Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1984, Blaðsíða 8
6
Verslunarskýrslur 1983
Samhliða aukinni vörugreiningu í hinni endurskoðuðu vöruskrá hagstofu
Sameinuðu þjóðanna, var vöruflokkun hennar breytt allmikið. Miðað við
flokkun á vörudeildastigi komu vörudeildir 71—79 (sjá meðal annars töflu I á
bls. 2) í stað vörudeilda 71—73, og vörudeild 86 var lögð niður. í stað hennar
komu vörudeildir 87 og 88. Þessi breytta flokkun vörutegunda er tekin í
innflutningsskýrslur frá ársbyrjun 1977. Allt var óbreytt í meginatriðum upp að
vörudeild 71, en þar á eftir var, eins og áður segir, um að ræða breytingar, þó
ekki á vörudeildum 81—85, 89 og 9—.
Vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna er þannig uppbyggð eftir aðra
endurskoðun hennar: í 786 undirfl. (,,subgroups“, táknaðir xxx.x) á hver vara í
milliríkjaviðskiptum sinn stað. Af þessum undirflokkum eru 435 skiptir þannig
að 1 573 númer („subsidiary headings“, táknuð xxx.xx) bætast við 786h-435
númer, og verður heildartala vörunúmera þá 1 924. Hinir 786 undirflokkar
skiptast á 233 vöruflokka (,,groups“, táknaðir xxx), og þeir ganga upp í 63
vörudeildir (,,divisions“, táknaðar xx), sem að lokum mynda 10 vörubálka
(,,sections“, táknaðir x).
Frá ársbyrjun 1983 urðu nokkrar breytingar á flokkunarskrá útflutnings. Ný
eru númer 08.10.00 og 08.50.00 (nýr fiskur, fl. með flugvélum — var áður í
10.20.00). í 09.10.00 og 09.50.00 er nú nýr fiskur, fl. með vöruflutningaskipum
(var áður í 10.20.00). í 10.50.00 er nú nýr fiskur til bræðslu (var áður í 09.10.00).
Fiskmelta, sem áður var í 09.20.00, flyst í 49.40.00. Úrgangsgærur, sem áður
voru taldar með öðrum gærum í 59.10.00, flytjast í 69.67.00. 7 ný númer eru fyrir
vörutegundir, sem áður voru í 89.62.00 (vélar og tæki, ót. a.) og 5 ný númer fyrir
vörutegundir, sem voru áður í 89.80.00 (plastmunir, ót. a). Þá er nýtt númer
fyrir rauðamöl, 99.41.00.
Gjaldmiðilsbreyting o. fl. Með lögum nr. 35 29. maí 1979 voru sett lög um
breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils. Þar var ákveðið, að frá og með 1. janúar
1981 skyldi verðgildi krónunnar hundraðfaldað, þ. e. 100 gamlar krónur skyldu
verða jafngildi einnar nýrrar krónu. Reglugerð um gjaldmiðilsbreytinguna var
sett, nr. 253 13 maí 1980. Eru þar ýtarleg ákvæði um verðgildisbreytingu,
gjaldmiðilsskipti o. s. frv. í desember 1980 blaði mánaðarritsins Hagtölur
mánaðarins, sem Seðlabankinn gefur út, er greinargóð frásögn um gjaldmiðils-
breytinguna eins og hún horfði við áður en hún kom til framkvæmda. Vísast til
þess, sem þar segir. — Vegna gjaldmiðilsbreytingarinnar l.janúar 1981 eru, frá
og með Verslunarskýrslum 1981, allar fjárhæðir í nýjum krónum, og þar sem
birtar eru tölur tilheyrandi fyrri árum (aðallega í inngangi) hefur öllum
verðmætistölum verið breytt í nýjar krónur, nema að hluta til í yfirlitum á bls.
11* og 36*.
Frá og með Verslunarskýrslum 1983 eru lönd ekki sérgreind í töflum IV og V,
nema innflutningur frá þeim eða útflutningur til þeirra nemi minnst 25 þús. kr.
Þetta mark var áður við 15 þús. kr. Að frá töldu þessu eru Verslunarskýrslur
1983 með alveg sömu tilhögun og Verslunarskýrslur undanfarins árs.
Aðaltafla innflutnings, tafla IV, er í tollskrárröð. Aðaltafla útflutnings, tafla
V, var frá og með Verslunarskýrslum 1970 sett í röð nýrrar vöruskrár
Hagstofunnar fyrir útflutning, sem tekin var í notkun í ársbyrjun 1970. Töflu III
var breytt til samræmis við þetta, og eru því útfluttar vörur í henni í sömu röð og í
töflu V, en saman dregnar, þannig að verðmætistölur svara til 2ja fyrstu stafa
hinnar 6 stafa tákntölu hvers vöruliðs í vöruskrá útflutnings. Hér vísast að öðru
leyti til liðs 3 í skýringum við töflu V, á bls. 241.