Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 20
20 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað
Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis
Magnús þakkar fyrir sig
„Takk Meira en nog :-).“
n Svar Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg,
í júlí 2008 þar sem hann svaraði tölvupósti Sigurðar Einarssonar,
stjórnarformanns Kaupþings, um bónusgreiðslur fyrir árið 2007.
Sigurður stakk upp á því að Magnús fengi eina milljón evra, um 120
milljónir króna, í bónus vegna rekstrarársins 2007. Magnús var sáttur við
það. Niðurstaðan sem rannsóknarnefnd Alþingis kemst að er sú að
slíkar bónusgreiðslur til starfsmanna íslensku bankanna hafi oft og
tíðum verið byggðar á huglægu mati en ekki raunverulegum rekstrar-
árangri íslensku bankanna fyrir hrun. Tölvupóstsamskiptin á milli
Sigurðar og Magnúsar eru notaðuð til að styðja þessa fullyrðingu
Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis
Styrmir fékk
upp í kok
„Ég er búinn að fylgjast
með þessu í 50 ár. Þetta er
ógeðslegt þjóðfélag,
þetta er allt ógeðslegt.
Það eru engin prinsipp,
það eru engar hugsjónir,
það er ekki neitt. Það er
bara tækifærismennska,
valdabarátta.“
n Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis þar sem hann tjáir sig um sýn sína á
íslenskt samfélag.
Apríl 2010 - Stefna slitastjórnar Glitnis
gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og
viðskiptafélögum hans
Erfiður eigandi
„Mér finnst hinn góði
eigandi okkar aðeins setja
þig í erfiða stöðu með
þessum mail. Goldsmith
er t.d. virði 1,5 en ekki 4,0
o.s.frv. En ég geri allt sem
þú segir mér að gera.“
n Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, í
tölvupósti til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis, í maí 2008 þar sem
hann tjáði sig um viðskipti Jóns Ásgeirs, Pálma Haraldssonar og Glitnis
með hlutabréf í bresku skartgripakeðjunni Aurum. Orð Einars staðfesta
nánast þann grun slitastjórnar Glitnis að viðskiptin með Aurum-bréfin
hafi ekki farið fram á eðlilegum og markaðslegum forsendum fyrir Glitni
og að greitt hafi verið yfirverð fyrir bréfin.
Maí 2010 - DV
Ekki hræðilegt að eiga strák
„Ég var mjög lengi að jafna mig á því að eiga
strák. Mér finnst það ennþá mjög merkilegt.
Hann er ósköp indæll og dásamlegur og ég er
ofsalega ánægð með hann, en það er samt
skrítið að eiga strák. Fyrst og fremst hef ég
lært að það er ekkert hræðilegt við það að
eiga strák eins og ég hélt fyrst.“
n Sóley Tómasdóttir, femínisti og oddviti Vinstri grænna í borgar-
stjórn, tjáði sig um fæðingu sonar síns í viðtali við DV. Ummælin vöktu
mikla athygli þar sem einhverjir túlkuðu þau á þann veg að Sóley væri
haldin karlfyrirlitningu. Hugsanlegt er að þessi ummæli hafi haft slæm
áhrif á fylgi Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum fyrr á árinu.
Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis
Úttroðinn Sigurjón
„Sigurjón var þarna, það
voru snúðar á borðunum,
skornir í tvennt, stórir
snúðar. Sigurjón er nú
munnstór maður og mikill
og þegar þeir voru farnir út
og hann var einn eftir þá
tók hann svona hálfan
snúð, tróð honum upp í
andlitið á sér og skaut
undan snúðnum þessari
setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki
trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri
og kippti honum út.“
n Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um fund sem ráðherrar í
ríkisstjórninni héldu með stjórnendum Landsbankans í aðdraganda
bankahrunsins haustið 2008. Landsbankinn vildi eignast Glitni fyrir lítið
og var það eitt af málum fundarins. Sigurjón Árnason talaði af sér á
fundinum og gaf upp að staða Landsbankans væri ekki eins góð og látið
hefði verið í veðri vaka. Björgólfur Thor Björgólfsson stöðvaði Sigurjón
svo áður en hann sagði of mikið og dró hann út úr fundarherberginu.
Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis
Björgólfur verstur
„Og verstur var Björgólfur
[Thor Björgólfsson] [...] og
hann var að ljúga að
hinum líka og þeir komu
svo bara um kvöldið og
sögðu: „Það er ekkert að
marka það sem þessi
maður segir“.“
n Árni Mathiesen, þáverandi fjármála-
ráðherra, greindi frá því í skýrslunni að
upplýsingarnar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og aðrir stjórnendur
Landsbankans gáfu um stöðu bankans í aðdraganda efnahagshrunsins
2008 hefðu ekki verið mjög traustar. Markmið Björgólfs Thor með því
að fegra stöðu bankans virðist hafa verið að Landsbankinn bjargaði sér
fyrir horn með því að sameinast Glitni eða Kaupþingi.
Mars 2010 - Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar
Að smala köttum
„Hoppandi meirihlutar á
Alþingi duga skammt við
aðstæður eins og okkar
þjóð gengur í gegnum og
of mikil orka og tími fer að
smala þeim saman og ná
málum í gegn. Ein flokks-
systir okkar orðaði þetta
ágætlega þegar hún sagði
að þetta væri eins og að
smala köttum.“
n Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi nokkra af
þingmönnum Vinstri grænna sem settu sig ítrekað upp á móti
ákvörðunum ríkisstjórnarinnar á árinu. Þeirra á meðal voru Ögmundur
Jónasson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur
Einar Daðason. Vegna eftirfarandi ummæla Jóhönnu hlutu þessir
þingmenn nafnbótina villikettir.
Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis
Davíð vildi Blómaval
„Það er að ég komist í
stjórn Blómavals.“
n Davíð Oddsson seðlabankastjóri var
ekki mjög upprifinn af hugmyndum
Landsbankamanna um sameiningu við
Glitni í aðdraganda hrunsins haustið
2008. Seðlabankastjóranum þóttu
hugmyndirnar arfavitlausar og sagði hann
í hæðni við Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóra Landsbankans, að hann
myndi samþykkja sameininguna með því
skilyrði að hann fengi að setjast í stjórn
Blómavals.
Apríl 2010 - Rannsóknarskýrsla Alþingis
Tryggva ólíft á Íslandi
„Þarna situr forsætisráð-
herra frammi og skelfur
eins og lauf í vindi og
getur ekki tekið ákvörðun.
Hann hlustar á þig og þú
ert að grafa undan þessu.
Ef þetta gengur ekki fram
mun ég persónulega sjá til
þess að þér verði ólíft á
Íslandi það sem eftir er.“
n Tryggvi Þór Herbertsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, lenti í orðaskaki við
Davíð Oddsson seðlabankastjóra í aðdraganda hrunsins. Davíð taldi
Tryggva Þór tala máli Glitnismanna, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
félaga, í viðræðunum við ríkið um lausn á vandamálum Glitnis. Tryggvi
vitnaði í orð Davíðs í skýrslunni sem virðast hafa falið í sér hótun í garð
Tryggva.
Ágúst 2010 - DV
Ábyrgð fórnarlamba nauðgana
„Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli
áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema
viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda
í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað
það er algengt að fólk bendi alltaf á ein-
hverja aðra og reyni að koma ábyrgðinni yfir
á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin
barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“
n Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við DV um nauðganir á skemmti-
stöðum. Fjórtán konum var nauðgað inni á skemmtistöðum í Reykjavík
á síðasta ári, og þar af fjórum á sama skemmtistaðnum, Apótekinu. Af
þessu tilefni ræddi DV við Björgvin. Hann benti á að fórnarlömb
nauðgana bæru ábyrgð á sjálfum sér og að lögreglan væri enginn
„frelsandi engill“.
Mars 2010 - DV
Pálmi gráðugur
„Horft til baka, já, þá var ég drifinn áfram af
græðgi.“
n Pálmi Haraldsson fjárfestir viðurkenndi í viðtali við DV á árinu að
hann hefði stundað siðferðilega vafasöm viðskipti. Meðal þess sem
Pálmi viðurkenndi var að fyrirtæki og félög sem gengu kaupum og
sölum manna á milli hefðu verið verðmetin allt of hátt. Hann sagði
einnig að viðskiptin með flugfélagið Sterling, sem hann keypti og seldi á
sínum tíma, stæðust ekki neina skoðun.
FLEYGUSTU UMMÆLIN 2010
n Mörg af fleygustu ummælum ársins 2010 koma úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
n Skýrslan kom út í apríl og hafði landinn beðið hennar nokkuð lengi n Önnur fleyg ummæli ársins
tengjast einnig mörg hver uppgjörinu við íslenska efnahagshrunið með einum eða öðrum hætti