Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 23
Erlendur annáll | 23Áramótablað 29. desember 2010 Raunir námumanna og leyniskjalaleki kosningabandalag þeirra, Miðju- flokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins hlaut alls 49 prósent atkvæða og hélt velli. Ástæðan er að stórum hluta það tómarúm sem kosningasigur Sví- þjóðardemókratanna skóp, en þeir hlutu sex prósent atkvæða. Enginn annar flokkur vill þó starfa með Sví- þjóðardemókrötunum, en þeir eru öfgahægriflokkur sem hefur verið vændur um kynþáttahatur. 29. september Þjóðverjar ljúka við greiðslu stríðsskaðabóta Mikil tímamót urðu í Þýskalandi þegar Þjóðverjum tókst loksins að ljúka greiðslum á stríðsskaðabót- um frá fyrri heimsstyrjöldinni. Í Versalasamningunum, sem voru undirritaðir árið 1919, samþykktu Þjóðverjar að taka á sig alla ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni og einnig að greiða gríðarlegar stríðsskaða- bætur, sem myndu reiknast á 385 milljónir bandaríkjadala á núvirði. Stríðsskaðabæturnar voru þýskum almenningi mikill þyrnir í aug- um, enda var honum óskiljanlegt hvernig hægt hafi verið að líta svo á að Þjóðverjar hafi tapað stríðinu. Á meðan stríðið stóð yfir, frá 1914 til 1918, steig aldrei einn einasti óvina- hermaður á þýska jörð. Október 13. október Námuverkamönnum bjargað í Síle Þann 5. ágúst féllu San José-námu- göngin í Atacama-eyðimörkinni í Síle saman og lokuðust 33 námu- verkamenn af á 700 metra dýpi. Í fyrstu voru þeir taldir af en 22. ágúst tókst að ná sambandi við þá. Var hafist handa við að finna lausn á því hvernig bjarga mætti námumönn- unum og var byrjað að grafa göng til þeirra skömmu síðar. Þann 9. október hafði tekist að grafa göngin en björgunaraðgerðir hófust fjórum dögum síðar. Var þá hylki sem borið gat einn mann í einu látið síga niður og námumennirnir síðan hífðir upp, hver á fætur öðrum. Námuverka- mennirnir frá Síle vöktu heimsat- hygli og keppast nú bókaútgefendur og kvikmyndafyrirtæki um að fá rétt- inn að sögu þeirra. Þeir þurftu sam- tals að dvelja 69 daga í námunni. 25.-26. október Náttúruhamfarir í Indónesíu Indónesar hafa þurft að þola ým- islegt á undanförnum árum. Urðu þeir til að mynda illa úti í jólaflóð- bylgjunni árið 2004, en þá létust allt að 170 þúsund manns í Indónesíu einni. Í lok október skall önnur flóð- bylgja á Indónesíu þótt hún hafði ekki verið nærri því jafnkraftmikil og sú sem lagði landið í rúst árið 2004. Flóðbylgjan skall á Vestur-Súmötru og skildi eftir sig 435 fórnarlömb, auk þess sem fjöldi húsa eyðilagðist. Degi síðar hófst eldgos í Merapi- fjalli á eyjunni Jövu. Þurftu um 350 þúsund manns að flýja heimili sín vegna gossins og 350 létust í hama- ganginum. Þúsundir þurfa nú að hafast við í tjaldbúðum vegna ham- faranna. Nóvember 13. nóvember Suu Kyi laus úr stofufangelsi Baráttukonan og nóbelsverðlauna- hafinn Aun San Suu Kyi var sleppt úr stofufangelsi sínu í Rangoon í Búrma. Þar hafði hún þurft að dúsa síðan 1989 með hléi frá 1995 til 2000. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðstöðvum stjórnmálaflokks hennar, Þjóðardeildar um lýðræði. Í ræðu sagði Suu Kyi meðal annars að að grunnurinn að lýðræði væri tjáningarfrelsi og lagði áherslu á að umbótum yrði komið á í Búrma „á réttan hátt.“ Suu Kyi var látin laus aðeins sex dögum eftir kosning- ar þar í landi, en flokki hennar var meinuð þátttaka í þeim. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eru meðal þjóðar- leiðtoga sem fögnuðu frelsi Suu Kyi. 23. nóvember Norður-Kórea gerir árás Mikil spenna hefur ríkt á Kóreu- skaganum á árinu og náði hún há- marki eftir stórskotaliðsárás Norð- ur-Kóreumanna á suðurkóresku eyjuna Yeonpyeong. Þar fór fram heræfing suðurkóreska hersins og féllu tveir hermenn í árásinni auk tveggja óbreyttra borgara. Stríðs- æsingarmenn fóru mikinn í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kröfð- ust aðgerða. Yfirvöld í Norður-Kór- eu sögðust hafa litið á heræfinguna sem ögrun og hefðu aðeins verið að svara fyrir sig. „Byltingarher Al- þýðulýðveldisins brást við ögrunum strengjabrúðustjórnarinnar í suðri með snöggri og kraftmikilli árás. Við munum ekki hleypa þeim einn þús- undasta úr millimetra inn fyrir land- helgi okkar,“ sagði í yfirlýsingu. 28. nóvember Wikileaks birtir skjöl frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Wikileaks stóð við gefin loforð og hóf að birta fyrstu skjölin af um 250 þúsund sem því hafði áskotnast frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Það var óbreyttur hermaður sem var staðsettur í Írak, Bradley Manning, sem var ábyrgur fyrir lekanum, bæði þessum og hinum fyrri í júlí. Enn er verið að birta skjölin sem hafa tvímælalaust verið helsta fréttaefni ársins. Julian Assange hefur verið hundeltur í kjölfarið og hafa margir bandarískir stjórnmálamenn kraf- Náumenn Heimsbyggðin horfði á námumennina koma upp á yfirborðið. Merkel Angela Merkel stóð í ströngu. Wikileaks Juliane Assange var mikið í fréttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.