Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 22
22 | Erlendur annáll 29. desember 2010 Áramótablað
Raunir námumanna og leyniskjalaleki
n Árið einkenndist af náttúruhamförum og einu stærstaumhverfis-
slysi sögunnar n Wikileaks sá um að fylla fréttasíðurnar n Námuverka-
menn frá Síle stálu senunni n Silvio Berlusconi sá um skemmtiatriðin
Janúar
4. janúar
Hæsta mannvirki
sögunnar vígt
Í borginni Dúbaí í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum var tekin í
notkun hæsta bygging mannkyns-
sögunnar. Byggingin ber heitið
Burj Khalifa, sem þýðir einfald-
lega „Kalífa-turninn.“ Turninn er
828 metrar á hæð og er því tæpum
200 metrum hærri en sú bygging
sem kemur næst á listanum. Það
er sjónvarpsmastrið KVLY sem
er að finna í Norður-Dakóta ríki
í Bandaríkjunum og er það 629
metrar að hæð. Kalífa-turninn
kostaði um einn og hálfan millj-
arð bandaríkjadala og tóku fram-
kvæmdirnar sex ár. Arkitektinn
var Bandaríkjamaðurinn Adrian
Smith.
12. janúar
Hörmungar á Haítí
Jarðskjálfti sem mældist 7,0 á Richt-
er-kvarða reið yfir Haítí, en upptök
hans voru í bænum Léogane, um
25 kílómetra frá höfuðborginni
Port-au-Prince. Jarðskjálftinn hafði
skelfilegar afleiðingar í för með sér
en alls lágu um 230 þúsund manns
í valnum af hans sökum. Talið er
að allt að milljón Haítar hafi misst
heimili sín og í kjölfarið hefur mik-
ill fjöldi fólks þurft að hafast við
í tjaldbúðum. Enn sér ekki fyrir
endann á hörmungunum á Haítí
en í tjaldbúðunum geisar alvarleg-
ur kólerufaraldur og auk þess eru
glæpir algengir, sér í lagi nauðgan-
ir og misþyrmingar á konum og
börnum.
Febrúar
27. febrúar
Einn stærsti jarðskjálfti
sögunnar
Þriðji stærsti jarðskjálfti sem
mælst hefur frá upphafi skók Síle,
en upptök hans voru í Maule-
héraðinu, um 100 kílómetra frá
Concepcion, næststærstu borg-
inni í Síle. Skjálftinn mældist 8,8
á Richter-kvarða og stóð hann yfir
í 90 sekúndur. Hann fannst vel í
höfuðborginni Santíagó, en hann
fannst einnig í fjölmörgum borg-
um Argentínu, meðal annars í Bú-
enos Aíres. Alls létust tæplega 500
manns vegna skjálftans og ljóst
er að mun verr hefði getað farið.
Eignatjón var þó umtalsvert, en
um 370 þúsund byggingar eyði-
lögðust.
Mars
26. mars
Suðurkóresku herskipi sökkt
með tundurskeyti
Suðurkóreska herskipinu Cheon-
an var sökkt við vesturströnd Kór-
euskagans í Gulahafi. Alls féllu
46 sjóliðar en 110 manns voru
í áhöfninni. Í kjölfarið var gerð
alþjóðleg rannsókn á tildrögum
atburðarins og voru niðurstöður
hennar kynntar þann 20. maí. Var
talið næsta víst að norðurkóreskt
tundurskeyti hefði verið að verki,
sem hefði sennilega verið skotið
úr kafbáti. Norðurkóresk yfirvöld
þvertóku fyrir að hafa átt hlut að
máli. Á myndinni má sjá syrgjandi
ættingja þeirra sem fórust með
skipinu.
Apríl
10. apríl
Flugvél Lechs Kazcynskis,
forseta Póllands, hrapar.
Enginn komst af.
Pólska forsetaflugvélin hrap-
aði um 20 kílómetrum fyrir utan
Smolensk í Rússlandi. Í flugvélinni
var forseti Póllands, Lech Kaz-
cynski, ásamt 12 þingmönnum, yf-
irmanni herforingjaráðs Póllands
og fjölda annarra háttsettra stjórn-
málamanna og embættismanna.
Alls voru 96 manns um borð en
enginn komst af. Kaldhæðnis-
legt var að flugvélin var á leið til
minningarathafnar í Smolensk,
þar sem minnast átti fórnarlamba
úr fjöldamorðunum í Katyn-skógi.
Í ár voru 70 ár liðin síðan sovéski
herinn flutti pólska herfanga í
miðjan skóginn þar sem grafnar
höfðu verið fjöldagrafir, sem voru
fylltar jafnóðum. Alls voru yfir 22
þúsund manns teknir af lífi en
með í forsetaflugvélinni voru ætt-
ingjar fórnarlambanna.
20. apríl
Sprenging í olíuborpalli,
eitt stærsta umhverfisslys
sögunnar
Sprenging varð í borpalli olíuris-
ans British Petrolium í Mexíkó-
flóa undan strönd Louisiana-ríkis
í Bandaríkjunum. Á borpallinum,
sem bar nafnið Deepwater Horiz-
on, var einn öflugasti djúpsjávar-
bor í heimi. Vegna mikils þrýst-
ings vegna uppsafnaðrar leðju
varð gífurleg sprenging á pallinum
þann 20. apríl. Þar létust 11 en 125
komust undan í björgunarbátum.
Sprengingin var svo öflug að hana
var hægt að sjá í meira en 50 kíló-
metra fjarlægð. Tveimur dögum
síðar sökk borpallurinn og um leið
kom rof í olíuleiðslur sem leiddi
til eins mesta olíuleka sem sést
hefur. Neyðarástand myndaðist á
Mexíkóflóa þar sem fólk sem hafði
viðurværi sitt af sjávarútvegi eða
ferðamannaiðnaði var skyndilega
svipt starfi sínu. Þá varð ómetan-
legur skaði á dýralífi og gróðri.
Barack Obama setti málið í for-
gang og hét því að aðstoða það
fólk sem hlyti skaða af olíulekan-
um. Hann hét því einnig að British
Petrolium yrði dregið til ábyrgðar.
Ekki tókst að hemja lekann fyrr en
fimm mánuðum síðar, þann 19.
september, en þá höfðu lekið allt
að milljón tonn af olíu í Mexíkó-
flóa.
Maí
2. maí
Grikkir fá neyðarlán
Lengi hafði verið vitað að þjóðar-
skuldir Grikkja væru langt umfram
landsframleiðslu þeirra. Í efna-
hagshruninu árið 2008 keyptu
Grikkir, líkt og Írar, sér tíma með
því að gefa út ótakmarkað magn
af ríkisskuldabréfum sem lánar-
drottnar gátu tekið upp í skuldir til
að innheimta síðar. Í apríl var svo
komið að skuldabaginn var orðinn
of þungur fyrir Grikki til að bera
er vextir á ríkisskuldabréfum náðu
nýjum hæðum. Að lokum fór svo
að Evrópusambandið og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn þurftu að rétta
Grikkjum hjálparhönd með neyð-
arláni sem hljóðaði upp á samtals
110 milljarða evra. Mikil mótmæli
brutust út í kjölfarið en Grikkir eru
ekki allir sáttir við veru AGS í landi
sínu. Í kjölfarið hefur ríkisstjórn
Grikklands kynnt gífurlegan nið-
urskurð í almannaþjónustu, hærri
skatta og hærri eftirlaunaaldur. Þá
ríkir einnig mikið atvinnuleysi í
Grikklandi.
6. maí
Ný ríkisstjórn í Bretlandi
Bretar gengu til kosninga eftir að
Gordon Brown forsætisráðherra
hafði gengið á fund Elísabetar
II og beðið hana um leysa upp
þingið í apríl. Íhaldsmenn fengu
flest atkvæði í kosningunum en
vantaði þó 20 þingsæti til að hljóta
hreinan meirihluta. Þeir hófu hins
vegar strax samningaviðræður við
frjálslynda demókrata, en það telst
til tíðinda þegar samsteypuríkis-
stjórnir eru myndaðar í Bretlandi.
Brown sagði af sér sem forsætis-
ráðherra þann 13. maí og þar með
lauk 13 ára vist Verkamannaflokks-
ins í ríkisstjórn. David Cameron,
leiðtogi Íhaldsflokksins, varð for-
sætisráðherra og Nick Clegg, leið-
togi frjálslyndra demókrata, varð
varaforsætisráðherra.
20. maí
15 milljarða listaverkastuldur í
París, skorið úr römmum
Brotist var inn í nýlistasafnið í Par-
ís, Musée d‘Art Moderne, og tekin
fimm meistaraverk eftir þá Pablo
Picasso, Henri Matisse, Georges
Braques, Fernand Léger og Amed-
eo Modigliani. Heildarvirði mál-
verkanna er að minnsta kosti rúm-
lega 100 milljónir evra, eða um 15
milljarðar íslenskra króna. Örygg-
ismyndavélar sýndu grímuklædd-
an mann koma inn um glugga,
en hann hafði einfaldlega brotið
rúðuna. Hann hófst síðan handa
við að skera meistaraverkin úr
römmunum með dúkahníf. Ekki er
vitað hvers vegna þjófavarnarkerfi
safnsins fór ekki af stað. Pierre
Cornette de Saint-Cyr, yfirmað-
ur safnsins, sagði að vegna þess
hve verkin væru þekkt, væru þau
óseljanleg. „Þannig að þið þjófaar,
herrar mínir, þið eruð vanvitar.
Skilið þið nú verkunum.“ Vanvit-
arnir hafa ekki fundist.
Júní
11. júní
Heimsmeistarakeppnin
í knattspyrnu hefst í
Suður-Afríku
Lið frá 32 löndum kepptu um
heimsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu. Mótið er jafnan talið til
stærstu íþróttaviðburða í heimi
en að meðaltali horfðu um 400
milljónir manna á hvern leik, þar
af yfir 700 milljónir á úrslitaleik-
inn. Fór svo að Spánverjar fóru
með sigur af hólmi, eftir að hafa
borið sigurorð af Hollendingum í
framlengingu með marki Andrés
Iniesta. Keppnin þótti takast vel
og fengu Suður-Afríkumenn 9 af
10 mögulegum í einkunn frá FIFA,
alþjóðaknattspyrnusamband-
inu, fyrir framkvæmd keppninnar.
Fjárhagslega stóð keppnin þó ekki
undir væntingum fyrir Suður-Afr-
íku, en landið hafði eytt miklum
fjármunum í endurbætur á leik-
vöngum. Bjuggust suðurafrísk
yfirvöld við allt að hálfri milljón
ferðamanna vegna keppninnar en
þangað komu hins vegar aðeins
300 þúsund.
Júlí
25. júlí
Wikileaks birtir gögn frá
Afganistan
Uppljóstrunarsíðan Wikileaks
var áberandi í erlendum fréttum
á árinu. Í apríl birti síðan mynd-
skeið af tveimur þyrluárásum sem
vöktu heimsathygli en þau voru að
stórum hluta unnin á Íslandi og
frumsýnd í fréttatíma RÚV. Í júlí
hóf Wikileaks að birta um 90 þús-
und skjöl um stríðið í Afganistan,
svokallaðar stríðsdagbækur (war-
logs). Julian Assange, stofnandi
og hugmyndafræðingur Wikile-
aks, öðlaðist heimsfrægð í kjöl-
farið en þau stjórnvöld sem áttu
hlut að máli í skjölunum reyndu
að verjast fréttum af misferli sem
mest þau máttu. Í skjölunum kom
meðal annars fram að tala fallinna
óbreyttra borgara væri miklu hærri
en bandarísk stjórnvöld hafa hald-
ið fram opinberlega.
29. júlí- 2. september
Hitabylgja og skógareldar í
Rússlandi
Gífurleg hitabylgja var í Austur-
Evrópu og Rússlandi í ágústmán-
uði. Í Rússlandi var hvert hitamet-
ið á fætur öðru slegið og meira að
segja fengu íbúar í Síberíu að upp-
lifa hitabeltisloftslag. Hitabylgjan
var valdur að miklum þurrkum
sem lögðu grunninn að skógareld-
um sem geisuðu allan ágústmán-
uð með skelfilegum afleiðingum.
Dimitrí Medédev, forseti Rúss-
lands, lýsti yfir neyðarástandi í
landinu þar sem enginn var óhult-
ur fyrir reykmettuðu andrúms-
loftinu. Í stórborgum urðu líkhús
yfirfull en heimilislaust fólk varð
sérstaklega illa úti. Alls létust um
15 þúsund manns úr reykeitrun,
en þeir sem áttu í öndunarerfið-
leikum fyrir voru vitanlega í meiri
hættu en aðrir. Á tímabili sást ekki
milli húsa í Moskvu þar sem reyk-
urinn fyllti hvern krók og kima.
September
19. september
Kosningar í Svíþjóð
Þingkosningar voru haldnar í
Svíþjóð og hélt samsteypustjórn
Fredriks Reinfeldts velli. Sósíal-
demókratar töpuðu 18 þingsætum
en hlutu samt flest þingsæti, eða
112. Hófsami samstöðuflokkurinn,
flokkur Reinfeldts, fékk 107 sæti en
Flugslys Forseti Póllands
fórst í hörmulegu flugslysi.