Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 32
n Glöggir gestir á veitingastaðn- um 101 tóku eftir því að eigandi staðarins, fjárfestirinn Jón Ásgeir Jóhannesson, var meðal þeirra í há- deginu á þriðjudaginn. Jón Ásgeir sat til borðs með karlmanni á veit- ingastaðnum og töluðust þeir við á ensku og ræddu viðskipti sín á milli. Athygli sjónarvotta beindist meðal annars að því að Jón Ásgeir virtist ekki eiga í neinum erfiðleikum með að tjá sig á ensku en eins og frægt er orðið bar hann því við í eiðsvarinni yfirlýsingu í New York fyrir skömmu að hann treysti sér ekki til að tjá sig á því tungumáli ef mál Glitnis gegn honum yrði höfðað þar. Forvitnilegt væri að fá upplýsingar um þetta samtal Jóns Ás- geirs og mannsins og hvort Jón Ásgeir hafi verið að leggja drög að frekari landvinn- ingum á við- skiptasviðinu. JÓN ÁSGEIR FUNDAÐI Á 101 Viðskiptavinur Hagkaupa rak upp stór augu þegar hann kom heim úr verslunarleiðangri á föstudaginn og hugðist krydda kvöldmatinn með basilíku úr versluninni. Á pakkning- unni reyndist límmiði með áletrun- inni „Kaupum ekki vörur frá Ísrael – Stöðvum hernámið“. Þar undir var slagorðið „Frjáls Palestína“ og veffang félagsins Ísland-Palestína. Viðskipta- vinurinn sendi DV meðfylgjandi mynd af vörunni sem framleidd er af King‘s og kemur frá Ísrael. Sveinn Rúnar Hauksson, formað- ur samtakanna Ísland-Palestína, játar því að félagið standi að baki uppátæk- inu og hafi félagsmenn límt umrædda miða á vörur í fjölda verslana hér- lendis sem eiga það sammerkt að vera frá Ísrael. Allt frá ávöxtum til mál- banda. Á vefsíðu félagsins er almenn- ingur hvattur til að sniðganga vörur frá Ísrael til að mótmæla hernáminu og dæmi gefin um slíkar vörur. Meðal annars umræddar King‘s-kryddjurtir. Sveinn Rúnar segir að þetta sé kannski síðasta friðsamlega leiðin til að knýja á um stefnubreytingu hjá Ís- rael og að hann hafi ekki áhyggjur af því að verslunareigendur hér á landi séu kannski ekki par hrifnir af aðgerð- um félagsins. „Nei, ég hef ekki áhyggjur af því. Enda held ég að verslunareigend- um sem og íslenskum almenningi sé mikið í mun að binda enda á her- námið.“ Hann segir að með þessu móti fái fólk að vita að vörurnar séu frá Ísrael og það geti því kosið að snið- ganga þær. Sveinn segir sérstakan hóp innan félagsins vinna að þessu átaki sem sé umfangsmikið. Félag- ið muni þó halda ótrautt áfram. „Við munum alla vega ekki gefast upp og munum gera eins og við getum. Þetta er langtímaverkefni sem vinnst ekki á fáeinum vikum frekar en barátta pal- estínsku þjóðarinnar.“ Hjá Hagkaupum fengust þau svör að þar á bæ könnuðust menn við málið en forsvarsmenn vildu ekki tjá sig um það sérstaklega. mikael@dv.is Ísland-Palestína límir aðvaranir á ísraelskar vörur: HERFERÐ GEGN ÍSRAEL n Gestir á veitingastaðnum Ostabúð- inni á Skólavörðustíg ráku upp stór augu síðastliðinn mánudag þegar Björgólfur Thor Björgólfsson fjár- festir kom þangað í hádegismat við annan mann. Björgólfur Thor hefur verið mikið í umræðunni eftir að greint var frá 1.200 milljarða skulda- uppgjöri hans við lánardrottna í lok síðustu viku og hefur hann dvalið hér á landi síðan. Gestir í Ostabúð- inni tóku eftir því að Björgólfur Thor pantaði sér fisk dagsins á veitinga- staðnum og gerði hann fiskmetinu góð skil. Á mánudaginn var boðið upp á fiskibollur með kórí- ander og runnu þær ljúf- lega ofan í fjárfestinn þrátt fyrir erfitt skuldauppgjör og mikla umræðu um það í fjölmiðlum. Matar- lyst Björgólfs Thors virðist því ekki dvína þótt á móti blási. Þetta eru Icesave-bollur! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 04:17 SÓLSETUR 22:47 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 REYKJAVÍK Pólitísk basilíka „Kaupum ekki vörur frá Ísrael.“ Viðskiptavinur Hag- kaupa rak upp stór augu þegar hann kom heim úr verslunarleiðangri. 20/15 19/15 18/15 21/19 22/14 24/16 20/16 24/18 28/25 20/15 19/15 18/15 21/19 22/14 24/16 21/16 24/18 28/25 19/15 22/19 20/16 25/21 22/14 25/19 20/16 24/17 27/26 21/15 18/15 20/15 27/19 22/16 26720 24/17 24/18 29/22 3-5 12/17 3-5 12/14 5-8 12/20 5-10 13/14 3-8 11/14 3-8 12/14 3-8 12/14 3-5 12/16 3-5 12/14 3-5 13/16 3-5 12/14 3-5 11/15 3-5 12/18 3-5 12/13 3-5 10/14 5-8 10/13 3-5 12/14 3-8 12/14 3-5 11/17 3-5 14/16 5-8 12/15 5-8 13/18 5-8 11/13 5-8 11/13 5-8 13/14 3-5 13/16 5-8 14/16 5-8 13/14 5-8 14/15 5-10 13/14 5-10 12/14 5-10 13/14 5-10 13/15 5-8 12/16 3-8 13/15 5-8 11/12 5-8 12/13 5-8 12/13 5-8 12/13 3-5 12/16 3-5 10/15 3-5 12/14 3-8 14/17 3-8 14/16 3-5 11/15 5-8 10/14 5-8 11/14 3-8 10/14 3-5 11/14 5-8 13/16 3-5 13/16 3-5 13/15 3-5 13/15 3-5 13/16 3-5 13/16 3-5 12/15 Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA 19 15 13 14 16 15 16 14 1720 21 15 1 33 5 3 3 5 3 3 1 1 5 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafar á landinu. Sjá kvarða. BLÍÐSKAPARVEÐUR UM HELGINA HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Í dag verður hæg norðlæg átt og léttskýjað í borginni og kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir mælar í borginni slái í 20 stig eða svo nema að hafgolan verði þeim mun sterkari sem ég á reyndar ekki vona á. Dæmalaus blíða. LANDSBYGGÐIN Í dag verður þungbúnast norðan og austan til. Hætt er við einhverri vætu fyrri hluta dags en síðan ætti að verða úrkomu- lítið. Suðaustan til og á Vestfjörðum verður skýjað með köflum en sunnan- og vestanlands verður bjartviðrið allsráðandi. Hægur vindur er á landinu, norðlæg 3–8 vestan til annars hægviðri eða hafgola. Hitinn áfram með ólíkindum góður eða á bilinu 13–21 stig þegar best lætur, hýjast í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. BLÍÐSKAPARVEÐUR UM VERSLUNARMANNAHELGINA Á föstudag verður fremur hæg norðaustan- eða austan átt. Hætt við lítils háttar vætu sunnan til og sums staðar síð- degisskúrir vestanlands. Hiti 13–19 stig, hlýjast til landsins sunnan og vestan til. Á laugardag verður hæg breytileg átt. Víðast þurrt og bjart með köflum en hætt við síðdegisskúrum syðra. Hiti 13–19 stig, hlýjast sunnanlands og einnig til landsins vestan og norðvestan til. Á sunnudag Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum vestast á landinu og hætt við lítils háttar vætu síðdegis, annars víða léttskýjað. Hiti 12–20 stig, hlýjast á Klaustri. Á mánudag suðaustan 5–8 m/s. Fer að rigna suðvestan og vestan til þegar líður á daginn en bjart eystra. Hlýtt í veðri. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is BJÖRGÓLFUR Í BOLLUNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.