Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1984, Blaðsíða 20
18
Verslunarskýrslur 1983
flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04, 06, 08, og 56, þar er trygg-
ingaiðgjald reiknað 0,83% af cif-verði. Svo er einnig á kolum (32). Trygginga-
iðgjald á timbri í vörudeildum 24 og 63 er reiknað 0,70% af cif-verði, á salti (í 27.
vörudeild) 0,55%, og á olíum og bensíni (í 33. vörudeild) 0,55%. Á bifreiðum í
78. vörudeild er tryggingaiðgjald reiknað 2,50% af cif-verði. — Að svo miklu
leyti sem tryggingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt í 2. yfirliti, er
flutningskostnaður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmœti 8 skipa, sem flutt voru inn 1983 (tollskrárnr. 89.01.40 og
89.01.51—52), nam alls 540 868 þús. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau:
Rúmlestir Innflutn. verðm.
brúttó þús. kr.
ísberg frá Noregi, farskip 148 5 604
Rangá frá Noregi, farskip 1 516 61 015
2 skipsskrokkar frá Noregi (verða fiskiskip) 470 38 307
Gullver NS-12 frá Noregi, skuttogari 423 145 638
Esja frá Bretlandi, farskip 495 140 272
Lagarfossfrá V-Þýskalandi, farskip 1 599 95 032
Vesturland frá V-Pýskalandi, farskip 2 334 55 000
Samtals 6 985 540 868
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og
heimsiglingarkostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í innflutnings-
verði, séu keypt hér á landi og því tvítalin í innflutningi. — 4 fyrst talin skip eru
talin með innflutningi júnímánaðar, en hin með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1983 voru fluttar inn llflugvélar að verðmæti alls 12 521 þús. kr. Með
innflutningi júnímánaðar er talin 1 flugvél frá Danmörku að verðmæti 353
þús. kr., 1 sviffluga frá Finnlandi að verðmæti 269 þús. kr., 1 flugvél frá Svíþjóð
að verðmæti 634 þús. kr., 1 flugvél frá Belgíu að verðmæti 231 þús. kr., 1 flugvél
frá Frakklandi að verðmæti 336 þús. kr., 1 mótorsviffluga frá V-Þýskalandi að
verðmæti 869 þús. kr. og 1 þyrla frá Bandaríkjunum að verðmæti 7 837 þús. kr.
Með innflutningi desembermánaðar er talin 1 flugvél frá Danmörku að
verðmæti 385 þús. kr., 1 flugvél frá Lúxemborg að verðmæti 357 þús. kr. og 2
flugvélar frá Bandaríkjunum að verðmæti 1 250 þús. kr.
I 3. yfirliti er sýnd árleg neysla nokkurra vara á hverju 5 ára skeiði, síðan um
1880 og á hverju ári síðustu árin, bæði í heild og á hvern einstakling. Að því er
snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt magn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Sama er að segja um öl framan af þessu tímabili, en eftir að komið
var á fót reglulegri ölframleiðslu í landinu hefur hér verið miðað við innlent
framleiðslumagn. Síðan árið 1972 hefur innflutningur á óáfengu öli (í toll-
skrárnr. 22.03) verið talsverður (404 tonn 1983), og er það innflutta magn talið
með í tölum um ölneysluna síðan 1972. Aðflutt áfengt öl kemur ekki fram í
innflutningstölum. — Vert er að hafa það í huga, að innflutt vörumagn segir
ekki rétt til um neyslumagn, nema birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok
viðkomandi árs, en þar getur munað miklu. Sala ÁTVR á tóbaki jókst þannig
um ein 4% að magni til frá árinu 1982 til 1983, þótt tölur um innflutt magn þessi
2 ár gefi annað til kynna. Sala á vindlingum jókst úr 416,4 millj. stk. í 437,6 millj.
stk., á vindlum úr 14 millj. stk. í 14,4 millj. stk. og á nef- og munntóbaki úr 14,5 t
í 14,7 t. Sala á reyktóbaki minnkaði hins vegar úr 39,0 t í 36,8 t.