Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Síða 20
20 FÓKUS 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR RAGNARSBÓK KOMIN ÚT Fræðirit um mannréttindi, til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni, er komið út. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag, í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, gáfu á dögunum út Ragnarsbók, fræðirit til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlög- manni. Ragnarsbók inniheldur ritgerðir á sviðum tengdum þjóðarrétti, mannréttindum og réttarríkinu eftir valinkunna innlenda og erlenda fræðimenn. Hluti greinanna byggir á erindum sem flutt voru á Ragnarsstefnu sem Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri stóð fyrir í tilefni afmælis Ragnars árið 2006. Ritið er um 300 síður, vandað og veglegt í alla staði. Ritið er hægt að nálgast hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. HVAÐ HEITIR LAGIÐ? „And these memories lose their meaning, when I think of love as something new.“ SVAR: THE BEATLES - IN MY LIFE. Í Reykholti í Borgarfirði eru tvær kirkjur. Önnur er gömul, hin ný. Sú nýja blasir við þegar rennt er í hlað, falleg og virðuleg bygging í nútíma- stíl með vísan í gömlu stafkirkjurnar, samtengd fræða- og sýningasetrinu Snorrastofu. Gamla timburkirkjan, lítil sveitakirkja sem er frá nítjándu öld, stendur á sínum gamla stað, að baki nýhýsisins. Sumt í henni minnir á Dómkirkjuna í Reykjavík, glæstasta Guðshús landsins á þeim tíma, og mikla þökk og blessun eiga þeir skilið sem komu í veg fyrir að hún yrði rif- in eftir að sú nýja reis af grunni. Gam- all og góður vinur minn, sem ég hitti í Reykholti nú á dögunum, sagði við mig: „Hún er eins og lítið lamb fyr- ir aftan stóra kind“ – og það finnst mér falleg samlíking og vel við hæfi. Í þeim ritningum helgum, sem bæði þessi hús eru reist á, segir af fjárhirð- inum góða; ekki ætti heldur að þurfa að minna á hvað sauðféð var þjóð- inni um aldir. Þannig eru Guðshúsin tvö eins og minnisvarðar um gerólík tímabil Íslandssögunnar, í samspili við þær minjar enn eldri búsetu sem þarna eru. Fyrir framan skólahús Guðjóns Samúelssonar, sem hýsti héraðsskólann lungann úr síðustu öld og nú gista einkum fræðimenn og aðrir gestir, stendur Snorri bóndi steyptur í eir, gefinn af Norðmönn- um. Ekki er þess getið hver gerði styttuna, enda hefur löngum þótt lít- il ástæða hér á landi til að merkja myndhöggvurum verk þeirra. Græn tún og gróskurík trjárækt setja svip á umhverfið; það er í senn staðarlegt og hlýlegt heim að líta. Í gamla kirkjugarðinum hvíla bein liðinna kynslóða allt frá þjóðveldis- tímanum. Snorri er að sjálfsögðu grafinn þar og margir mektarmenn aðrir, sumir þekktir menn í þjóðlífi sinnar tíðar, allir nú horfnir í skugga skáldsins. Meðal þeirra má víst telja Hallveigu Ormsdóttur, seinni konu Snorra. Þau voru gift síðustu sex- tán árin sem hann lifði. Hún var tut- tugu og tveimur árum yngri en hann og lést á Jakobsmessu, 25. júní 1241, rétt rúmlega fertug „og þótti Snorra það allmikill skaði sem honum var“, segir Sturla frændi hans Þórðarson í Íslendinga sögu. Þýtt á nútímamál: hann tók dauða hennar ákaflega nærri sér, syrgði hana mjög. Haust- ið eftir riðu morðingjar í hlað í Reyk- holti, höfðingsmenn og handbendi þeirra, og drápu skáldið. Þar var á ferð Gissur Þorvaldsson, fyrrum mágur Hallveigar, ásamt öðrum syni henn- ar og Björns, bróður Gissurar, og fleiri illvirkjum. Nú er Hallveig risin úr gröf sinni og býður okkur til fundar við sig í gömlu Reykholtskirkjunni. Hlín Agnarsdóttir hefur samið lítinn einleiksþátt í sam- vinnu við leikkonuna Margréti Áka- dóttur sem fer í gervi Hallveigar. Inga Bjarnason hefur leikstýrt henni og Fitore Berisha gert búning og gervi. Hallveig er í bosmamiklum ljósblá- um kjól, áberandi klæðilegum; á höfði ber hún dökkbláa skuplu sem rís virðulega yfir enni hennar; það er að vonum náhvítt eftir að hafa byggt mold í 769 ár. Á kjólnum eru gróður- viskar sem eðlilegt er eftir klifrið upp úr moldinni. Ég sá sýninguna ein- mitt nú á Jakobsmessu, dánardægri Hallveigar, og það var engu líkara en hún væri þarna lifandi komin – látin komin, væri þó víst réttara að segja! Þetta var að kvöldlagi, engin lýsing í kirkjunni önnur en sumarrökkrið fyr- ir utan; þegar dimmdi varð andlitið enn draugslegra í umgerð skuplunn- ar. Það var sannarlega leikhús orðsins sem hér var boðið í, leikhús sem hef- ur ekki verið í sérstöku uppáhaldi hjá öllum nú um sinn – en kemur þó, ein- hverra hluta vegna, alltaf aftur. Húsfreyjan gamla í Reykholti er vitaskuld ósnortin af slíkum sveiflum og tiktúrum tískunnar. Þó kemur fljótt í ljós, þegar hún hefur mál sitt og tek- ur að segja okkur af liðinni ævi sinni, að hún fylgist merkilega vel með; hún veit til dæmis af veraldarvefnum og kann að notfæra sér hann. Tilvist hennar að loknum líkamsdauðan- um hefur raunar orðið með nokkrum öðrum hætti en menn trúðu á hennar eigin dögum. Þá töldu kristnir menn víst að þeir annað hvort svæfu í gröf sinni til dómsdags, þegar lúðrarnir hljómuðu, ellegar færu í hreinsunar- eldinn, aðrir en þeir sem höfðu lifað nógu helgu lífi til að fara beint til Guðs og Máríu. Svo var um hinn sæla bisk- up Þorlák sem mestur var árnaðar- maður íslenskrar alþýðu hjá Guði um aldir. Bústaður Hallveigar minnir hins vegar fremur á astralplanið hans Þór- bergs og þaðan hefur hún horft inn í mannheima síðan hún sjálf kvaddi þá. Þaðan sá hún þegar þeir myrtu hann Snorra hennar, en ekki virð- ist fundum þeirra hafa borið sam- an þarna á astralplaninu; og svo sem ekki ólíklegt að Snorri hafi þurft að dúsa lengur í hreinsunarstaðnum eft- ir allt sitt valdabrask og veraldarvafst- ur. Þetta hefur greinilega verið frekar einmanalegt hjá henni og engin furða þó að hún grípi sér til dægrastyttingar í bók og bók í safni Snorrastofu, enda var hún víst bókhneigð, skáldmælt og fróðleiksfús í jarðlífinu – eða svo segja þær okkur, Hlín og Margrét. Tilefni þess að Hallveig stígur úr gröf sinni að þessu sinni er útkoma bókar Óskars Guðmundssonar um Snorra. Þar er hennar getið á 39 blað- síðum af rúmlega fimmhundruð. Hún fær engan kafla um sig líkt og sumar aðrar konur í lífi skáldsins. Að öðru leyti virðist henni falla heldur vel við skrif Óskars. Og Hallveig hefur gluggað í fleiri bækur, þar á meðal lítið kver Helga Hjörvars, útvarpsmanns- ins góðkunna, um konur á Sturlunga- öld. Þar er hún ekki heldur nefnd til sögu. En hún er hvorki reið né bitur. „Behind every great man, there is a great woman“, segja Bretar: „að baki sérhvers mikilmennis stendur mik- il kona.“ Hallveig veit hvað hún hef- ur verið Snorra sínum, ekki aðeins ástkona, heldur sálufélagi og vinur. Sturla Þórðarson segir ekki margt um hana í því riti sem er aðalheimild okk- ar um þetta fólk, enda var hún aðeins skiptimynt í valdatafli karlanna, svo vitnað sé í leikinn, þótt auðug væri og vel ættuð: Þær Hlín og Margrét hafa því nógar eyður að rýna í. En þær fara sér hægt við að skálda í þær, og það er vel. Staðreyndirnar einar tala sínu máli: Hallveig er aðeins átján vetra, þegar faðir hennar og bróðir eru vegn- ir í Vestmannaeyjum þar sem þeir eru að sækja sér kirkjuvið, og fyrri maður hennar, Björn Þorvaldsson, hreppir svipuð örlög eftir fárra ára hjúskap. Öldin er morðóð og tryllt, en sum- ir halda höfði og sönsum; það vegur þyngra en dómur sögunnar, síbreyti- legur, vafa og óvissu undirorpinn. Víst fyllist Hallveig reiði, þegar hún rifjar þessar hörmungar upp fyrir okkur, en reiði hennar er ekki hatursfull, heldur blandin sorg. Þetta er ágætlega skrifaður texti og sums staðar hnyttilega orðaður, sam- anber tilvitnuð orð í fyrirsögn þessar- ar greinar. Margrét nær strax sterkum tökum á áheyrendunum með flutn- ingi sínum. Hún má alltaf vara sig á því að verða eintóna í framsögn; það er eins og eyra hennar sé ekki alveg óbrigðult á eðlilegt hljómfall máls- ins; þetta er gamall vandi hjá Margréti sem hún verður að vera vakandi yfir. En leikmáti hennar og túlkun öll ein- kennist af næmleik, fáguðum húmor og þokka, og leikstjórn Ingu er hófstillt og smekkleg; rýmið setur sín mörk hvað varðar hreyfingar og skipan í stöður, en Inga er reyndur leikstjóri og veit að hér gildir að ofstýra ekki. Leikurinn hefst með því að rödd Hall- veigar berst ofan af kirkjuloftinu; hún nefnir nokkrar tölur sem síðar kemur í ljós að eru úr nafnaskránni í Óskars- bók; auðvitað er hún að gæta að því hvað hún er nefnd þar oft, ekki enn laus við allan hégómaskap eftir átta alda dvöl í handanheimum. Hlín læt- ur minningabrotin raðast upp smátt og smátt, okkur er haldið við efnið allt til enda. Stundum bregður fyrir full nútímalegu orðalagi: „að enda í vit- leysu“, held ég engin fornkona myndi hafa sagt, allra síst á einu dramatísk- asta andartaki ævi hennar, og orðið „þunglyndi“ hljómar ekki ýkja fornt; ef flett er upp í ritmálssafni Orðabókar Háskólans (www. lexis.hi.is) eru elstu dæmi þess frá ofanverðri átjándu öld. Annars er hæfilegt tímaleysi ríkjandi í textanum. Gáfuð bókmenntakona, sem sá sömu sýningu og ég, hafði þau orð um leikinn að hann hefði mátt vera lengri, sjálf hefði hún mjög gjarnan viljað fræðast meira um Hallveigu og hennar fólk. Það þykja mér góð með- mæli með leiknum. Að mínum dómi er hann þó hæfilega langur, fimm- tíu mínútur eru ekki stuttur tími fyrir textaleikhús af þessu tagi. Eina missögn verður að leiðrétta áður en leikurinn er fluttur næst: Það er ekki í samræmi við söguna að báðir synir Hallveigar og Björns, þeir Klængur og Ormur, hafi verið í aðför- inni að Snorra, stjúpföður þeirra. Það var einungis Klængur sem tók þátt í verknaðinum. „Ormur vildi ekki vera í þessi ráðagerð og reið hann heim á Breiðabólstað“, segir Sturla. Markaðssetningu sýningarinn- ar, auglýsingu, kynningu og sölu, er verulega ábótavant. Það þarf að laga. Samkeppnin er hörð um hugi og pyngjur ferðalanga jafnt sem heima- manna. Langt er um liðið frá því Hall- veig húsfreyja bauð síðast gestum til sín í Reykholt og þetta boð hennar á skilið að standa sem lengst. Jón Viðar Jónsson HALLVEIG EHF. eftir Hlín Agnarsdóttur Einleikur um ævi Hallveigar Ormsdóttur, seinni konu Snorra Sturlusonar. Flutt í gömlu Reykholtskirkjunni í Reykholtsdal. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Búningur og gervi: Fitore Berisha. LEIKLIST MERKISKONA Á „SKEGGJAÐRI SKÁLMÖLD“ HALLVEIG EHF. „Behind every great man, there is a great woman“, segja Bretar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.