Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Lag Eivarar í Game of Thrones Lag Eivarar, „So Close to being free“ af plötu hennar Larva, er eitt af titillögum fjórðu þáttaraðar af Game of Thrones. Það hefur enn ekki verið gef- ið út á Youtube stöð Game of Thrones en var í spilun á HBO í Bandaríkjunum í síðustu viku og í frumsýningarpartí vegna þátt- anna í New York á dögunum. Eivör er að vönum mjög stolt af áfanganum enda hefur það mikla þýðingu fyrir tónlistar- menn að fá slíka kynningu á tón- list sinni og Game of Thrones eitt vinsælasta sjónvarpsefni í heimi. Þórarinn til Danadrottningar Nýjar heildarútgáfur Íslendinga- sagna eru komnar út hjá Sögu for- lagi í Reykjavík á þremur tungu- málum; dönsku, norsku og sænsku. Þýðingarnar eru allar nýjar, unnar á undanförnum sjö árum af fremstu fræðimönnum og þýðend- um á hverja tungu. Verkið er fimm þykk bindi á hverri tungu og um- fangið slíkt að hér er um að ræða eitt stærsta þýðingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Vesturlöndum. Útgáfunni var fagnað í Silfurbergi í Hörpu á mánudag. Í tilefni af út- gáfunni í Danmörku þann 21. maí mun Þórarinn Eldjárn leggja land undir fót og flytja Danadrottningu dróttkvæði að fornum sið. Fyrir þá sem ekki þekkja þann forna kveð- skap, þá eru dróttkvæði lofkvæði um höfðingja. Ú tskriftarsýning nemenda á BA-stigi í myndlistadeild og hönnunar- og arkitektúr- deild LHÍ stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur til 11. maí. Sýningin er vinsæll viðburður og árlega leggja um 14 þúsund manns leið sína í safnið að líta aug- um verk framtíðarhönnuða lands- ins. Sýningin hefst iðulega á vand- aðri tískusýning fatahönnunarnema skólans. Í ár útskrifast sex nemend- ur frá skólanum og sýndu þeir ólík- ar línur. Hver nemandi hannar 5–10 flíkur sem nemendur skapa hug- myndafræði í kringum, svipað og stærri fatahönnuðir gera þegar þeir kynna línur sínar fyrir almenningi. Tónlist, förðun, kynning, textar og tónlist skapa umgjörð sem mynda heildarmynd. Fágaðar valkyrjur Berglindar – Stílhreinn kynþokki Fyrsta ber að nefna Berglindi Óskars dóttur sem sýndi línu sem minnti á japanska tísku með klass- ískum og fáguðum blæ. Sterkar og sjálfsöruggar nútímakonur, fágaðar valkyrjur gengu eftir sviðinu í fatn- aði eftir Berglindi. Efnisval var vandað silkikrep, silki og ull áberandi. Litapallettan var mjúk en ákveðin, jarðarlitir, kop- ar, svartur, vínrauður og dökkgrænn. Með flíkunum sýndi Berglind kop- arskart sem gaf línunni skemmtilega vídd. Berglind segist sjálf hafa leitað innblásturs í japanskri sniðagerð og stílhreinum kynþokka er einkennir ljósmyndir Helmuts Newton. Framakonur Rögnu í geimnum – Vísindaskáldskapur og íslenskt leður Ragna Sigríður Bjarnadóttir sýndi fatnað með sterka vísun í vísinda- skáldskap. Framakonur í geimn- um stikuðu um sviðið í fatnaði í afar sterkum og ýktum, skörpum form- um. Silfruð leðurkápa úr smiðju Rögnu Sigríðar vakti athygli en hún notaði alfarið íslenskt leður í línuna sem er mjög til fyrirmyndar. Fallegur fölbleikur litur minnti á stjörnuþoku og sum formin, óneit- anlega á stjörnur eins og við teikn- um þær í einföldu formi til skrauts. Skemmtileg sýning og fallegt efnisval. Fallnar konur Svövu Magdalenu – Náttúra og mannlegt eðli Lína Svövu Magdalenu Arnarsdóttur vakti einnig verðskuldaða athygli en hún lagði mikla vinnu í handgerðan hluta fatnaðarins sem hún sýndi á sýningunni, en sumar flíkurnar voru bundnar saman með leðurreimum og vöktu hugrenningar um eins kon- ar píslarvætti. Sjálf hefur Svava sagt frá því að innblásturinn hafi hún sótt til kvenna sem á yfirborðinu virðast hreinar og dygðugar en undir niðri kraumi illskan. Svava Magdalena notaði leður, silki, ull og kasmír í flík- urnar. Sumar prjónaflíkurnar voru úfnar og flæktar og vísuðu í náttúr- una og þá freistaðist hún til að nota með náttúrulegum tónum, silfraða og gyllta tóna. Litríkt prjón – Þjóðleg mynstur og baráttkonur Þær minntu óneitanlega á liðskonur Pussy Riot, fyrirsætur Áslaugar Sig- urðardóttur, enda voru þær sumar með prjónuð höfuðföt sem huldu andlit þeirra. Baráttuandinn litaði því andrúmsloftið. Áslaug var upptekin af prjóni með vísunum í sportfatnað og afríska menningu. Skærir litir, blandaðir við gráa og svarta og afrísk mynstur mynduðu heild í línu hennar. Efn- isvalið var helst ull og neoprene sem yfirhafnir yfir prjónaflíkurnar. Pönkuð stórborgartíska Drífu – Í anda tíunda áratugar Drífa Thoroddsen sýndi línu sem þótti í anda tíunda áratugar. Mikil formgleði og stórborgarandi í flík- um, vínyll, bómull, rennilásar og silki. Sjálf segist Drífa vera undir áhrifum vísindaskáldsagna en í flík- um hennar má einnig greina sterk pönkáhrif. Mótorhjólajakkinn sem inn- blástur – Einbeitt en fjölbreytt lína frá Rakel Rakel Jónsdóttir vann undir áhrifum af einni tiltekinni flík, nefnilega mót- orhjólaleðurjakka. Það var gaman að sjá línu þar sem einbeitingin skil- aði fjölbreyttri útfærslu. Hugmynda- gleðin var skemmtileg og helst vöktu athygli stórir og svartir rennilás- ar sem sveigðust mjúklega um hvíta kjólflík eins og þeir hefðu verið mál- aðir á. Við jakkana og kjólana hann- aði Rakel einstaklega fallegar silki- flíkur með flæðandi og óreglulegu mynstri. n Hreinar línur og fáguð form n Tískusýning útskriftarnema LHÍ vönduð í ár n Litrík og fjölbreytt Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Minntu á baráttukonur Höfuðföt á sumum fyrirsætum minntu óneitanlega á liðs- konur Pussy Riot. Íslenskt leður Ragna Sigríður notaði íslenskt leður frá Sauðárkróki, þessi kápa vakti verð- skuldaða athygli. Falleg snið Snið Berglindar eru falleg, stílhrein og vísa í japanska tísku. Vínyll Skemmti- leg flík úr smiðju Drífu Thoroddsen, hughrif úr vísinda- skáldskap. Fallegar línur Stórir svartir rennilás- ar á fallegri kjólflík úr línu Rakelar Jóns- dóttur. Úr línu Drífu Sniðin voru skemmtilega hörð og pönká- hrifin ekki fjarri. Gulllitað leður og villt prjón Hér má sjá handbragð Svövu Magdalenu, gulllitað leður og prjón. Kopar og jarðartónar Fallegir og klassískir litir hjá Berglindi sem hannaði fallegt skart við flíkurnar úr kopar. Dygðugar Sumar flíkur í línu Svövu Magdalenu minntu á dygðugar, fórnfúsar konur. Eins konar píslarvætti. Aðrar flíkur voru í hreinni andstöðu og minntu á spillingu og illsku. Stjörnur Formin minntu á stjörnur í línu Rögnu Sigríðar sem vísuðu sterkt í vísindaskáldskap. Frægir flytja lög eftir börn Barnamenningarhátíð verð- ur haldin í fjórða sinn dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Mark- mið hennar er að efla menn- ingarstarf barna og ungmenna í borginni. Viðburðir hátíðarinn- ar eru skapaðir og framkvæmdir af börnum og öðru hugmynda- ríku fólki. Opnunarhátíðin verður haldin í Hörpu og með- al þess sem verður boðið upp á eru tónleikar 500 reykvískra leikskólabarna og tónleikar tónlistar manna sem munu flytja verk eftir börn. Það verður væntanlega mikið um dýrðir þegar saman koma á sviði 500 leikskólabörn, forskólanem- endur Tónskóla Sigursveins og Hamrahlíðarkórinn. Sungin verða lög Jóns Ásgeirssonar í Eldborgarsal Hörpu klukkan 17.00 á opnunardegi hátíðar- innar. Ekki verður síður spennandi að hlýða á nokkra af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar flytja lög eftir börn og unglinga. Meðal þeirra sem taka þátt er Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson sem valdi til flutnings lag eftir einhverfan strák.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.