Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 29. apríl–1. maí 201426 Lífsstíll Góð ráð til að komast í form n Engar óþarfa hitaeiningar Margir eiga það til yfir daginn að fá sér snarl milli mála. Það getur verið freistandi að fá sér kókglas eða fit- andi bakkelsi en allt telur þetta í þeim kaloríufjölda sem við inn- byrðum yfir daginn. Þá er gott að hafa í huga orðatiltækið „safnast þegar saman kemur.“ Með því að breyta þessu gerir þú margar litlar breytingar sem hafa mikil áhrif. n Ekki versla þegar hungrið sækir að Það er góð þumalputta- regla að fara ekki að kaupa í matinn með tóman maga og flest þekkjum við kannski ástæðuna. Innkaupakarfan á það til að verða ansi skraut- leg þegar við verslum svöng. Nammihillan freistar og við eigum það til að kaupa of mik- inn og óhollari mat. Því er kannski gott að fá sér létt snarl áður en haldið er í verslunar- leiðangurinn, það gæti borgað sig á endanum. n Borðaðu morgunmat Að borða morgun- mat getur hjálpað til við að halda þyngdinni niðri og rannsóknir hafa sýnt fram á það. En á endan- um verður þó að hafa í huga að taka morgunmatinn inn í heildarkaloríufjöldann sem við innbyrðum yfir daginn. n Spurðu um hita­ einingarnar Ef þú ert að kaupa þér tilbúinn mat máttu ekki ótt- ast að spyrja um hversu margar hitaeiningar eru í matnum eða meðlætinu. Sósa ein og sér getur innihaldið mörg hundruð hitaeiningar. Á mörgum stöðum er líka hægt að fá yfirlit yfir hitaeininga- fjölda í réttum á matseðlinum. n Tvinnaðu hreyfing­ una saman við dag­ legt líf Ef þú hefur ekki tíma til að fara í rækt- ina eða sund í hádeginu, ræktina eftir kvöld- matinn eða kemur ekki hreyf- ingu inn í dagskrána er sniðugt að gera hana hluta af degin- um. Það er sniðugt að temja sér að hjóla eða ganga til vinnu ef það er möguleiki á. Í borginni er alltaf hægt að komast leið- ar sinnar hratt og örugglega á hjóla- og göngustígum. Hvernig á að viðhalda forminu Nokkrar leiðir til að viðhalda árangrinum eftir heilsuátakið R annsóknir sýna að tveimur árum eftir að hafa farið í megrun eru flestir þyngri en þegar þeir byrjuðu í henni. Það er því gott að temja sér hluti sem hjálpa til við að halda sér í sömu þyngd. Sérfræðingar hafa til dæmis mælt með því að maður vigti sig einu sinni á tveggja vikna fresti. Þannig getur maður fylgst með því hvort aukakílóin séu nokkuð farin að bætast á mann aftur. Einnig getur verið gott að setja sér markmið, bæði stór og smá. Til dæmis getur maður sett sér það markmið að fá sér enga óhollustu í vinnunni og reyna að freistast ekki þegar einhver kemur með nammi- poka á vinnustaðinn. Einnig getur verið gott að setja sér stærri mark- mið eins og að ætla sér að hlaupa tíu kílómetra eða jafnvel hálfmara- þon innan ákveðins tíma. Að skrifa niður hvað maður borðar yfir daginn hjálpar manni að fá yfirsýn yfir matarvenjurnar og átta sig á hvað maður er að borða. Það er nóg að gera þetta í eina til tvær vikur til að sjá hvernig matar- æðið lítur út. Og það þarf ekki einu sinni að skrifa það niður, mað- ur getur þess vegna tekið myndir og skoðað seinna, enda eru í dag flestir með símann nálægt sér yfir daginn. Einnig er gott að átta sig á þeim hlutum sem ollu því að maður féll aftur í sama farið áður, hvort sem það var að kaupa sælgæti á bens- ínstöðinni eða að missa sig í köku- boðinu. Skrifaðu það niður á lítinn miða og festu á ísskápinn eða speg- ilinn til að minna þig á að forðast þessa hluti. n ritstjorn@dv.is Haltu kjör­ þyngdinni Erfitt getur reynst að haldast í kjör- þyngd þegar maður hefur loksins náð af sér aukakílóunum. Ö ll hreyfing er holl og mikil- vægt er að hreyfa sig reglu- lega til að halda góðri heilsu. Fólk stundar mismunandi hreyfingu eftir áhuga og getu og mjög mismunandi er hversu margar hitaeiningar fjúka. Hér kem- ur smá samanburður á því hversu mörgum hitaeiningum við brennum eftir því hvaða hreyfingu við stund- um. Í tölunum er miðað við að við- komandi sé kona á miðjum aldri sem vegur um það bil 75 kíló. Karlmenn geta bætt örlitlu við þessar tölur, um 10-–15 hitaeiningum fyrir hverja klukkustund. Lítil brennsla í hreyfingarleysi En við brennum að sjálfsögðu líka hitaeiningum í hvíld. Til að mynda brennum við um 55 hitaeiningum með því að sofa í klukkutíma. Að sitja við prjónaskap brennir heilum 85 hitaeiningum að meðaltali, sem jafn- gildir því sem við brennum þegar við sitjum auðum höndum. Að standa kyrr í klukkustund brennir heilum 100 hitaeiningum og að aka bifreið brennir 110. Ef þú vinnur skrifstofu- starf getur þú búist við að brenna um 140 hitaeiningum á klukkustund í vinnunni. Örlítið virkari áhugamál skila sér í meiri fitubrennslu, til dæmis fara 180 hitaeiningar í klukkutíma af golfi og að taka klukkutíma snúning á dans- gólfinu brennir 260 hitaeiningum. Að fara út í hjólatúr brennir heilum 450 hitaeiningum á meðan létt skokk brennir 500. Út að ganga, hlaupa eða synda Þær íþróttir og tómstundir sem brenna hvað flestum hitaeiningum eru fjölbreyttar og geta höfðað til margra. Að taka klukkustundar kraft- göngu getur til dæmis brennt heil- um 600 hitaeiningum. Ef maður vill virkilega reyna á sig getur líka bara verið gott að fara út að hlaupa, en klukkutíma hlaupatúr brennir 700 hitaeiningum. Einnig tekur mjög á að sippa, sem brennir svipað mörg- um hitaeiningum og hlaup. Klukku- tíma ferð í sundlaugina getur skilað sér í bruna 500 hitaeininga, það er að segja ef sundferðin felst í meiru en bara setu í heita pottinum. Þessar tölur eru þó bara meðaltal og brennsla getur að sjálfsögðu verið mismunandi milli einstaklinga. Það er þó gott að fá grófa mynd af því sem hreyfing, eða skortur á henni, skilar manni á endanum. Hollt mataræði skiptir að sjálfsögðu líka máli og gott er að hafa það í huga þegar maður ætlar að koma sér í form. Best er auð- vitað að leita sér upplýsinga hjá nær- ingarráðgjöfum eða öðrum áður en maður byrjar í átakinu til að ná sem bestum árangri. n jonsteinar@dv.is 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Hvað brennir þú miklu? Hversu mikill munur er á prjónaskap og hjólatúr hvað varðar brennslu hitaeininga? Hlaup Að fara út að hlaupa er mjög góð æfing og á flestum stöðum er hægt að finna frábærar hlaupaleiðir. Mynd SHuTTErSock Kaloríu- brennsla per klst. Hér má sjá hversu miklu þú brennir þegar þú stundar mismunandi hreyfingu eða tómstundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.