Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Side 3
Fréttir 3Vikublað 11.–13. febrúar 2014
Íslenskt tal leiðbeinir
notanda um allar aðgerðir
Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu
fjöri sem startað hefur verið í gang
með hjartastuðtækjum frá Donnu.
Samaritan PAD
hjartastuðtæki
kosta aðeins frá
kr. 199.600 m/vsk.
Stöngin seld á 25 þúsund
krónur í Þingvallavatni
n Orkuveitan leigir út vinsæl veiðisvæði n Bjarni Júlíusson óttast markaðsvæðingu silungsvatna
á beitu (makríl o.fl.) fært sig í aukn-
um mæli í Ölfusvatnsvík. Raunar
ber flestum viðmælendum blaðsins
saman um þetta.
Elín segir að með því að leigja
þetta eftirsóknarverða svæði út
megi gera ráð fyrir stórbættri um-
gengni á svæðinu; tekið verði fyrir
stórfiskadráp og virkt eftirlit haft
með veiðunum. Hún segir að sum-
arhúsaeigendur, sem hafa veiði-
rétt við bústaði sína, hafi tekið tíð-
indunum fagnandi.
Veiði fór úr böndunum
Árni Þór Sigurðsson er formaður
veiðifélagsins Ármanna, en í fé-
laginu eru um 300 veiðimenn.
Hann segir að veiði hafi farið úr
böndunum í Ölfusvatnsvík í fyrra-
sumar. Þar hafi í skjóli eftirlits-
leysis verið stunduð ólögleg veiði
á makríl. „Kostirnir við þetta eru
verndunarsjónarmið gagnvart
fiskinum,“ segir hann.
Árni Þór telur ekki mikla hættu á
að verðlagningin, 25 þúsund krón-
ur á stöngina í maí, muni stuðla
að verðhækkun í silungsvötnum á
landsvísu – í það minnsta ekki til
skamms tíma. „En ef þetta er það
sem koma skal, þá guð hjálpi okk-
ur,“ segir hann. Hann viðurkennir
að hann sé hugsi yfir þessari til-
raun. Þetta svæði Þingvallavatns
verði með aðgerðinni 250 pró-
sentum dýrara en dýrasta silungs-
veiðivatnasvæði á Íslandi til þessa;
Veiðivötn. „Maður verður auðvitað
hugsi,“ segir hann.
Árni Þór segir hins vegar að til-
raunin sé áhugaverð og veltir fyrir
sér hvernig veiðimönnum, sem
borgi 25 þúsund krónur á dag, fyrir
utan kostnað við gistingu, mat og
leiðsögn, eigi eftir að semja við
sumarhúsaeigendur, sem eigi bú-
staði við Þorsteinsvík.
Þess má geta að Elín hjá Orku-
veitunni fullyrðir við DV að engir
sumarhúsaeigendur megi veiða
í Ölfusvatnsvík eða Þorsteinsvík,
heldur séu bústaðirnir á milli
víkanna og þar megi eigendur
veiða.
Sárt að sjá
Bjarni Júlíusson, hjá SVFR, segist
hafa fullan skilning á því að Orku-
veitan sem veiðiréttarhafi vilji fá
arð af þeim hlunnindum. Hann
segist dást að því hvernig fyrir-
tækið hafi staðið að útleigu Elliða-
áa og aðgengi að Elliðavatni – sem
sé hluti af veiðikortinu. Í Elliðaám
hafi verði verið haldið niðri með
það fyrir augum að óbreyttir launa-
menn geti veitt þar lax fyrir hóf-
legt verð. „Þess vegna finnst mér
svo sárt að sjá þessa vondu þró-
un. Hinn dæmigerði Íslendingur
hefur getað farið á fólksbíl og veitt
í næstum hvaða vatni sem er á Ís-
landi; veitt með ódýrum en góðum
græjum og litlum tilkostnaði. Þetta
eru forréttindin við það að vera Ís-
lendingur.“ Hann óttast að gangi
þetta dæmi upp verði venjulegir
Íslendingar smám saman útilok-
aðir frá því að geta veitt í vötnum
á Íslandi. „Þetta er gríðarlega stór
breyting.“ n
Verðskrá 2014
Samkvæmt svari leigutaka á
flugur.is
n Frá 1. apríl er dagurinn á 15.000 kr.
n Frá 1. maí kostar dagurinn 25.000 kr.
n Frá 1. júní–15. júní er veiðileyfi á
15.000 kr.
n Frá 15. júní–15. september lækkar
leyfið í 5.000 kr.
n Við þetta má bæta að leiðsögumaður
í einn dag kostar 50 þúsund krónur.
Þingvallavatn
Þorsteinsvík
Ölfusvatnsvík
Fyrrverandi þingkona
ráðin forstöðumaður
S
æunn Stefánsdóttir, fyrr-
verandi þingkona Fram-
sóknarflokksins, hefur
verið ráðin sem forstöðu-
maður Stofnunar rann-
sóknasetra Háskóla Íslands.
Hún tók við starfinu nú um ára-
mótin. Ráðning hennar hefur ver-
ið nokkuð umdeild innan háskól-
ans meðal annars vegna þess að
hún hefur einungis BS-gráðu í við-
skiptafræði meðan helstu undir-
menn hennar eru allir með doktors-
gráðu. Sæunn segir í samtali við DV
að aðeins sé um hlutastarf að ræða;
hún muni áfram starfa til helm-
ing sem sérfræðingur á skrifstofu
rektors Háskóla Íslands sem hún
hefur gengt frá árinu 2007. „Ég hef
verið tengiliður rektorskrifstofu við
stofnunina frá því ég hóf hér störf.
Forstöðumaðurinn fer fyrir stofn-
uninni í samvinnu við rektor. Starfið
felst í því að stýra daglegum rekstri,
fjárhagsgerð, stefnumótun og
starfsmannamálum,“ segir Sæunn.
„Ég held að mín fyrri störf nýt-
ist einmitt vel fyrir Stofnun rann-
sóknasetra. Þetta snýst einmitt
mikið um samskipti við sveitar-
félög, samstarfsaðila og ríkis.
Ég sinni ekki fræði- eða vís-
indastörfum heldur fyrst og fremst
stefnumótun. Ég er einmitt í
diplómanámi í opinberri stjórn-
sýslu og þau námskeið sem ég hef
tekið þar nýtast mér vel í þessum
verkefnum,“ svarar Sæunn spurð
um þá tortryggni sem ráðning
hennar hefur vakið vegna starfa
hennar fyrir Framsóknarflokk-
inn. Hún var þingmaður flokks-
ins ár árunum 2006–2007 og
aðstoðarmaður Árna Magnús-
sonar, þáverandi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, á árunum
2003–2006. n
Sæunn Stefánsdóttir segir sín fyrri pólitísku störf nýtast vel
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Fyrrverandi þingmaður Sæunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður
Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Hún segir sín fyrri pólitísku störf nýtast vel í
starfinu. Mynd Bragi Þór JóSeFSSon
„Ég held að mín fyrri
störf nýtist einmitt vel
fyrir Stofnun rannsóknasetra