Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Fréttir Viðskipti 15 B yggðasaga Stranda er rit- verk sem hefur verið í vinnslu síðan árið 1980. Verkið hefur verið óklárað í rúma þrjá áratugi og miklar skuldir liggja að baki því. Verkið var upprunalega í hönd- um einkafélagsins Búnaðarsam- bands Strandamanna en líkt og fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsak- ir erfiðleika og falls sparisjóð- anna var sambandið í tæplega 50 milljóna króna skuld við Spari- sjóð Strandamanna árið 2011 vegna verksins. Heimildarmenn DV í Strandabyggð herma hins vegar að í dag sé upphæð skuldar- innar ekki undir 70 milljónum króna. DV greindi frá því fyrir ári að sveitarstjórn Strandabyggðar hafi ásamt nærliggjandi sveitar- félögum ákveðið að taka á sig hluta skuldarinnar en líklegt er að skuld einkafélagsins verði að fullu afskrifuð. Verkið keypt með öðru láni Ekki er nóg með að sveitarfélagið taki á sig skuld Búnaðarsamband Strandamanna heldur ákvað sveitarstjórn Strandabyggð- ar nú í apríl að kaupa óklárað verkið af Búnaðar- sambandi Strandamanna á 12 milljónir króna. Kostnaðinum er deilt hlutfallslega miðað við íbúafjölda milli fjögurra sveitar- félaga en hlutur Strandabyggð- ar er tæp 70 prósent, eða um átta milljónir. Tekið verður ann- að lán hjá Sparisjóði Stranda- byggðar til að fjármagna þau kaup. Sveitarfélagið ætlar að klára verk Búnaðarsambands- ins en útgáfukostnaður er áætlaður níu milljónir sem gerir 21 milljónar króna heildarkostnað. Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitar stjóri Strandabyggðar, segir á heimasíðu Strandabyggðar að það sé sökum fjárskorts sem Bún- aðarsamband Strandamanna geti ekki lokið við verkið. Búist er við því að sölutekjur bókarinnar muni standa undir kostnaðinum sem sveitarfélagið hefur lagt út. Icesave Strandabyggðar Íbúar í Strandabyggð eru margir hverjir óánægðir og lang- þreyttir á framgangi mála. „Þetta mál er miklu meira mál en marg- ur heldur. Þetta er svona lítið Ice- save,“ segir íbúi í Hólmavík og er öruggur á því að það verði ekki mikil sala í bókinni ef hún kemur út miðað við óánægju Stranda- manna. Margir hafi fyrirframgreitt bókina fyrir um áratug og séu nú dánir. „Það er deginum ljósara að það eru ekki margir sem munu kaupa bókina,“ segir hann. „Allir eru undrandi út af þessari bók, hvernig þetta var gert á þeim tíma og er gert enn.“ Hann segir að margir aðil- ar máls hafi setið beggja vegna borðsins. „Það er reynt að fegra þetta á allan hátt sem er alveg með ólíkindum,“ segir sami heim- ildarmaður og telur að málið hafi fengið óviðunandi meðferð vegna fjölskyldutengsla. „Það væri löngu búið að gera mig gjaldþrota ef ég hefði hagað mér svona.“ Peningatré fyrir sparisjóðinn Benedikt Sigurbjörn Péturs- son, íbúi á Hólmavík, segir að meirihluti íbúa sé mjög ósáttur við framgang mála. Hann talar sömuleiðis um fjölskyldutengsl einstaklinga í Sparisjóði Stranda- manna, sveitarstjórn Stranda- byggðar og þeirra sem ritstýrt hafa bókinni. Hann telur að yfirtaka og kaup sveitarfélagsins sé ekki síður ætlað að bjarga sparisjóðnum en bókinni. „Þessi bók hefur verið notuð sem peningatré fyrir spari- sjóðinn. Sparisjóðurinn sér um sig og sína,“ segir Benedikt. n Himinháar skuldir vegna byggðasögu n Strandabyggð kaupir Byggðasögu Stranda n Verkið kostar um 70 milljónir Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Benedikt S. Pétursson Segir bókina vera notaða sem peningatré fyrir spari- sjóðinn. Mynd BenedIkt S.PéturSSon Hólmavík Íbúar á Hólmavík eru margir hverjir ósáttir. Byggðasagan hefur verið í vinnslu frá árinu 1980 og hleypur kostnaðurinn á tugum milljóna. Segir ekkert rangt við lán til Imon „Ég myndi taka þessa ákvörðun aftur ef ég væri í þessari aðstöðu,” sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrr- verandi bankastjóri Landsbank- ans, fyrir héraðsdómi um fimm milljarða króna lán til Imon ehf. í október 2008, þremur dögum fyrir bankahrunið. Sigurjón er ákærður fyrir markaðsmisnotkun ásamt Sigríði Elínu Sigfúsdóttur og Steinþóri Gunnarssyni. Lánið var veitt til hlutabréfa- kaupa Imon í bankanum, en sér- stakur saksóknari heldur því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða sem ætlað var að auka eftirspurn eftir bréfum bankans. Sigurjón sagði við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavík- ur á mánudag hins vegar að hann hafi verið að horfa til lengri tíma, þar sem Imon var stærsti hlut- hafinn í Byr en Sigurður vildi sam- eina Byr og Landsbankann. Lánið hefði því verið mjög gott og hann gefið grænt ljós á lánveitingu. „Það er ekkert rangt, óheiðar- legt, trúnaðarbrot eða misnotk- un á réttindum að lána aðila til að kaupa Landsbankabréf,“ sagði Sig- urður jafnframt þegar hann svar- aði spurningum saksóknara fyrir héraðsdómi. „Ekkert af þessum ávirðing- um stenst. Reglum var fylgt,“ sagði Helga Melkora Óttarsdóttir, verj- andi Sigríðar Elínar. Benti hún á að enginn auðgunarásetning- ur hafi verið við lánveitinguna og það væri af og frá að Elín væri sek um markaðsmisnotkun í mál- inu. Helga sagði sönnunarfærslu í málinu verulega ábótavant. Sak- aði hún ákæruvaldið um að hafa sjálft gerst brotlegt við rannsókn málsins þar sem hleruðum sím- tölum Elínar hafi ekki verið eytt lögum samkvæmt. rannsóknarskýrslan um sparisjóðina Fjallað er um Sparisjóð Strandamanna í skýrslunni. 17 sagt upp Endurskoðunar- og ráð- gjafafyrirtækið Deloitte hef- ur sagt upp 17 af ríflega 190 starfsmönnum fyrirtækis- ins. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé vegna aukinn- ar samkeppni og breytinga á starfsumhverfi fyrirtækja á sama sviði. „Stjórnend- um Deloitte þykir leitt að sjá á eftir þeim reynslumiklu starfsmönnum sem nú skilja við fyrirtækið og lögð verður áhersla á að veita þeim stuðn- ing og hjálp við að finna ný störf,“ segir í tilkynningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.