Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 18
18 | Innlendur annáll 29. desember 2010 Áramótablað fólks sem hann átti að vinna fyrir sem umboðsmaður skuldara. Frétt- in vakti mikla athygli og reiði með- al fólks í samfélaginu enda ekki talið við hæfi að umboðsmaður skuldara væri með braskskuldir á herðunum. Skömmu eftir þetta hætti Runólf- ur sem umboðsmaður skuldara. Ágúst 11. ágúst Guðrún Ebba óskaði eftir áheyrn kirkjuráðs Biskupsmálið hófst árið 1996 með frétt í DV um að Sigrún Pálína Ingv- arsdóttir hefði kært Vigfús Þór Árna- son til siðanefndar fyrir að bregðast ekki við ásökunum hennar á hend- ur Ólafi Skúlasyni biskupi, sem hún sakaði um tilraun til nauðgunar. Sama ár sögðu 2.344 einstaklingar sig úr þjóðkirkjunni. Biskupsmálið var svo tekið aftur upp í fjölmiðlum árið 2010, en fyrsta fréttin birtist í DV þann 11. ágúst. Fjallaði hún um að bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur hefði legið ósvarað hjá biskupi í rúmt ár. Í því bréfi lýsti hún kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi föður síns og óskaði eftir fundi með kirkjuráði til að ræða það. Í ágúst sögðu 1.964 einstaklingar sig úr þjóðkirkjunni. 13. ágúst Kirkjan leynir bréfi biskupsdóttur DV óskaði ítrekað eftir upplýsingum um kynferðisbrotamál innan kirkj- unnar en kom alls staðar að lokuð- um dyrum. Biskupsstofa neitaði að láta af hendi afrit af bréfi Guðrún- ar Ebbu biskupsdóttur og formaður fagráðs um kynferðisbrot neitaði að upplýsa um málið. DV birti hluta af bréfi Guðrúnar Ebbu sem hún sendi blaðinu. Þar hvatti hún kirkjuráð til að taka á máli Sigrúnar Pálínu og biðja hana opinberlega afsökunar. Gunnar Rúnar Matthíasson, for- maður fagráðs gegn kynferðisbrot- um innan kirkjunnar, staðfesti að einum starfsmanni kirkjunnar hefði verið vísað úr starfi árinu áður vegna kynferðisbrota. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um það. 15. ágúst Hannes Þór Helgason myrtur á heimili sínu Gunnar Rúnar Sigurþórsson myrti Hannes Þór Helgason á heimili sínu í Hafnarfirði. Gunnar Rúnar var drif- inn áfram af þráhyggju sinni á kær- ustu Hannesar en áður hafði hann sett myndband á vef YouTube þar sem hann játaði ást sína á henni. Aðfaranótt 15. ágúst hafði Gunnar Rúnar hitt kærustuna á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Taldi Gunn- ar að ef hann myndi ráða Hannesi bana myndi kærasta hans verða sín. Gunnar Rúnar hefur verið met- inn ósakhæfur en ekki hefur verið kveðinn upp dómur í málinu. 18. ágúst Biskupsdóttir fékk áheyrn kirkjuráðs Guðrún Ebba Ólafsdóttir fékk áheyrn kirkjuráðs þann 17. ágúst. Þar sagði hún sögu sína sem Karl Sigurbjörnsson biskup sagðist ætla að geyma í hjarta sínu. Í kjölfarið upplifði hún mikinn létti og frelsi en kirkjuráð taldi að þar með væri málinu lokið. Eftir að mál Guðrún- ar Ebbu kom fram sögðu hundruð manna sig úr þjóðkirkjunni. Kirkju- ráð lagði til að stofnuð yrði sann- leiksnefnd innan kirkjunnar til að fara ofan í þessi mál og hefur kirkjan brugðist við reiði almennings með því að leggja drög að rannsóknar- og sannleiksnefnd. Kröfur eru uppi um að Karl biskup axli ábyrgð og víki. 27. ágúst Fórnarlömb biskups segja sögu sína Fórnarlömb Ólafs Skúlasonar bisk- ups stigu fram og sögðu sögu sína í opnuviðtali í DV. Það voru þær Ólöf Pitt Jónsdóttir, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir , Stefanía Þorgríms- dóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, og Særós Guðnadóttir, auk konu sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ágúst/September Átökin um auðlind sjávar Átök voru og eru undirliggjandi um núverandi kvótakerfi og hugmynd- ir ríkisstjórnarinnar um að fara svonefnda fyrningarleið og leysa kvótann til ríkisins á 20 árum. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra reyndi að ná víð- tækari sátt um málið með aðild hagsmunaaðila að starfshópi. Hóp- urinn undir formennsku Guðbjarts Hannessonar kom sér saman um að mæla með svonefndri samninga- leið, en hún á í senn að treysta þann skilning að auðlindir hafsins séu al- mannaeign en nytjarétturinn sé hjá útgerðunum. Svonefnd markaðs- leið, sem byggðist á fyrningu og inn- lausn kvótans, fékk ekki hljómgrunn innan nefndarinnar. Jón Bjarnason hefur þrátt fyrir þetta farið gegn vilja útvegsmanna oftar en einu sinni, meðal annars með því að úthluta skötuselskvóta af hálfu ríkisins. Þá neitaði hann að gefa út úthafsrækju- kvóta á þeim grundvelli að ekki hefði tekist að veiða upp í kvótann mörg undanfarin ár. Undir lok ársins var ljóst að Jón vildi ganga lengra og leigja út allt að 10 þúsund tonn af viðbótarþorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Frumvarp þar að lútandi hefur ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarinnar. September 6. september Fékk enga samúð hjá forsetanum Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segir í samtali við DV að hún hafi ekki verið í þöggunarlið- inu í biskupsmálinu og hafi aldrei verið. Hún sagði að hún tæki upp- lifun Sigrúnar Pálínu mjög nærri sér. Sigrún hafði stuttu áður sagt frá upp- lifun sinni af fundi sínum með Vig- dísi þar sem hún fékk hvorki samúð frá henni né huggun. 11. september Biskup neitar að hætta dúntöku Biskupsstofa neitaði að hætta æðar- dúntöku í hólma á Hagavatni á Snæ- fellsnesi og vísaði til ítaks í hólman- um frá 15. öld. Landeigandi Haga, sem á þann hluta vatnsins sem um- lykur hólmann, kærði sóknarprest- inn á Staðarstað til lögreglu fyr- ir ólöglega dúntöku. Lögfræðingur Biskupsstofu sagði kirkjuna vera í fullum rétti að nýta æðardúninn í hólmanum. Ágóðinn rennur í vasa sóknarprestsins. 16. september Endapunktur á myntkörfulánin Hæstiréttur kvað upp þann dóm sinn í september, sem lengi hafði verið beðið eftir, að íslensk lán sem áður voru bundin gengistryggingu skyldu afturvirkt bera óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands. Með þess- ari ákvörðun staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem féll í sumar. Með þessu fékkst vísir að niðurstöðu varðandi svokölluð myntkörfulán hjá um 40 þúsund heimilum. Fjár- mögnunarfyrirtækin hófu flest að endurreikna lánin og einfaldari út- reikningum lauk fljótlega eftir að dómurinn féll. Enn eru fjármála- stofnanir þó ekki búnar að umreikna öll lán og að öllum líkindum þarf fjölda dómsmála til að skera úr um mismunandi útfærslur gengislána og um mál þeirra sem hafa selt eða keypt eignir sem báru gengistryggð lán. Strax eftir dóminn boðaði ríkis- stjórnin lagasetningu um að öll bíla- lán og húsnæðislán með gengisvið- miðun yrðu gerð ólögmæt, óháð efni samninganna. Þau voru samþykkt rétt fyrir jól. 24. september Beitti þrjá drengi kynferðisofbeldi Helgi Hróbjartsson játaði fyrir fag- ráði þjóðkirkjunnar að hafa beitt þrjá drengi kynferðisofbeldi í for- tíðinni. Enn eitt kynferðismál tengt séra Helga er komið inn á borð þjóð- kirkjunnar. Séra Helgi starfaði lengi við trúboð í Afríku og viðmælendur DV lýstu honum flestir sem ákaflega hlýjum og nærgætnum manni. 27. september Heimilin seld á uppboði Fjölda fjölskyldna biðu þau örlög að missa húsnæði sitt á uppboði á árinu sem er að líða. Um þrettán hundr- uð fasteignir höfðu í september ver- ið seldar á nauðungaruppboðum. Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, þar sem ástandið er verst, sagði skelfi- legt að horfa upp á fólk missa hús- in sín. Svanborg Sigmarsdóttir, hjá umboðsmanni skuldara, hvatti fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síð- ar og sagði enga bið eftir viðtali hjá lögmönnum embættisins, en em- bættið óx svo að umfangi á árinu að það flutti í nýtt húsnæði áður en árið rann sitt skeið. Október 30. OKTÓBER 2010 Varð fyrir lest í Noregi Tuttugu og þriggja ára gamall Íslend- ingur lét lífið þegar hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi. Atvikið átti sér stað á Brakerøya-lestarstöðinni í bænum og virðist sem svo að maður- inn hafi dottið niður á lestarsporið. Engir farþegar voru í lestinni sem var á fullum hraða á leið til Óslóar. Tals- menn lögreglunnar á svæðinu segja að maðurinn hafi nær örugglega lát- ist samstundis. Október-Desember Heiðar Már í eldlínunni Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi samstarfsmaður Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, var mjög í umræðunni síðla árs vegna tveggja aðskildra mála. Í október greindi DV frá stöðutöku Heiðars Más gegn ís- lensku krónunni á árunum 2006 og 2007 og fundum hans með erlend- um fjárfestum þar sem hann ræddi um að taka stöðu gegn krónunni. Einnig greindi blaðið frá því að hann hefði mælt með allsherjarstöðutöku Landsbankans og annarra fyrirtækja Björgólfs Thors gegn krónunni og ís- lenskum fyrirtækjum á árinu 2007. Þar ræddi Heiðar Már ítarlega áætlun um hvernig hann vildi útfæra þessa stöðutöku þannig að Björgólfur Thor græddi á lækkun hlutabréfaverðs á Íslandi sem og á lækkun krónunnar. Umfjöllun DV var byggð á tölvupóst- um frá Heiðari Má og minnisblöðum sem hann kynnti fyrir stjórn Lands- bankans. Heiðar Már neitaði öllu saman og hótaði DV málaferlum ef umfjöllunin yrði ekki dregin til baka. Heiðar Már stefndi DV síðan í desember eftir að fjárfestahópur á hans vegum hafði hætt við kaup á tryggingafélaginu Sjóvá. DV hafði meðal annars greint frá dramatísk- um samskiptum Heiðars Más og Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabankans, þar sem rætt var um kaupin á tryggingafélaginu. Dráttur- inn á sölunni á Sjóvá var meðal ann- ars tilkominn vegna þess að bankinn hafði um allnokkurt skeið rannsak- að viðskipti Heiðars Más með af- landskrónur en þau eru mögulega talin stangast á við gjaldeyrishafta- lög Seðlabanka Íslands. Niðurstaðan úr rannsókn bankans á viðskiptum Heiðars Más liggur ekki fyrir. Nóvember 4. nóvember 2010 Grunuð um stórfelld fjársvik Helga Ingvarsdóttir var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum grunuð um stór- fellda fjárkúgun. Lögreglan í Harrison í New York- ríki telur að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu Rog- er C. Davidson, þekktum píanóleik- ara og tónskáldi, hafi verið allt að 20 milljónir bandaríkjadala. David- son leitaði til þeirra þeirra með vír- ussýkta tölvu í ágúst 2004 og hafði áhyggjur af því að tónverk hans, myndir og önnur verðmæti á harða disk tölvunnar myndu glatast, en Helga og Bedi áttu fyriræki sem bauð upp á tölvuviðgerðarþjónustu. Helga Ingvarsdóttir hefur verið látin laus gegn tryggingu, með því skilyrði að hún fari ekki út úr New York-ríki. Réttað verður í málinu á nýju ári. 14. nóvember 2010 Veitti föður sínum lífshættulega áverka Þorvarður Davíð Ólafsson réðst með fólskulegum hætti á föður sinn, tón- listarmanninn Ólaf Þórðarson, á æskuheimili sínu við Urðarstíg. Ólaf- ur hlaut lífshættulega áverka og ligg- ur enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsi eftir árásina. Það var eiginkona Ólafs sem kom að honum stórslösuðum en þá þegar höfðu nágrannar hringt á lögreglu vegna gruns um að ekki væri allt með felldu á heimilinu. Mál- ið mun hafa snúist um að Þorvarður taldi sig eiga inni ógreiddan móður- arf eftir móður sína sem lést fyrir 16 árum. Þorvarður var undir áhrifum eiturlyfja þegar árásin átti sér stað. Hann var handtekinn á heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur skömmu eftir árásina og játaði verknaðinn. Þorvarður Davíð mun þurfa að sæta geðrannsókn en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. 25. nóvember Ásaka Gunnar um kynferðislegt ofbeldi Þrjár konur sendu stjórn Krossins bréf þar sem þær ásökuðu Gunn- ar Þorsteinsson um kynferðislegt ofbeldi. Það voru tvær fyrrverandi mágkonur Gunnars, þær Sólveig og Sigríður Guðnadætur, ásamt Brynju Dröfn Ísfjörð Ingadóttur. Í viðtali við DV segist Gunnar vera bugaður maður en hann muni hreinsa mann- orð sitt. Nokkrum dögum síðar steig Gunnar til hliðar sem forstöðumað- ur Krossins. 29. nóvember Eins og George Clooney Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars í Krossinum, lýsti því yfir í viðtali við DV að hún tryði á sakleysi eiginmanns síns. Jónína lét þessi orð meðal annars falla: „Hann er svo myndarlegur þessi maður. Það er hans stærsta vandamál hvað hann er myndarlegur. Hann er eins og George Clooney.“ Desember 24. desember 2010 Skotárás í Bústaðahverfi Skotið var úr haglabyssu á útidyra- hurð einbýlishúss í Bústaðahverfinu á aðfangadag jóla. Einnig var ráðist á lögreglumann og hann laminn í and- litið. Íbúar hússins voru heima þegar árásin átti sér stað, þar á meðal eitt ungabarn. Talið er að árásin tengist handrukkun vegna fíkniefnaskuldar. Óttaslegin Dorrit Moussaieff forsetafrú og Karl Sigurbjörnsson biskup fylgjast einbeitt með fjölmennum mótmælum við setningu Alþingis nú í haust. MYND SIGTRYGGUR ARI Bankamenn yfirheyrðir Sérstakur saksóknari yfirheyrði fjölda fólks á árinu og þurftu sumir að sæta gæsluvarðhaldi. Sigurður Einarsson kom til landsins eftir að alþjóðleg handtökuskipun hafði verið afturkölluð. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.