Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 29. apríl–1. maí 201424 Neytendur G las af bjór inniheldur jafn mikið af kaloríum og glas af léttmjólk, eplasafa eða vin- sælum orkudrykk. Það er því ljóst að fólk sem þarf að huga að orkuinntöku þarf að huga vel að því hvað það drekkur. Þetta kemur fram í töflum um næringarinnihald ýmissa matvæla í ÍSGEM gagnagrunninum sem Matís heldur utan um. Orkuinni- hald drykkjanna er mælt í kaloríum en sundurliðunin er á þeim inni- haldsefnum sem eru orkugjafar en það geta verið prótein, fita, kol- vetni, trefjar og alkóhól. Mjólk betri en bjór Fríða Rún Þórðardóttir, næringar- fræðingur og næringarráðgjafi, segir þó að líta þurfi á fleiri atriði en kaloríufjölda þegar val á drykkjum er skoðað. „Þó það séu kannski jafn margar kaloríur í léttmjólk og bjór að þá þarf maður að skoða vítamínin sem eru í mjólkinni eins og B-vítamín, fosföt og kalk sem eru mikilvæg fyrir okkur og náttúrulega prótein- in. Prótein í drykknum nýtast bæði til uppbyggingar og hafa áhrif á hvernig blóðsykurinn hækkar þannig að við fáum meiri næringu úr mjólkinni,“ segir hún. Hún segir að þó bjórinn inni- haldi líka B-vítamín þá verði þau sjaldnast eftir í líkamanum vegna þess hvað bjórinn er þvaglosandi. Eitt glas Varðandi ávaxtasafana segir Fríða Rún að ofneysla á þeim sé ekki æskileg. „Við erum að ráðleggja fólki að drekka ekki meira en sem nemur einu glasi á dag af ávaxtasafa en erum á móti að reyna að hvetja fólk til að fá öll upphaflegu næring- arefnin úr ávextinum sjálfum,“ seg- ir hún. „Það eru aðallega trefjarnar sem fara burt við að búa til safann en þegar þú borðar ávöxt með trefj- unum hefur það öðruvísi áhrif á hækkun blóðsykurs og þú verður saddari. Þú verður eiginlega jafn södd af ávaxtasafa og af vatni svo seddustjórnunin er ekki bætt með því að drekka safa,“ bætir hún við. „Best er að drekka vatnið eins mik- ið og þú mögulega getur og nota hitt spari.“ Ekki heilsubætandi „Það er margt líkt með orkudrykkj- unum og gosdrykkjunum,“ seg- ir Fríða Rún og nefnir til að mynda hátt sykurinnihald. „Síðan er bætt við öllu koffeininu í orkudrykkina,“ segir hún og varar við því að fólk drekki mikið af þeim. n Þetta borgar sig að rækta Nú eru margir farnir að huga að matjurtarækt enda sumarið loksins komið, að minnsta kosti samkvæmt dagatalinu. Það er ekki mikið mál að rækta til dæmis kartöflur, rófur og gulrætur en það er þó ekki endilega víst að það sé mik- ill sparnaður sem því fylgir að hausti. Kartöflur ódýrar Þannig þarf alltaf að greiða fyrir út- sæði og fræ en á uppskeru- tíma fyllast verslanir gjarnan af mjög ódýrum kartöflum og rótargrænmeti auk þess sem margir eiga í erfiðleikum með að geyma það svo vel sé. Ef fólk sækist ekki sérstak- lega eftir sparnaði, en vill rækta garðinn sinn, vita hvaðan maturinn kemur, gera tilraunir með framandi afbrigði og annað slíkt er ekkert því til fyrirstöðu. Sparnaður Ef fólk hins vegar sæk- ist eftir sparnaði er hag- stæðast að kanna hvaða grænmeti kostar mest í matvöruverslunum og skemmist snemma. Þetta eru vörur sem hafa gríðarlegan virð- isauka, það er að segja, kostn- aðurinn við framleiðsluna er sáralítill en útsöluverðið ákaf- lega hátt þar sem afföllin eru líka mikil. Dýrt salat Ferskt salat, eins og klettasalat og spínat, er mjög dýrt, þannig kostar 75 gramma poki af klettasalati frá 300 krónum og algengt verð fyrir poka af spínati er yfir 500 krónur. Geymsluþol þessa grænmetis er þó frekar takmarkað eða minna en vika. Fræ kosta frá 300 krónum svo sparnaðurinn getur verið veru- legur samanborið við að kaupa salatið tilbúið. Þegar salatið er borðað beint úr garðinum þarf heldur aldrei að geyma það og það nýtist því allt. Regluleg sáning Með því að sá fyrir þessum matjurtum með reglu- legu millibili fram á vorið er hægt að borða ferskt salat allt sumarið. Sumir segja að ekki eigi að sá spínati fyrir Jónsmes- su til að koma í veg fyrir að það blómstri á björtum sumar- nóttum en á móti kemur að ef haustið er gott er hægt að upp- skera langt fram eftir því. Það sem eftir er þegar haustar má svo skera upp allt í einu og frysta og nota í elda- mennsku. Endurvinnslutunnur fyrir páskaumbúðir Páskaeggjaframleiðendur í Bretlandi draga úr umbúðum S érstökum endurvinnslu- tunnum fyrir páskaeggja- umbúðir var komið fyrir í 50 verslunum bresku keðj- unnar Sainsbury’s fyrir páska en í tunnurnar er hægt að skila harð- plasti, mjúkplasti, pappa, álpapp- ír, borðum og hvers kyns umbúða- úrgangi sem notaður er utan um páskaegg. Frá þessu er sagt á vef breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að um 3.000 tonn af umbúðaúrgangi falli til í Bretlandi á hverju ári í tengslum við sölu á páskaeggjum og öðru páskatengdu súkkulaði. Með átaki sínu vill Sainsbury’s ýta undir aukna endur- vinnslu og minnka magn heimilis- úrgangs til urðunar. Á næsta ári er áætlað að koma fyrir endurvinnslutunnum í öllum verslunum fyrirtækisins en bresk- um páskaeggjum er oft pakkað í harðar plastumbúðir sem í sumum tilfellum eru ekki teknar til endur- vinnslu af hverfastöðvunum. Framleiðendur hafa reynt að draga úr magni plasts sem fer í um- búðirnar en halda því fram að ef magnið væri minnkað enn frekar myndi sorpið aukast á ný vegna fjölda skemmdra eggja. Þannig hef- ur Nestlé dregið úr páskaeggjaum- búðum sem svarar til 175 tonna í ár án þess að minnka eggin. Árið 2012 var fyrirtækið það fyrsta til að til- kynna að allar umbúðir páskaeggj- anna væru að öllu leyti hæfar til endurvinnslu en engum eggjum frá Nestlé er pakkað í plast. n fifa@dv.is Páskar Um 3.000 tonn af umbúðaúrgangi fellur til í Bretlandi um hverja páska. 2 Kaffi Orka í 100 gr: 2 kcal Orkudreifing: Prótein 42% Fita 0% Kolvetni 63% Trefjar 0% Alkóhól 0% Hvað inniheldur flestar kaloríur? n Léttmjólk, kók, bjór og appelsínusafi innihalda sama kaloríufjölda n Fjöldi hitaeininga segir ekki alla söguna um hvað er hollt og óhollt 3 Bjór lite 4,4 % Orka í 100 gr: 27 kcal Orkudreifing: Prótein 4% Fita 0% Kolvetni 9% Trefjar 0% Alkóhól 86% Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is 8 Léttmjólk Orka í 100 gr: 45 kcal Orkudreifing: Prótein 30% Fita 29% Kolvetni 40% Trefjar 0% Alkóhól 0% 9 Redbull Orka í 100 gr: 45 kcal Orkudreifing: Prótein 0% Fita 0% Kolvetni 100% Trefjar 0% Alkóhól 0% 1 Sykurlaust gos Orka í 100 gr: 0 kcal Orkudreifing: Prótein 0% / Fita 0% Kolvetni 0% /Trefjar 0% / Alkóhól 0% „Best er að drekka vatnið eins mikið og þú mögulega getur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.