Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Page 19
Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Skrýtið 19 L yftan er afar áhugavert rými þar sem hegðun manna verður frekar skrýtin,“ segir Lee Gray, doktor við Háskólann í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum, í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um hegðun fólks í lyftum. Gray er mikill áhugamaður um þennan sam- göngumáta og er kallaður „Lyftugaur- inn“ af félögum sínum. Teningaröðin Hann segir langflesta ganga inn í lyft- ur, ýta á takka og standa eftir það al- gjörlega kyrrir. „Flestir slökkva al- gjörlega á sér á meðan lyftuferðinni stendur,“ segir Gray. Flestir ganga inn í lyftuna og snúa sér að lyftuhurðinni. Ef einhver annar kemur inn í lyftuna þá þarf maður að færa sig. Sýnt hef- ur verið fram á að lyftunotendur stilla sér upp líkt og punktar á teningum. Ef þú ert einn í lyftunni eru miklar líkur á að þú standir nokkurn veginn á miðju lyftugólfsins. Ef annar einstak- lingur bætist við í lyftuna þá eru yfir- gnæfandi líkur á að þið standið í hvor í sínu horninu, skáhallt á móti hvor öðrum. Þegar þriðji farþeginn bætist við stillið þið ykkur ómeðvitað upp í þríhyrning í lyftunni, sem reyndar er í andstöðu við líkinguna um punkta á teningum. Engu að síður þá nær þessi líking aftur fótfestu þegar fjórði farþeginn bætist við. Þá mynda lyftufarþegarn- ir ferning. Fimmti farþeginn þarf lík- legast að standa í miðju ferningsins. Þegar sjötti bætist við, að því gefnu að það sé pláss fyrir hann, mynda þeir tvær þriggja manna raðir. Auðvitað á þetta ekki alltaf við og oftast er þetta ein stór þvaga ef margir eru í lyftunni. Hins vegar eiga flest allir það sammerkt þegar þeir ferðast í lyftum með ókunnugum að breyta ekki út frá þeim vana að líta helst ekki upp eða skoða símann. Forðast augnsamband „Þú hefur einfaldlega mjög lítið pláss,“ sagði Babette Rennerberg, prófessor í klínískri sálfræði við Frjálsa háskólann í Berlín í Þýska- landi, við BBC um málið. „Í flestum tilvikum þegar við hittum annað fólk höfum við ágætis pláss. Það er hins vegar ekki þannig í lyftum sem gerir þær að óvenjulegum stöðum,“ sagði Rennerberg. Við svo þröngar aðstæð- ur verður það mönnum mikilvægt að hegða sér á þann hátt að ekki sé hægt að túlka þá hegðun sem ógn- andi, skrýtna eða óljósa. Auðveldasta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að horfa ekki í augun á þeim sem eru með þér í lyftunni. Frumstæð hræðsla Það er þó ekki bara hræðslan við að vekja á sér óþarflega mikla athygli sem gerir fólk skrýtið í lyftum. Sumir óttast einfaldlega um líf sitt. Það á til dæmis við Bandaríkjamanninn Nick White sem festist í lyftu í 41 klukku- stund. „Við viljum ekki vera lokuð inni í þröngu rými. Við viljum komast úr lyftunni eins fljótt og auðið er því þetta er hrollvekjandi staður,“ sagði Nick White, augljóslega brenndur af slæmri reynslu sinni í lyftu. Þegar hann sat fastur í lyftunni í allan þenn- an tíma var honum hugsað til annars þröngs rýmis, grafar. Hann á þó ekki kost á öðru en að ferðast með lyftu vinnu sinnar vegna. Hann segir það hryllilegasta við lyfturnar vera að hann hafi ekki stjórn á aðstæðum, líf hans er í höndum lyftunnar. Sigur rökhyggjunnar Lyftugaurinn Lee Gray tekur undir þennan ótta Whites. „Þú ert í vél sem er á hreyfingu og hefur enga stjórn á henni og veist ekki hvern- ig hún virkar,“ sagði Gray við BBC en benti jafnframt á lyftur væru öruggari ferðamáti en bílar og mun öruggari en rúllustigar. „Þetta er öruggasta leiðin til að ferðast ef horft er til allra þeirra milljarða kílómetra sem lyftur ferðast á ári hverju með tilliti til fjölda slysa, sem eru afar fá,“ sagði Gray. Babette Rennerberg sagði fólk ferðast með lyftum þrátt fyrir þessa meðfæddu hræðslu við þröng rými. „Það má því segja að þetta sé sig- ur rökhyggjunnar á eðlishvötum okkar.“ n n Lyftufarþegar óttast um líf sitt og orðspor n Raða sér líkt og punktar á teningum Verðum skrýtin í lyftum Hrædd um líf og orðspor Lyftuferðir eru einn algengasti samgöngumátinn í vestrænum ríkjum. Ferð- irnar geta þó reynt á taugar lyftufarþega sem óttast um líf sitt og orðspor meðan á þeim stendur. Mynd PHoToS Birgir olgeirsson birgir@dv.is n Líkt og minnst er á í greininni eru lyftur mun öruggari samgöngumáti en bílar. Að jafnaði deyja 26 manneskjur á hverju ári í lyftum í Bandaríkjunum. Hins vegar deyja 26 á fimm klukkustunda fresti í bílslysum í Bandaríkjunum. n Flestir þeirra sem deyja í lyftum eru lyftutæknifræðingar. n Lyftur frá Otis-lyftufyrirtækinu flytja að jafnaði sem nemur fólksfjölda jarðar- innar á fimm daga fresti. n Áður fyrr þurfti tvo starfsmenn til að stjórna lyftum. Með tilkomu stjórntakka urðu þeir óþarfir. n Hlerar á lyftum eru alla jafna kirfilega festir með boltum af öryggisástæðum. Menn ættu ekki að reyna að opna þessa hlera ef þeir festast í lyftum því öruggasti staðurinn við slíkar aðstæður er lyftan sjálf. Lyftutónlistin Lyftutónlist, þekkt víða um veröld sem muzak, var fyrst notuð árið 1922. Upprunalegur tilgangur hennar var róa lyftufarþega sem voru að nota lyftur í fyrsta skiptið. Þessi notkun á róandi tónlist náði miklum vinsældum og er í dag notuð víðar en í lyftum, til að mynda verslunarmiðstöðvum. Þessi tónlist inni- heldur venjulega mjög einfalda melódíu sem fer lítið fyrir og er auðvelt að „lúppa“. Lyfturnar Speglarnir Ástæðan fyrir því að speglar eru í flestum lyftum er margslungnari en margir halda. Þessir speglar eru settir upp til að dreifa huga lyftufarþega. Áður en speglarnir voru settir upp var vanlíðan fólks í lyftum mikil og kvartaði það sáran yfir því hve hægar þær voru. Þegar speglarnir voru settir upp dreifði það huga lyftufarþega frá áhyggjum þeirra og leiðind- um sem tengdust lyftunni. Í staðinn fyrir að hafa áhyggjur af því að lyftan hrapaði til jarðar, höfðu þeir áhyggjur af útlitinu þegar þeir litu í spegilinn. Þá hjálpa speglarnir einnig þeim sem þjást af innilokunarkennd því lyftan virðist óneitanlega stærri ef í henni er spegill. Braut sér leið út af salerninu M enn festast ekki að- eins í lyftum. Nýverið bárust fregnir af banda- ríska bobsleðakappan- um Johnny Quinn sem festist inni á baðherbergi á hóteli í rúss- nesku borginni Sochi. Quinn var að sjálfsögðu staddur í borginni vegna Vetrarólympíuleikanna sem hann keppir á fyrir Bandaríkin. Quinn ákvað að skella sér í stutta sturtu á laugardaginn en uppgöt- vaði sér til mikillar skelfingar að sturtu lokinni að hann var læstur inni á baðherberginu og náði engu sambandi við umheiminn og hafði gleymt símanum. Quinn lýsti því á samfélagsmiðlinum Twitter hvernig hann náði að nýta bobsleðaþjálfunina til að brjótast í gegnum hurðina. Þetta eru ekki einu fréttirnar af vandræðagangi á hótelunum í Sochi sem hefur verið í sviðs- ljósinu undanfarnar vikur. Nokkr- ir fréttamenn birtu ljósmyndir á samfélagsmiðlum af gruggugu kranavatni, salernisaðstöðu með áhorfendasætum og tilkynningu til salernisnotenda um að þeir mættu ekki sturta klósettpappír niður heldur ættu þeir að fleygja honum í þar til ætlaða fötu á sal- ernisaðstöðunni eftir notkun. Þá birti kanadíski snjóbretta- kappinn Sebastien Toutan mynd á Twitter af veggspjaldi sem sýndi hvernig fólk á að haga sér á kló- settinu. Á spjaldinu var aðeins ein hegðun leyfð, sitja stilltur á kló- settinu. Hins vegar má ekki standa við klósettið á meðan þvagláti stendur. Ekki má kasta upp í kló- settið og þá mega þeir sem dvelja á hótelinu ekki standa á klósett- setunni á meðan þeir hafa hægð- ir. Þá er einnig bannað, samkvæmt veggspjaldinu, að renna eftir fiski. Sjötta skipunin vafðist þó fyrir mönnum, hún virðist þó banna einhvers konar ærslagang inni á salerninu. n Ólympíukeppandinn Johnny Quinn í vandræðum „Við viljum ekki vera lokuð inni í þröngu rými er. Brotin baðherbergis- hurð Myndin sem Johnny Quinn birti af baðherbergis- hurðinni sem hann braust í gegnum á hótelinu í Sochi. Mynd TwiTTer Þvagnemar í lyftum Þó flestir láti það vera þá eiga sumir það til að kasta af sér vatni í lyftum. Þótt þetta hljómi ótrúlega í hugum sumra þá er þetta blá- kaldur raunveruleiki þeirra sem þurfa að fara í gegnum umferðar- miðstöð Atlanta-borgar í Banda- ríkjunum. Forráðamenn hennar voru orðnir ráðalausir gagnvart þessari losun þvags einhverra lyftunotenda í miðstöðinni. Var sú ákvörðun tekin að setja upp nema í lyftunum sem eiga að nema ef einhver kastar af sér vatni í lyftun- um og þá vonandi koma í veg fyrir þennan leiðinlega ósið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.