Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 29. apríl–1. maí 2014
Borgarframboð
Aðstandendur Nýja Sjálfstæðis
flokksins, nýs Evrópusinnaðs
hægriflokks, íhuga alvarlega að
bjóða fram lista í komandi borg
arstjórnarkosningum. Benedikt
Jóhannesson, formaður Sjálf
stæðra Evrópumanna og einn af
forystumönnum hins nýja flokks,
útilokaði ekki framboð í viðtali
við Fréttatímann. Ljóst er að þeir
þurfa að hafa hraðar hendur því
framboðsfrestur rennur út 10.
maí næstkomandi. Lítið hefur
verið rætt um sveitarstjórnarmál
in í lokuðum hópi áhugamanna
um stofnun flokksins á Facebook
en eftir að viðtalið við Benedikt
birtist á föstudag voru strax
komnar fram hugmyndir um
framboð í fleiri sveitarfélögum.
Óljóst er hins vegar hvaða mál
flokkurinn myndi setja á oddinn
í sveitarstjórnarmálum enda ekki
til umræðu á því stigi hvort ganga
eigi í Evrópusambandið eða ekki.
Kom öllum
á óvart
Guðni Ágústsson kom mörgum
á óvart þegar hann tilkynnti að
hann ætlaði ekki að gefa kost á
sér til að leiða lista framsóknar
manna í Reykjavík fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar. Allt virt
ist klappað og klárt á þriðjudag
og beið forystusveit Framsóknar í
borginni spennt eftir blaðamanna
fundi Guðna á Reykjavíkurflug
velli á sumardaginn fyrsta. Það var
svo snemma morguns síðastliðinn
miðvikudag að formaðurinn fyrr
verandi tilkynnti samstarfsmönn
um sínum og fjölskyldu að ekkert
yrði af endurkomu hans í stjórn
málin, samkvæmt heimildum DV.
Eftir stóðu framsóknarmenn með
tóman lista. Leitað hefur verið log
andi ljósi að nýjum frambjóðanda
til að taka oddvitasætið en nýr listi
verður kynntur í dag.
K
osningavefur DV verður opn
aður í byrjun maí. Þar verða
upplýsingar um frambjóðend
ur í öllum sveitarfélögum með
fleiri en þúsund íbúa, sem eru 32 tals
ins. Vefurinn er unninn af nýmiðla
deild og ritstjórn DV.
Auk áður nefndra upplýsinga gefst
frambjóðendum í efstu sætum hvers
lista færi á að svara sérstöku kosn
ingaprófi þar sem þeir gefa upp af
stöðu sína til hinna ýmsu mála. Sér
stakur spurningalisti er lagður fyrir í
hverju af hinum 32 sveitarfélögum.
Þetta próf geta svo kjósendur tekið og
fundið út með hvaða frambjóðanda
og framboði þeir eiga mesta málefna
lega samleið. Á vefnum verður líka að
finna allar fréttir sem snúa að sveit
arstjórnarkosningunum með ein
um eða öðrum hætti. Vefurinn verð
ur stöðugt uppfærður eftir því sem
nýjar fréttir berast og ef fram koma ný
framboð. Þá býðst frambjóðendum
einnig að skrifa greinar á vefinn og
gefa kjósendum nánari upplýsingar
um sjálfa sig; bæði pólitíska stefnu og
persónuleg málefni.
Vefnum svipar til kosningavefs DV
sem settur var upp fyrir síðustu al
þingiskosningar. Þann vef sóttu tug
þúsundir einstaklinga en um það bil
72 þúsund tóku kosningaprófið sem
þá var lagt fyrir. Hátt í eitt hundrað
greinar voru skrifaðar af frambjóð
endum en um 270 frambjóðendur
tóku þátt í kosningaprófinu.
Kjósendur eru hvattir til að koma
á framfæri hitamálum í sveitarfé
laginu sínu. Hægt er að senda upp
lýsingar og spurningar á netfangið
kosningar@dv.is. n
Kosningavefur DV 2014 opnaður í maí
Ítarlegar upplýsingar um 32 stærstu sveitarfélögin
Engar lagabreytingar
vegna aðildarviðræðna
Ráðherrar krafðir svara um meinta aðlögun að Evrópusambandinu
F
imm af níu ráðherrum ríkis
stjórnarinnar segja að eng
um lögum sem heyra und
ir verksvið þeirra hafi verið
breytt vegna aðildarvið
ræðna Íslands við Evrópusam
bandið. Þetta kemur fram í svörum
þeirra við fyrirspurnum Guðbjarts
Hannessonar, þingmanns Sam
fylkingarinnar, sem lagði sam
hljóðandi fyrirspurn fyrir alla ráð
herrana nýverið.
Fjórir eftir að svara
Þeir ráðherrar sem hafa svarað eru
Eygló Harðardóttir, félags og hús
næðismálaráðherra, Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra, Sig
urður Ingi Jóhannsson, sjávarút
vegs og landbúnaðarráðherra,
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis
ráðherra og Illugi Gunnarsson,
mennta og menningarmálaráð
herra.
Enn eiga Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra, Sigmundur Dav
íð Gunnlaugsson forsætisráðherra,
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað
ar og viðskiptaráðherra, og Hanna
Birna Kristjánsdóttir innanríkis
ráðherra eftir að svara sem og Sig
urður Ingi í nafni umhverfisráð
herra, en hann gegnir embætti í
tveimur mismunandi ráðuneytum.
Fyrirspurnirnar voru lagðar fyrir í
marsmánuði.
Segir erfitt að greina á milli
Í svörum ráðherranna kemur fram
að nokkrar breytingar hafi verið
gerðar á grunni EESsamnings
ins sem hefði líka þurft að gera til
að klára aðildarviðræður við ESB í
ákveðnum köflum. Engar af þeim
breytingum stafa hins vegar af við
ræðunum einum saman.
Í svari Eyglóar kemur reyndar
fram að ráðuneytið telji ekki hægt
að greina á milli þeirra breytinga
sem gerðar hafa verið vegna EES
og þeirra sem hugsanlega hefðu
verið gerðar vegna aðildarvið
ræðnanna „… þar sem ætla má
að framkvæmdastjórn Evrópu
sambandsins hefði gert við það
athugasemdir í samningavið
ræðunum hefði innleiðing ekki
átt sér stað,“ eins og það er orðað
í svarinu.
Engin aðlögun átt sér stað
Þessi niðurstaða þýðir að ekki er rétt
sem haldið hefur verið fram að að
ildarviðræður Íslands að Evrópu
sambandinu séu aðlögunarferli;
engin aðlögun að regluverkinu
hefur átt sér stað frá því að viðræð
urnar hófust árið 2009. Þetta er í
samræmi við það sem áður hef
ur komið fram. Össur Skarphéð
insson, sem var utanríkis ráðherra
þegar aðildarviðræðurnar hófust,
sagði til að mynda á Beinni línu
DV að tryggt hefði verið að engin
aðlögun ætti sér stað fyrr en eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu um samn
ing. „Eitt af því sem við náðum
fram er að þurfa ekki að aðlaga fyrr
en þjóðin hefur goldið jáyrði. Það
var fyrsti samningasigurinn,“ sagði
hann. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Óaðlagað Ísland hefur ekki verið lagað að Evrópusambandinu, samkvæmt svörum fimm af níu ráðherrum að dæma. Allar breytingar sem
hafa verið gerðar vegna Evrópusambandsins eru tilkomnar vegna EES en ekki aðildarviðræðnanna.
Skýr svör Ráðherrarnir sem svarað hafa fyrirspurn Guðbjarts hafa gefið afdráttarlaus svör.
Vill ekki
neikvæðni
gagnvart EES
Gunnar Bragi Sveinsson varaði
við neikvæðri umræðu um EES
samninginn í ræðu sinni á aðal
fundi Íslandsstofu sem haldinn
var á mánu
dag. Þar sagði
hann slíka
umræðu ekki
breyta neinu
um stefnu
stjórnvalda í
Evrópumál
um. „Við ætl
um ekki að
verða hluti af
Evrópusambandinu og því er EES
samningurinn okkar tenging við
Evrópumarkaðinn, enda ekki ann
að í boði ef ekki er gengið alla leið,“
sagði hann í ræðunni. Sagði hann
líka að þeir sem vildu öruggan að
gang að evrópskum markaði ættu
ekki að taka þátt í slíku.
Gunnar Bragi
Sveinsson