Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1984, Qupperneq 11
Verslunarskýrslur 1983
9
frystum fiski, sem samið er um sérstaklega milli hlutaðeigenda, var í árslok 1982
$ 140 á tonn (“liner terms”) til Evrópulanda og $ 116 á tonn “free out” til
Bandaríkjanna, og var þetta óbreytt í árslok 1983. Auk farmgjalds á frystum
fiski hefur verið reiknuð leiðrétting vegna breytilegs olíuverðs, þ. e. olíuviðauki
vegna hækkunar og olíufrádráttur vegna lækkunar olíuverðs frá umsaminni
viðmiðun. Á árinu 1983 mun hér almennt hafa verið um að ræða olíufrádrátt
vegna lækkaðs olíuverðs. Olíufrádráttur til Bandaríkjanna nam í árslok $ 1,69 á
tonn (vegið meðaltal), en að því er varðar flutning til Evrópu var þá
olíufrádráttur frá farmgjaldi $ 2,58 að meðaltali. — Hér er í stórum dráttum
getið breytinga, sem urðu hjá Eimskipafélagi íslands á árinu 1983, en líkt mun
hafa verið upp á teningnum hjá öðrum skipaútgerðum með millilandaflutninga.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 9*-10* í inngangi Verslunarskýrslna 1982 er skýrt frá
breytingum á gengi íslensku krónunnar á árinu 1982. í árslok 1982 var
dollargengi kr. 16,600 kaup og kr. 16,650 sala, en í árslok 1983 var það kr.
28,630 kaup og kr. 28,710 sala. Frá ársbyrjun til ársloka 1983 hækkaði þannig
gengi Bandaríkjadollars um 72,5% gagnvart íslenskri krónu. Árið 1983 byrjaði
með lokun gjaldeyrisviðskipta til 5. janúar, en þá var meðalgengi krónunnar
lækkað um 9% miðað við skráð gengi í árslok 1982. Vegið meðalgengi
krónunnar hélst síðan nokkuð stöðugt út janúarmánuð, en í febrúar byrjaði
nokkuð hratt gengissig, sem stóð fram til 25. maí, en þá var gengisskráning felld
niður. Hinn 27. maí var gengisskráning tekin upp að nýja eftir að gengið hafði
verið fellt um 14,6%, sem svaraði til 17,1% hækkunar á erlendu gjaldeyrisgengi.
Frá árslokum 1982 til 27. maí 1983 hafði meðalgengi krónunnar þannig lækkað
um 37,2%, sem svarar til 59,2% hækkunar á gengi erlendra gjaldmiðla. Vegna
hækkandi gengis Bandaríkjadollars á erlendum gjaldeyrismörkuðum hækkaði
gengi hans gagnvart krónunni nokkru meira en hækkun meðalgengis, eða 62,8%
frá árslokum 1982 til 27. maí 1983. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis-
stjórnar, er kom til valda 26. maí 1983, skyldi stefnt að sem mestum stöðugleika í
gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli. í samræmi við það varð breyting
á meðalgengi hennar innan við 1% frá 27. maí til ársloka 1983. — Að því er
varðar mánaðarlegt gengi dollars á árinu 1983 vísast til neðanmálsgreina við
töflu um útflutning og innflutning eftir mánuðum, sem birtist í hverju blaði
Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var, eins og áður segir, um að ræða 72,5%
hækkun á gengi hans gagnvart krónunni frá árslokum 1982 til 1983, en það
samsvarar 42,0% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi
hækkun á gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í
gjaldeyriskaupum og -sölu (dollar meðtalinn), er samkvæmt útreikningum
Seðlabanka íslands 69,0% á kaupgengi og 61,9% á sölugengi. Árið 1983 var
meðalgengi dollars gagnvart krónunni kr. 24,997 kaup og kr. 25,071 sala, og er
það 99,6% hækkun frá meðalgengi dollars 1982, miðað við miðgengi. Sam-
kvæmt útreikningum Seðlabankans er hækkun frá 1982 til 1983 á ársmeðalgengi
allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
-sölu, 96,2% á kaupgengi og 94,1% á sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar komi hér
til, mun þetta hlutfall komast næst því að sýna áhrif gengisbreytinga á
verðmætistölur Verslunarskýrslna 1983. — Hér skal á það bent, að mikið
kveður að því, að innflutningur — og í enn ríkara mæli útflutningur — sé
verðskráður og greiddur í gjaldmiðli annars lands en þess, sem selur hingað eða
kaupir héðan vörur.