Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1984, Qupperneq 22
20:
Verslunarskýrslur 1983
2. yfirlit. (frh.). Sundurgreining á cif-verði innflutnings 1983, eftir vörudeildum.
J- Flutnings- kostnaður
FOB-ver Reiknaði vátrygg. kostnaðu CIF-verð
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
82 Húsgögn og hlutar til þeirra 368 512 4 328 59 937 432 777
83 Ferðabúnaður, handtöskur o. þ. h 39 183 429 3 253 42 865
84 Fatnaður, annar en skófatnaður 705 309 7 522 39 324 752 155
85 Skófatnaður 192 790 2 133 18 347 213 270
87 Vísinda- og mælitæki, ót. a 220 721 2 310 7 963 230 994
88 Ljósmyndunarvörur.sjóntæki, ót. a., úr, klukkur 151 863 1 616 8 136 161 615
89 Ýmsar iðnaðarvörur, ót. a 639 892 7 334 86 139 733 365
9 Vörur og viðskipti ekki í öðrum vörudeildum 20 848 228 1 768 22 844
Samtals 18 183 916 193 800 2 228 262 20 605 978
Alls án skipa og flugvéla 17 630 527 193 800 2 228 262 20 052 589
* Heiti vörudeildar stytt, sjá fullan texta á bls. 22* í inngangi.
Tölurnar, er sýna áfengisneysluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin 1881—
1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi neyslunni. Þá er
og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneysla, þó að hluti hans hafi farið til
annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um, hve stór sá hluti hefur verið,
en hins vegar má gera ráð fyrir, að meginhluti vínandans hafi á þessu tímabili
farið til drykkjar. — Frá árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverslunar ríkisins á
sterkum drykkjum og léttum vínum og hún talin jafngilda neyslunni, en
vínandainnflutningurinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir
til framleiðslu sterkra drykkja hjá Áfengisversluninni, talinn í sölu hennar á
brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vínandainnflutningi hennar kunni að
hafa farið til neyslu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í töflunni, þar sem
ógerlegt er að áætla, hversu mikið það magn muni vera. Hins vegar má gera ráð
fyrir, að það sé mjög lítið hlutfallslega. — Innflutningur vínanda síðan 1935 er
sýndur í töflunni, en hafður í sviga, þar sem hann er ekki með í neyslunni. — Það
skal tekið fram, að áfengi (þar með áfengt öl), sem áhafnir skipa og flugvéla og
farþegar frá útlöndum taka með sér inn í landið, (síðan á hausti 1979 hafa
farþegar getað haft með sér áfengt öl inn í landið), er ekki talið í þeim tölum,
sem hér eru birtar, en þar mun vera um að ræða mikið magn. Þetta ásamt öðru,
sem hér kemur til greina, gerir það að verkum, að tölur 3. yfirlits um
áfengisneysluna eru ótraustar, einkum seinni árin. — Mannfjöldatalan, sem
notuð er til þess að finna neysluna á mann hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í
ársbyrjun og árslok. Fólkstala fyrir 1983, sem við er miðað, er 237 200.
Kaffibœtir brennt kaffilíki“), sem alla tíð hafði verið talið með kaffi í þessu
yfirliti, hvarf þaðan frá og með 1980. Framleiðslu þessarar vöru var hætt hér á
landi 1979, eftir að hún hafði dregist mjög saman á síðari árum (árið 1950 nam
hluti kaffibætis af kaffineyslunni 22%, en aðeins 0,2% árið 1979). Neysla kaffi-
extrakts o. þ. h. hefur hins vegar aukist mjög undanfarin ár, og er hún frá og
með árinu 1980 talin með „almennu“ kaffi í 3. yfirliti.
4. yfirlit sýnir verðmœti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vörudeildum. Fyrr í
þessum kafla er gerð grein fyrir skiptingu innflutnings skipa og flugvéla á júní og
desember, en hann er eins og áður segir aðeins tekinn á skýrslu tvisvar á ári.