Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 36
36 Fólk C hristian Bale er einn þekktasti og eftirsóttasti leikari í heim- inum í dag og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Fáir ef- ast um hæfileika hans á hvíta tjaldinu en það sem hefur hvað helst skapað honum nafn eru þær ótrúlegu útlitsbreytingar sem hann gengur í gegnum fyrir hlutverk sín. Líkt og grískt goð Árið 1999 vakti Bale mikla athygli fyrir hlutverk sitt sem raðmorðinginn Pat- rick Bateman í kvikmyndinni Amer- ican Psycho. Myndin byggir á sam- nefndri skáldsögu eftir Bret Easton Ellis en þar er líkamsbyggingu morðingjans lýst sem líkri grísku goði og lagði Bale mikið á sig, bæði andlega og líkamlega, til að ná að ná útliti Ba- teman sem best. Það gerði hann með því að æfa í þrjá klukkutíma á dag, sex daga vikunnar, með einkaþjálf- ara, auk þess sem hann eyddi mikl- um tíma í sólbaði til að fá ólífubrúna húð. Auk þess einangraði hann sig frá restinni af leikurum og aðstandend- um myndarinnar til að ná betur að túlka hinar dimmu hliðar morðingj- ans. Ósofinn og sveltur Þekktasta umbreyting Bale var árið 2004 þegar hann lék í sálfræðitryllin- um The Machinist. Bale fór þá með hlutverk vélvirkjans Trevors Reznik sem þjáist af svefnleysi og grenni- st óheyrilega mikið sökum þess og lagði leikarinn mikið á sig í undirbún- ingi fyrir hlutverkið. Meðal þess sem hann gerði var að neita sér um svefn í langan tíma auk þess sem hann svelti sig svo mánuðum skipti. Mataræði hans samanstóð eingöngu af kaffi, vatni og eplum í fjóra mánuði sem varð til þess að hann missti 28 kíló og vó leikarinn ekki nema 54 kíló á þeim tíma. 45 kíló á tveimur mánuðum Um leið og tökum á The Machinist lauk réð Bale sér einkaþjálfara til að massa sig upp fyrir næsta hlutverk; sjálfan Batman í Batman Begins. Á að- eins tveimur mánuðum tókst leikar- anum að þyngjast um 45 kíló með því að borða kolvetnisríka fæðu og fara í ræktina í þrjá klukkutíma á dag, sex daga vikunnar, þar sem hann lagði áherslu á lyftingar. Bale var þá reynd- ar orðinn of þungur fyrir hlutverkið svo hann grenntist aftur áður en tökur á myndinni hófust. Léttist og þyngist á víxl Árið 2010 lék Bale fyrrverandi hnefa- leikakappa, Dicky Eklund, í myndinni The Fighter. Í myndinni er Eklund háður krakki og þurfti Bale því að grennast nokkuð fyrir myndina til að ná útliti eiturlyfjafíkils. Það gerði hann með því að hlaupa langar vegalengd- ir um nokkurt skeið en sleppa því að lyfta. Skömmu eftir útkomu The Fighter þurfti Bale svo aftur að massa sig upp fyrir þriðju Batman-myndina, The Dark Knight Rises, en tökur á henni hófust í maí 2011. Enn og aft- ur réð hann sér einkaþjálfara og lagði áherslu á lyftingar til að ná þeim vöðvamassa og styrk sem Batman þarf að hafa. Ekki leið þó á löngu þar til hann þurfti að grennast á ný, en það var fyrir hlutverk sitt sem starfs- maður stálvers í myndinni Out of the Furnace. Fékk loks að fitna Mörgum brá heldur í brún að sjá Bale í hans nýjustu mynd, American Hustle, en fyrir hana þurfti leikarinn hvorki að grennast né massa sig upp. Þvert á móti þurfti hann að fitna um 20 kíló fyrir hlutverk sitt sem svika- hrappurinn Irving Rosenfeld en það tókst honum með því að hætta allri líkamsrækt og borða gríðarlegt magn af skyndibita, sérstaklega ostborgara. Leikarinn var þó fljótur að ná fitunni af sér enda eru þrjár nýjar myndir með honum væntanlegar á þessu ári þar sem hann þarf aftur að vera í eðli- legu formi. n Vikublað 28.–30. janúar 2014 1 Danny DeVito og Rhea Perlman Danny DeVito og eigin kona hans, leikkonan Rhea Perlman, kynntust árið 1971 og hófu sambúð tveimur vikum síðar. Þau hafa því verið saman í meira en 40 ár en parið gifti sig árið 1982, eftir ellefu ára sam- band, og saman eiga þau þrjú börn. 2 Ozzy og Sharon OsbourneRokkhjónin bresku giftu sig árið 1982 og hafa því verið gift í rúmlega 31 ár. Þau eiga saman þrjú börn; þau Aimee, Kelly og Jack, og líkt og kunnugt er fékk alþjóð að fylgjast með lífi fjölskyldunnar í hinum geysivin- sælu raun- veruleikaþáttum The Osbournes. 3 Tom Hanks og Rita Wilson Hinn margverðlaunaði leikari og eiginkona hans, leik- og söngkonan Rita Wilson, hófu ástarsamband árið 1983. Þau hafa því verið saman í 30 ár en þau gengu í hjónaband árið 1988 og eiga saman tvo syni. 4 Oprah Winfrey og Sted-man Graham Spjallþátta- drottningin góðkunna hefur verið með sama manninum í 27 ár. Sá heppni heitir Stedman Graham og er félagsráð- gjafi að mennt. Parið trúlofaði sig árið 1992, eftir sex ára samband, en hefur aldrei gift sig og hyggst ekki gera það. 5 Elton John og David Furnish Poppkóngurinn Elton John og eigin- maður hans, kvikmynda- gerðarmaðurinn David Furnish, hófu ástarsamband árið 1993 og hafa því verið saman í tvo áratugi. Þeir gengu í hjónaband þann 21. desember 2005, sama dag og hjónabönd samkyn- hneigðra voru leyfð í Bretlandi. Leikarinn fitnar og grennist á víxl The Fighter Bale lék krakkfíkil í The Fighter og þurfti því að grennast talsvert fyrir hlutverkið. Batman Begins Bale þurfti að massa sig vel upp fyrir Batman Begins. American Psycho Líkami Bale líktist grísku g oði í American Psycho. Ótrúleg umbreyting Christians Bale American Hustle Bale þyngdist um 20 kíló fyrir hlutverk sitt sem Irving Rosenfeld. The Machinist Leikarinn missti alls 28 kíló fyrir hlutverk sitt sem Trevor Reznik. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.isLanglíf sambönd topp 5 Kendrick hitti Beyoncé Bandaríska leik- og söngkonan Anna Kendrick var í skýjunum á Grammy-verðlaunaathöfninni um helgina. Kendrick fékk nefnilega loks að hitta átrún- aðargoð sitt, söngkonuna Beyoncé, og virtist aldrei ætla að jafna sig. Leikkonan skrifaði um atvikið á Twitter-síðu sína þar sem hún sagði Beyoncé vera engil. „Krakkar, það gerðist. Ég hitti Beyoncé. Og hún er engill. Og ég er ekki verðug. Og ég mun aldrei hætta að hristast,“ skrifaði Kendrick, en hún hefur verið mikill aðdáandi Beyoncé um langt skeið og ítrekað lýst yfir ást sinni á söng- konunni og tónlist hennar á Twitter. A triði Macklemore og Ryan Lewis á Grammy- verðlaununum síðasta sunnudag hefur vakið gríðarlega athygli en rapptvíeykið ákvað að fara alla leið við flutning sinn á hinu geysi- vinsæla lagi Same Love. Boðskap- ur lagsins fór ekkert á milli mála því meðan á flutningi lagsins stóð voru hvorki meira né minna en 33 pör gefin saman á sviðinu, þar á meðal systir Ryan Lewis og unnusti hennar. Það var engin önnur en Queen Latifah sem sá um giftingarnar en pörin voru af öllum stærðum, gerðum og kyn- hneigðum því, líkt og flestum er kunnugt um, er boðskapur lags- ins sá að allir eigi jafnan rétt til að elskast og ganga í hjónaband. Söngkonan Mary Lambert, sem syngur einmitt í Same Love, var að sjálfsögðu á staðnum auk þess sem poppdrottningin Madonna lagði tvíeykinu lið við flutninginn. Atriðið vakti, sem fyrr segir, gríðarlega athygli en mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal viðstaddra og herma heimildir erlendra fréttamiðla að nokkrar stjörnur, þar á meðal nýsjálenski kántrísöngvarinn Keith Urban, hafi þurrkað tár af hvarmi eft- ir þessa sögulegu og áhrifamiklu stund. n Áhrifaríkt Atriðið vakti mikinn fögnuð meðal viðstaddra á sunnudaginn. Atriði Macklemore og Ryan Lewis sló í gegn 33 giftingar á Grammy-verðlaununum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.