarkenndur á sín­ um tíma en er nú horfinn inn í meginstrauminn. Kona sem býr í hjólhýsi finnur verk sem hún tel­ ur vera eftir Pollock og reynir að fá staðfestingu á að svo sé, enda myndi verkið þá vera rúmra 100 milljóna dala virði, upphæðar sem fæstir nema hörðustu útrásarvík­ ingar geta skilið. Rothko og Pollock eru hér löngu orðnir skraut í sölum hinna ríku, til jafns við nútímapopplistamenn eins og Damien Hirst og Jeff Koons sem aldrei höfðu ætlað sér annað. Mark Rothko Annar framdi sjálfsmorð, hinn var á góðri leið með að drekka sig í hel þegar hann fórst í bílslysi. Hvers virði? Og samt er listin sjálf einhvers virði, eins og kemur í ljós þegar listfræðingur- inn heldur magnaða ræðu um frumkraftinn sem í Pollock býr, sem hlýtur að snerta alla sem á það líta. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Leiklist Skyndinámskeið Það er ánægjulegt að leikhúsin taki abstrakt-expressjónismann upp á arma sína. Einhver þarf að gera það. Mynd GRíMuR BjaRnaSon T ónleikahátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í Hörpu 13.–15. febrú­ ar. Dagskráin fyrir hátíð­ ina er tilbúin og hefst með trompi, en stórsveitin GusGus spilar fyrsta kvöldið, í Silfurbergi klukkan 23.45. Hátíðin fer fram á fimm sviðum; Silfurbergi, Norðurljósum, Kalda­ lóni, Flóasvæðinu og í bílakjallara hússins sem breytt verður í dans­ gólf þar sem innlendir og erlendir plötusnúðar koma fram. Sónar­hátíðin var haldin í fyrsta skipti á Íslandi í fyrra og lukkaðist vel. James Blake og Modeselektor voru meðal erlendra sveita sem komu fram á hátíðinni og slógu í gegn. Gert er ráð fyrir 3.300 gestum. Í ár verða sex Sónar­hátíðir haldnar í sex mismunandi löndum. 67 hljómsveitir og tónlistarmenn koma fram á Sónar Reykjavík. Mikil tilhlökkun ríkir vegna tónleika Trentemøller. Hann kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík­há­ tíðinni. Síðan þá hefur hann gef­ ið út sína þriðju breiðskífu, Lost, og tónleikaskífuna Live in Copen­ hagen sem inniheldur mörg af hans bestu verkum. Danski raftón­ listarsnillingurinn snýr aftur á há­ tíðina í ár, en að þessu sinni með hljómsveit. Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín og GusGus, mun heims­ frumflytja sólóverkefni sitt He á hátíðinni. Þá verður einn af há­ punktum hátíðarinnar, hip hop­ brautryðjandinn Cell7. n Mætir með hljómsveit Mikil tilhlökkun ríkir vegna tónleika Trentemøller. Kynnir sólóverkefni Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín og GusGus, mun heims- frumflytja sólóverkefni sitt, He, á hátíðinni. Víkingur spilar með Philip Glass Í kvöld verða frumflutt í Evrópu óútgefin píanóverk af hinum heimsþekkta Philip Glass, Vík­ ingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekawa. Tónleikarnir fara fram í Eld­ borgarsal Hörpu. Philip Glass hugsaði upp­ haflega Etýðurnar, safn tuttugu verka fyrir einleikspíanó, til að styrkja leikni sína á hljóðfærið. Sextán þeirra samdi hann á tíunda áratugnum og sner­ ist þá hver og ein um ákveðið tæknilegt atriði. Síðustu fjórar etýðurnar voru loks pantaðar meira en tíu árum síðar, í tilefni af 75 ára afmæli tónskáldsins og frumfluttar í Perth í Ástralíu 16. febrúar í fyrra. Þetta verð­ ur frumflutningur verkanna í Evrópu, en þau eru óútgefin. Ljós og myrkur í febrúar Vetrarhátíð sett í byrjun febrúar Vetrarhátíð í Reykjavík verður sett 6. febrúar undir yfirskriftinni Magnað myrkur. Markmið há­ tíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með við­ burðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum. Meginstoðir Vetrarhátíðar 2014 verða Safnanótt, Sundlauga­ nótt og ljósalistaverk með skýrri tengingu við ljós og myrkur. Tollhúsið lýst upp Ljósaviðburðir munu eiga sér stað um alla borg en byggingar og almenningsrými verða lýst upp með fjölbreyttum hætti. Ljósa­ listaverk verða staðsett á fjölsótt­ um stöðum í þeirri von að þau varpi ljósi á fegurð borgarinnar og veki áhuga borgarbúa og gesta höfuðborgarinnar á að skoða og upplifa borgina í gegnum ljós, leik og arkitektúr. Til að mynda verður Tollhúsið lýst upp til þess að leggja áherslu á módernískan stíl byggingarinnar. 40 söfn opna dyr sínar Safnanótt verður haldin föstu­ dagskvöldið 7. febrúar en þá opna fjörutíu söfn á öllu höfuð­ borgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega dagskrá sem gestir á öllum aldri geta notið fram undir miðnætti. Kvöldsund í borginni Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 15. febrúar en þá verður frítt í sund í Laugar­ dalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Grafarvogslaug frá klukkan átta til miðnættis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.