Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 10
Vikublað 11.–13. febrúar 201410 Fréttir
S
prenging var í framleiðslu
kannabis á árunum eft-
ir hrun. Á þeim árum fjölg-
aði fíkniefnabrotum hlut-
fallslega langmest allra brota,
árið 2008 fjórfölduðust fíkniefna-
framleiðslubrot miðað við meðaltal
undanfarinna þriggja ára. Árið 2013
féll fjöldi ræktunar um tæpan fimmt-
ung frá árinu áður. Þrátt fyrir það
virðist hin gífurlega mikla aukning
eftir hrun á heildina litið lítið hagg-
ast. Árið 2007 var aðeins 31 rækt-
un stöðvuð miðað við 161 árið 2013,
samkvæmt bráðabirgðatölum emb-
ættis ríkislögreglustjóra. Kortið hér
er byggt á dómum sem hafa fallið
árin 2012 og 2013 í málum þar sem
kannabisplöntur voru gerðar upp-
tækar. Kortið er ekki tæmandi þar
sem sum mál enda með sektum og
fara ekki fyrir dómstóla. Auk þess er
líklegt að lögreglan finni aðeins brot
af þeim stöðum þar sem kannabis er
ræktað hér á landi.
Langmest í Breiðholti
Sjá má á kortinu að langalgengast
sé að kannabisræktun sé stöðvuð í
Breiðholti og Austurbænum. Á hinn
boginn virðist vera minnst um rækt-
un í Grafarvogi, Garðabæ og Foss-
vogi. Engin augljós skýring er á því
hversu mismargar ræktunarstöðvar
eru upprættar eftir hverfum, en tekjur
og íbúðaverð kann þó að eiga þar ein-
hvern hlut að máli. Svo virðist sem á
vissum svæðum á höfuðborgarsvæð-
inu myndist gróðrarstía kannabis-
ræktunar. Helst má þar nefna Bakk-
ana í Breiðholti en þar hefur ræktun
víða verið stöðvuð. Í Hamraborginni í
Kópavogi hefur kannabisræktun ver-
ið stöðvuð á alls fjórum stöðum síð-
astliðin tvö ár. Svipaða sögu má segja
um Holtin, austan Snorrabrautar,
þar hefur ræktun verið stöðvuð á sex
stöðum. Athygli vekur hve lítið er um
kannabisræktun í miðbænum miðað
við umtal síðastliðinna ára.
Nokkur svæði á höfuðborgar-
svæðinu virðast vera með öllu laus
við kannabisræktun, í það minnsta
hefur ræktun hvergi verið stöðvuð af
lögreglu. Á Seltjarnarnesi hefur engin
ræktun verið stöðvuð, sömuleiðis
á Álftanesi og auk þess virðist Vest-
urbærinn vera að mestu laus við
kannabisræktun. Athygli vekur að í
tveimur tilvikum komst upp um rækt-
un í sama húsi tvö aðskilin skipti, í
Breiðhellu og Síðumúla. Það bendir
til þess að menn sem gripnir eru fyrir
ræktun, láti ekki alltaf segjast.
„Rosalegur gróði
fyrir litla áhættu“
„Ég var ekkert smeykur við lögregluna
því þetta var svo lítið sem ég var að
rækta,“ segir maður sem ræktaði
kannabis í 101 Reykjavík um nokkurt
skeið í samtali við DV. Hann var með
fjórar plöntur þegar mest var. „Mál-
ið með þetta er að þetta er rosalegur
gróði fyrir litla áhættu, ég meina kíktu
bara á dómana, þeir sem eru böstaðir
fá bara skilorð og smá sekt. Í rauninni
er stofnkostnaðurinn bara að kaupa
lampa sem þú borgar fyrir með fyrstu
uppskeru,“ segir ræktandinn. Hann
viðurkennir þó að umtalsverður hluti
framleiðslunnar hafi farið í hann
sjálfan. Hann er nú hættur kanna-
bisræktun að eigin sögn vegna þess
að heimilisaðstæður bjóða ekki upp
á það lengur. „Ég kom samt alveg út í
plús,“ segir hann.
Áhersla á framleiðslu en ekki fíkla
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, segir í samtali við
DV að megináhersla lögreglunnar sé
lögð á að uppræta framleiðslu á fíkni-
efnum en ekki að handtaka fíklana
sjálfa. „Við erum ekki með afskipti
af neytendum nema það tengist ein-
hverjum öðrum aðgerðum og hefur
það verið þannig í mörg ár. Það er nú
þannig þrátt yfir að það sé alltaf talað
þannig í málflutningi um lögleiðingu
og annað slíkt,“ segir Karl Stein-
ar. Samkvæmt Karli Steinari byggist
stöðvun á fíkniefnaframleiðslu á
ábendingum borgara annars vegar
og hins vegar hefðbundinni rann-
sóknarvinnu lögreglunnar. „Þetta
byggist mjög mikið á ábendingum en
þetta er samt sambland. Ábending
ein og sér er ekki nóg, það þarf að
vinna úr henni.“
Ræktun að verða viðameiri
Hann segir umfang kannabisræktunar
hafa verið að breytast á seinustu
árum. Ræktun sé að verða umfangs-
meiri og stærri en áður. „Árið 2009,
þegar það var mest, var meðal tal á
plöntum í hverri ræktun um hundrað
og þrjátíu. Það féll svo árið 2010 nið-
ur í sjötíu, það var komið niður í þrjá-
tíu og átta árið 2012. Nú er meðaltalið
aftur farið að hækka, var fimmtíu á
seinasta ári,“ segir Karl Steinar.
Tilfærsla úr iðnaðar-
húsnæði í íbúðir
Karl Steinar segir að sprenging hafi
orðið í kannabisræktun á Íslandi í
kjölfar hrunsins. „Á tímabili, þegar
þetta var mest, þá voru menn í iðnað-
arhúsnæði en núna eru menn farnir
að nota sérstök tjöld sem þeir koma
fyrir annaðhvort í íbúðum eða öðru
húsnæði,“ segir hann. Að hans sögn
er áberandi í dag að ræktun sé að
færast í æ meiri mæli inn í íbúðar-
húsnæði. „Það hefur verið að þróast
þannig á seinasta ári.“ Karl Steinar
segir að ekki sé neitt ákveðið mynstur
á því hvar kannabisræktun fari fram.
„Þeir koma sér bara fyrir þar sem
hentar þeim á hverjum tíma. Það hef-
ur ansi mikið verið þannig,“ segir Karl
Steinar.
Komið til að vera
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, segir kannabis vera komið til að
vera á Íslandi. Að hans sögn er nær
allt kannabis sem er í umferð á Íslandi
ræktað innanlands. „Við fengum áður
kannabisið frá Marokkó eins og all-
ar Evrópuþjóðir, það var þá brúni
Marokkóinn sem kom. Íslendingar
voru náttúrlega mikið í þeim efnum.
Þetta kom í gegnum Kristjaníu og var
auðvelt að koma þessu hingað heim.
Svo breytist þetta, kannabisið sem er
í umferð núna fyrst og fremst, þetta
sem er kallað gras, það er þá heima-
ræktun,“ segir Þórarinn.
Kemst upp um
aðeins brot af ræktun
Að sögn Þórarins þá má nota ákveðna
formúlu til að áætla gróflega heildar-
neyslu þjóðarinnar. Það er að marg-
falda ársneyslu þeirra sem koma inn
á Vog vegna kannabisneyslu með
fimm. Rökin fyrir því eru að aðeins
um fimmtungur þeirra sem eru í
neyslu hverju sinni leitar sér aðstoð-
ar. Þórarinn segir að árið 2013 hafi
slíkir fíklar verið nærri sjö hundruð
talsins og var meðalneysla þeirra um
gramm af kannabis á dag. Því má ætla
að heildarneysla íslensku þjóðarinnar
á kannabis sé tæplega þrettán hund-
ruð kíló á ári. Árið 2013 lagði lögreglan
og tollgæslan hald á um hundrað kíló
af kannabis á ýmsum stigum fram-
leiðslu. Það er því nokkuð ljóst að sú
ræktun sem lögreglan stöðvar er að-
eins brot af heildarframleiðslu á Ís-
landi.
„Skekkt vegna rétttrúnaðar“
Þórarinn bendir á að þótt það hljómi
mikið að kannabisneysla Íslendinga
sé vel rúmlega tonn þá sé það þó ekki
svo mikið. „Þú gætir aukið töluna um
eitt tonn og það væri ekki mikið. Það
fer eftir því hvernig menn líta á þetta.
Ef maður veltir fyrir sér gámun-
um sem eru að fara til Vestmanna-
eyja um verslunarmannahelgi þá er
þetta svo sem ekki mikið. Þetta er svo
skekkt vegna rétttrúnaðar, þá finnst
manni þetta vera mikið en auðvitað
er þetta ekkert mikið. Það er fjöldi
fólks sem er að fá sér jónu og geym-
ir það bara í minningunni, það er
ekkert mál. Það fólk kem-
ur ekkert endilega hing-
að,“ segir yfirlæknirinn á
Vogi.
„Maður verður
bara samdauna
þessu“
Hann segir að í
gegnum árin hafi
heildarfjöldi
kannabisfíkla
sem hafa
komið inn á
Vog verið á
svipuðu
reki.
„Það
hafa
ekki orðið neinar veru-
legar stökkbreytingar á þessu.
Það sem kemur í ljós er að þær
breytingar sem eru að verða á
neyslu fíklanna minna er að nú
eru færri ungir sem ánetjast þessu
fyrir tvítugt. Aftur á móti hefur
heildarfjöldinn ekkert gefið eftir,
það er hlutfallið í sjúklingahópun-
um sem breytist,“ segir Þórarinn.
Að hans sögn er helsta aukningin
í kannabisfíkn hjá eldri aldurshóp-
um, þeirra sem eru á milli fertugs
og fimmtugs. „Þetta er búið að vera
í okkar þjóðfélagi í þessi ár, þetta
er búið að vera frá sextíu og átta
og alltaf sett meiri og meiri svip á
allt. Maður verður bara samdauna
þessu, þetta verður bara sjálfsagt.
Þetta er orðinn mjög stór hluti af
þjóðfélaginu,“ segir Þórarinn.
Breiðhella
194 plöntur
kannabisræktun mest í breiðholti
n Þórarinn Tyrfingsson segir kannabis komið til að vera n Ræktandi segir áhættuna litla n Ræktun er að færast inn í íbúðarhúsnæði
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Flestir fá
skilorð
Þeir sem dæmdir eru fyrir kanna-
bisræktun fá yfirleitt misþunga
skilorðsbundna fangelsisdóma.
Sem dæmi
um það má
nefna mann
sem tekinn
var með sjö
plöntur á
heimili sínu.
Hann var
dæmdur í þrjátíu daga skilorðs-
bundna fangelsisvist og var gert
að borga um hundrað þúsund
krónur í sakarkostnað. Svipaða
sögu má segja af öðrum sem var
með tvö hundruð plöntur, hann
fékk hálft ár í fangelsi skilorðs-
bundið. Aðeins þeir sem eru
hvað stórtækastir fá óskilorðs-
bundna fangelsisdóma. Lengsti
dómurinn í þeim málum sem eru
hér til skoðunar var eins árs fang-
elsisvist.
Kannabisræktun á
Akranesi Lögreglan
á Akranesi fann
fullkomna kannabis-
ræktun við húsleit
síðastliðinn október.
Á heimili mannsins
fundust tuttugu og
fimm plöntur.
Mynd LögRegLAn Á AKRAneSi