Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 17
Innlendur annáll | 17Áramótablað 29. desember 2010 kaupa á hlutabréfum sem einn- ig voru í eigu félags sem Pálmi átti. Hlutabréfin fóru frá einu félagi til annars í eigu Pálma og peningarn- ir sem fengust fyrir hlutabréfin, sem fengnir voru að láni frá Glitni, voru notaðir að hluta til að borga upp skuldir Fons. Í staðinn þess að Fons skuldaði Glitni 2,5 milljarða skuldaði FS38 milljarðana 2,5 auk 3,5 millj- arða til viðbótar. Tveir milljarðar af því fóru svo til að greiða upp aðra skuld Fons auk þess sem ráðandi að- ili í stærsta hluthafa Glitnis, Jón Ás- geir Jóhannesson, fékk 1 milljarð af þessum 6 inn á bankareikninginn sinn. Nokkur af ummælunum í stefnu Glitnis hafa orðið klassísk. Meðal annars þau ummæli Einars Arnar Ól- afssonar að betra væri fyrir Glitni að láta Pálma bara fá milljarðana inn á reikning í skattaskjóli og sleppa við- skiptafléttunni með bréfin í Aurum. Maí 8. maí Manndráp á Suðurnesjum Ellert Sævarsson, rúmlega þrítug- ur karlmaður, varð 53 ára gömlum manni, Hauki Sigurðssyni, að bana í Reykjanesbæ. Ellert játaði að hafa orðið Hauki að bana þegar þeir mætt- ust á förnum vegi í Reykjanesbæ um nóttina. Þeir þekktust ekkert, en Ell- ert mun hafa verið haldinn ranghug- myndum um fórnarlamb sitt og talið að hann væri annar maður. Eftir stutt orðaskipti þeirra á milli, réðst hann á Hauk og kastaði meðal annars gang- stéttarhellu í höfuð hans, með þeim afleiðingum að hann lést. Morðið á Hauki var framið skammt frá heimili Ellerts, en þangað fór hann eftir að hafa framið ódæðið. Hann var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Í yfirheyrslum lög- reglu játaði hann á sig morðið. Hann hlaut 16 ára fangelsisdóm. 29. maí Besti flokkurinn vinnur stórsigur í höfuðborginni Úrslit urðu víða óvænt í sveitar- stjórnarkosningunum sem fram fóru 29. maí. Besti flokkurinn undir for- ystu Jóns Gnarr kom, sá og sigraði í Reykjavíkurborg. Flokkurinn hlaut nær 35 prósent atkvæða og 6 menn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut tæp 34 prósent og 5 menn kjörna, tapaði tveimur fulltrúum. Samfylk- ingin tapaði einum fulltrúa en hélt þremur. VG hélt einum fulltrúa en Framsóknarflokkurinn tapaði sínum eina fulltrúa og hefur því enga rödd innan borgarstjórnar í fyrsta skipti um langt árabil. Í kosningabaráttunni hélt Besti flokkurinn því meðal annars á lofti að hann myndi hygla vinum og kunningjum innan borgarkerfisins og lofaði meðal annars ísbirni í Hús- dýragarðinn. Árangur Besta flokks- ins er talinn endurspegla megna óánægju með stjórn borgarinnar misserin næst á undan. Þá þykir jafn- framt ljóst að bankahrunið hafi kynt undir óánægju með gömlu flokkana sem stundum ganga undir nafninu fjórflokkurinn. Umskipti urðu víðar í sveitar- stjórnarkosningunum, meðal annars á Akureyri þar sem meirihluti Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingarinn- ar kolféll. Listi fólksins náði hrein- um meirihluta eða 6 fulltrúum í 11 manna bæjarstjórn. Maí Kaupþingsklíkan tekin Ein af stóru fréttunum í uppgjörinu við hrunið á árinu 2010 var þegar nokkrir af helstu stjórnendum Kaup- þings voru handteknir og yfirheyrð- ir af embætti sérstaks saksóknara í maí. Rannsókn sérstaks saksókn- ara á málefnum Kaupþings snýst um meinta markaðsmisnotkun með hlutabréf auk alls kyns fleiri meintra brota. Frægasta viðskiptafléttan sem er til rannsóknar er viðskipti kat- arska sjeiksins Al-Thanis með hluta- bréf í Kaupþingi fyrir um 26 milljarða króna í aðdraganda bankahrunsins. Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason voru allir handteknir og yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Sigurður Einarsson lét hins vegar bíða eftir sér þar til í ágúst en þá kom hann til yfirheyrslu hér á landi frá London þar sem hann er búsettur. Enn hafa ekki verið gefnar út ákærur vegna rannsóknarinnar á málefnum Kaupþings. Maí Tugmilljóna greiðslur í stríðinu um sparisjóðinn DV greindi frá því í maí að þrír menn, Magnús Ægir Magnússon, sem stýrði Sparisjóði Hafnarfjarðar eftir hallar- byltinguna svonefndu sem gerð var árið 2005 í sjóðnum, Jón Auðunn Jónsson, lögfræðingur sparisjóðs- ins á þeim tíma, og Þorlákur Ómar Einarsson fasteignasali, hefðu feng- ið greiddar um 100 milljónir króna hver fyrir að taka þátt í uppkaupum á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Hafn- arfjarðar árið 2005. Greiðslurnar fóru inn á erlenda bankareikninga. Mikil átök voru þá um Sparisjóð Hafnarfjarðar og náði félag í eigu Baugs, A-Holding, undirtökum í sjóðnum með uppkaupum á stofn- fjárbréfum sem þremenningarnir stóðu fyrir. Forsvarsmaður A-Hold- ing var Stefán H. Hilmarsson, fjár- málastjóri Baugs. DV hafði undir höndum kvittanir fyrir millifærslun- um en samt könnuðust þremenning- arnir ekki við umræddar greiðslur. Júní 9. júní Féll fram af Látrabjargi Þýskur ferðamaður á miðjum aldri lést eftir að hann féll fram af Látra- bjargi. Hann féll þegar hann var að taka myndir á bjargbrúninni en ekki er vitað nánar hvernig það gerðist. Maðurinn var hér á ferðalagi ásamt unnustu sinni. Lík hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fallið er talið hafa ver- ið um 60–100 metrar. Allir tiltækir björgunarsveitarmenn voru kallað- ir á vettvang við Látrabjarg eftir að maðurinn féll þar niður. 16. júní Ippon fyrir neytendur Kveðinn var upp dómur í Hæstarétti Íslands þar sem úrskurðað var að Lýsingu hf. og SP-fjármögnun hefði ekki verið heimilt að binda veitt lán gengi erlendra miðla. Talið var að dómurinn myndi greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkt hafði um mynt- körfulán. Gísli Tryggvason, talsmað- ur neytenda, sagði að dómurinn væri ippon fyrir neytendur. Talað var um að óvissunni væri loksins eytt en mál myntkörfulánþega voru svo sannarlega ekki til lykta leidd. Enn máttu tugþúsundir lánþega bíða til haustsins þegar skorið var úr um hvaða vexti lánin ættu að bera. Til- mæli ríkisstjórnarinnar um að lán- in skyldu bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans mæltust illa fyrir á meðal þeirra sem töluðu fyrir hags- munum myntkörfulánþega. 19. júní Banaslys í Silfru Franskur karlmaður um þrítugt lést á Þingvöllum við köfun í gjánni Silfru. Honum var komið upp á yfirborð- ið meðvitundarlausum og úrskurð- aður látinn eftir að lífgunartilraunir báru ekki árangur. Með í för var unn- usta hans sem var flutt með sjúkra- bíl á Landspítalann þar sem henni var veitt áfallahjálp. Svo virðist sem maðurinn hafi fest sig í gjánni og ekki getað losað sig, en allt að tuttugu og fimm metra dýpi er þar sem slysið varð. Hann var á vegum ferðaþjón- ustufyrirtækis. 27. júní Ein hjúskaparlög á Íslandi Ný hjúskaparlög tóku gildi þennan dag sem heimiluðu prestum að gefa saman samkynhneigð pör. Skiptar skoðanir voru um málið innan kirkj- unnar en á prestastefnu felldu prest- ar tillögu um að samþykkja stuðn- ing við frumvarp sem sett hafði verið fram og var því vísað til biskups og kenningarnefndar til umfjöllunar. Alþingi samþykkti hins vegar lögin og sama dag og þau tóku gildi gengu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og Jónína Leósdóttir í hjóna- band. Júní Al-Thani fram í dagsljósið DV greindi í júní frá yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni, fyrrverandi starfsmanni fyrirtækjasviðs Kaup- þings, þar sem hann ræddi um við- skipti katarska sjeiksins Al-Thanis með hlutabréf í Kaupþingi haustið 2010. Í yfirheyrslunum kom með- al annars fram hvernig stjórnendur bankans reyndu að leysa Al-Thani undan allri ábyrgð og tengslum við Kaupþing þegar ljóst var að bankinn var fallinn. Yfirheyrslurnar yfir Halldóri Bjarkari vörpuðu áður óþekktu ljósi á Al-Thani-málið en meðal gagna sem embætti sérstaks saksóknara hafði undir höndum við rannsókn málsins var samtal á milli Halldórs Bjarkars og starfsmanns í innri endurskoð- un bankans þar sem þeir ræddu um Al-Thani-viðskiptin. Meðal þess sem kom fram í því samtali var að Heið- ar Már Guðmundsson og Magn- ús Guðmundsson hefðu útbúið Al- Thani-fléttuna. Jafnframt kom fram að Halldóri Bjarkari hefðu fundist Al- Thani-viðskiptin vera algert bull og að hann hefði sjálfur losað sig við sín hlutabréf í bankanum þegar hann áttaði sig á eðli viðskiptanna. Júní Arðgreiðslur skólastjórans DV greindi frá því í lok júní að Ólaf- ur Johnson, eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, hefði undanfarin ár tekið sér tugi millj- óna króna í arð út úr skólastarfinu og jafnframt lánað fé út úr skólan- um til útrásarverkefna. 80 prósent af fjármögnun skólans eru opinber fjárframlög. Blaðið greindi frá því að Ríkisendurskoðun hefði verið beðin um að rannsaka bókhald skólans þar sem grunsemdir hefðu vaknað um að skólinn hefði fengið of háar fjár- veitingar miðað við nemendafjölda. Jafnframt kom fram í frétt DV að kennarar skólans væru ósáttir við lág laun sem væru lægri en kveðið væri á um í kjarasamningum Kennarasam- bands Íslands. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu um starfsemi Hraðbrautar í byrjun október þar sem nokkur af þeim atr- iðum sem komið höfðu fram í frétt- um DV um skólann voru gagnrýnd. Meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að skólinn hefði fengið nærri 200 milljónum króna of mikið í fjárveitingar og að Ólafur hefði ekki haft forsendur til að greiða sér arð út úr skólastarfinu. Mörg fleiri atriði í skólastarfinu voru gagnrýnd í um- fjöllun Ríkisendurskoðunar. Menntamálanefnd fundaði um starfsemi Hraðbrautar í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar og rit- aði nefndin mjög gagnrýna greinar- gerð um skólastarfið í kjölfarið sem byggði á skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. DV greindi svo frá því í desember að afar ólíklegt væri að gerður yrði annar samstarfssamningur við Ólaf þegar núverandi samningur renn- ur út næsta sumar og má því nánast fullyrða að dagar skólans séu taldir vegna hátternis skólastjórans og eig- andans. Júlí 9. júlí Catalina Ncogo dæmd fyrir vændisstarfsemi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Catalinu Mikue Ncogo í 15 mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórn- inni. Hún var hins vegar sýknuð af ákærðu fyrir mansal. Catalina var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun desember 2009 fyrir hagnýtingu vændis og fíkni- efnabrot en Hæstiréttur þyngdi þann dóm í þrjú og hálft ár. Dómurinn nú er hegningarauki við þann dóm. Ell- efu karlmenn voru ákærðir fyrir að kaupa vændisþjónustu af konunum. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að Catalina sé sakfelld fyrir að hafa haft með höndum umfangs- mikla vændisstarfsemi sem hún hafði viðurværi sitt af, tvær líkamsár- ásir og ítrekað brot gegn valdstjórn- inni. Hún eigi sér engar málsbætur og ásetningur og brotavilji henn- ar hafi verið einbeittur hvað varðar vændisstarfsemina. 12. júlí Sviplegt slys á Neskaupstað Ung kona, fædd 1989, lést er hún féll fyrir björg í svokölluðum Urðum, sem eru í fólkvangi, austan við Nes- kaupstað. Fall stúlkunnar var um 18 til 20 metrar, hún var látin þegar að var komið. Júlí Umboðsmaður skuldara í skuldafeni DV greindi frá því í lok júlí að Spari- sjóðurinn í Keflavík þyrfti að afskrifa rúmlega 500 milljóna króna hluta- bréfaskuld eignarhaldsfélags Run- ólfs Ágústssonar, fyrrverandi rektors Háskólans á Bifröst. Runólfur hafði nýlega verið skipaður í embætti um- boðsmanns skuldara. Félagið heitir Obduro ehf. og skuldaði það spari- sjóðnum tæpar 530 milljónir króna í árslok 2008. Lánið var veitt til að kaupa hlutabréf í Icebank, Spari- sjóðabanka Íslands. Runólfur taldi ekkert óeðlilegt við viðskiptin og reyndi að skýla sér á bak við það að hann hefði selt vini sínum, Steinbergi Finnbogasyni, fé- lagið í árslok 2008. Skuldirnar sem voru inni í félaginu voru hins vegar skuldir Runólfs þótt hann hafi reynt að koma sér undan þeim með því að setja félagið yfir á vin sinn. Umboðs- maður skuldara átti því útistandandi skuldir vegna hlutabréfakaupa sem voru margfalt hærri en skuldir þess Geir Haarde ákærður Þingheimur ákvað að gefa út ákæru á Geir H. Haarde og draga hann fyrir landsdóm í kjölfar bankahrunsins. Árni Mathiesen, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin G. Sigurðsson sluppu hins vegar við ákæru. MYND SIGTRYGGUR ARI Í haldi Hreiðar Már Sigurðsson er hér leiddur út úr húsakynnum sérstaks saksóknara. Hann sat í stuttu gæsluvarðhaldi á meðan á yfirheyrslum stóð. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.