Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 16
16 | Innlendur annáll 29. desember 2010 Áramótablað aldrei skuldir fyrr en í fulla hnefana,“ sagði hann og fullyrti að bankarnir hefðu mikið svigrúm til afskrifta og ættu sjálfir að bera kostnaðinn af af- skriftunum. Fimm barna faðir, Þórð- ur Magnússon, sagði við DV á sama tíma að ekkert mætti út af bregða. „Ef eitthvert barnið bryti tönn og við þyrftum að leggja út í kostnað við tannviðgerðir, þá gæti það riðið okkur að fullu. Maður er með hnút í maganum um hver mánaðamót. Ég sé ekki fram á að þetta gangi til lengdar. Það er ekkert útlit fyrir að þetta lagist,“ sagði hann og heimilin biðu. 12. febrúar Myntkörfulánin ólögmæt Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm að svokölluð myntkörfu- lán væru ólögmæt. Það var Dalvík- ingurinn Jóhann Rafn Heiðarsson sem stefndi fjármögnunarfyrirtæk- inu Lýsingu vegna kaupleigusamn- ings á bifreið en hluti lánsins var gengistryggður. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði samn- ingsins um gengistryggingu væri í raun ólögmæt verðtrygging þar sem lánið hefði verið veitt í íslenskum krónum. Lýsing áfrýjaði málinu til Hæstaréttar Íslands. Eins og staðan var þarna skuldaði sá sem tók gengistryggt bílalán sum- arið 2007 tvöfalt meira en sá sem tók jafnhátt verðtryggt lán, samkvæmt útreikningum DV. Sá sem tók 2,7 milljón króna verðtryggt lán skuld- aði þarna um 2,5 milljónir króna á meðan sá sem valdi myntkörfulánið skuldaði hvorki meira né minna en 5,8 milljónir króna. 15. febrúar Tveir týnast á Langjökli Björgunarsveitarmenn björguðu skoskri konu á fimmtugsaldri og 11 ára gömlum syni hennar aðfara- nótt 15. febrúar eftir að hafa leitað þeirra á Langjökli frá því klukkan hálfsex daginn áður. Höfðu þau orð- ið viðskila við vélsleðahópinn sinn. Þau voru köld og hrakin en talið er að hárrétt viðbrögð konunnar hafi bjargað henni og syni hennar. 20. febrúar Lést eftir að hafa orðið fyrir bíl Hörður Heimir Sigurðsson lést þann 20. febrúar, rúmu ári eftir að hafa orðið fyrir Hummer-jeppa sem ekið var á miklum hraða niður Laugaveg aðfaranótt 24. janúar 2009. Ökumaðurinn, Jón Kristinn Ás- geirsson, keyrði Hummer-bifreið í eigu föður síns, Ásgeirs Davíðsson- ar, eða Geira á Goldfinger, á mikl- um hraða niður Laugaveg og á Hörð Heimi. Jón Kristinn sem var und- ir áhrifum áfengis og fíkniefna flúði af vettvangi en atburðinn náðist á myndband. Hann var síðar dæmd- ur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ákeyrsluna auk annarra glæpa sem hann hafði framið. 24. febrúar Smálánin komust í hámæli Neytendasamtökin stigu fram og vöruðu fólk við svokölluðum smá- lánum sem fyrirtækin Hraðpening- ar og Kredia buðu upp á. Lánastarf- semin byggir á því að lána allt að 40 þúsund krónur til tveggja vikna. Upphæðin er svo innheimt með 25 prósenta vöxtum. „Á hverjum degi fá Neytendasamtökin athugasemdir um starfsemi þessara okurlánafyrir- tækja, ýmist ábendingar frá almenn- ingi eða reynslusögur frá reiðum lán- takendum og/eða aðstandendum þeirra,“ sagði á heimasíðu samtak- anna. Mynd ársins 2010 Mynd ársins 2010 er að öllum líkind- um myndin af starfsmönnum Lands- bankans og stjórnendum Baugs sem tekin var í samkvæmi á veitingastað á skíðasvæðinu Courchevel í frönsku Ölpunum um miðjan apríl 2007. Um er að ræða mynd af gestum sem flestir voru í boðsferð í Frakklandi á vegum Landsbankans. Myndin lak á netið í febrúar og vakti mikla at- hygli. Nokkur af þekktustu andlitum íslensks viðskiptalífs voru á mynd- inni, meðal annars Jón Ásgeir Jó- hannesson, Pálmi Haraldsson og Sigurjón Árnason. Myndin þótti meðal annars merkileg fyrir þær sakir að hún sýndi svart á hvítu hversu náin tengsl voru á milli helstu stjórnenda Landsbank- ans og Baugs en eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs var einn stærsti lántak- andi bankans. Mars 8. mars Litháar dæmdir fyrir mansal Fimm Litháar voru dæmdir í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir mansal. Þeir hlutu hver um sig fimm ára dóm. Mönnunum var meðal annars gef- ið að sök að hafa brotið gegn 19 ára litháískri stúlku og beitt hana ólög- mætri nauðung, frelsissviptingu og ótilhlýðilegri aðferð áður en og þeg- ar hún var send til Íslands. Þeir fluttu hana til landsins og hýstu í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega. Rökstuddur grunur lá fyrir um tengsl mannanna við glæpasamtök í Litháen. Dómurinn var kveðinn upp fyrir luktum dyrum en dómhald- ið var lokað að kröfu réttargæslu- manns litháísku stúlkunnar. 10. mars Íslendingur myrðir Íslending í Danmörku Ásbörn Andrason, 47 ára Íslend- ingur, var handtekinn grunaður um morðið á Stefáni Brynjari Óskars- syni. Stefán Brynjar var 42 ára þegar hann lést. Danska fréttaveitan Ritzau sagði frá því að Ásbjörn og Stefán hefðu báðir verið óreglumenn. Talið er að Ásbjörn hafi stungið Stefán með vasahnífi í hálsinn. Ásbjörn hafði sjálfur samband við lögregluna eftir að árásin átti sér stað. Þeir höfðu set- ið að drykkju og auk þess voru þeir taldir hafa verið undir áhrifum eit- urlyfja. 18. mars Handtekin fyrir fíkniefnasmygl í Perú Jóna Denny Sveinsdóttir fimm barna einstæð móðir úr Innri-Njarðvík var handtekin með rúmlega tvö kíló af kókaíni á Jorge Chávez-flugvellinum í Líma í Perú. Talið er að hún hafi ætl- að að smygla eiturlyfjunum til Nor- egs en þangað var för hennar heit- ið þegar fíkniefnalögreglan stöðvaði för hennar. Hún var nýverið dæmd í sex og hálfs árs fangelsi í Perú og af- plánar dóm sinn í kvennafangelsi þar í landi. 20. mars Karlmaður skorinn á háls í Reykjavík Ráðist var á rúmlega fertugan karl- mann við Mánagötu í Norðurmýri í Reykjavík og honum veittir lífs- hættulegir áverkar. Rúmlega þrítug- ur karlmaður veittist að honum með einhvers konar eggvopni eða hnífi og skar hann á háls. Fórnarlambið var flutt á slysadeild og þaðan á gjör- gæslu þar sem hann lá þungt hald- inn. Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki árásinni eða hvort deilur höfðu átt sér stað fyrir hana. 21. mars Eldgos á Fimmvörðuhálsi Lítið eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Tiltölulega stutt var að ganga upp að gosinu og var hægt að virða það fyrir sér úr hæfilegri fjarlægð. Gosið vakti mikla athygli erlendis og flykktust ferðamenn til landsins til að ganga að gosinu. Ómar Ragnarsson fjöl- miðlamaður, sem fjallað hefur um mörg eldgos, sagði þetta gos vera það minnsta sem hann hefði séð. „Þetta er ósköp venjulegt, lítið og sætt hraungos. Gosið er það tuttug- asta og fyrsta sem ég sé og með þeim allra minnstu.“ 24. mars Deilur í Selfossprestakalli Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Selfossprestakalli, vildi ekki gefa yfirmanni sínum eftir skrifstofu kirkjunnar. Séra Kristinn Ágúst Frið- finnsson tók við sem sóknarprestur nýs sameinaðs Selfossprestakalls og fékk þar lyklavöldin, allt nema lykl- ana að skrifstofunni sem séra Ósk- ar vildi ekki gefa frá sér. Hann hafði fengið sérstakt leyfi hjá þjóðkirkj- unni til að stýra Selfosskirkju en þeg- ar leyfið rann út vildi hann ekki skila lyklunum að skrifstofu sinni. Nýr sóknarprestur gat því ekki komið sér fyrir í nýrri skrifstofu sinni. Apríl 12. apríl Sannleiksskýrslan kemur út Eftir umtalsverðar og ítrekaðar tafir var skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis loks birt 12. apríl. Hún fól í sér margvíslega áfellisdóma yfir stjórn- endum bankanna. Jafnframt voru ráðherrar, embættismenn og opin- berar eftirlitsstofnanir taldar hafa vanrækt störf sín með alvarlegum afleiðingum. Almennt var talið að skýrslan gæfi raunsanna mynd af að- draganda og orsökum bankahruns- ins. Sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar var falið þeg- ar í janúar að fara yfir skýrsluna og ákveða hvort á grundvelli skýrslunn- ar yrði lögð fram ákæra af hálfu Al- þingis á hendur ráðherrum. Alþingi ákvað á haustþingi að gefa á grund- velli skýrslu þingmannanefndarinn- ar aðeins út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, vegna bankahrunsins. Eng- inn embættismaður í ráðuneytum, Fjármálaeftirlitinu eða Seðlabank- anum hefur þurft að svara til saka nema Baldur Guðlaugsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. Sérstakur saksóknari gaf á árinu aðeins út ákærur á hend- ur bankamönnum í svonefndu Byr- máli, en búist er við fjölda ákæra af hálfu embættisins vegna markaðs- misnotkunar. Fjölmiðlar og háskólar fengu heldur ekki háa einkunn nefndar- innar. „Háskólamenn þurfa að end- urskoða borgaralegar skyldur sínar og sporna gegn hagsmunaárekstr- um. ... Árvökulir hugsandi borgarar, sem láta sig samfélagið varða, eru varanlegasta viðnámið gegn því að við festumst aftur í sýndarveruleika ímyndarspunans,“ sagði Vilhjálm- ur Árnason, heimspekiprófessor og fulltrúi í siðfræðihóp rannsóknar- nefndarinnar, í fyrirlestri mörgum mánuðum eftir útkomu skýrslunnar. 14. apríl Eldgos í Eyjafjallajökli Þann 14. apríl byrjaði að gjósa í Eyjafjallajökli í fyrsta sinn í 189 ár. Vikurnar á undan hafði verið gos á Fimmvörðuhálsi, steinsnar frá Eyja- fjallajökli. Miklar jarðhræringar höfðu átt sér stað vikum og mánuð- um fyrir gosið en engan óraði fyrir hvaða áhrif gosið átti eftir að hafa. Strax og veðurstofan varð vör við gosið var hrundið í framkvæmd rýmingaráætlun og var öllum íbú- um á svæðinu gert að flýja heimili sín. Búfénaður á bæjum í kring var skilinn eftir og bæir og jarðir voru undir þykku lagi af gosösku. Bænd- ur fengu þó fljótlega að snúa aftur á bæi sína til að sinna búfénu. Strax var ljóst að miklu hreinsunarátaki þyrfti að hrinda úr vör og óttuðust menn um áhrif öskunnar á bæði jarðir og skepnur. Ekki nóg með að gosaskan klæddi nærliggjandi sveitir í þykkan gráan búning heldur bárust öskuagnir um alla Evrópu. Flugsamgöngur lömuð- ust og setti það meðal annars sjúkra- flug í uppnám. Lestarsamgöngur í Evrópu önnuðu ekki eftirspurn og mörg hundruð þúsund manns kom- ust ekki leiðar sinnar. Gosið hélt áfram svo vikum skipti og voru sam- göngur um alla Evrópu í lamasessi á meðan. Áhrif gossins dvínuðu á sumar- mánuðum en goshrinunni lauk 23. apríl. Á meðan á gosinu stóð beindist athygli heimspressunnar að landinu og þustu bæði fréttamenn og ferða- menn til landsins til að fylgjast með gosinu. Orðið Eyjafjallajökull vakti einnig mikla athygli og voru misgóð- ar tilraunir fréttamanna vestanhafs til að bera fram nafn eldfjallsins dag- legt skemmtiefni í spjallþáttum ytra. 16. apríl Kreppa unga fólksins Fjörutíu prósent ungs barnafólks, sem keypti fasteign seint í uppsveifl- unni, eru í hópi þeirra sem eru á mörkum þess að ná endum saman um mánaðamót, að því er fram kom í skýrslu Seðlabankans um stöðu heimilanna. Þar sagði að meginþorri þessa fólks byggi við neikvæða eigin- fjárstöðu, skuldaði meira í húsnæð- inu en það ætti. 24. apríl Stúlkur létust í bílslysi Þrjár stúlkur slösuðust í alvarlegu bíl- slysi við Mánatorg norðan Keflavík- ur. Tvær stúlknanna létu lífið en sú þriðja komst lífs af. Ökumaður bíls- ins, sem var sá eini sem var í bílbelti, komst nær ómeiddur frá slysinu. Apríl Glitnismönnum stefnt DV greindi frá því í apríl að skila- nefnd Glitnis hefði stefnt sex ein- staklingum sem tengdust Glitni á árunum fyrir hrun vegna sex millj- arða króna lánveitingar til að kaupa hlutabréf eignarhaldsfélagsins Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum sumarið 2008. Sexmenningarnir, meðal annars Jón Ásgeir Jóhannes- son og Pálmi Haraldsson, eru krafðir um endurgreiðslu sex milljarðanna til Glitnis. Félagið sem fékk lánið, FS38, var einnig í eigu Pálma. Eins og málið lítur út runnu því sex milljarðar út úr Glitni og til félags í eigu Pálma Haraldssonar vegna Sigmundur Davíð á hlaupum Formaður Framsóknarflokksins reynir að bjarga sér undan eggjadrífu við setningu Alþingis. Lögreglumenn horfa til himins og bíða þess sem verða vill. MYND SIGTRYGGUR ARI Sigurganga Besta Vinsældir Besta flokksins jukust stöðugt og svo fór að flokkurinn fékk sex borgarfulltrúa kjörna. MYND SIGTRYGGUR ARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.