Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 29. apríl–1. maí 2014
Háskólanám erlendis
ENGLAND • SKOTLAND • ÍTALÍA • SPÁNN
á sviði skapandi greina
E
S
S
E
M
M
2
01
3
/
05
Arnar Ingi Viðarsson er “Talent Alumni” frá
Istituto Europeo di Design (IED) í Barcelona.
Hann útskrifaðist úr listrænni stjórnun 2012 og
borgaryfirvöld keyptu lokaverkefni hópsins
sem hann var í, en það fólst í alhliða kynningu
fyrir menningarhús í Gracia hverfinu í Barcelona.
„Útskriftarverkefnin ganga út á að hanna vöru-
merki, einkenni og ímynd, prent-, sjónvarps-
og útiauglýsingar, vefsíður, innanhússhönnun,
merkingar, fjárhags- og samskiptaáætlun.“
„Allt þetta er gert eftir mikla rannsóknarvinnu
og skapandi hönnunarstarf.“
„Í skólanum eru nemar víða að úr heiminum,
allir eru opnir og hafa mikið fram að færa, svo
það verður til mikil og skapandi orka í þessum
kringumstæðum.“
„Þetta er ekki eitthvað sem þú lærir, þú þarft
að upplifa það, til að þroskast og þróast.“
Arnar Ingi starfar í dag hjá auglýsingastofunni
Saatchi & Saatchi í Barcelona.
Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst
einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti
hugmynda, með stefnum og straumum
víða að úr heiminum.
Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar
frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í
góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki.
Nemendur hafa aðgang að vel búnum
rannsóknar- og vinnustofum og kennarar
eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði.
Háskólanám erlendis í hönnun, listum,
miðlun, stjórnun, eða tísku opnar einnig
möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og
komast áfram á alþjóðlegum markaði.
„Sýnir enga iðrun“
Jermaine Jackson situr í fangelsi fyrir morðið á Hinriki og John White
Þ
essi maður sýnir enga iðrun
og það sást greinilega í
vitnastúkunni, hann myrti
þá að ástæðulausu,“ segir
aðstandandi Kristjáns Hin
riks Þórssonar. Jermaine Jackson var
á föstudag dæmdur í lífstíðarfang
elsi fyrir morðið á Kristjáni Hinriki
og John White í september 2012.
Jackson þótti ekki eiga sér nein
ar málsbætur, en hann skaut um
tíu skotum að bifreið þar sem þeir
White og Hinrik voru farþegar.
Móðgaðist
Jackson hafði móðgast og reiðst
þegar bifreið White var ekið framhjá
honum að kvöldi 8. september 2012.
Ökumaður bílsins lagði bifreiðinni
fyrir utan heimili Hinriks þegar
hann hafði keyrt framhjá Jackson.
Jackson kvaðst hafa orðið
hræddur þegar bílnum var ekið
nálægt honum, svo hann faldi sig á
bak við rafmagnskassa og hlóð skot
vopn sem hann hafði í fórum sínum.
Þegar bifreiðinni var ekið að lítilli
verslun rétt hjá heimili Hinriks, elti
Jackson bílinn. Hann kallaði að bíl
stjóranum, en þegar White ansaði
honum ekki hóf Jackson skothríð á
White og bílinn.
Hann fór svo til Arkansas með
aðstoð móður sinnar og fór huldu
höfði í nokkra daga. Hann gaf sig
fram við lögreglu þann 12. sept
ember 2012. Í fyrstu bar White því
við að hann hefði ekki verið ábyrg
ur gerða sinna vegna veikinda, en
hann breytti vörn sinni í sjálfsvörn.
„Sjálfsvörn“
Jackson bar fyrir sig að hann hefði
skotið í sjálfsvörn. Hann sagði White
hafa teygt sig undir bílsætið og hélt
Jackson að hann væri að sækja byssu.
Engin vopn fundust þó í bifreiðinni.
Saksóknari spurði Jackson meðal
annars hvers vegna hann hefði ekki
reynt að koma þeim White og Hinriki
til bjargar þegar hann áttaði sig á því
að hann hefði myrt Hinrik. Við því
átti Jackson fá svör.
Reiður
Saksóknarinn hélt því fram að
Jackson hefði ekki verið hræddur,
hann hefði verið reiður og móðg
aður og viljað hefna sín. „Heldur
þú virkilega að kviðdómurinn trúi
því að þú hafir elt þá alla leið að
Quick Trip vegna þess að þú varst
svo hræddur,“ spurði saksóknarinn.
„Varstu ekki bara reiður?“ Jackson
sagðist hafa verið mjög hræddur
og bar fyrir sig að þetta hefði verið
sjálfsvörn.
Jackson hefur sem áður sagði
verið dæmdur í lífstíðarfangelsi,
en hann á þó möguleika á reynslu
lausn. Standi dómurinn eins og
hann var kveðinn upp á föstudag
getur þó verið langt þar til hann
losnar úr fangelsi. Saksóknari vill að
hann afpláni að minnsta kosti 70 ár
af dómnum áður en hann getur sótt
um reynslulausn. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Lést í skotárás
Hinrik lést af sárum
sínum á sjúkrahúsi.
Hann hefði orðið
tvítugur á þessu ári.
Frítt í sund
Árbæjarlaug tuttugu ára
Á
miðvikudag verða liðin
tuttugu ár síðan Árbæjarlaug
var opnuð og af því tilefni
gefst fólki kostur á að fara
frítt í laugina. „Laugin var og
er ein allra glæsilegasta laug borg
arinnar með stórkostlegu útsýni yfir
Elliðaárdalinn,“ segir Guðrún Arna
Gylfadóttir, forstöðukona í Árbæjar
laug, í tilkynningu frá Reykjavíkur
borg. Frítt verður í sund á miðviku
dag sem fyrr segir en auk þess verður
boðið upp á léttar veitingar. Heildar
fjöldi heimsókna á ári er um þrjú
hundruð þúsund.
Síðustu ár hefur verið hlúð að Ár
bæjarlaug. Nýr nuddpottur var settur
upp fyrir tveimur árum með tilheyr
andi stýrikerfi. Eimbaði var einnig
komið upp, auk þess sem ráðist var
í úrbætur í ferlimálum. Byggingar
kostnaður vegna Árbæjarlaugar fyrir
20 árum var um 630 milljónir króna. n
einar@dv.is
Lekinn viðbragð við
„þaulskipulagðri aðför“
eðlilegt af þingmanni að bregð
ast þannig við enda ekki gott fyrir
mann í slíkri stöðu ef það lítur út
fyrir að hann hafi eitthvað að fela.
Hann sagði birtingu gagnanna
hafa skaðað þingmanninn og að
með athæfinu hefði bankaleynd
verið rofin.
Þá benti verjandi Gunnars á
að hann hefði ekki aflað gagn
anna sem formaður Fjármála
eftirlitsins heldur sem óbreyttur
borgari enda hefðu gögnin aldrei
komið inn á borð hjá Fjármála
eftirlitinu. Gunnar var sakfelldur
í héraðsdómi fyrir alvarlegt trún
aðarbrot. Þá var honum gert að
greiða tvær milljónir króna í sekt
til ríkissjóðs en sæta ella fangelsi í
44 daga. Samkvæmt 136. grein al
mennra hegningarlaga skal opin
ber starfsmaður, sem segir frá
nokkru, er leynt á að fara og hann
hefur fengið vitneskju um í starfi
sínu eða varðar embætti hans eða
sýslan, sæta allt að eins árs fang
elsi. Hafi hann gert það til þess
að afla sér eða öðrum óréttmæts
ávinnings, eða noti hann slíka vit
neskju í því skyni, má beita fang
elsi allt að þremur árum.
Í góðri trú
Helgi Magnús saksóknari benti
á að þessi óréttmæti ávinning
ur þurfi ekki að vera fjárhagslegs
eðlis. Dómari spurði Helga í
hverju hinn óréttmæti ávinn
ingur Gunnars hefði falist. Helgi
svaraði á þá leið að ávinningur
inn hefði verið sá að koma höggi
á Guðlaug Þór og gera hann tor
tryggilegan: „Það geta allir séð
það fyrir sér hvað þessi DV grein
kallar fram í umræðu um störf
þessa manns.“ Sagði hann erfitt
fyrir þingmann að verjast slíku.
„Það situr eftir einhver blettur og
það er allavega ákveðinn ávinn
ingur í huga Gunnars.“ Þessu
hafnaði lögmaður Gunnars og
sagði að um „vangaveltur ákæru
valdsins“ væri að ræða: „Ég bara
botna ekkert í þessu.“
Þórarinn var í héraðsdómi
dæmdur til þess að greiða eina
milljón króna í sekt til ríkissjóðs
innan fjögurra vikna frá birtingu
dómsins eða sæta annars fang
elsi í 40 daga. Hilmar Magn
ússon, lögmaður hans, sagði
Þórarin hafa komið gögnunum
í hendur Gunnars í þeirri trú að
hann væri að afhenda forstjóra
Fjármálaeftirlitsins upplýsingar í
tengslum við rannsókn ákveðins
máls. Gunnar hefði hringt í hann
í vinnusíma og á vinnutíma
og hann hefði ekki haft neina
ástæðu til að ætla að það ætti að
koma gögnunum í hendur fjöl
miðla. Þá benti hann á að mál
ið hefði þegar haft alvarlegar af
leiðingar fyrir skjólstæðing hans
en Þórarinn missti vinnuna í kjöl
far málsins. n
Gunnar Andersen
Fyrrverandi forstjóri
Fjármálaeftirlitsins
kveðst ekki hafa aflað
gagnanna í skjóli stöðu
sinnar. Mynd EyþóR ÁRnASon