Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 22
22 Umræða Bein lína Vikublað 11.–13. febrúar 2014
Leyndó Umsjón: Henry Þór Baldursson
Könnun
Hvaða lag er þitt
Eurovision lag?
27,2%
12,7%
7,1%
22%
14,4%
16,6%
„Skólamálin eru lykilmál“
Dagur gefur lítið fyrir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar og segir hann þverklofinn
Guðný Aradóttir
Dagur, hvað segir þú um að
blanda salti í sandinn sem þið
látið bera á göngustíga og gangstéttir
borgarinnar? Væri það ekki ráð til
að vinna á klakanum sem alla er að
drepa? :)
Dagur B. Eggertsson Þú segir
nokkuð! Klakinn er erfiður og það
er alltaf kvartað yfir saltinu ef það
er of mikið notað. En ég skal bera
þessa hugmynd undir okkar vaska
lið sem heldur götum, göngu- og
hjólaleiðum færum. Takk!
Ingvar Smári Birgisson Sæll
Dagur. Í útvarpsviðtali í
morgun hélstu því fram að þú
og Jón Gnarr hefðuð tekið fjármál
Reykjavíkurborgar föstum tökum.
Samkvæmt fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar munu hreinar
skuldir borgarsjóðs vegna A-hluta
aukast úr 23 í 49 milljarða milli áranna
2010–2014. Þetta er 113% skuldaaukn-
ing. Er það þetta sem þú kallar að taka
fjármálin föstum tökum?
Dagur B. Eggertsson Já, við
þurftum að loka 5 milljarða gati
hjá borgarsjóði (A-hluta) og 50
milljarða gati hjá Orkuveitunni.
Hvort tveggja tókst. Lánin sem þú
ert að nefna voru tekin til fram-
kvæmda. Við vildum auka atvinnu
í verstu kreppunni og fara í mann-
aflsfrek viðhaldsverkefni, eins
og í skólum og sundlaugunum.
Atvinnuleysi hefur minnkað hratt
og þetta borgar sig til framtíðar.
Enda eitt af kosningaloforðum
okkar vorið 2010.
Fundarstjóri Reyndir þú að fá
Jón Gnarr ofan af því að
hætta í pólitík?
Dagur B. Eggertsson Já, ég hélt
að ég væri sæmilega sannfærandi.
En hann var óhagganlegur.
Helga Helgadóttir Sæll
Dagur. Sem unnandi
menningar í miðborg, hvort
sem er í formi lista eða mannfólks vil
ég spyrja þig sem meirihlutamann
hvort það hafi aldrei staðið til að setja
kvóta á fjölda hótela í hjarta
borgarinnar líkt og tíðkast varðandi
veitingahús, öldurhús, spilatækjasali
og hvaðeina?
Dagur B. Eggertsson Jú, við höf-
um rætt þetta mikið. Við þurfum
að stýra staðsetningunum betur
og reyna að dreifa álaginu, bæði
á fleiri svæði í borginni en gjarnan
líka til nágrannasveitarfélag-
anna. Erum í vinnu með skipulag
fyrir hvert hverfi í borginni þar
sem meðal annars verður tekið
á þessu. Okkur hefur hins vegar
verið ráðlagt frá beinum hótel-
kvótum.
Magnús Þorgrímsson
Húsnæðismál öryrkja í
Reykjavík eru í ólestri.
Reykjavíkurborg neitar að greiða
sérstakar húsaleigubætur til fólks
sem legir hjá Brynju hússjóði ÖBÍ.
Þetta leiðir til þess að Brynja
hússjóður kaupir ekki íbúðir í
Reykjavík. Fólk getur ekki fengið
nauðsynleg úrræði vegna þessa stríðs
á milli Reykjavíkur og hússjóðsins.
Fólk getur ekki flutt úr ódýrara
húsnæði í annað og dýrara, vegna
þess að Reykjavík greiðir ekki
sérstakar húsaleigubætur í húsnæði í
eigu Brynju. Er ekki nauðsynlegt að þið
sem stýrið Reykjavík, kippið þessu í
liðinn og leysið þennan hnút?
Dagur B. Eggertsson Veit af
þessum vanda og mun funda með
fulltrúum ÖBÍ um húsnæðismálin
á næstunni. Ég myndi alls ekki
tala um þetta sem stríð. Við erum
með sama markmið: að tryggja
öllum öruggt þak yfir höfuðið.
Vil gjarnan koma á samstarfi við
hússjóðinn Brynju um að byggja
upp í borginni sem hluta af þeirri
metnaðarfullu áætlun sem við
erum með í húsnæðismálum:
2.500–3.000 íbúðir.
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir Finnst þér
áhyggjuefni að það skuli
stefna í að öllum framboðum til
borgarstjórnar verði stýrt af körlum
nema (kannski) VG?
Dagur B. Eggertsson Fjölbreytni
er mikilvæg. En því fer auðvitað
fjarri að ég „stýri“ frambjóðaenda-
hópnum þó ég fari fyrir honum.
Við störfum í umboði stórs og
fjölbreytts hóps, erum í þessu
saman og ég lít þannig á að ég sé
einungis fremstur meðal jafningja.
Hallgrímur Frostason Sæll,
mig langar að spyrja þig um
strætisvagnaskiptistöðina í
Ártúni og einnig tíðari ferðir
strætisvagna í Árbæjar-/Ártúnshverfi.
Svæðið í kringum skiptistöðina er
hávaðasamt og fyrir gangandi
vegfarendur er það ekki skemmtilegt
sérstaklega ef þarf að fara undir
brúna á Vesturlandsvegi. Mætti ekki
bæta það eitthvað? Strætóleiðir 19 og
5 ganga í þessi hverfi en ferðir þeirra
ekki nægilega tíðar þó mér skiljist að
leið 19 gangi til 12 á kvöldin, eitthvað
til að pæla í?
Dagur B. Eggertsson Við tókum
þarna til hendinni fyrir nokkrum
árum, en það er sjálfsagt kominn
tími á það aftur. Aukin tíðni á
álagstímum hefur vonandi dregið
eitthvað úr leiðindunum. Fínn
punktur um lengri þjónustu. Höfum
aðeins verið að bæta í, enda hefur
farþegum fjölgað um þriðjung á
kjörtímabilinu (sem er ótrúlegt).
Baldvin Jónsson Hvaða leiðir
koma til greina að þínu mati
til þess að leysa mesta
húsnæðisvandann aðrar en að borgin
byggi í eigin reikning?
Dagur B. Eggertsson Við þurfum
að vinna með húsnæðissamvinnu-
félögum og öðrum sem eru tilbúin
að svara eftirspurn eftir litlum
og meðalstórum íbúðum, en eru
ekki í þessu til að græða, heldur
fyrst og fremst að tryggja fólki
öruggt þak yfir höfuðið. Þetta eru
aðilar eins og Búseti, stúdentar og
önnur félagasamtök og ég myndi
gjarnan vilja samstarf við verka-
lýðshreyfinguna um að stofnuð
yrðu ný þannig félög. Borgin myndi
í einhverjum tilvikum geta lagt
fram lóðir eða farið í beint sam-
starf um uppbygginguna. Þetta er
forgangsverkefni að mínu mati.
Pétur Þorsteinsson Ertu
hlynntur því að Reykjavíkur-
borg segi sig úr ECAD? Ef ekki,
hvers vegna ekki? Geturðu nefnt
einhver dæmi um að samstarfið við
ECAD hafi skilað árangri?
Dagur B. Eggertsson ECAD
reyndist borginni vel þegar við
gerðum fyrstu stóru forvarnar-
áætlanirnar sem beindust að ung-
lingum kringum 1998. Við höfum
hins vegar síðan þróað þekkingu
okkar verulega og höfum auðvitað
farið úr því að vera í hópi borga
í Evrópu þar sem unglingar eru
mest í reykingum, áfengisdrykkju
og eiturlyfjaneyslu, í að vera sú
borg þar sem þessi neysla er
minnst. Ég sé alþjóðasamstarf
á þessu sviði því ekki síst sem
vettvang til að miðla af okkar
reynslu, þótt alltaf sé eitthvað
hægt að læra með því að bera
saman bækur.
Anna Jónsdóttir Sæll Dagur.
Hvað langar þig, og flokkinn
þinn að gera varðandi
grunnþjónustu við börn þessarar
borgar á næsta kjörtímabili? Í skóla
barnanna minna, Breiðholtsskóla, er
flestur húsbúnaður ónýtur og hefur
verið lengi (ekki bara mín skoðun
heldur liggur fyrir formlegt mat á því).
Aðstöðumunur grunnskóla
borgarinnar er gífurlegur, t.d. þegar
kemur að tæknibúnaði, húsakosti,
húsbúnaði o.fl. Það er í raun ótrúlegur
munur á þjónustu og aðbúnaði
grunnskólabarna eftir hverfum sem
mér finnst hreinlega varhugaverð
þróun.
Dagur B. Eggertsson Það er
lykilatriði í mínum huga að ekki sé
aðstöðumunur eftir hverfum. Ég
veit af stöðunni í Breiðholtsskóla
og deili áhyggjum foreldra af
henni. Skólinn er því efstur á blaði
í viðhaldsáætlunum ársins og
við erum líka að fara af stað með
endurbætur á skólalóðinni. Hvort
tveggja er löngu tímabært.
Villi Bald Uppbygging
skólamannvirkja og
íþróttamannvirkja í
Úlfarsárdal hefur tafist og tafist. Þú
sagðir í viðtali hjá RÚV að skólahúsið
yrði tilbúið 2016. Stendur þú enn við
þá dagsetningu? Hönnunar-
samkeppni vegna skólans og annarra
tengdra bygginga mun ekki ljúka fyrr
en haustið 2014.
Dagur B. Eggertsson Já, nú er
hönnunarsamkeppnin bless-
unarlega farin af stað og þetta
verður stórglæsilegt verkefni.
Ég hef bundið vonir við að hægt
verði að byrja kennslu í skólanum
2016 en verið opinn með það að
endanlegar dagsetningar liggja
ekki fyrir, og því er ekki að leyna
að sumum þykir þetta bratt. Í því
skiptir miklu að vel takist til með
samkeppnina og að sátt verði um
niðurstöðu hennar. Fjármagn til
framkvæmdanna er hins vegar
fyrir hendi á fjárfestingaráætlun
borgarinnar. Það skiptir miklu.
Jóhann Sigurbjörnsson Á
kjörtímabilinu voru byggðar/
keyptar 75 íbúðir á vegum
félagsbústaða sem má telja lítið til að
stoppa í eftirspurn eftir leiguíbúðum í
Reykjavík. Er ekki frekar ósannfærandi
að koma með stefnu til byggingar á
2.000–3.000 íbúðum, korteri fyrir
kosningar? Er þetta ekki bara eitthvað
sem fer ofan í skúffu?
Dagur B. Eggertsson Uppbygging
á leiguhúsnæði er forgangsmál,
og fer ekki ofan í skúffu, ef ég
fæ einhverju að ráða. Undirbún-
ingurinn er langt kominn. Við
erum búin að skilgreina öll þessi
svæði og nauðsynlegar lóðir í
aðalskipulagsvinnunni, erum í
viðræðum við samstarfsaðila
um uppbygginguna, höfum
kallað til samstarfs við verka-
lýðshreyfinguna og höfum rætt
við fjármögnunaraðila, eins og
lífeyrissjóðina. Fá verkefni taka
meiri af mínum tíma en einmitt
húsnæðismálin. Það er vegna þess
að ég hef ekki trú á að þetta gerist
af sjálfu sér og er sannfærður um
að þarna þurfi ákveðna forystu og
framsýni borgarinnar.
Kristinn Traustason Hvernig
ætlið þið að fjármagna alla
þá uppbyggingu á
leiguhúsnæði sem þið hafið lýst yfir að
þið ætlið að standa fyrir? Hverjir eiga
að niðurgreiða leiguverðið sem þarf til
að standa undir byggingarkostnaði og
rekstri leiguhúsnæðis? Hvernig á að
fjármagna uppbyggingu á þjónustu á
þéttingareitum í borginni?
Dagur B. Eggertsson Við gerum
ráð fyrir að beita Félagsbústöð-
um, sem er í 100% í eigu borg-
arinnar og er stærsta leigufélag
landsins með um 2.200 íbúðir. Að
stórum hluta gerum við þó ráð
fyrir að samstarfsaðilar fjármagni
sinn þátt í uppbyggingunni eftir
hefðbundnum leiðum, en vonandi
hagstæðum kjörum. Framlag
borgarinnar gæti myndað eigið
fé í einstökum verkefnum, t.d. í
formi lóða. Við erum að fara að
kynna nýtt verkefni í samstarfi
við Samtök iðnaðarins, reynd
byggingarfélög, hönnuði,
verktaka og Hönnunarsjóðinn
Auroru þar sem á að finna nýjar
og áhugaverðar leiðir til að lækka
byggingarkostnað og hanna
„Reykjavíkur-hús framtíðarinnar“.
Til að koma til móts við leigjendur
þurfa húsaleigubætur að vera til
jafns við vaxtabætur. Sameining
þessara kerfa hefur verið kölluð
einu nafni „húsnæðisbætur“ og
er á könnu ríkisins. Við gerum ráð
fyrir að atvinnulífið og verslun
fjármagni sig sjálft á þekkingar-
reitum, eins og alltaf áður.
Ingibjörg Ottesen Gætir þú
hugsað þér meirihluta
samstarf með Sjálfstæðis-
flokknum að loknum kosningum?
Dagur B. Eggertsson Ég vona að
stefna núverandi meirihluti fái
stuðning í kosningunum. Þeir sem
vilja vinna að henni geta verið með
í þeim meirihluta. Sjálfstæðis-
flokkurinn er þverklofinn um mörg
meginmálin í borginni og veit ekki
hvort hann vill snúa fram eða aft-
ur. Kannski þarf hann að byrja á að
koma sér saman um sína stefnu,
eða hvað? Við munum hvernig
síðasta kjörtímabil var.
Kristinn Traustason Ertu að
segja að þeir sem vilja búa í
eigin húsnæði eigi að greiða
hátt lóðaverð en þeir sem vilja leigja
eigi að greiða lágt lóðaverð? Hvernig
verður valið hverjir mega búa í
leiguhúsnæði og hverjir eiga að búa í
sínu eigin húsnæði? Ég spurði um
hvernig ætti að fjármagna
uppbyggingu á þjónustu s.s. skólum
og leikskólum á þéttingareiti ekki
þekkingarreitum.
Dagur B. Eggertsson Nei, lóða-
verðið er eitt og hið sama. Í öðru
tilvikinu er lóðin keypt en í hinu
myndar það eiginfé í félagi sem
borgin á með öðrum. Við munum
sækja í reynslu nágrannaland-
anna varðandi val á leigjendum.
Þar þarf að gæta hlutleysis
og jafnræðis. Það eru engar
breytingar fyrirhugaðar varðandi
fjármögnun innviða og þjónustu í
tengslum við húsnæðismálin. Þau
koma af gatnagerðargjöldum og
öðrum tekjum sveitarfélagsins.
n Enga fordóma n Þangað til ég dey
n Lífið kviknar á ný n Eftir eitt lag
n Amor n Von
577 ATKVæðI
Nafn: Dagur B. Eggertsson
Aldur: 41 árs
Staða: Oddviti Samfylkingar-
innar í Reykjavík
Menntun: Embættispróf
í læknisfræði frá Háskóla
Íslands 1999. Meistarapróf í
mannréttindum og alþjóða-
lögum frá Háskólanum í Lundi
í Svíþjóð 2005.