Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1984, Qupperneq 12
10
Verslunarskýrslur 1983
í árslok 1983 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri sem hér segir
(í kr. á einingu):
Bandaríkjadollar ...........
Sterlingspund ..............
Kanadadollar ...............
Dönsk króna.................
Norskkróna .................
Sænsk króna ................
Finnskt mark................
Franskur franki.............
Belgískur franki ...........
Svissneskur franki .........
Gyllini ....................
Vestur-þýskt mark...........
Ítölsklíra..................
Austurrískur schilling .....
Escudo......................
Peseti......................
Yen ........................
írsktpund ..................
SDR (sérstök dráttarréttindi)
Kaup Sala
28,630 28,710
41,514 41,630
23,001 23,065
2,9081 2,9162
3,7206 3,7310
3,5783 3,5883
4,9277 4,9415
3,4380 3,4476
0,5149 0,5163
13,1406 13,1773
9,3547 9,3808
10,5141 10,5435
0,01728 0,01733
1,4908 1,4949
0,2161 0,2167
0,1826 0,1832
0,12346 0,12380
32,552 32,643
29,9743 30,0581
Dollargengið var eins og áður segir 72,5% hærra í árslok 1983 en í árslok 1982,
en gengi eftirtalinna gjaldmiðla hærra sem hér segir: Sterlingspunds 64,5%,
danskrar krónu 46,9%, norskrar krónu 58,4%, sænskrar krónu 57,7%, sviss-
nesks franka 58,1% og vestur-þýsks marks 50,5%. Hér kemur fram, að gengi
dollars hækkaði á árinu 1983 gagnvart öllum þessum gjaldmiðlum. Hátt og
hækkandi gengi dollars 1983 bætti afkomu útflutningsframleiðslu fyrir Banda-
ríkjamarkað og stöðu þjóðarbúsins út á við, en leiddi jafnframt til versnandi
samkeppnisaðstöðu á evrópskum mörkuðum vegna lækkandi gengis á viðkom-
andi gjaldmiðlum.
Vegna látlausra breytinga á skráðu gengi hefur sá háttur verið hafður á síðan í
ársbyrjun 1979 (sjá auglýsingu um tollafgreiðslugengi, nr. 427 8/12 1978), að
sölugengi það, sem skráð er við opnun banka þann 28. hvers mánaðar gildir við
ákvörðun tollverðs innfluttrar vöru næsta almanaksmánuð þar á eftir. Þegar
veruleg breyting verður á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendri mynt, skal þó
við tollafgreiðslu strax á eftir miða við nýja gengið. — Útflutningstölur
verslunarskýrslna eru sem áður miðaðar við kaupgengi á brottfarardegi skips
eða flugvélar. Ef útflutningsskýrsla er afhent viðkomandi embætti fyrir brottfar-
ardag útflutningsfars, er það þó kaupgengi dagsetningar útflutningsskýrslu, sem
hér gildir.