Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Skrýtið 19 Seldi heróín af sjúkrabeði Lori Sullenberger hefur verið ákærð fyrir sölu á heróíni í Green- burg í Pennsylvaníu. Það væri þó ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Lori seldi dópið til sjúklinga á Excela Westmoreland- sjúkrahúsinu í Greenburg. Lori var sjálf í meðferð á sjúkrahúsinu, þó ekki hafi verið greint frá því við hvaða veikindi hún átti að etja. Það var starfsfólk á sjúkrahúsinu sem taldi það vera ansi grunsam- legt hversu margir heimsóttu Lori daginn út og inn. Þangað komu bæði aðrir sjúklingar og fólk af göt- unni sem virtist þekkja hana mis- vel. Starfsfólk hafði samband við lögregluna og óeinkennisklæddur lögreglumaður var sendur á sjúkrahúsið til að kanna aðstæður. Hann keypti heróín af Lori, en lög- reglumenn hafa heimild til þess að leiða fólk í slíkar gildrur í Pennsyl- vaníu. Hún var handtekin og hef- ur verið ákærð fyrir að hafa undir höndum efni fyrir 3.800 dollara, auk peninga sem hún fékk fyrir söluna á efninu. Fljúgandi furðuhlutur? Sextán árastúlka í Bretlandi segist sannfærð um að hún hafi séð fljúgandi furðuhlut á flugi í Leam- ington Spa þann 11. apríl. Hún var að spila tennis í garðin- um á heimili sínu þegar hún sá svartan hr- ing sem var að myndast lötur- hægt á himni. Talið er ólík- legt að um sé að ræða hóp af fuglum eða skordýrum og segir fyrrverandi FBI-lögreglumað- ur, Ben Hansen, að líklega sé um að ræða fljúgandi furðuhlut, eða eitthvað yfirnáttúrulegt. Sá sérhæf- ir sig í því að kanna hluti sem erfitt er að útskýra og líklegt er að séu yfir náttúrulegir. Nágrannavarsla Ku Klux Klan Ku Klux Klan-samtök í Pennsyl- vaníu hafa ákveðið að vera með nágrannavörslu í hverfi í bæn- um Fairview. „Þú getur sofið rótt í nótt vitandi að Klanið vakir,“ segir á auglýsingasnepli sem samtökin hafa dreift meðal íbúa. Ku Klux Klan-samtökin eru ein þau um- deildustu í heimi, en þau halda fram yfirburðum hvíta kynstofns- ins. Það veldur því mörgum mikl- um áhyggjum að slík samtök taki að sér nágrannavörslu. Talsmað- ur samtakanna segir þó ekkert að óttast, samtökin ætli sér að vera sanngjörn og aðeins að fylgjast með til að vernda nágrannana. „Við tilkynnum allt sem við sjáum, en ætlum ekki að fylgjast sérstak- lega með neinum kynþætti,“ segir talsmaðurinn Fran Ancona. „Mér finnst þetta hræðilegt,“ segir íbúi í hverfinu í Fairview. „Ég treysti þeim nú alls ekki fyrir þessu.“ Sporðrenndi gull- fiski í drykkjuleik n „Neknomination“-drykkjuleikurinn er stórhættulegur T uttugu og tveggja ára karlmaður hef- ur verið kærður af breskum dýra- verndarsamtökum en hann drakk lifandi gullfisk í umdeildum drykkjuleik. Drykkjuleik- urinn „Neknomination“ lifir enn góðu lífi í netheimum, en þar kepp- ist fólk um að drekka eins óvenjulega og frumlega áfenga drykki og hægt er. Þannig stefnir fólk oft- ar en ekki eigin heilsu í hættu. Þess eru dæmi að fólk blandi ógnarsterku áfengi saman og blandi út í það hreingerningar- efnum, skordýrum og jafnvel eigin þvagi. Blöndun drykkjarins og sjálf drykkjan er svo tek- in upp á myndband og það sett á vefinn. Fólk skorar svo á vini sem eiga að reyna að toppa vit- leysuna. Kærðu hann Í þessu tilfelli var það Gavin Hope sem tók áskoruninni. Hann er 22 ára nemi hjá breska hernum. Hann hafði tekið áskorun félaga sinna og tók herlegheitin upp á mynd- band sem síðar fór á Facebook. Þaðan var myndbandinu dreift á ógnarhraða um netið og rataði inn á borð til RSPCA, dýraverndar- samtaka í Bretlandi. Samtökin voru fljót að leggja fram kæru gegn Hope og sögðu hann hafa brotið dýraverndunarlög með því að inn- byrða gullfiskinn. Hope blandaði saman hráu eggi, eldpiparkryddi, bjór, gullfiskamat og sterku áfengi. Á myndbandinu segir hann: „Það er ástæða fyrir því að ég set hér gullfiskamat, þið sjáið hana núna.“ Næst tók hann glas sem var fullt af vatni og gullfiskurinn í, og drakk það. Myndbandinu fylgdi svo þessi orðsending: „Þú ert ekki alvöru karlmaður, nema drekka gullfisk.“ Vitleysisgangur Hope hefur játað brotið greið- lega og mun þurfa að greiða sekt þar sem þetta brýtur gegn dýra- verndunarlögum. Lögmaður hans sagði að vissulega hefði hann átt að koma betur fram við fiskinn, þetta hefði verið vanvirðing. Þó hefði Hope reynt að láta hann ekki þjást mjög lengi. Hann segist hafa átt fiskinn í nokkurn tíma, en taldi að hann væri veikur eða illa haldinn því fiskurinn átti það til að synda á veggi fiskabúrsins. Hann hafði hugsað sér að sturta honum niður í klósettið á heimili sínu í Gateshead í Bretlandi en hætti við. Þess í stað ákvað hann að bæta honum við „Neknomination“-áskorunina og drekka hann. „Þetta var heimsku- legt,“ segir Hope sjálfur og sagði að sér væri mjög brugðið vegna málsins. Hann bjóst ekki við því að RSPCA lögsækti hann. Talsmaður dýraverndarsamtakanna segir að mannslíkaminn sé „enginn staður til að geyma gullfisk. Fiskurinn get- ur ekki lifað nema í fjórar mínútur í maganum. Þetta er því algjörlega óviðeigandi staður fyrir gullfiska,“ segir Michelle Charlton, talskona samtakanna. Hættulegt Raunar má Hope teljast heppinn. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp fjölmörg dauðsföll tengd „Neknomination.“ Leikurinn á rætur sínar að rekja til ástralskra ungmenna, en áskoranir berast á milli á samfélagsmiðlum. 19 ára piltur drukknaði eftir að hann þambaði bjórdós í einum rykk og stökk svo út í á og annar karlmað- ur drakk svo sterka áfengisblöndu í einum rykk að hann missti strax meðvitund. Hann lést stuttu síðar. Þá eru dæmi þess að fólk falli í dá vegna ofdrykkju í slíkum leik. Karl- maður á fertugsaldri sem drakk blöndu af eldhúshreinsi, eldpipar, frostlegi og vodka lá lengi meðvit- undarlaus. n „Þú ert ekki alvöru karl- maður, nema drekka gullfisk. Drakk hann Hope ætlaði sér að sturta gull- fiskinum niður, en drakk hann þess í stað. Miður sín Hope segist ekki hafa haldið að drykkjuleikurinn yrði að dómsmáli. Kominn heim Hundurinn Violet er kominn heim, en enn finnst hvorki tangur né tetur af Joel. Stal hundinum á stefnumóti Skemmtilegt kvöld breyttist í martröð þegar hundi og sjónvarpi var stolið L ögreglan í New Jersey leitar nú að svikahrappi sem bauð bandarískri konu á blint stefnumót á dögunum en stal svo frá henni. Konan hafði boð- ið manninum heim til sín, en þegar hún brá sér frá í næsta herbergi stal hann sjónvarpinu hennar og Yorks- hire terrier-hundinum hennar. Þegar konan hafði samband við lögregluna ætluðu þeir varla að trúa því sem konan sagði þeim, enda þótti maðurinn hafa verið sérstak- lega ósvífinn. Fólkið hafði kynnst á stefnumótavefsíðu og litist vel á hvort annað. Þau höfðu farið á stefnumót og maðurinn kvaðst heita Joel. Hún hafði séð mynd af manninum og vistað hana á tölvuna sína. Þegar hann mætti á stefnumótið þekkti hún hann strax. Þau höfðu skemmt sér vel og bauð konan honum heim með sér eftir stefnumótið. Þegar þangað var komið brá hún sér frá í stutta stund og þegar hún kom aftur inn í herbergið var sjónvarpið henn- ar horfið, sem og hundurinn sem mun heita Violet. Hún kallaði strax til lögreglu sem hefur nú í tæpa viku leitað mannsins. Hundinum og sjónvarpinu var skilað þegar að málið komst í bandaríska fjölmiðla en ekkert hef- ur spurst til mannsins. Lögreglan hefur þó dreift myndum af honum og hefur leitað að honum undanfar- ið. Hann mun hafa keyrt um á gylltri Mercedes Benz-bifreið og slegið talsvert um sig á stefnumótinu, það er allt þangað til að hann lét greipar sópa. n astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.