Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 2
2 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað Hetjuleg björgun n „Ég er mjög ánægður með að fólki finnist þetta um mig og þetta eflir mann í starfinu,“ segir Þórður Guðnason sem var kjörinn hetja ársins 2010 af les- endum DV. Þórður fékk afger- andi kosningu en tekur þó fram að þetta hafi verið samstarf allra þeirra sem komu að björguninni og að hann hafi verið einn hlekkur í langri keðju. Þórður og félagar hans í Björgunarfélagi Akraness unnu gífurlegt þrekvirki þegar þeir björguðu sjö ára dreng úr sprungu á Langjökli í fyrravetur. Drengurinn hafði fallið ofan í 30 metra djúpa sprungu ásamt móður sinni, sem lést í slysinu. Liðsmenn Björgunarfélags Akraness voru kallaðir út en þegar komið var á jökulinn var sú ákvörðun tekin að Þórður skyldi látinn síga niður í sprunguna til mæðginanna. Í um það bil klukkutíma hékk hann á hvolfi við afar erfiðar aðstæður og á tímabili átti hann erfitt með öndun þar sem sprung- an þrengdi að brjóstkassa hans. Þurfti þá að hífa hann ofar áður en hann fór aftur niður. Í þriðju tilraun náði hann að koma línu um fót drengsins og bjarg- aði honum á ótrúlegan hátt. Búinn að missa höllina n Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín rúmlega 400 fermetra einbýlishús Fjár- festingafélagsins Gaums í Svalbarðsstrand- arhreppi á Norðurlandi. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, bjó í húsinu þar til nýlega og var lögheim- ili hans skráð þar. Gamli Lands- bankinn átti tæplega 400 milljóna króna veð í húsinu. Jóhannes býr ekki lengur í húsinu. Samkvæmt þjóðskrá er lögheimili hans nú í Fagraþingi í Kópavogi. Gaumur er fjárfestingafélag í eigu Jóhannesar og barna hans, Jóns Ásgeirs Jóhanessonar og Kristínar Jóhannesdóttur. Félagið hélt meðal annars utan um eignarhlut þeirra í Baugi á sínum tíma. Gaumur er tæknilega gjaldþrota í dag og skilur eftir sig skuldir upp á tugi milljarða króna. Fyrr á árinu var greint frá því að Arion banki hefði gert kyrrstöðusamning við Gaum vegna skuldsetningar félagsins sem felur það í sér að hvorki verður gengið að eignum félagsins né verður það sett í þrot meðan á kyrrstöðusamn- ingnum stendur. Góð laun hjá slökkviliðinu n Jón Gnarr borgarstjóri fær 106 þúsund krón- ur ofan á föst mánaðarlaun sín fyrir stjórn- arformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu. Stjórnin á að funda að jafnaði einu sinni í mánuði. Auk Jóns eiga sæti í stjórninni bæjar- stjórar allra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Fyrir stjórnarsetu sína fá þeir 70.824 krónur á mán- uði. Jón fær hins vegar 50 prósenta álag ofan á þau laun, á þeim forsendum að meira vinnu- álag sé á honum en öðrum stjórnarmönnum. Kostnaður slökkviliðsins vegna stjórnarlauna borgarstjóra og bæjarstjóra á höfuðborgar- svæðinu er því rúmlega 6,3 milljónir króna á ári. Stjórnarlaunin leggjast sem fyrr segir ofan á ofan á föst laun borgar- og bæjarstjóra sem eru að jafnaði í kringum milljón krónur á mánuði. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir vinnuálagið hjá stjórnarmönnum mjög misjafnt. 2 3 1 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Þórður Guðnason bjargaði lífi sjö ára drengs: HETJA ÁRSINS 27.–28. desember 2010 149. tbl. 100. árg. leiðb. verð 395 kr. MánudaGur oG ÞriðjudaGur n Eins og fall fram af tíu hæða blokk n „Því neðar sem ég fór var minna pláss til að anda“ Hetja ársins 22–23 Fleiri íslenskar hetjur Ásmundur Þór Krist- mundsson „einstakt að bjarga mannslífum“ sigrún Pálína Ingvarsdóttir Jóhannes á fóðurbílnum Íslenska alþjóðasveitin ÓTRúlEg bJöRguN dJúpT í lANgJöklI m Y N d r Ó b er T r eY N Is sO N Fréttir 2–3 Jói í Bónus missir húsið Neytendur 14–15 úTSöluR SkEllA Á n 70% lækkun n Tölvur á 50 þúsund n skiptið jólagjöfunum strax JÓN TEkuR 100 ÞúSuNd í lAuN FRÁ SlökkVIlIÐINu n einn fundur á mánuði Fréttir 6 Fréttir 8 Fólkið 26 sögur af geimverum: Eini BÆrinn sEM LiFir aF raGnarÖK n bæjarstjóri vill fá herinn Erlent 16 bústaðahverfi: Ólafur ragnar: Fréttir 4 ráðherra- sonur skilar styrk upp á milljón Keypti gjöf fyrir Dorrit í Fríðu frænku NÁgRANNI gRÆTuR EFTIR SkOTÁRÁS Heitustu bitarnir í boltanum Sport 25 6 | Fréttir 27. desember 2010 Mánudagur Íslenskur starfsmaður UPS í Danmörku tók pakkana heim í hús: Bjargaði jólunum Jón Gnarr borgarstjóri fær 106 þús- und krónur ofan á föst mánaðar- laun sín fyrir stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnin á að funda að jafnaði einu sinni í mánuði. Auk Jóns eiga sæti í stjórninni bæjarstjórar allra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Fyr- ir stjórnarsetu sína fá þeir 70.824 krónur á mánuði. Jón fær hins veg- ar 50 prósent álag ofan á þau laun, á þeim forsendum að meira vinnu- álag sé á honum en öðrum stjórnar- mönnum. Kostnaður slökkviliðsins vegna stjórnarlauna borgarstjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er því rúmlega 6,3 milljónir króna á ári. Stjórnarlaunin leggjast sem fyrr segir ofan á ofan á föst laun borgar- og bæjarstjóra sem eru að jafnaði í kringum milljón krónur á mánuði. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri segir vinnuálagið hjá stjórnarmönnum mjög misjafnt. Slökkviliðið vinni samkvæmt stofn- samningi: „Þar stendur að stjórn- in sé skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Hún heldur fundi svo oft sem þurfa þykir og að jafnaði ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Heimilt er að fella niður fundi um sumarleyfistíma og einnig er heimilt að halda aukafundi eftir þörfum, ef á þarf að halda.“ Mjög oft rólegt Aðspurður um hversu miklum tíma hann telji að stjórnarmenn slökkvi- liðsins verji í starfið á mánuði, svar- ar Jón Viðar: „Það er mjög misjafnt. Hver bæjarstjóri þarf að fylgja eft- ir málum slökkviliðsins í sínu bæj- arfélagi. Það fer náttúrulega tölu- verður tími í það. Þetta hefur með eldvarnareftirlit og forvarnarsvið að gera ásamt tengingu við bygg- ingafulltrúann. Síðan er mikil vinna þegar verið er að fara yfir fjárhagsá- ætlanir og hefur sú vinna aukist eft- ir að meiri sparnaðarkröfur komu inn. Ég á svo reglulega fundi með þeim um málefni sveitarfélagsins og slökkviliðsins. Það eru allnokkr- ir klukkutímar í mánuði sem fara í þetta.“ Samkvæmt heimildum DV er starf stjórnarmanna slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu þó sjald- an sérlega annasamt. Það gerist til að mynda mjög reglulega að lang- stærsta hlutverk formannsins sé að mæta á mánaðarlegan stjórnarfund slökkviliðsins. Fyrir þá vinnu fær borgarstjóri 106 þúsund krónur ofan á grunnlaun sín, sem eru um milljón á mánuði. Hvernig sem á það er litið, er ljóst að slökkviliðið greiðir pólit- ískt kjörnum formanni sínum býsna hátt tímakaup. Oftast klukkutíma fundir Samkvæmt fundargerðum stjórnar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa átta stjórnarfundir farið fram á þessu ári. Fimm af þessum fundum stóðu yfir í einn klukkutíma í senn. Einn þeirra stóð yfir í einn og hálfan klukkutíma, einn fundurinn stóð yfir í tvo tíma og sá langlengsti stóð yfir í fjóra klukkutíma. Sá fundur fór fram 19. nóvember þegar vinna við fjár- hagsáætlun borgarinnar var á fullu. Frá því Jón Gnarr tók við sem borgarstjóri Reykjavíkur þann 15. júní á þessu ári, hefur hann sótt tvo stjórnarfundi hjá slökkviliðinu. Eng- inn fundur var haldinn frá 21. maí og fram til 17. september. Stjórnarfund- irnir tveir sem Jón hefur sótt, hafa samtals staðið yfir í fimm klukku- tíma. Á því tímabili hefur hann þegið um 636 þúsund krónur í laun. Meiri undirbúningsvinna embættismanna Jón Viðar segir launin hafa staðið í stað síðustu ár. „Þessi kjör hafa í raun ekki hækkað í svolítinn tíma. Það var farið í að samræma þessi kjör á milli byggðarlaga og það eru nokkur ár síðan það var gert. Síðan hafa menn verið mjög hófstilltir í hækkunum á þessum hlutum síðastliðin 4–5 ár. Ef eitthvað er, þá hefur þetta dregist aft- ur úr,“ segir hann. Aðspurður um hvers vegna borg- arstjóri þurfi að fá 50 prósent hærri laun en til að mynda bæjarstjóri Kópavogs, segir Jón Viðar: „Ástæðan fyrir þessu álagi á formann er meiri undirbúningsvinna hjá honum og hans embættismönnum en hjá öðr- um sveitarfélögum.“ 106 ÞÚSUND OFAN Á LAUN n Slökkviliðið greiðir borgarstjóra 106 þúsund á mánuði n Átta stjórnarfundir á þessu ári n Oftast klukkutími í senn n Launakostnaður stjórnar 6,3 milljónir á ári „Það eru allnokkr- ir klukkutímar í mánuði sem fara í þetta. Stjórnarfundir slökkviliðsins 2010 n 15. janúar 08.00–09.00 n 19. febrúar 08.00–09.00 n 19. mars 08.00–09.00 n 16. apríl 09.00–10.00 n 21. maí 09.00–09.30 n 17. september 08.00–10.00 n 22. október 08.00–10.00 n 19. nóvember - 09.00–13.00 Stjórnarfundir 2010 Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Borgarstjóri Jón Gnarr fær 106 þúsund krónur á mánuði fyrir að vera stjórnarfor- maður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Rólegt á bráðamóttökunni um jólin: Jólamaturinn fór vel í landann Innbrot í verslun „Þetta hefur nú allt verið með hefð- bundnu sniði og á heildina litið ró- legt hjá okkur. Það var frekar rólegt hér á aðfangadag en örlítið meira að gera á jóladag,“ segir Jón Kristj- ánsson, læknir á bráðamóttökunni. Hann segir að hátíðirnar hafi gengið stórslysalaust fyrir sig og enginn hafi leitað sér aðstoðar vegna ofáts. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en einnig mikilla kræsinga og veislu- halda. Það er misjafnt hvað er á boðstólum landsmanna en yfirleitt gerir fólk vel við sig í mat og drykk yfir hátíðirnar og leyfir sér að borða örlítið meira en venjulega. Það hafa komið upp tilfelli undanfarin ár þegar fólk hefur gert svo vel við sig að það hefur þurft að leita til læknis vegna ofáts. Um þessi jól virðist fólk þó hafa kunnað sér hófs þar sem engin slík tilfelli hafa komið inn á borð bráða- móttökunnar. Karlmaður var handtekinn á sunnu- dag eftir að hafa brotist inn í Hús verslunarinnar, gegnt verslunar- miðstöðinni Kringlunni. Maðurinn braut rúðu og fór inn í verslun sem er í húsinu. Lögreglan kom fljótt á vettvang og klófesti manninn, sem var færður í fangageymslur. Það var fréttastofa Vísis sem greindi frá at- burðinum en í samtali fréttastofunn- ar við lögregluna kom fram að ekki væri ljóst hvort einhverju hafi verið stolið, en staðfest var að maðurinn hefði rótað til og eitthvað skemmt innandyra. Herjólfur til Þorlákshafnar Breyta þurfti siglingum Herj- ólfs um helgina vegna veðurs. Seinni ferð ferjunnar á sunnu- dag var felld niður vegna veðurs. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eimskipum. Einnig var tilkynnt á sama tíma að ferjan myndi sigla til Þorlákshafnar næstu daga samkvæmt áætlun þeirrar hafnar. Arnar Thor Stefánsson, sem starf- ar sem upplýsingatækniráðgjafi hjá UPS í Danmörku, varð sannkölluð jólahetja eftir að hafa komið jóla- pökkum í réttar hendur og undir tré fyrir jól. Arnar, sem býr í Óðinsvéum og vinnur öllu jafna við tækniráðgjöf, var beðinn um að létta undir með flutningamönnum hjá UPS vegna mikilla anna. Hann var með um 35 pakka til að keyra út en vegna veðurs og hálku á vegum gekk erfiðlega að koma þeim á áfangastað. „Ég tók pakka með mér heim 22. desember meðal annars af því að það spáði leiðinlegu veðri dag- inn eftir. Svo á Þorláksmessu reyndi ég að keyra út pakka og tókst að af- henda kannski sex til sjö eftir að hafa fest mig að minnsta kosti fjórum sinnum. Eftir að hafa verið í röð í um klukkutíma í miðbæ Óðinsvéa seinni partinn sá ég að ég kæmist ekki með restina af pökkunum til baka til UPS og ákvað því að taka þá með mér heim. Ég hringdi síðan í alla viðtak- endur sem ég gat náð í og bauð þeim að koma bara heim til mín að ná í pakkana. Annars hefðu pakkarnir ekki komist til skila fyrr en eftir jól,“ segir Arnar og vill ekki gera mikið úr atvikinu. Einn þeirra sem sótti jólapakk- ann sinn heim til Arnars gladdist svo yfir þjónustunni að hann hafði sam- band við danska sjónvarpsstöð sem kom og fylgdist með Arnari afhenda nokkra pakka. „Þetta vakti það mikla lukku að mönnum fannst ég ætti að komast í sjónvarpið. Mér persónu- lega fannst bara svo mikilvægt að koma sem flestum út fyrir jól og gleð- in í augum þeirra sem fengu pakkana voru næg verðlaun fyrir mig,“ seg- ir Arnar og bætir við glaður í bragði að hann hafi klætt sig í íslenska lopa- peysu sérstaklega fyrir fréttina. hanna@dv.is Alvöru jólasveinn Arnar Thor bauð fólki að koma heim til sín að sækja pakka sem annars hefðu ekki borist fyrr en eftir jól. Þessar fréttir bar hæst í vikunni Þetta helst Hitt málið 2 | Fréttir 27. desember 2010 M ánudagur Bankinn tók húsið af Jóhannesi í Bónus Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín rúmlega 400 fermetra einbýl- ishús Fjárfestingafélagsins Gaums í Svalbarðsstrandarhreppi á Norður- landi. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, bjó í húsinu þar til nýlega og var lögheimili hans skráð þar. Gamli Landsbankinn átti tæplega 400 milljóna króna veð í húsinu. Jó- hannes býr ekki lengur í húsinu. Samkvæmt þjóðskrá er lögheim- ili hans nú í Fagraþingi í Kópa- vogi. Gaumur er fjárfestingafélag í eigu Jóhannesar og barna hans, Jóns Ásgeirs Jóhanessonar og Kristínar Jóhannesdóttur. Félag- ið hélt meðal annars utan um eignarhlut þeirra í Baugi á sín- um tíma. Gaumur er tæknilega gjaldþrota í dag og skilur eftir sig skuldir upp á tugi milljarða króna. Fyrr á árinu var greint frá því að Ar- ion banki hefur gert kyrrstöðusamn- ing við Gaum vegna skuldsetningar félagsins sem felur það í sér að hvorki verður gengið að eignum félagsins né verður það sett í þrot meðan á kyrr- stöðusamningnum stendur. Skila- nefnd Landsbankans átti hins vegar einu tvo veðréttina á húsinu og gat því leyst það til sín óháð kyrrstöðu- samningi Arion banka við félagið og án þess að Arion banki fengi hlutdeild í söluhagnaði hússins. Eignaðist húsið 10. desember Þegar flett er upp á húsinu í Fast- eignaskrá Íslands kemur fram að þann 10. desember í þessum mánuði færðist eignarhaldið á því frá Gaumi yfir til eignarhaldsfélagsins Mynnis ehf. sem er í eigu Landsbankans. Til- gangur félagsins er kaup og sala á eig- in fasteignum samkvæmt vef Láns- trausts. Veðbandayfirlit hússins hefur ekkert breyst við eignatilfærsluna og hvíla enn sömu skuldir á því og áður. Landsbankinn hefur því ekki enn, að minnsta kosti formlega séð, afskrifað þær skuldir sem hvíla á húsinu. Ætla má að Landsbankinn muni selja húsið í kjölfarið en í ársreikningi Mynnis fyrir árið 2009 kemur fram að allar fasteignir félagsins hafi verið í sölumeðferð á árinu. Þá má ætla að áhvílandi skuldir á húsinu verði af- skrifaðar. Jóhannes vildi ekki tjá sig DV hafði samband við Jóhannes þann 10. desember, sama dag og húsið var fært formlega frá Gaumi og yfir til Landsbankans. Jóhannes virðist þá ekki hafa vitað að Landsbankinn væri búinn að leysa húsið til sín. Jóhann- es hefur, sem kunnugt er, þjáðst af krabbameini og verið í erfiðri læknis- meðferð við sjúkdómnum og nefndi hann að hann hefði verið mikið frá vegna þessa. Orðrétt sagði Jóhannes: „Og hvað með það, ég veit bara ekki til þess. Þú verður bara að tala við einhvern hjá Gaumi um það. Ég er búinn að vera frá í veikindafríi. Þú verður að fá þess- ar upplýsingar bara hjá bankanum.“ Hættu að greiða af skuldunum Hvort svo sem Jóhannes vissi af því á þessum tíma eða ekki að Lands- bankinn hefði leyst húsið til sín þá liggur alveg ljóst fyrir að Hrafna- björg er í dag eign gamla Landsbank- ans. Ljóst er því að Gaumur hefur ekki getað haldið áfram að greiða af þeim himinháu skuldum sem hvíla á húsinu. Einnig er ljóst að skilanefnd hefði að öllum líkindum frekar viljað að Gaumur héldi áfram að greiða af skuldunum sem hvíla á húsinu þar sem veðsetningin sem hvílir á hús- inu er miklu hærri en áætlað sölu- verðmæti þess. Ætla má að ekki fá- ist meira en 100 hundrað milljónir króna fyrir húsið. Fasteignamat húss- ins er til að mynda ekki nema rúmar 90 milljónir króna. Landsbankinn mun því ekki fá kröfu sína greidda að fullu og mun því væntanlega þurfa að afskrifa hluta þeirra skulda sem hvíla á Hrafnabjörgum þegar húsið verður selt. Greiddu af húsinu í september Í september síðastliðinn lá ekki ann- að fyrir en að Jóhannes myndi halda áfram að búa í húsinu þar sem Gaum- ur greiddi afborganir af 400 milljóna skuldunum sem hvíla á því. Jóhannes sagði þá að hann vissi ekki annað en að hann myndi halda áfram að búa í húsinu. „Það hefur ekki verið neitt annað í spilunum,“ sagði Jóhann- es þegar hann var spurður um hver greiddi afborganir af húsinu. Jón Ásgeir, sonur Jóhannesar, svar- aði fyrirspurn DV á þá leið að lánar- drottnar Gaums myndu fá greitt í hverjum mánuði á meðan kyrrstöðu- samningur félagsins stendur. „Bankar n Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín einbýlishús Fjárfestingafélagsins G aums á Norðurlandi n Landsbankinn átti 400 milljóna króna veð í húsinu n Jóhannes Í Bónus býr ekk i lengur í húsinu Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is 400 milljóna skuldir Um 400 milljóna króna skuldir hvíla á húsinu Hrafnabjörgum sem áður var í eigu Gaums. Jóhannes bjó í húsinu en Landsbankinn hefur nú leyst það til sín . Ekki góður kostur Betra hefði verið fyrir skilanefndina ef Gaumur hefði haldið áfram að greiða af skuldunum sem hvíla á húsinu þar sem verðmæti hússins er miklu lægra en skuldirnar. Hluti skilanefndarinnar sést hér á kröfuhafafundi í ágúst. „Gaumur. JJ greidir rekstur og vidhald. miðvikudagur og fimmtudagur 8. – 9. september 2010 dagblaðið vísir 103. tbl.100. árg. – verð kr. 395 séra vigfús Þór við lögregluna: ÁStarÞrÍ- HYrNiNgur JuLiaNS birgitta Jónsdóttir um kærurnar: 400 FERMETRA SVEITASETUR Í EYJAFIRÐI: „ÉG HÉLT ÞESSU LEYNDU FYRIR ÖLLUM“ n ÞögNiN um biSkupSmÁLið fréttir JÓI BÝR FRÍTT fréttir n fYrirtÆkið gaumur bOrgar af SvEitaSEtri JÓHaNNESar n gaumur Í kYrrStöðu HJÁ ariON baNka n „Hvað kEmur Það Ykkur við?“ n gaumur SkuLdar HÁtt Í 400 miLLJÓNir Í HÚSiNu fÆr LÍka frESt HJÁ ariON baNka n SEx miLLJarða SJÁLfSÁbYrgð frYSt fréttir kampusch segir frá: 3.096 dagar Í vÍti HÆTTU- LEGUSTU LÖND Í HEIMI fréttir rafiðnaðarmenn: ÞÚSUND FLÚNIR LAND fréttir ErLENt ICEBANK NEITAR AÐ SKILA 200 MILLJÖRÐUM fréttir 7. september 2010 Hundur lét vita af innbrotsþjófum Heimilishundur á Völlunum í Hafn- arfirði vakti eigendur sína aðfaranótt annars dags jóla þegar innbrots- þjófar létu til skarar skríða. Að sögn lögreglu var fjölskyldan í fasta svefni þegar þjófarnir létu greipar sópa í anddyri íbúðarinnar. Ekki er ljóst hversu margir þjófarnir voru en rándýr kuldaúlpa er meðal þess sem stolið var. Þegar hundurinn fór að láta ófriðlega forðuðu þjófarnir sér. Tvö önnur innbrot í Vallarhverf- inu voru tilkynnt lögreglu sömu nótt. Í þau skipti voru húsráðendur í jólaboðum þegar þjófarnir brutust inn en þeir höfðu meðal annars á brott með sér 50 tomma sjónvarp, fartölvu og skartgripi. Skjálftahrina við Krýsuvík Um fimmtán jarðskjálfar mældust í Krýsuvík á jóladag og annan í jól- um. Stærsti skjálftinn sem mældist reyndist 3,2 á Richter en skjálfta- hrinan hófst síðdegis á jóladag. Töluverð skjálftavirkni hefur verið í Krýsuvík undanfarna mán- uði en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er það talið tengjast breytingum í háhitakerf- um neðanjarðar en ekki endilega talið þýða að um kvikuinnskot sé að ræða. Í síðustu viku var einnig tals- verð skjálftavirkni við Grímsey og stóð hún að mestu yfir frá föstudegi til laugardags. Pókerklúbbi lokað Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu lokaði þremur skemmtistöð- um aðfaranótt 26. desember. Virtu skemmtistaðirnir ekki reglur um opnunartíma skemmtistaða. Í einu tilviki var um að ræða pókerklúbb á höfuðborgarsvæðinu þar sem gestir gátu keypt sér áfengi. Leit lögregla svo á að starfsemi staðarins um- rædda nótt hafi verið ólögleg. Virtust eigendur staðanna annaðhvort ekki þekkja ákvæði laga um helgidagafrið eða misskilja þau. Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu enda tiltölulega fáir á ferli vegna veðurs. Messufall á Norðurlandi Helgihald féll víða niður á Norð- ur- og Austurlandi á annan í jólum vegna vonskuveðurs sem gekk yfir landið. Þannig féll helgi- hald í Hofteigskirkju á Jökul- dal niður vegna veðurs. Þá féll helgihald í Eyjafjarðarsveit niður vegna mikillar hálku og hvass- viðris. Hátíðamessa sem fara átti fram í Hjaltastaðarkirkju var frestað til 2. janúar. Víða var vonskuveður á sunnudag en það var einna verst á Austurlandi þar sem vindhraði fór upp í 40 metra á sekúndu. Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækið • Eyðir frjókornum og svifryki • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og gæludýraflösu • Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi Hæð aðeins 27 cm Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Hlauparinn Björn Margeirsson, sem sigraði í Reykjavíkurmaraþon- inu í sumar, er hættur að keppa fyr- ir frjálsíþróttadeild FH vegna þess að Kristján Arason starfar fyrir hand- knattleiksdeild félagsins. Þetta segir Björn í samtali við DV. Björn er fyrsti Íslendingurinn sem sigrar í Reykja- víkurmaraþoninu frá árinu 1984 en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum og 33 mínútum. Kristján var starfsmaður Kaup- þings fyrir hrunið haustið 2008 og fékk á annað þúsund milljónir lánað- ar frá bankanum til að kaupa hluta- bréf í honum. Lánin frá bankan- um, sem voru kúlúlán, verða að öllu óbreyttu afskrifuð þar sem Kristj- án setti fjárfestinguna inn í einka- hlutafélagið 7. hægri snemma árs 2008. Engar persónulegar ábyrgðir voru fyrir láninu frá Kaupþingi eft- ir að Kristján hafði sett það inn í 7. hægri. Hann sleppur því með skrekk- inn meðan margir aðrir starfsmenn Kaupþings þurfa að greiða hluta af lánunum til baka. Kristján er jafnframt einn þekkt- asti handknattleiksmaður landsins og gerði garðinn frægan í þýsku úr- valsdeildinni og með íslenska lands- liðinu hér á árum áður. Hann var ráðinn sem íþróttastjóri hjá hand- knattleiksdeild FH í vor á þessu ári og var síðar ráðinn þjálfari meistara- flokks FH fyrir yfirstandandi keppn- istímabil. Eiga ekki að vinna hjá íþrótta- félögum Björn er ósáttur við að menn eins og Kristján geti fengið vinnu hjá íþrótta- félögum eins og FH og telur að þau eigi ekki að ráða þá til sín. Hann skrifaði bréf til stjórnar frjálsíþrótta- deildar FH rétt fyrir jól þar sem hann lýsti því yfir að hann væri hættur í FH vegna óánægju sinnar með kúlu- lánafortíð Kristjáns. „Ég lýsti því yfir að meginástæðan þess að ég væri hættur væri sú að íþróttafélög eins og FH eigi bara að taka skýrari stöðu gegn svona mönnum. Að þau eigi einfaldlega ekki að fá svona menn í vinnu hjá sér. Það eru margir sem eru sammála mér trúi ég en ég veit ekki hvort þeir hafa áhuga eða kjark til að lýsa því yfir,“ segir Björn. Í bréfinu til stjórnarinnar seg- ir Björn meðal annars um þessa ástæðu sína: „Nú er svo komið að samviska mín býður mér ekki upp á að vera kenndur við sama félag og Kristján Arason og samviska manns er eitthvað sem menn eiga að taka mark á.“ FH alltaf FH Björn segir að svörin sem hann fékk frá stjórn frjálsíþróttadeildar FH hafi verið á þá leið að hún gæti ekki haft áhrif á eða tekið ákvarðanir fyrir aðrar deildir félagsins. Hann segist ekki vera alveg sáttur við þetta svar frá stjórninni þar sem hann telji að hugsa verði um hagsmuni FH sem heildar en ekki bara að út frá hags- munum einstakra deilda. Hann telur að eðlilegt hefði verið að aðalstjórn FH hefði tekið málið fyrir. Hann seg- ist þó ekki hafa sent aðalstjórn fé- lagsins bréf. „FH er alltaf FH hvort svo sem þú spilar handbolta eða stundar frjálsar. Fólk tengir alla liðs- menn félagsins saman þó þeir stundi ólíkar íþróttagreinar.“ Hlauparinn segist ekki hafa sett fram neinar kröfur í bréfi sínu til stjórnar frjálsíþróttadeildarinnar og að hann skilji sáttur við félagið. „Við skiljum í mjög góðu þó mér finnist leiðinlegt að þurfa að kveðja klúbb- inn svo snögglega.“ Telur Kristján sekan um siðferð- isbrot Þegar Björn er spurður um hvað hann telji rangt við þátttöku Kristj- áns í íslensku viðskiptalífi á síðustu árum segir hann: „Hann setti fjár- festingu sína í Kaupþingi inn í einka- hlutafélag til að verða ekki ábyrgur fyrir henni persónulega. Það er þessi ehf.-væðing sem ég er að mótmæla; að geta stolið peningum á þennan hátt. Svona menn eiga bara einfald- lega að borga sínar skuldir til baka.“ Hann segir að þó Kristján hafi ekki gerst sekur um lögbrot þá hafi hann gerst sekur um siðferðilega ámælisverða hegðun. Hlaupar- inn segir að inn í málið spili auð- vitað að Kristján sé hetja í Hafnar- firði. „Það vita það allir að Kristján er hetja í Hafnarfirði en það truflar mig að heilt bæjarfélag ætli að fyr- irgefa honum það sem hann gerði bara út af því. Þarna eru stórir fisk- ar í lítilli tjörn, forsvarsmenn hand- knattleiksdeildar FH, að ráðskast með hagsmuni félagsins alls. Það á ekkert að fyrirgefa Kristjáni siðferð- isbrot sem venjulegt fólk yrði for- dæmt fyrir.“ Björn segist í framtíðinni ætla að keppa fyrir uppeldisfélag sitt, Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS), en hlauparinn er ættaður að norðan. Hann segir að hann hafi vissulega alltaf ætlað að enda feril sinn með skagfirska félaginu en seg- ir að koma Kristjáns til FH hafi hrað- að þeirri ákvörðun sinni. „Ég er viss um að mér mun líða betur þegar ég verð kominn úr klúbbnum frekar en að vera í honum.“ Hætti í FH út af Kristjáni Ara n Björn Margeirsson hlaupari hefur sagt skilið við FH út af Kristjáni Arasyni n Sendi bréf til stjórnar frjálsíþróttadeildar FH Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Nú er svo komið að samviska mín býður mér ekki upp á að vera kenndur við sama félag og Kristján Arason og samviska manns er eitthvað sem menn eiga að taka mark á. Hætti vegna samvisku sinnar Björn Margeirsson hlaupari segir í bréfi til frjálsíþróttadeildar FH að hann hafi ákveðið að hætta í félaginu samvisku sinnar vegna. Hann segist ekki hafa viljað vera kenndur við sama íþróttafélag og Kristján Arason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.