Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 13
Samkvæmt nýlegri samþykkt Reykjavíkurborgar er götu- og torgsala nú bönnuð í miðborginni. Þetta staðfestir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgarinnar, í samtali við DV. Götusala verður hér eftir einung- is heimil á svokölluðum Hjartar- eit, sem markast af Laugavegi og Hverfisgötu, milli Smiðjustígs og Klapparstígs. Fyrri borgaryfirvöld tóku þessa ákvörðun, en ný borgarstjórn ætl- ar að halda málinu til streitu. Jakob Frímann segir athugasemdir versl- unareigenda við götusölu skiljan- legar. Götusalar sem þurfi engin gjöld að greiða valdi samkeppn- ishalla. Sabrina Cassadei götu- sali neitar að fara eftir reglunum en lögreglan hefur haft afskipti af henni. Þórarinn Einarsson, barns- faðir Sabrinu, segir þessa stefnu vera til þess fallna að útrýma götu- sölum í miðborginni. Hinir sterku Sabrina hefur undanfarin ár verið með götusölu í miðbænum, all- an ársins hring. Hún fékk leyfi frá borgaryfirvöldum til þess að vera með götusölu fyrir rúmu ári og var það leyfi fellt niður fyrir nokkru. Nú er svo komið að ekki eru fleiri leyfi gefin út og er götusölum þess í stað beint inn á Hjartareitinn. Lögreglan hefur að sögn Þórarins undanfarið haft afskipti af Sabrinu þar sem hún býður gestum og gangandi hálsmen, armbönd og fleiri vörur. „Ég skil ekki hvers vegna fólk með peninga hefur öll völdin,“ segir Sabrina aðspurð um málið. Þórarinn, sem sjálfur hefur að- stoðað Sabrinu við götusölu, segist vita til þess að þrýstingur frá versl- unareigendum hafi haft sitt að segja. Hann tekur undir með henni: „Mér finnst leiðinlegast í þessu hvernig hinir fjársterku og valdamiklu geta alltaf ráðskast með yfirvöld.“ Þórar- inn tekur fram að Sabrina hafi reynt að selja vörur sínar á Hjartareitnum en þar sé lítil umferð vegfarenda og því minna upp úr því að hafa. Hann spyr hvað sé að því að leyfa götu- og torgsölu við nýlega myndaðar göngugötur í miðbænum. Götusalar flýi lögreglu í London Jakob Frímann segir ákvörðunina spegla vilja borgaryfirvalda til þess að hafa alla götusala á einum til- teknum stað. Hann viðurkennir að þrýstingur frá verslunareigendum vegna þessa máls hafi verið og sé til staðar, en hann sé hvorki meiri né minni en venjulega. Hann segir það kannski óeðlilegt að þeir sem greiði hæstu aðstöðugjöld á Ís- landi við aðalverslunargötu borg- arinnar þurfi að keppa við götu- sala: „Að þangað geti síðan bara einhver komið með ferðatöskuna og opnað hana, án allra gjalda og skyldna.“ Aðspurður hvaða sérstöðu Reykja vík hafi fram yfir aðrar borg- ir í Evrópu þar sem mikill fjöldi götusala lífgar upp á mannlífið segist Jakob Frímann telja að hver borg hafi sinn háttinn á. Hann bendir á að þegar götusalar sjái laganna verði í sumum borgum taki þeir til fótanna. „Um leið og laganna verðir nálgast þá [götusal- ana] pakka menn niður í skyndi og hlaupa í burtu, það er algeng sjón í New York, London og víðar.“ Götusalar valdi samkeppnishalla Spurður hvort ljóðskáldið Bjarni Bernharður fái ekki lengur að selja ljóðabækur sínar í Austurstræti eins og hann hefur gert í áraraðir segir Jakob Frímann að samkvæmt ströng- ustu reglum þurfi Bjarni héðan í frá að selja bækur sínar á Hjartareitnum eins og aðrir götusalar. Hann segir að ef einn bóksali borgi milljón á mán- uði fyrir aðstöðu sína „... en annar kemur bara með bækurnar og rigg- ar upp á góðviðrisdögum og ryður þeim út á helmingi lægra verði,“ megi segja að í því felist ákveðinn sam- keppnishalli. Hann er þó ekki viss um að „hinn langi armur“ laganna nái utan um slíkt. Jakob Frímann segir Sabrinu hafa sýnt lítinn samstarfsvilja í málinu. Hann segir að þrjóska hjálpi ekki málstaðnum né heldur það að skjót- ast undan lögum. Hann bendir á að fólk verði að nýta sér þá aðstöðu sem í boði sé hverju sinni og innan ramma laganna: „Það er líka skort- ur á salernum í miðborginni og þá verða menn að finna sér bara veit- ingastaðinn eða aðstöðuna til þess.“ „Ég held bara að þau átti sig ekki á því hvaða skemmdarverk eru í gangi,“ segir Þórarinn sem er á því að götusala lífgi upp á miðbæinn og að hana eigi fólk að geta stundað hvar sem er. Samkeppnishalli Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri mið- borgar, segir að um ákveðinn samkeppn- ishalla sé að ræða þegar götusalar selji vörur sínar við hlið verslana sem þurfi að greiða há gjöld. MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 FRÉTTIR 13 GÖTUSALAR REKNIR ÚR MIÐBÆNUM Götu- og torgsala er nú bönnuð í miðborginni. Allir götusalar verða að selja vörur sínar á hinum svokall- aða Hjartareit. Jakob Frímann Magnússon viðurkennir að þrýstingur sé til staðar frá verslunareigendum. Götusalinn Sabrina Casadei og barnsfaðir hennar segja að hinir fjársterku ráðskist með yfirvöld. Jakob Frímann segir að samkvæmt nýju reglunum þurfi Bjarni Bernharður að selja bækur sínar á Hjartareitnum. Ég held bara að þau átti sig ekki á því hvaða skemmdarverk eru í gangi. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Sabrina Undanfarin ár, vetur og sumur, hefur Sabrina selt ýmsar vörur í götusölu. „Ég skil ekki hvers vegna fólk með peninga hefur öll völdin,“ sagði hún aðspurð um málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.