Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Síða 12
12 FRÉTTIR 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR DRUKKU MENGAÐ VATN Í VIKU Hafi vatnið verið rauð-gruggugt hefur enginn sagt mér það á þeim tíma sem það gerðist. Landlæknisembættinu og sótt- varnalækni bárust ekki upplýs- ingar um vatnsmengunarslysið á Eskifirði þann 4. júlí fyrr en eftir að starfsmaður sjúkrahúss á Aust- urlandi sendi fyrirspurn um málið til landlæknisembættisins. Þá var ljóst að vatn væri mengað og heim- ildir herma að fjölmargir íbúa hafi kennt sér meins eftir neyslu vatns- ins. Læknum ber skylda til að til- kynna allar farsóttir og óeðlilega atburði sem þessa til embættisins. Íbúar voru sömuleiðis grunlausir í sex daga um að neysluvatn þeirra væri mengað. Heilbrigðiseftirlit Austurlands ráðlagði fólki ekki að sjóða neysluvatn fyrr en 9. júlí þeg- ar niðurstöður sýnatöku lágu fyr- ir þar sem talið var upphaflega að mengunin hefði ekki borist nema í hluta kerfisins. Fjórum dögum eft- ir slysið var ljóst að mengunin var meiri en menn ætluðu. Blóðvökva úr fiskiskipi dælt inn á vatnslögn bæjarins Mengunarslysið varð í löndunarhúsi fiskimjölsverksmiðju Eskju þann 4. júlí. Afleiðingar þess voru að kólí- gerlar komust í neysluvatn bæjarins. Blóðvatnslögn úr fiskiskipi var fyr- ir mistök tengd inn á neysluvatns- lögn bæjarins en íbúarnir fengu ekki að vita um mengunina fyrr en nærri viku eftir að slysið átti sér stað þegar tilkynning barst inn um bréfalúguna 9. júlí. Fólk átti að sjóða neysluvatn sitt og það þurftu íbúar að gera til 19. júlí. Heilbrigðiseftirlitið er gagnrýnt fyrir að bregðast ekki við ástandinu fyrr en of seint. Tekur tíma að fá niðurstöður Helga Hreinsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Austur- lands (HAUST), segir það vitleysu að engin tilkynning hafi borist frá eftirlitinu. Hún hafi skrifað og sett saman skýrslu til bæjarstjórn- ar Fjarðabyggðar um málið þar sem ferlið er rakið. Aðspurð hvar ábyrgðin liggi á því að nærri vika leið frá slysinu þar til fólki var ráðlagt að sjóða vatnið segir hún ábyrgðina liggja hjá Vatnsveitunni og HAUST. „Tilkynning var borin í hús um leið og menn vissu hvað þetta var.“ Helga segir það taka ákveðinn dagafjölda að fá niður- stöður úr rannsóknum og ekki sé hægt að horfa á vatn til að vita hvað sé í því. Íbúar á svæðinu hafa fullyrt að rauðgruggugt vatn hafi runnið úr krönum eftir slysið sem ætti að gefa tilefni til að grípa strax til aðgerða en við það kannast Helga ekki. „Hafi vatnið verið rauðgruggugt hefur enginn sagt mér það á þeim tíma sem það gerðist.“ Verra en menn grunaði Samkvæmt umræddri skýrslu HAUST barst stofnuninni tilkynn- ing um slysið samdægurs og var gripið til ráðstafana um bakskolun lagna af hálfu vatnsveitustjóra. Var það trú manna að mengunin hefði ekki borist nema í hluta kerfisins næst bræðslunni og voru sýni tek- in úr neysluvatni næst henni dag- inn eftir. Niðurstaðan var sú að það magn kólígerla sem fannst væri vel innan neysluvatnsreglugerðar. Miðvikudaginn 7. júlí voru sýni tekin víða í dreifikerfinu og bár- ust niðurstöður þeirra HAUST um hádegi föstudaginn 9. júlí. Niður- staðan sýndi að mengun hefði bor- ist inn á lagnakerfið í mun meiri mæli en menn grunaði og fyrstu rannsóknir bentu til. Í sýnunum „voru að hluta til kólígerlar í þriggja stafa tölum,“ segir í skýrslu fram- kvæmdastjóra HAUST. Var vatns- veitustjóra falið að vara stofnanir bæjarins við og dreifibréf um alvar- leika málsins útbúið og sent í hús. Allt fram að þeim tíma, eða í sex daga, höfðu íbúar ekki hugmynd um að neysluvatn bæjarins hefði verið mengað. Síðan hafa sýni verið tekin úr neysluvatni á dreifikerfi ann- an hvern dag samkvæmt skýrslu HAUST. Gerlafjöldi er sagður hafa lækkað jafnt og þétt frá því sem mældist í sýnum teknum 7. júlí en ekki þótti tryggt að aflétta tilmæl- um til íbúa um að sjóða vatnið fyrr en þann 19. júlí. Samkvæmt skýrslunni er ekki vitað til að neinn hafi veikst af völdum mengunarinnar né held- ur hafi heimsóknum á heilsugæslu eða innlögnum fjölgað. Þessi orð úr skýrslunni stangast á við það sem íbúar hafa haldið fram í fjöl- miðlum í gær, meðal annars í sam- tali við DV. Þar er fullyrt að tugir ef ekki hundruð einstaklinga hafi kennt sér meins, fengið niðurgang og þessháttar. Síðar átti DV eftir að fá staðfest að 16 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús daginn eftir slysið. Sóttvarnalæknir í myrkrinu Sóttvarnalækni bárust ekki upplýs- ingar um málið frá heilsugæslunni fyrr en 16. júlí, nærri tveimur vik- um eftir að mengunarslysið átti sér stað og ljóst var að hætta var á far- sótt meðal íbúa. Var það þá vegna fyrirspurnar ritara á heilsugæsl- unni sem upplýsingarnar bárust til embættisins að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Haraldur var sjálfur í sumarfríi þegar þetta átti sér stað en í kjölfarið fékk settur sóttvarnalæknir frekari upplýsing- ar um málið frá HAUST og ræddi við lækni á staðnum sem ekki taldi að neinna óeðlilegra veikinda hefði gætt meðal íbúanna. Ekki þótti ástæða til frekari aðgerða af hálfu embættisins enda ljóst á þeim tímapunkti að unnið væri að því að koma í veg fyrir frekari mengun og löngu búið að upplýsa íbúa um áhættuna. Óútskýrð iðrasýking Samkvæmt upplýsingum sem Har- aldur fékk frá sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað var 16 ára stúlka frá Eski- firði lögð inn á spítalann þann 5. júlí, daginn eftir mengunarslysið, með iðrasýkingu. Mun stúlkan hafa náð sér vel en engin skýring fékkst á þessum veikindum hennar. Har- aldur segir þó ekki hægt að fullyrða neitt um orsakasamhengi. Haraldur segir niðurstöður at- hugunar sinnar á málinu að beiðni DV vera þær að ekki hafi verið um óvenjulegar magapestir sem hægt sé að tengja mengunaróhappinu. Magakveisa hafi reyndar verið að ganga í Neskaupstað sem ekki tengist slysinu á Eskifirði er hon- um tjáð. Haraldur er engu að síður gagnrýninn á verkferli og boðskipti í málinu og bendir á sóttvarnalög máli sínu til stuðnings. Gera hafi átt embættinu grein fyrir stöðunni fyrr. „Um þessa atburðarás vil ég segja að boðskipti hafi gengið of stirðlega fyrir sig og ekki í samræmi við verklagsreglur sem reynt hefur verið að setja. Það er auðvitað eng- in afsökun að um sumarleyfistíma er að ræða og mikið um manna- skipti. Það er einboðið að fara þurfi yfir þetta mál og reyna að færa til betri vegar,“ segir Haraldur Briem. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Haraldur Briem sóttvarnalæknir gagnrýnir stirð boðskipti milli stofnana í tengslum við mengunarslysið á Eskifirði og segir vinnubrögð ekki í samræmi við verklagsreglur. Í viku eftir slysið voru íbúar grunlaus- ir um að vatnið væri mengað. Heilbrigðiseftirlit Austurlands og vatnsveitan vanmátu alvarleika málsins. Ekkert samband HaraldurBriemsóttvarna- læknirsegirboðskiptihafaveriðstirðogekki samkvæmtverklagsreglum.Hannsegiraðfara þurfiyfirmálið.MYND HÖRÐUR SVEINSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.