Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 14
DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,4 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,1 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr. BENSÍN Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 193,0 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,0 kr. Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 193,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,1 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr. GEYMSLUÞOLINN OSTUR Oft þegar keypt er stórt oststykki, myglar bróðurpartur þess vegna þess að það er ekki notað. Þetta getur reynst raunin sérstaklega ef fáir eru á heimilinu. Gott ráð er að frysta leifar af osti, til þess að nota síðar. Þennan ost er hægt að nota í til dæmis grillaðar samlokur eða pítsur, eða bara í hvað sem er þar sem osturinn er bráðinn. Sumir ostar endast líka mun lengur en áður. Dæmi um þetta er parmesan- ostur. Hann er mjög dýr miðað við aðra osta, en ef notað er lítið af osti í einu er hentugt að kaupa parmesan ost, því hann endist mánuðum saman í kæliskápnum. RÝR BRAGÐAREFUR n Lastið fær ísbúðin Brynja á Akur- eyri. Viðskiptavinur hafði samband við blaðið og hafði nýlega verslað bragðaref í Brynju. Afgreiðslustúlk- an setti óvenju lítið sælgæti í ísinn og fjarlægði síðan stóran skerf af namminu í þessum þegar sælgætis- rýra bragðaref. Henni fannst hún þá hafa sett of mikið. Þegar viðskipta- vinurinn spurði hvort að sælgætisskammturinn væri ekki heldur lítill, þá hreytti afgreiðslu- stúlkan í hana að svona væri þetta bara, og því fannst henni ekki mikið til ísbúðarinnar koma. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS FRÁBÆRT SUSHI n Lofið fær Fiskmarkaðurinn í Aðal- stræti fyrir að bjóða upp á ódýrt sushi. Á staðnum er hægt að fá átta bita í hádeginu á 1.290 krónur, og þeim fylgir stór brauðkarfa með þremur áleggstegund- um. Fyrir þá sem vilja stærri skammta er hægt að fá 14 bita á 1.590 krónur. Bitarnir eru ferskir og bragðgóðir og bornir fram á mjög listilegan hátt. LOF&LAST 14 NEYTENDUR UMSJÓN: SÍMON ÖRN REYNISSON simon@dv.is 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR MÁ BJÓÐA ÞÉR MCFALAFEL? McDonald’s er ein stærsta skyndibitakeðja heims. Einstakir staðir keðjunnar eru þó skemmti- lega breytilegir. Á veitingastöðum keðjunnar í Egyptalandi er til dæmis boðið upp á McFalafel, McDonald’s útgáfuna af þessum vinsæla miðaustur- lenska skyndibita. Á Indlandi býður McDonald’s ekki upp á nautakjötsham- borgara, af þeirri einföldu ástæðu að kýr eru heilagar hjá hindúum. Í staðinn er boðið upp á kjúklinga- eða grænmetisborgara. Að lokum bjóða ísraelskir Mcdonald’s-staðir upp á McKebab, en einnig upp á McFalafel. Það gæti því verið sérstök reynsla að heimsækja þessa frægu keðju í framandi landi. E L D S N E Y T I TÍU ÓDÝRIR Í MIÐBORGINNI Það getur verið kvölin ein að finna ódýran en góðan mat í miðborg Reykjavíkur. Þó er hægt að fá ljúffenga magafylli fyrir minna en 1.100 krónur auðveldlega ef leitað er á réttum stöðum. DV tók saman tíu staði þar sem hægt er að borða á fyrir minna en 1.100 krónur. Café Babalú Skólavörðustíg 22a Það besta við Babalú er án efa umhverfið. Huggulegt, hlýlegt, og gott kaffi. Á staðnum er boðið upp á súpur, crepes og grænmetislasagna svo dæmi séu nefnd, og allt undir 1.000 krónum. Delí Bankastræti 14 Lasagna, panini og pítsur er að finna á Delíinu. Allt á mjög hóflegu verði, og ljúffengt um leið. Vitabar Bergþórugötu 21 Vitabar er löngu orðinn rómaður fyrir gleym-mér-ei-borgarann og gott ham- borgaratilboð. Borgari á tilboði er undir 900 krónum og vel úti látinn. Vita- bar er algjör búlla, en hamborgarinn er fyrsta flokks. Prikið Bankastræti 12 Á Prikinu færðu hamborgara, franskar og gos á 1.000 krónur. Hamborgaratil- boðið er breytilegt eftir dögum, en á góðum degi er vel útilátinn beikonborg- ari með osti og tilheyrandi á boðstólum. Með herlegheitunum er hægt að fá bjór í staðinn fyrir gos fyrir 400 krónur aukalega. Subway Austurstræti 3 Á Subway er auðvelt að sleppa með máltíð undir 900 krónum. Stór bátur Café Babalú Huggulegur staður þar sem hægt er að fá ódýrar pönnukökur, eða „crepes“. Hlöllabátar Matarmiklir og ekki of dýrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.