Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1984, Side 26
24:
Verslunarskýrslur 1983
í 5. yfirliti er sýnd sérstök skipting innflutnings 1983 eftir notkun vara og
landaflokkum. Breytt skipan vöruflokkunar og landssvæðaskiptingar, sem tekin
var upp frá og með Verslunarskýrslum 1970, stóð óröskuð til ársloka 1976, en
frá og með 1977 hafi orðið nokkrar tilfærslur milli vöruflokka og smábreytingar
á flokkaskipan, sjá neðanmálsgrein við 5. yfirlit. Fyrirvarar þeir, sem gerðir
voru á bls. 17*—18* í inngangi Verslunarskýrslna 1969, eiga enn við, og vísast til
þeirra.
Innflutningur til aðila, sem eru undanþegnir gjöldum á innflutningi (Lands-
virkjun, Kröfluvirkjun, íslenska álfélagið h.f, íslenska járnblendifélagið h.f).
Innflutningur til Landsvirkjunar á árinu 1983 nam alls 75,0 millj. kr. Reglur um
niðurfellingu aðflutningsgjalda og söluskatts á efni, tækjum og vélum til
virkjunarframkvæmda Landsvirkjunar héldust óbreyttar, sjá bls. 26*—27* í
Verslunarskýrslum 1981. Á árinu 1983 var undirbúningi Blönduvirkjunar haldið
áfram, en Landsvirkjun er framkvæmdaraðili hennar. Framkvæmdum við
Sultartangastíflu lauk í nóvember 1983 og var hún þá tekin í notkun. Þá var og
unnið að 3. áfanga Kvíslaveituframkvæmda og er ætlunin, að þeim ljúki 1986.
Haldið var áfram framkvæmdum við suðurlínu og er stefnt að verklokum 1984.
Með lögum nr. 21 10. apríl 1974 var ríkisstjórninni heimilað að fela
væntanlegri Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa og reka jarðgufuafls-
stöð við Kröflu eða austanvert Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu, með allt að 55
megawatta afli. í kjölfar þessara laga voru sumarið 1974 hafnar könnunarboran-
ir við Kröflu, og 1975 hófst bygging mannvirkja þar. Innflutningur til þessarar
nýju stórvirkjunar hófst á árinu 1975. Var þar aðallega um að ræða timbur og
járn og var sá innflutningur ekki tekinn saman sérstaklega af Hagstofunni. En
frá og með janúar 1976 hefur innflutningur til Kröfluvirkjunar verið gerður upp
mánaðarlega á sama hátt og það, sem flutt er inn af hliðstæðum aðilum. —
Framkvæmdum við Kröfluvirkjun lauk í febrúar 1978, er fyrri vélasamstæða
hennar varð gangfær, en ekki hefur komið til uppsetningar annarrar samstæðu.
Frá ársbyrjun 1979 tóku Rafmagnsveitur ríkisins við rekstri Kröfluvirkjunar af
Kröflunefnd. Á bls. 27*—28* í inngangi Verslunarskýrslna 1982 er stuttlega
skýrt frá starfrækslu gufuaflsstöðvarinnar til 1982. Á árinu 1983 var stöðin
starfrækt í 9 mánuði (ekki í maí til júlí), með 23V2 MW meðalafli. Boraðar voru á
árinu 3 holur til að fá meiri gufu. — Innflutningur til Kröfluvirkjunar nam 17,0
millj. kr. 1983. Sömu eða svipaðar reglur hafa gilt um niðurfellingu gjalda á
innflutningi til Kröfluvirkjunar og gilda um það, sem flutt er inn til Landsvirkj-
unar.
Bygging álbræðslu í Straumsvík hófst á árinu 1967. Samkvæmt 14. gr.
samnings ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited frá 28. mars 1966, sem
fékk lagagildi með lögum nr. 76/1966, er mestallt, sem með þarf til byggingar
álbræðslunnar, undanþegið aðflutningsgjöldum og söluskatti. Þar eð hér var um
að ræða erlenda fjárfestingu og mikinn innflutning af sérstökum uppruna, var sá
háttur hafður á 1967 og 1968, að þessi innflutningur var ekki hafður með í
árlegum innflutningstölum Verslunarskýrslna. Hins vegar var hann frá og með
1968 meðtalinn í mánaðarlegum innflutningstölum, birtum í Hagtíðindum, sjá
nánar athugasemd neðst á bls. 69 í aprflblaði Hagtíðinda 1968. Til ársloka 1977
var innflutningur íslenska álfélagsins á fjárfestingarvörum tilgreindur sérstak-
lega í Hagtíðindum mánaðarlega, en því var hætt frá ársbyrjun 1978. Að því er
varðar birtingu í Verslunarskýrslum var rekstrarvöruinnflutningur íslenska
álfélagsins frá upphafi talinn með öðrum innflutningi, enda var útflutningur áls,