Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 10
10 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað Ólafur Ingi Jónsson forvörður bar kennsl á falsað málverk sem var sagt vera eftir myndlistarkonuna Nínu Tryggvadóttur á uppboði Gallerís Foldar þann 6. desember síðastlið- inn. Myndin var fjarlægð af upp- boðinu í kjölfarið á uppgötvun Ólafs Inga. Verðmatið á myndinni var 1.400 til 1.600 þúsund krónur samkvæmt heimasíðu Gallerís Foldar. Við númer myndarinnar stendur: „Þetta verk var fjarlægt úr uppboðsskrá.“ Ólafur segir aðspurður að ekki hafi verið um að ræða nýja fölsun held- ur mynd sem hafi verið fölsuð fyrir nokkru síðan. Hann segir að mynd- in sé ein af þeim sem tilheyra stóra málverkafölsunarmálinu sem mik- ið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarinn áratug og sem fór fyrir Hæstarétt fyrir um fimm árum. Ólaf- ur segir að myndin sé ein af nokkur hundruð fölsuðum málverkum, en hann telur að allt að 900 myndir gætu hafa verið falsaðar hér á landi í nafni þjóðþekktra íslenskra listamanna. Hluti af íslenskum listaverka- heimi „Ég sá um leið og ég skoðaði þessa mynd á heimasíðu Gallerís Foldar að hún var fölsuð og stoppaði því söluna á henni. Það er fullt af svona verkum úti um allan bæ. Ég hef ekki séð hana áður en nú var hún að koma í endur- sölu. Myndin sem var stoppuð núna á uppboðinu er mynd úr gamla mál- inu eins og alltaf má búast við að ger- ist þegar mál eru í lausu lofti,“ segir Ólafur. Með síðustu setningunni á Ólaf- ur við að ekki hafi fengist botn í stóra málverkafölsunarmálið, þar sem Pét- ur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson voru sýknaðir í Hæsta- rétti fyrir málverkafalsanir. Hundruð falsaðra málverka eru því enn í um- ferð hér á landi ef marka má mat Ól- afs. „Málverkafölsunarmálið er enn í lausu lofti þar sem ekki fékkst dóms- niðurstaða í það. Þetta er grauturinn sem uppi er um þessar mundir þar sem málið var ekki leitt til lykta fyrir dómstólum og menn dæmdir. Svona mál munu því verða hluti af íslensk- um listaverkaheimi á meðan svo er.“ Fólkið vissi ekki betur Ólafur segir að umrædd mynd sem var sögð vera eftir Nínu hafi verið keypt á uppboði í Gallerí Borg um 1995. Hann segist ekki hafa fundið út nákvæmlega hvenær myndin var seld en segir að það hafi líklega verið áður en kærur komu fyrst fram í stóra málverkafölsunarmálinu. Ólafur seg- ir að fólkið sem hafi átt verkið hafi verið algerlega grunlaust um að það væri falsað. „Það er verið að misnota nafn látinnar listakonu til að hafa fé af fólki,“ segir Ólafur Ólafur segir að myndin sé eft- ir annan listamann en að henni hafi verið breytt og látið líta þannig út eins og hún væri eftir Nínu. Því var það ekki svo að falsarinn hafi málað verk- ið frá grunni með það fyrir augum að láta það líta út eins og verk eftir Nínu Tryggvadóttur. Ólafur segist hafa borið kennsl á fjórar aðrar óþekktar falsaðar myndir á nokkrum dögum í byrjun desember. Mögulegar nýjar falsanir Ýmislegt bendir til að málverkafals- arar séu enn þá að falsa og selja verk sem sögð eru vera eftir þekkta ís- lenska málara en slíkt mun viðhalda þeim vandamálum sem Ólafur Ingi ræðir um. Á meðan slíkar falsanir við- gangast munu fölsuð verk rata á upp- boð og inn á heimili grunlauss fólks og stofnana sem geta ekki séð í gegn- um falsanirnar. Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður er til að mynda með tvö mál á sinni könnu fyrir aðila sem telja sig hugsanlega hafa keypt fölsuð verk af áðurnefndum Pétri Þór Gunn- arssyni, eiganda Gallerís Borgar. Stendur eftir með ekki neitt Annað málið snýst um kaup Skúla Gunnlaugssonar hjartalæknis á mál- verki sem sagt var vera eftir Þor- vald Skúlason. Skúli keypti verkið af Pétri fyrir 1.600 þúsund krónur í maí á þessu ári. Skúli, sem búsettur er í Bandaríkjunum, vissi ekki að degi áður en hann keypti verkið hefði ann- ar kaupandi skilað verkinu til Péturs vegna gruns um fölsun eftir að hafa fundið málningarlykt af verkinu sem þó var sagt vera 30 ára. Greint var frá þessu máli á RÚV í ágúst þar sem Skúli ræddi um það. Þegar Skúli komst að þessu lét hann listfræðing skoða verkið og fann hann ýmislegt að því. Skúli skilaði svo myndinni til Péturs en sagt var við hann að hann gæti ekki fengið endur- greitt strax. Þess í stað fékk hann þrjú málverk frá Gallerí Borg sem litið var á sem einhvers konar tryggingu fyrir endurgreiðslu. Þórunn segir aðspurð að eftir þetta hafi hins vegar komið í ljós að Gallerí Borg var einungis með verkin í umboðssölu og þurfti Skúli því að skila þeim til eigenda þeirra. „Svo reyndist nú koma í ljós að Pétur átti ekki verkin heldur var hann með þau í umboðssölu. Þannig að réttir eigend- ur gáfu sig fram og fengu verkin hjá Skúla. Í kjölfarið fór ég fram á það fyr- ir hönd Skúla að fá endurgreiðslu eða þá að málverkið yrði afhent til baka til að hægt væri að láta rannsaka það al- mennilega. Við höfum hins vegar ekki fengið endurgreiðslu og ekki fengið málverkið til baka til að láta rannsaka það.“ Þórunn undirstrikar að of snemmt sé að fullyrða að málverkið sem sagt er vera eftir Þorvald sé falsað þar sem ekki hafi farið fram nægilega mikl- ar rannsóknir á því til að hægt sé að slá því föstu. Ólafur Ingi skoðaði hins vegar verkið í maí fyrir fyrri kaupanda þess og komst að þeirri niðurstöðu að verkið væri líklega falsað. Þórunn segir að lögmaður Péturs, Steinbergur Finnbogason, hafi sent henni bréf í vikunni fyrir hönd Péturs þar sem hann setur fram gagnkröfur á hendur Skúla fyrir meintan miska og mannorðsmissi vegna fjömiðla- umfjöllunarinnar um málverkið í ág- úst. Afar líklegt er því að málið endi fyrir dómi. Á meðan stendur Skúli eftir með ekki neitt í höndunum en 1.600 þúsund krónum fátækari. Pét- ur heldur hins vegar eftir peningun- um hans og málverkinu sem hann seldi honum. Falsað Louisu-verk Hitt málið sem Þórunn er með snýst um verk sem sagt er vera eftir Lou- isu Matthíasdóttur. Umbjóðandi Þórunnar, sem ekki er vitað hver er, keypti verkið af Pétri í Gallerí Borg fyrir nokkru. Hún segir að það verk hafi verið sent í rannsókn til Banda- ríkjanna. „Það á að vera eftir Louisu Matthíasdóttur en það er búið að fara í mjög nákvæma rannsókn og efnagreiningu hjá sérfræðingum í Bandaríkjunum,“ segir Þórunn. Þór- unn segir að niðurstaða rannsóknar- innar sé sú að verkið sé falsað. Hún segir að verkið hafi verið talsvert dýr- ara en verkið sem sagt var vera eftir Þorvald. Ljóst er því að þessum tveimur málum á milli kaupenda verkanna og Péturs Þórs er hvergi nærri lokið . LEITA RÉTTAR SÍNS ÚT AF FÖLSUÐUM VERKUM n Ólafur Ingi Jónsson bar kennsl á fimm fölsuð málverk á nokkrum dögum í byrjun desember n Hann segir fölsuð málverk hugsanlega vera um 900 talsins n Enn berast fréttir af nýjum fölsunum n Tvö fölsunarmál eru til skoðunar hjá lögfræðingi „Svona mál munu því verða hluti af íslenskum listaverkaheimi á meðan svo er. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Kom auga á falsað verk Ólafur Ingi kom auga á falsað verk sem bjóða átti upp í Gallerí Fold fyrr í mánuðinum. Verkið átti að vera eftir Nínu Tryggvadóttur. Svo virðist sem falsarar séu enn að á Íslandi. Bústaður Péturs Pétur Þór er skráður til heimilis á Óseyrarbraut 5 í Hafnarfirði. Þegar DV bar að garði var enginn í húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.