Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Side 18
Vikublað 11.–13. febrúar 201418 Fréttir Erlent
Lög nasista lifa enn
n Konur fá þyngri refsingu n Mannæta „slapp“ næstum því með átta ára dóm
Þ
rátt fyrir að það séu nærri
sjötíu ár frá falli Þriðja rík
isins þá lifir arfleifð nas
ista góðu lífi í lagabákni
Þýskalands. Þrátt fyrir að
þau stjórnvöld sem tóku við af
Adolf Hitler hafi lagfært flest lög
sem sett voru á valdatíma hans,
svo sem dauðarefsingu, þá stendur
enn reglugerð um refsingar í morð
málum sem var lögfest árið 1941.
Megininntak þeirrar reglugerðar
snýr að því að ef fórnarlamb telst
grandvaralaust þá á morðinginn
von á þyngri refsingu en annars.
Ein helsta afleiðing þess í dag er að
konur í ofbeldissamböndum sem
myrða maka sinn eiga von á þungri
refsingu.
Nasískt orðalag
Landssamband þýskra lögfræðing
hefur nýlega gagnrýnt orðalag
þessarar ákveðnu reglugerðar harð
lega. Raunar er það helst eitt orð
sem veldur gagnrýninni, orðið
„heimtückisch“ sem mætti íslenska
sem það að vera lævís eða undir
förull. Til dæmis um það þá er
eigin maður sem myrðir konu sína
að lokum eftir áralangt ofbeldi ekki
talinn undirförull, meðan það á við
um eiginkonu sem myrðir ofbeldis
manninn meðan hann sefur.
Doktor Stefan König, formaður
hegningarnefndar Landssambands
þýskra lögfræðinga, segir í samtali
við BBC að ástæðan fyrir orðalaginu
megi rekja til hugmyndafræði nas
ista. Ein helsta kennisetning nasista
var að sumt fólk væri einfaldlega
veikgerðara en annað og að það
væri réttur þess sterka að drottna
yfir þeim veika. Afleiðing þessarar
hugmyndafræði var að lagasetning
ríkisins var sniðin að því að verja
þá sterku. Auk þess voru hugmynd
ir um undirferli óvina mjög sterkar
meðal nasista samanber að þeir
töldu gyðinga hafa stungið þýsku
þjóðina í bakið og því hafi þjóðin
orðið undir í fyrri heimsstyrjöld.
Konur fá þyngri refsingu
„Í þýskum refsirétti hvað varðar
morðmál þá er sakborningur sekur
um morð en ekki manndráp ef
hann misnotar varnarleysi fórnar
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Mannæta Armin Meiwes slátraði og
borðaði karlmann sem bauðst til þess. Hann
fékk fyrst einungis átta ára dóm vegna
reglugerðar nasista.
Deitmenning á Íslandi
Hvernig á að viðhalda
blossanum?
Ótrúlegar ástarsögur
Kynntust á Facebook
... og margt fleira
Hafðu samband!
Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is
Berglind G. Bergmann berglind@dv.is
Erna Sigmundsdóttir erna@dv.is
Tryggðu þér auglýsingapláss!
Sérblað
um ást fylgir
helgarblaði DV
14. febrúar
lambsins, óháð öðrum kringum
stæðum,“ segir König. Útkoman af
lagasetningunni er að konur sem
myrða ofbeldisfullan eiginmann
eru nær alltaf dæmdar fyrir morð
en ekki manndráp í Þýskalandi.
König segir að sé tölfræðin í þýsk
um morðmálum skoðuð komi í ljós
að konur í þessum kringumstæð
um fái að jafnaði mikið þyngri dóm
en ofbeldisfullir karlmenn. „ Konur
sem hafa þolað ofbeldi í árarað
ir undirbúa sín morð. Ofbeldis
fullir karlmenn, sem hafa ekkert
að óttast, láta höggin einfaldlega
dynja þar til konan deyr á endan
um,“ segir König. Hann segir nú
mjög mikilvægt að færa lagasetn
ingu í Þýskalandi hvað þetta varðar
nær nágrannalöndum.
Mannætan sem næstum slapp
Ein afleiðing nasísku reglugerðar
innar er sú að mannæta slapp
næstum með aðeins átta ára dóm.
Árið 2001 auglýsti Armin Meiwes
eftir velstæltum karlmann á aldr
inum átján til þrjátíu ára sem væri
reiðubúinn að verða slátrað og
svo borðaður. Margir svöruðu en
aðeins einn hætti ekki við á sein
ustu metrunum, verkfræðingurinn
Bernd Jürgen Armando. Svo fór að
þeir hittust og skáru getnaðarlim
Armando af. Meiwes eldaði liminn
með salti, pipar, hvítvíni og hvítlauk
og þeir átu hann svo í sameiningu.
Armando lést fljótlega af blóðmissi
og borðaði Meiwes þá það sem eft
ir var af honum. Þegar réttað var
yfir Meiwes þá snerist öll vörn hans
um það að hann hefði ekki þving
að Armando til neins. Því var ekki
hægt að segja að atvikið hafi verið
undirförult. Hann var því dæmd
ur í átta ár fyrir manndráp en ekki
morð. Svo fór að málið var endur
rannsakað fyrir rétti og var Meiwes
þá dæmdur fyrir morð með þeim
rökum að ódæðið hefði átt sér rót í
kynferðislegu óeðli. n
Þörf á umbótum Lögmaðurinn Stefan
König telur reglugerðina vera mismunandi
og segir þörf á að fella hana úr gildi.
Milljarðar í bónusa
B
ankastarfsmenn í Bretlandi
hafa fengið bónusgreiðslur fyrir
samanlagt 80 milljarða punda
frá hrunárinu 2008. Þessi upp
hæð samsvarar rúmum tólf þúsund
milljörðum króna.
Það eru samtökin Robin Hood Tax
Campaign sem birtu tölurnar, en sam
tökin hafa verið nokkuð fyrirferðar
mikil í Bretlandi undanfarin miss
eri. Eitt þeirra helsta baráttumál er að
stemma stigu við óhóflegum bónus
greiðslum í breskum bönkum og, eins
og nafnið gefur til kynna, koma á sér
stökum bankaskatti sem yrði nýttur til
að aðstoða fátæka í Bretlandi.
David Hillman er talsmaður sam
takanna og segir hann að niðurstöð
urnar séu sláandi. „Þessi peninga
útbýting í fjármálastarfsemi sem nýtur
ríkisábyrgðar er þjóðarskandall,“ segir
Hillman og bætir við að bankar virðist
vera að gefa í og bónusgreiðslur aukist
ár frá ári. Hann kallar eftir því að stjórn
málamenn fari að beita sér fyrir því að
þessar greiðslur verði takmarkaðar.
Niðurskurður hefur verið í útgjöld
um hins opinbera í Bretlandi, en í síð
ustu fjárlögum var skorið niður um
11,5 milljarða punda, rúmlega tvö
þúsund milljarða króna. Hillman segir
að sá niðurskurður hefði verið óþarf
ur ef stjórnmálamenn hefðu unnið
vinnuna sína. n einar@dv.is
Breskir bankastarfsmenn moka inn seðlum