Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Síða 36
Vikublað 11.–13. febrúar 201436 Fólk Hætt saman vegna anna H jartaknúsarinn Marc Anthony er hættur með kærustunni sinni, Chloe Green. Þau höfðu verið að hittast í um ár en nú segja heimildamenn blaðs- is US Weekly að sambandið sé búið. „Þau eru að taka sér pásu,“ segir heilmildarmaður blaðsins. „Það er af því að það er svo mikið að gera hjá þeim báðum,“ bætir heimildarmað- urinn við. Þau Chloe og Anthony hafa bæði mikið að gera og virtist því vera lítill tími eftir til þess að sinna sambandinu. Var það því sameig- inleg ákvörðun þeirra að hvíla sam- bandið – allavega í bili. Anthony, 45 ára, og Chloe, 22 ára erfingi Topshop-veldisins, sáust síð- ast saman 26. janúar síðastliðinn þegar þau mættu saman á Grammy- verðlaunahátíðina sem haldin var í borg englanna, Los Angeles. Þar mættu þau hönd í hönd og sáust láta vel hvort að öðru. Anthony skildi við fyrrverandi eiginkonu sína, Jennifer Lopez, í júlí 2011. Skilnaðurinn hefur þó ekki gengið formlega í gegn en þau eiga fimm ára tvíbura saman. Jennifer hefur verið í sambandi með dansar- anum og danshöfundinum Casper Smart síðan frá því í nóvember 2011. „Þau eru að taka sér pásu“ Endurfundir hjá leikurum Forrest Gump Óskarsverðlaunamyndin Forrest Gump fagnar hvorki meira né minna en 20 ára útgáfuafmæli sínu í ár og í tilefni af því hittust aðalleikarar myndarinnar í fyrsta sinn í langan tíma og vörðu stund saman. Hinn margverð- launaði leikari Tom Hanks birti mynd af endurfundunum á sam- félagsmiðlinum WhoSay ásamt skilaboðunum: „Hafði ekki séð þessa gömlu vini of lengi“ en myndina prýða, ásamt Hanks, þeir Mykelti Williamson, sem fór eftirminnilega með hlut- verk Bubba, og Gary Sinise, sem lék liðsforingjann Dan Taylor. Forrest Gump kom út árið 1994 og hlaut afar góðar viðtökur en hún hlaut meðal annars sex Ósk- arsverðlaun og var auk þess til- nefnd til sjö annarra. Skemmti sér á snekkju Kryddpían fyrrverandi Mel B. skemmti sér vel á snekkju við Ástralíu um helgina. Mel er þar í landi til þess að taka upp þátta- röðina The Voice Kids in Austral- ia og virðist henni ekki leiðast veðurblíðan þar. Mel birti, á Instagram-síðu sinni, myndir af sér, eiginmanni sínum og vinum að skemmta sér í sjónum. Mel var fáklædd í veðurblíðunni og sýndi hvað hún er í góðu formi. Stjörnur án farða Þær virka allar fullkomnar en eru bara manneskjur eins og við hin og eiga sína góðu og slæmu daga. Hér má sjá nokkrar þekktar stjörnur án farða. n Hollywood-stjörnur eiga sér líka aðrar og eðlilegri hliðar Kristen Stewart Uma Thurman Kourtney Kardashian Adriana Lima Mariah Carey Rihanna Olivia Wilde Jennifer Love Hewitt Gisele Bundchen Lee Ann Rimes Dópaður undir stýri A Night at the Roxbury- og Saturday Night Live-stjarn- an Chris Kattan var handtekin á mánudag. Kattan var grunað- ur um ölvunarakstur eftir að hafa ekið Mercedes-bifreið sinni á kyrrstæðan bíl á hraðbraut í Kali- forníu. Áreksturinn ku hafa átt sér stað á lokuðum kafla hraðbraut- arinnar, sem var kyrfilega merkt með keilum og ljósaskiltum. Sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki. Kattan féll á lyfja prófi og ját- aði að vera undir áhrifum lyfseð- ilsskyldra lyfja, samkvæmt vefsíðu fréttastofunnar TMZ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.