Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 29. apríl–1. maí 2014
Greiðum við framtíðarlífeyri með háu vöruverði í dag?
Á
því rétta ári sem liðið er síð-
an ég settist á Alþingi hef ég
ítrekað reynt að setja hátt
verð á innfluttum matvörum
á dagskrá. Meðal annars fór fram
á Alþingi í haust sem leið sérstök
umræða um hátt verð á matvöru
og samþjöppun í verslunarrekstri.
Umræðan var góð og hreinskiptin
en vakti enga athygli fjölmiðla.
Sama má segja um aðrar þær ræð-
ur sem sá sem hér ritar hefur flutt
um þessi mál. Þar hefur komið fram
að leiða má að því líkur að tregða
verslunarinnar til að skila áhrifum
sterkara gengis krónunnar undan-
farið rúmt ár með lækkun vöruverðs
sé að kosta heimilin í landinu um-
talsvert fé. Íslenska krónan hefur
styrkst gagnvart helstu viðskipta-
gjaldmiðlum undanfarið ár um rétt
13% að meðaltali. Í nýlegu yfirliti
frá ASÍ kemur í ljós að innflutt vara
hefur lækkað um 1,5% á sama tíma.
Ég lagði að líkum nýlega að ef 5%
gengisstyrkingarinnar skiluðu sér í
lækkuðu vöruverði myndi sú lækkun
leiða til tveggja prósentustiga lækk-
unar neysluvísitölu sem um leið
myndi lækka verðtryggð lán heim-
ilanna um 34 milljarða króna! Það
munar um slíka upphæð ekki satt?
Umfang og eignarhald stærstu
verslunarkeðjanna flækir óneitan-
lega málin og gerir öllum erfiðara
um vik að komast að hinni eigin-
legu verðmyndun. Stærstu verslun-
arkeðjurnar eiga nefnilega líka inn-
flutnings- og dreifingarfyrirtæki, og
jafnvel kjötvinnslur. Þar með ráða
þær virðiskeðju matvara og geta
verðlagt þær eins og þeim sýnist.
Þá kemur að innihaldi fyrir-
sagnarinnar hér að ofan. Nú er
svo komið að lífeyrissjóðir eiga
sameigin lega ráðandi hlut í báðum
stóru matvöruverslunarkeðjunum
með fulltingi banka og örfárra
einstaklinga. Þessi þróun er háska-
leg fyrir margra hluta sakir. Fyrst er
að telja fyrirtæki sem ráða 70% mat-
vörumarkaðarins eru í eigu sömu
aðila. Í annan stað eru stjórnunarleg
áhrif lífeyrissjóðanna afar takmörk-
uð. Þeim hefur t.a.m. ekki tekist,
kannski ekki reynt heldur, að vinda
ofan af ofurlaunakjörum forstöðu-
manna verslunarfyrirtækjanna sem
hafa allt að eitt hundrað milljónum í
árslaun á mann. Það er óþolandi að
fyrirtæki í eigu erfiðismanna skuli
marka slíka launastefnu. Í þriðja lagi
og ekki síst er það alvarlegt að líf-
eyrissjóðir standi að háu vöruverði í
því augnamiði að hámarka ávöxtun
sína af fjárfestingu í matvöruversl-
unarkeðjum. Þannig situr venjulegt
launafólk nú uppi með að kaupa
dýrara inn en ástæður eru til og
greiða þannig fyrir framtíðarlífeyri
sinn. Verði ekki breyting á stefnu
verslunarkeðjanna hvað verðlagn-
ingu nauðsynjavöru varðar sýnist
nauðsynlegt að huga að breytingu á
þeim greinum samkeppnislaga sem
varðar samruna og eignarhald á fyr-
irtækjum í ráðandi stöðu á mark-
aði. Sá sem hér skrifar er fús að hafa
frumkvæði að slíkri breytingu til
hagsbóta fyrir venjulegt launafólk. n
Ekki sála Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Könnun
Gætir þú hugsað
þér að kjósa flokk
Evrópusinnaðra
sjálfstæðismanna?
„Það þarf ekkert
að vera hærra
verð á mat þó þú
hendir honum ekki – þvert
á móti eru neytendur látnir
borga sóun og rýrnun sem
verður á vörum … það er falið
inní verðinu sem þú borgar
– þannig því minna rusl
sem er – því ódýrara og fyrir
utan allt – þá eiga komandi
kynslóðir betri möguleika á
góðu lífi á jörðinni :)“
Þetta segir Rakel Garðars-
dóttir í athugasemd við frétt
um veitingastað sem hefur
nánast engum úrgangi hent í tvö ár.
16
„Þetta er
til algjörrar
skammar fyrir
yfirvöld. Þessum unga manni
þarf að hjálpa, ekki hafna.“
Athugasemd Bergs Ísleifs-
sonar við frétt um mótmæls-
velti hælisleitandans Ghasems
frá Afganistan. Ghasem var færður á
sjúkrahús á sunnudag meðvitundarlaus.
9
„Af hverju komið
þið ykkur ekki
í fangelsi víst
það er svona æðislegt?
Alltaf þegar það kemur upp
umræða um fangelsismál
á landinu þá kemur þetta
upp að þeir hafi það svona
andskoti gott, ef þeir hefðu
það svona gott þá væru
væntanlega mun fleiri að
reyna að koma sér viljandi
inn og ekki segja mér að fólk
vill ekki brjóta lögin til að
lenda í steininum því það er
örugglega hægt að telja það
á fingrum annarrar handar
hversu margir á landinu eru
ekki lögbrjótar. Haldið þið
virkilega að fólk væri að eyða
öllum þessum peningum í
lögfræðinga til að reyna fá
sýknun ef þetta væri bara
dans á rósum?“
Þetta segir Yngvi Þór
Geirsson í athugasemd við
frétt um fanga sem eru ósáttir
við Pál Winkel fangelsismálastjóra. For-
maður Afstöðu, félags fanga, hefur verið
færður frá Litla-Hrauni til Akureyrar og
segja fangarnir það gert til að þeir geti
ekki sinnt hagsmunagæslu.
7
Þ
að er ýmislegt að athuga
við frumvarp til breytingar
á lögum um veiðigjöld nr.
74/2012 sem lagt hefur ver-
ið fram í þinginu, en það
ber líka með sér jákvæðar lagfær-
ingar frá fyrri lögum. Okkur hefur
ekki borið gæfa til að leggja frum-
varpið fyrr fram og við erum í ann-
að sinn að framlengja lög um veiði-
gjald til eins árs. Við verðum því að
leggja okkur fram á síðustu dög-
um þingsins og ljúka málinu og
vonandi tekst okkur að slípa frum-
varpið til í meðförum þingsins. Í
fyrsta lagi er frumvarpið að ganga
lengra en ég hefði kosið og er frekar
skattur en eðlilegt gjald fyrir aðgang
að auðlindinni. Þá hef ég áhyggjur
af því að lögin stuðli að enn frek-
ari samþjöppun í greininni sem er
þó ærin fyrir. Það er ekki til góðs
að gengið verði lengra á því sviði.
Samþjöppun var nauðsynleg á
upphafsárum kvótakerfisins en nú
höfum við gengið þann veg meira
en á enda. Við höfum mörg stór og
glæsileg fyrirtæki í sjávarútvegi sem
geta betur staðið undir háum veiði-
gjöldum í skamman tíma og þau
eru mikilvæg undirstaða fyrir grein-
ina. Einstaklingsútgerð er og hefur
verið mikilvægur hluti atvinnulífs-
ins í hinum dreifðu byggðum og
þolir síður þetta háa gjald en það er
mjög mikilvægt að við tryggjum út-
gerð og vinnslu á landsbyggðinni.
Veiðigjald á að vera hóflegt
gjald sem endurspeglar þau verð-
mæti og arð sem auðlindin skapar
útgerðinni. Það gjald eiga allir að
greiða óháð skuldastöðu fyrirtækj-
anna að mínu viti. Veiðigjald á að
vera af lönduðum afla ekki úthlut-
uðum heimildum og mikilvægt að
lögin taki þeim breytingum. Það
er óréttlátt að útgerðir greiði gjald
af óveiddum tegundum. Á síðustu
loðnuvertíð náðist ekki að veiða 163
þús. tonna kvóta sem var þó mjög
lág úthlutun. Margar útgerðir áttu
því óveiddar heimildir sem námu
hundruðum og jafnvel þúsundum
tonna sem þær greiddu engu að síð-
ur fullt veiðigjald fyrir. Náttúrulegar
aðstæður geta valdið því að ekki ná-
ist allur úthlutaður kvóti og þá sér-
staklega í uppsjávartegundum og
því mikilvægt að binda gjaldið við
landaðan afla.
Þá er það andstætt minni hug-
mynd um veiðigjaldið að renta af
fiskvinnslu hafi íþyngjandi áhrif
á gjaldið og það hefur sérstaklega
slæm áhrif á þær útgerðir sem ekki
eru tengdar vinnslu. Það er afar
ósanngjarnt að einstaklingsútgerðir
ótengdar fiskvinnslunni greiði gjald
grundvallað á hagnaði vinnslunn-
ar. Við erum að tala um veiðigjald
af auðlindinni ekki vinnslunni. Þar
koma til annars konar hugmyndir
t.d. markaðsgjald til að auglýsa ís-
lenska framleiðslu eða það sem ég
hef verið óþreyttur á að tala um,
hækkun launa til fiskvinnslufólks
sem kæmi öllum aðilum best. Ég
er reyndar ekki sérstaklega áhuga-
samur eða uppfinningasamur um
skatta á fyrirtæki eða einstaklinga.
Samkvæmt lögunum er heildarfjár-
hæð veiðigjalda ákveðin sem 35%
af grunni sem er allur hagnaður
(EBT) við veiðar og 20% af hagnaði
fiskvinnslu. Þá má deila um veiði-
gjaldið og hvað það leggst þungt á
útgerðina en það er út úr öllu korti
að útgerðir sem ekki eru tengdar
vinnslu beri gjald vegna hagnað-
ar af fiskvinnslunni. Einstaklings-
útgerðir munu ekki hafa bolmagn
til að standa undir slíku gjaldi og á
endanum gefast þær upp og sam-
þjöppun í greininni verður meiri og
alvarlegi en ástæða er til. Þá kem-
ur veiðigjaldið misjafnlega niður á
byggðum landsins og landsvæðum.
Það er því margt sem þarf að
skoða við veiðigjaldið og þing-
ið þarf að ljúka við og samþykkja
á næstu þremur vikum. Gjaldið er
bráðabirgðagjald og sett á til eins
árs. Ég hef talað fyrir einföldu, hóf-
legu en lifandi veiðigjaldi sem tek-
ur á breytingum á mörkuðum frá
degi til dags. Einföld prósenta af
verði á mörkuðum sem tekur mið
af verðmæti hvers söludags land-
aðs afla er skiljanlegt og sanngjarnt
kerfi. Núverandi kerfi byggir á raun-
tölum frá árinu 2012 sem var mjög
gott ár í afkomu veiða og vinnslu
en á árinu 2014 eru markaðir veik-
ir og afurðaverð lægra og því ljóst
að veiðigjaldið er of hátt miðað
við forsendur í dag. Við höfum því
verk að vinna og vonandi náum við
lendingu sem sátt næst um. n
Veiðigjald eða skattur?„Ég hef talað
fyrir einföldu,
hóflegu en lifandi
veiðigjaldi sem tekur á
breytingum á mörkuðum
frá degi til dags.
Ásmundur Friðriksson
alþingismaður
Kjallari
Þorsteinn Sæmundsson
þingmaður Framsóknarflokks
Kjallari
48,7%
3,2%
48%
n Óákveðinn
n Nei
n Já 279 ATKVÆÐI