Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 9
Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Fréttir 9
Hjördís Svan bíður
dóms í Danmörku
Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð
Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir
Allt fyrir svefnherbergið
RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397
Opið alla virka daga frá kl. 09.00–18.00, laugardaga 10.00–14.00, sunnudaga lokað
www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á
Íslensk
hönnun
RÚM
ára
1943-2013
Framúrskarandi
fyrirtæki 2012
Framúrskarandi
fyrirtæki 2011
Framúrskarandi
fyrirtæki 2010
n Ákærð fyrir mannrán eftir harða forræðisdeilu n Börnin hjá ömmu n Segja velferð barnanna borgið
dómara í Horsens sem setti hana
í farbann í fjórar vikur á meðan
fjallað er um brottnám barnanna
fyrir dómi.
Hún bíður nú þess sem verða
vill, en fari svo að Hjördís verði
fundin sek fyrir mannrán getur
það varðað margra ára fangelsi.
Börnin hjá ömmu
Börnin eru enn á Íslandi og búa
hjá móður Hjördísar og ganga í
skóla.
Lögmaður Kims á Íslandi, Lára
V. Júlíusdóttir, sagði í samtali við
Fréttablaðið í síðustu viku að eðli-
legt væri að börnin yrðu nú þegar
flutt til Danmerkur þar sem þau
hafa ekki lögheimili hér á landi
og hvorugt foreldra er statt á
landinu. Lögmenn Hjördísar hafa
hins vegar bent á að til þess að fá
börnin aftur til Danmerkur þurfi
Kim að höfða brottnámsmál.
Enginn ágreiningur sé um að vel-
ferð barnanna sé borgið. „ Börnin
hafa fengið skínandi vitnisburð
frá íslenskum skólayfirvöldum
þar sem fram kemur að þau hafi
haft góðan framgang í námi og
búið við gott atlæti.“
Ekki náðist í Hjördísi, að-
standendur hennar eða lög-
menn, hvorki hennar né Kims við
vinnslu fréttarinnar. n
„Telur hann
góðar líkur á
sýknu þar sem Hjördísi
Svan hafi ekki aðeins
verið rétt heldur skylt á
grundvelli nauðvarnar.
2014
Hæstiréttur staðfestir úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur. Danskir
lögreglumenn komu til landsins
og fluttu Hjördísi nauðuga til Dan-
merkur þar sem hún var færð fyrir
dóm í Horsens. Hún hefur verið
úrskurðuð í farbann og bíður dóms
vegna ákæru um mannrán.
2014
Dæturnar verða ekki afhentar úr
landi nema fyrir atbeina íslenskra
stjórnvalda. Til þess þyrfti faðir
þeirra að fara í nýtt brottnámsmál.
2014
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
innanríkisráðherra, segist harma
hvernig málinu hefur fram undið.
Ofurhugi ætlar yfir Vatnajökul
„Enginn hefur reynt að fara yfir Vatnajökul á þennan hátt“
B
reskur ofurhugi hyggst fara
yfir Vatnajökul í apríl á þessu
ári í sérbúnum snjósleða
sem dreginn er áfram af
fallhlíf. Ofurhuginn, Sean Rose, er
lamaður fyrir neðan mitti og hef-
ur látið útbúa fyrir sig svokallað-
an flugsleða fyrir verkefnið. Hann
hálsbrotnaði í skíðaslysi fyrir rúm-
um þrettán árum, en hefur allar
götur síðan haldið áfram keppni
í jaðaríþróttum. Rose er meðal
annars heimsmeistari á sjóskíðum
og hefur keppt á Ólympíumóti
fatlaðra. Þá vann hann til verð-
launa á X-Games-keppninni.
Verkefni Rose á Vatnajökli er
einstakt og hefur að líkindum aldrei
verið reynt áður. Sleðinn fer á 56
kílómetra hraða á klukkustund og
má því ætla að yfirferðin taki hann
um fjóra til tíu daga. Liður í verk-
efninu er fjáröflun fyrir samtökin
Wings for Life sem reyna að finna
lækningu við mænuskaða, en það
er Rose mjög mikilvægt.
Hann hefur undirbúið sig í þrjú
ár og er nú að leggja á lokasprettinn
í undirbúningnum. Hann verður
við æfingar í Noregi áður en hann
kemur hingað til lands. „Enginn
hefur reynt að fara yfir Vatnajökul
á þennan hátt,“ segir Rose sem
segist alltaf vera að leita sér að nýrri
áskorun. „Maður þarf alltaf að leita
sér að nýjum verkefnum og áskor-
unum. Þetta hefur aldrei verið gert
áður. Ég þurfti að undirbúa mig vel.
Við höfum þróað búnaðinn sem ég
þarf, enda eru svo margar breytur
sem þarf að gera ráð fyrir. Þetta
heillaði mig upp úr skónum,“ segir
hann. n
astasigrun@dv.is Sean Rose Sean hefur lokið mörgum verkefn-
um sem aðrir myndu aðeins láta sig dreyma um.