Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 12
12 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað
„Það er mjög erfitt að sjá þessar
staðreyndir,“ segir Ásthildur Sturlu-
dóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð-
ar. Samkvæmt nýjum tölum Hag-
stofunnar eru hlutfallslega mestur
brottflutningur af Vestfjörðum af
öllum stöðum á landinu. Íslending-
um fjölgar um 2,2 prósent á milli
ára en þeim fækkar um 3,2 pró-
sent á Vestfjörðum. Aðeins fjölgar
á tveimur stöðum á landinu, á höf-
uðborgarsvæðinu og Norðurlandi
eystra.
Ásthildur segist ekki vita hvort
gripið verði til sérstakra aðgerða
en hún telur að samgöngumál og
menntamál séu helstu ástæður
þess að fólk flýi firðina. „Búsetuskil-
yrðin eru alveg frábær. Gott fólk og
næg atvinna. Hér er ekkert atvinnu-
leysi og húsnæði á góðu verði,“ segir
hún. „Þetta er algjör draumastaður
að vera á.“
Gegnumgangandi
landsbyggðarflótti
„Þessi landsbyggðarflótti hefur
verið gegnumgangandi alltaf alls
staðar í heiminum. Það er þessi
borgarmyndun. Það á sér margar
skýringar, fólk telur sig vilja vera í
margmenni, maður er manns gam-
an, ég held að það sé helsta skýring-
in,“ segir hún en bætir við að fólk
vilji kannski meiri breidd og tæki-
færi í atvinnulífinu. „Fólk hefur líka
verið að elta börnin sín sem eru að
fara í skóla.“
Ásthildur telur að minna yrði
um brottflutning ef samgöngur og
menntamál yrðu bætt á Vestfjörð-
unum. Hún segir að strax hafi já-
kvæð þróun orðið þegar byrjað
var að bjóða Vestfirðingum upp á
framhaldsskólanám í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga. „Við sáum al-
veg viðsnúning eftir tilkomu fjöl-
brautaskólans. Tölur frá 2007 sýna
að dregið hefur úr fækkun, en núna
er aftur dýfa á milla ára. Her skýr-
ingin er er erfitt að segja en það eru
margir sem eru að snúa aftur heim
til föðyrlands síns, það er að segja
útlendingar.“
Aðgerða þörf
„Við teljum að það þurfi að koma
til móts við okkur með einhverj-
um hætti,“ segir Ásthildur og hún
vill að ríkið komi að málum og að-
stoði Vestfirðinga með einhverj-
um hætti, ef það sé á annað borð
stefna ríkisins að halda í byggð úti
á landi. „Það þarf að grípa til ein-
hverra aðgerða.“ Ásthildur bendir
einnig á að fólksflóttinn hafi líka
talsverð áhrif á tekjur sveitarfélags-
ins og segir að það gæti reynst erfitt
að halda úti lögboðinni þjónustu
við íbúa svæðisins með minnkandi
tekjum.
Úr sveit í borg
Íslendingar eru samkvæmt tölun-
um orðnir 318.236 sem er fjölgun
um 643, eða 0,2 prósent, frá árinu
2009. Miðað við tölurnar fjölgar
fólki mest á höfuðborgarsvæðinu,
eða um 0,7 prósent frá 2009. Tölu-
vert meiri fjölgun er á kvenfólki en
karlmönnum á höfuðborgarsvæð-
inu. Aðeins eitt sveitarfélag fyrir
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Íslendingar færa sig í borgina n Íslendingum fjölgar um 0,2 prósent n Nánast
jafnmargar konur og karlar n Hlutfallslega mest fækkun á Vestfjörðum
Flóttinn úr dreifbýlinu
Vestfirðir
Íbúar 2010
7.129
Breyting frá 2009
-3,2%
Austurland
Íbúar 2010
12.306
Breyting frá 2009
-1,2%
Vesturland
Íbúar 2010
15.371
Breyting frá 2009
-0,1%
Allt landið
Íbúar 2010
318.236
Breyting frá 2009
0,2%
Suðurnes
Íbúar 2010
21.052
Breyting frá 2009
-1,4%
Suðurland
Íbúar 2010
23.806
Breyting frá 2009
-0,3%
Norðurland
eystra
Íbúar 2010
29.006
Breyting frá 2009
0,3%
Höfuðborgar-
svæðið
Íbúar 2010
202.186
Breyting frá 2009
0,7%
Norðurland
vestra
Íbúar 2010
7.380
Breyting frá 2009
-0,3%
Mannfjöldi
eftir landsvæðum 1. desember 2010
Gunnar Gunnarsson Austfirðingur og stjórnmálafræðingur:
„Ég fæ sting í hjartað“
Gunnar Gunnarsson stjórnmálafræðingur og blaðamaður
flutti rúmlega tvítugur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur þegar
hann hóf nám við Háskóla Íslands. Hann vonast til þess að
geta flutt aftur austur að loknu meistaranámi sínu, en það
er alls ekki á vísan að róa. „Ég vonast til þess en það verður
að skoðast þegar ég búinn í mínu námi. Það er aðallega
tvennt sem gæti staðið í vegi fyrir því. Í fyrsta lagi þarf ég
að finna mér vinnu við hæfi. Ef ég ætla að halda áfram
sem blaðamaður þá eru tvær eða þrjár stöður í faginu á
Austurlandi. En það er ekki víst að maður haldi áfram þar. Hitt er félagsskapur. Unga
fólkið fer í burtu í framhaldsnám, einkum á háskólastigi. Við höfum enga slíka skóla
á Austurlandi. Það flyst á brott, mögulega einhleypt, fær vinnu með skóla sem verður
síðan aðalstarfið þeirra og vinnur sig upp. Það finnur sér maka, sem vill kannski ekki
flytja úr borginni. Við útskrift er einstaklingurinn með vinnu og fjölskyldu sem erfitt að
er rífa rífa sig frá.“
Aðspurður hvernig honum líði þegar hann sér tölur sem sýna áframhaldandi
fólksflótta af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar svarar Gunnar: „Ég fæ sting í
hjartað. Þetta er ógeðslega fúlt og það virðist vera sama hvað menn gera. Það virðist
fátt eða ekkert virka. Kannski er grátlegast að það virðist skorta langtímahugsunina.
Ákvarðanir eru teknar á Alþingi af fólki sem er komið á miðjan aldur og það skynjar
ekki þarfir unga fólksins.“ Gunnar bætir við: „Þegar börnin eru farin leiðist foreldrunum
meira og meira og mögulega við starfslok flytja þau líka í burtu. Þannig hverfa
kynslóðirnar og fjölskyldurnar.“
Gunnar segir texta lagsins Þá verður gaman að lifa, eftir Bubba Morthens, lýsa
raunveruleikanum ágætlega.
Í þorpi úti á landi flýr fólkið suður.
Það fást víst í borginni heitar kruður.
Þar er betra að dorma í einangrun inni.
Með átján rása sjónvarpsminni.
:,: Í borginni er betra að lifa :,:
utan höfuðborgarsvæðið bætir við
sig íbúum og er það Norðurland
eystra. Þar bætast við 0,3 prósent
og er íbúafjöldi í sveitarfélaginu
því 29.006. Líkt og á höfuðborgar-
svæðinu eru fleiri kvenmenn en
karlmenn sem bætast við íbúa-
fjöldann.
Í öllum öðrum sveitarfélögum
fækkar íbúum en mesta stökkið á
milli ára er á Vestfjörðum. Á Vest-
fjörðum fækkaði íbúum á árinu
um 3,2 prósent og eru nú aðeins
7.129 íbúar á svæðinu. Litlu mun-
ar á fjölda karla og kvenna á Ís-
landi. Aðeins eru 1.508 fleiri karl-
ar en konur sem hafa lögheimili á
Íslandi. Þeir einstaklingar sem ekki
hafa lögheimili á Íslandi eru því
ekki inni í fyrrnefndum tölum.
Bíldudalur Á Vestfjörðum fækkaði íbúum á árinu um 3,2 prósent og eru
nú aðeins 7.129 íbúar á svæðinu.
MYND KRISTINN SNÆR AGNARSSON