Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 29. apríl–1. maí 201410 Fréttir
Aðstoðarmaður
fór skyndilega
Margrét Gísladóttir færð frá utanríkisráðherra í sérverkefni hjá forsætisráðuneytinu
S
igmundur Davíð Gunn
laugsson forsætisráðherra
hefur fengið aðstoðarmann
utanríkisráðherra lánaðan
yfir í sitt ráðuneyti. Margrét
Gísladóttir, aðstoðarmaður Gunnars
Braga Sveinssonar utanríkis
ráðherra, var færð yfir í tímabund
in sérverkefni á sviði upplýsinga
mála hjá forsætisráðuneytinu fyrir
um mánuði. DV fékk misvísandi svör
varðandi hversu lengi Margrét verð
ur hjá forsætisráðuneytinu. Sigurður
Már Jónsson, upplýsingafulltrúi
ráðuneytisins, segist ekki vita hversu
lengi Margrét muni starfa hjá for
sætisráðuneytinu. Sjálf segir Margrét
að verkefnið sé til tveggja mánaða.
Þá tekur hún sérstaklega fram að
hún sé ekki hætt sem aðstoðarmað
ur Gunnars Braga heldur sé hún „í
láni“ hjá forsætisráðuneytinu þenn
an tíma. Viðmælandi DV, sem starf
að hefur innan stjórnsýslunnar seg
ir þetta dæmi um „mjög furðulega
stjórnsýslu.“
Mjög óvanalegt
Óvanalegt er að aðstoðarmenn ráð
herra séu færðir yfir í sérverkefni
hjá öðru ráðuneyti. Eftir því sem DV
kemst næst eru engin nýleg dæmi
um slíkt. Heimildir DV herma að ein
af ástæðunum fyrir tilfærslunni hafi
verið samskiptaerfiðleikar Margrétar
og Gunnars Braga. Þessu neitar Mar
grét en hún vill meina að um „fráleit
ar ásakanir“ sé að ræða: „Það hafa
ekki orðið samskiptaárekstrar milli
mín og Gunnars Braga […] Við Gunn
ar Bragi vinnum mjög vel saman. Ég
var fengin í tímabundið sérverkefni
á sviði upplýsingamála, til tveggja
mánaða. Minn bakgrunnur er í al
mannatengslum og því þótti kjörið
að ég tæki slíkt að mér.“ Stuttu eftir
að Margrét hafði svarað DV hringdi
Jóhann Þór Skúlason, aðstoðarmað
ur forsætisráðherra, í blaðamann til
þess að ítreka að ekkert væri hæft í
því að hún hefði verið færð til í starfi
vegna samskiptaárekstra.
„Ekki ráðin hingað inn“
Gunnar Bragi vildi ekki tjá sig um
málið þegar DV hafði samband við
hann en vísaði í það að Margrét hefði
svarað fyrirspurn blaðamanns. Að
spurð hvaða verkefnum hún sinni ná
kvæmlega hjá forsætisráðuneytinu
segir Margrét: „Þetta snýr að breytt
um verkferlum í kringum upplýsinga
gjöf, bæði innri og ytri.“
Aðstoðarmenn ráðherra eru póli
tískt ráðnir og því ekki eins og hefð
bundnir starfsmenn stjórnarráðsins
sem hægt er að flytja á milli verkefna
og ráðuneyta.
Blaðamaður veltir því upp hvort
ekki megi líta svo á að Margrét sé
aðstoðarmaður forsætisráðherra á
meðan hún starfar fyrir ráðuneytið.
Margrét segir svo ekki vera: „Nei, ég
er ennþá aðstoðarmaður utanríkis
ráðherra, í láni í tímabundnu sér
verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Það
sé ekki rétt skilið að líta megi á hana
sem aðstoðarmann forsætisráðherra
enda hafi hún ekki verið ráðin til
starfa: „Aðstoðarmenn eru sérstak
lega ráðnir. Ég er ekki ráðin hing
að inn og alls ekki ráðin inn sem að
stoðarmaður, heldur er ég einungis
að sinna þessu verkefni og hef aðset
ur til þess hér.“
Aðspurð hvort hún geti sinnt hlut
verki sínu sem aðstoðarmaður utan
ríkisráðherra á meðan hún starfar í
forsætisráðuneytinu segir Margrét:
„Á meðan ég er í þessu verkefni sinn
ir Sunna Gunnars Marteinsdóttir,
annar aðstoðarmaður Gunnars
Braga, daglegum verkefnum að
stoðarmanns utanríkisráðherra.“ Af
svörunum að dæma fæst ekki betur
séð en að Margrét starfi frítt fyrir for
sætisráðuneytið á meðan hún þigg
ur áfram laun fyrir starf sitt sem að
stoðarmaður utanríkisráðherra, sem
hún getur þó ekki sinnt meðan á
„sérverkefninu“ stendur.
Óljóst hve lengi
Ólíkt Margréti segir Sigurður Már
Jónsson algjörlega óljóst hversu lengi
Margrét muni starfa fyrir ráðuneytið.
Hann segir starf hennar þar felast í því
að sinna samskiptum við þingið og
upplýsingamálum almennt. Verið sé
að fara yfir verkferla þegar kemur að
upplýsingamálum hjá forsætisráðu
neytinu. „Það fer nú að líða að þing
lokum og menn vilja hafa ákveðið
svigrúm til þess að þungi vinnunnar
geti verið að færast til, á milli deilda,
eða á milli ráðuneyta, eftir því hvern
ig það er.“
Þá spyr hann blaðamann hvort
honum finnist slíkt óeðlilegt: „Þannig
að finnst þér óeðlilegt að það sé eitt
hvað svigrúm til þess að flytja fólk á
milli þar sem menn vilja skerpa á ein
hverjum þáttum eða eru tímabundin
verkefni á borðinu?“
Aðspurður hvers vegna aðstoðar
maður utanríkisráðherra hafi verið
fenginn í þetta verkefni frekar en
einhver annar svarar Sigurður með
annarri spurningu: „Frekar en ein
hver annar hver?“
Þekkir engin fordæmi
Þegar blaðamaður ítrekar spurn
ingu sína og spyr hvort það séu ein
hverjar sérstakar ástæður fyrir því
að aðstoðarmaður utanríkisráð
herra hafi verið fenginn í sérverkefni
hjá forsætisráðuneytinu segir Sig
urður svo ekki vera: „Það þótti bara
falla að vinnulagi á báðum stöðum,
það var nú svona áhugi á að skerpa
á ákveðnum þáttum og þetta hentaði
á báðum stöðum.“ Aðspurður hvort
fordæmi séu fyrir því að aðstoðar
maður ráðherra sé færður til að starfa
tímabundið í öðru ráðuneyti segist
Sigurður telja að fyrir því séu for
dæmi. Þegar hann er síðar beðinn um
að nefna dæmi segist ekki hann ekki
þekkja nein slík.
Sigurður Már er ekki eins af
dráttarlaus og Margrét þegar hann
er spurður út í hvort ekki megi líta
þannig á að nú sinni hún starfi að
stoðarmanns forsætisráðherra: „Já,
ég veit það nú kannski ekki, hún hef
ur auðvitað starfsstöð hér að neðan,
en af verkefnunum að dæma þá er
það nú kannski ekki þannig.“ Fyrir
er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra með tvo aðstoðar
menn, þá Jóhanns Þór Skúlason og
Ásmund Einarsson, þingmann Fram
sóknarflokksins, en hann þiggur ekki
laun fyrir starfið.
Leiddist á fundi í Balí
Margrét Gísladóttir var ráðin að
stoðarmaður Gunnars Braga í maí í
fyrra. Hún er „Skagfirðingur í húð og
hár“ eins og segir á vefsíðu skagfirska
fréttablaðsins Feykis, dóttir séra Gísla
Gunnarssonar og Þuríðar Þorbergs
dóttur frá Glaumbæ. Sem kunnugt er
þá er Gunnar Bragi Sveinsson einnig
Skagfirðingur og er fyrsti maður á
lista Framsóknarflokksins í Norð
vesturkjördæmi.
Það vakti nokkra athygli meðal
kunnugra í desember í fyrra þegar
Margrét Gísladóttir setti inn Twitter
færslur frá ráðherrafundi á vegum
Alþjóðaviðskiptastofnunar sem hún
sat á Balí í Indónesíu. Á fundinum
var meðal annars gerður samningur
um tollamál á milli aðildarríkja stofn
unarinnar.
Í Twitterfærslunni sagði Margrét:
„Hér sit ég að ræða gjaldeyrishöft,
verðtryggingu og skuldaleiðréttingu
við Belga, Dana, Mauritusbúa og
Indónesíumann #FML #ishouldgeta
medal.“ Færsluna setti Margrét inn á
sína eigin Twittersíðu en einnig síðu
sem ber yfirskriftina „I should get a
medal“ en inn á þá síðustu hafa ýms
ir Twitternotendur sett færslur sem
lýsa einhverju sem þeim þykir leiðin
legt, svo leiðinlegt að þeir segja í gríni
að þeir ættu að fá viðurkenningu fyrir
að gera viðkomandi hlut. n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Fær aðstoð Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fær sérstaka
aðstoð frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra nú um stundir.
Í láni Margrét Gísla-
dóttir, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, segist
vera í láni hjá forsætis-
ráðuneytinu til þess að
sinna sérverkefnum á
sviði upplýsingamála. „Það hafa
ekki orðið
samskipta-
árekstrar milli mín
og Gunnars Braga