Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 26
26 | Skrýtið 29. desember 2010 Áramótablað Skrýtnustu dýr ársins n National Geographic birti lista yfir furðulegustu dýr ársins n Allt dýrategundir sem fundist hafa á árinu n Leðurblaka sem lítur út eins og Yoda n Hr. Burns í froskslíki n Fiskur með hendur Hann er uppnefndur „köngulóar- maðurinn“ af vinum og samstarfs- fólki. Köngulær eru hans líf og yndi en hann starfar við rannsóknir á þeim við háskóla í karabíska ey- ríkinu Púertó Ríkó. Hann ferðast reglulega til Papúa Nýju-Gíneu, frumskógareyjunnar norðan við Ástralíu í Kyrrahafinu. Þar stund- ar hann rannsóknir á áður óþekkt- um köngulóategundum, sem eru meðal hundraða nýrra dýrateg- unda sem uppgötvast hafa á liðn- um árum í afskekktum fjallasvæð- um Papúa Nýju-Gíneu. Rétt nafn þessa köngulóarmanns er ekki Peter Parker heldur Ingi Agn- arsson og er hann Íslendingur. „Flest- um köngulónum söfnum við á nótt- inni þegar við göngum um skóginn með ljós á hausnum. En á daginn slæ ég í runnana og næ þeim sem detta úr þeim,“ sagði Ingi í viðtali við sjón- varpsstöðina Discovery fyrr í ár þegar fjallað var um nýju dýrategundirnar og fólkið sem rannsakar þær. 200 nýjar tegundir á Papúa Nýju-Gíneu En vísindamenn hafa ekki einungis uppgötvað köngulær á þessari stóru og dularfullu eyju. Í hópi hinna áður óþekktu dýrategunda sem fundust eru trjáfroskar með króklaga nef, 16 áður óþekktar tegundir froska, þrjár nýjar tegundir fiska, dvergpokadýr og trjákengúrur, ný trjámús, tegund- ir skrautlegra páfagauka og risarott- ur. Um 200 nýjar dýrategundir hafa uppgötvast á síðustu tveimur árum á Papúa Nýju-Gíneu, flestar í tveimur könnunarleiðöngrum á síðasta ári. Minnir á Yoda Frægust þessara nýju dýrategunda frá eyjunni er líklega leðurblakan snotra sem sést hér á stóru myndinni á síð- unni. Hún sló í gegn á meðal netverja og var uppnefnd Yoda-leðurblakan því hún þykir minna á hinn smávaxna og græna Yoda, læriföður Loga geim- gengils í Star Wars-myndunum. Skrýtnustu dýr ársins Nýverið birti vísinda- og náttúru- tímaritið National Geo graphic lista yfir skrýtnustu dýrategund- irnar sem uppgötvaðar voru á árinu. Yoda-leðurblakan er ein þeirra. Skrýtnustu dýr ársins eru hvert öðru skrýtnari en þau eru af ýmsum ólíkum tegundum og frá ólíkum stöðum í heiminum, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Tekið skal fram að sagt er að dýrategundir séu uppgötvaðar þegar þeim hefur verið lýst og þær skrásettar af vísindamönnum. Það má auðvitað vera að menn hafi komið auga á þessi dýr áður, ein- hvern tímann í fyrndinni. Helgi Hrafn Guðmundsson blaðamaður skrifar helgihrafn@dv.is „Rétt nafn þessa köngulóarmanns er ekki Peter Parker heldur Ingi Agnarsson og er hann Íslendingur. Langur og mjór Vísindamenn sáu þennan snigil fyrst í ár við rannsóknir í fjalllendi innan landamæra Malasíu á eyjunni Borneó. Snigillinn kastar stjörnulaga pílum í elskhuga sinn til að makast og hefur því verið kallaður Ninja-snigill. MYND: Peter KooMeN Yoda-leðurblaka Þessi furðulega og nýuppgötvaða leðurblaka frá Papúa Nýju-Gíneu hefur enn ekki fengið formlegt fræðiheiti. Netverjar voru hins vegar fljótir að nefna hana í höfuðið á Yoda, geimverunni aldurhnignu úr Stjörnustríðsmyndunum, enda er mikill svipur með þeim. MYND: Poitr NASKrecKi Notar ugganna til að ganga um botninn Þessi bleiki fiskur tilheyrir einni níu tegunda handafiska sem skrásettir voru í maí. Handafiskurinn hefur aðeins fundist við áströlsku eyjuna Tasmaníu. MYND: KAreN GowLett-HoLMeS Mr. Burns? Vísindamenn römbuðu fram á þrjár áður óþekktar froskateg- undir í leiðangri í Kólumbíu í september. Þessi mjóleiti froskur hefur fengið vinnuheitið Simpson-froskurinn því leiðangursstjóranum Robin Moore fannst hann minna sig á herra Burns í þáttunum um Simpson-fjölskylduna. MYND: roBiN Moore trjábítur? Þessi steinbítstegund fannst í Santa Ana-fljóti í Amasón- frumskógum Perú fyrir nokkrum árum. Það var þó ekki fyrr en í ár sem menn uppgötvuðu að hún nærist á viði. MYND: MicHAeL GouLDiNG t. rex-blóðsuga Þessi blóðsuga uppgötvaðist í Amasónfrumskógum Perú í apríl og hefur fengið nafnið Tyrannobdella Rex – konungur blóðsug- anna. Hún getur orðið allt að sjö sentimetra löng og skartar stórum tönnum. MYND: PLoS oNe
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.