Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 28
28 | Erlendur annáll 29. desember 2010 Áramótablað
Óblíð náttúra Fyndnar myndir Dýrin í fréttum Magnaðar myndir Átök og mótmæli Fólkið á árinu
Bestu ljósmyndir ársins 2010
Hvirfilbylurinn Megi Þakplötur fljúga á Filippseyjum þegar hvirfilbylurinn
Megi skall á eyjunum í október.
Merapi eldfjallið í allri sinni dýrð Merapi eldfjallið á Indónesíu gýs hér
eldi og ösku upp í stjörnubjartan himininn. Fjallið tók að gjósa í lok október.
Eftirsótt sæti á bekknum Erfitt reyndist fyrir ferðamenn að komast til
hinnar fornu borgar Machu Picchu í Perú vegna gífurlegra flóða í janúar. Flóðin
rufu vegi og lestarteina, en á þessari mynd má sjá hvar flóðið hefur hrifsað með
sér hluta útsýnispalls.
Ótrúleg björgun Þau voru einstaklega óblíð náttúruöflin á Haítí í janúar,
þegar jarðskjálfti skildi eftir sig 230 þúsund látna. Þessu barni tókst þó að
bjarga en hér eru rússneskir björgunarmenn að kippa því upp úr húsarústum.
Efnilegir fimleikamenn Þessir efnilegu fimleikamenn teygja hér á
vöðvunum og æfa handstöðu í skólanum sínum í Zejiang-héraðinu í Kína.
Gamli og nýji tíminn mætast Það var hinn danski Hans-Henrik Dussel
sem varð þess heiðurs aðnjótandi að eignast fyrstu iPad-tölvuna. Hér heldur
hann á fyrstu Apple-tölvunni sinni í hinni hendinni.
Undarlegar dýfingar Þótt ótrúlegt megi virðast er ekki verið að pynta
manninn sem hangir öfugur á myndinni. Hann er að laga rafmagnskapla á
meðan félagar hans halda honum í kjörstöðu til verksins.
Beint í mark Þessi nautabani fékk slæma útreið á nautaati á Malaga í
sumar. Þó fór betur en á horfðist og nautabaninn ætlar að halda áfram iðju
sinni.
Garpar í Thames Þessir sundgarpar búa sig hér til sunds í frosinni
Thames-ánni í Lundúnum. Hér er ef til vill komin ný áskorun fyrir íslenska
sjósundskappa.
Ókindin í Egyptalandi Mikil skelfing greip um sig við ferðamannastaðinn
Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, eftir að hákarl varð þýskri konu að bana.
Mikil leit hófst í kjölfarið og töldu menn sig hafa fundið óvættinn, sem sést á
þessari mynd. Ströndin var opnuð á ný en þá réðst hákarl á fleiri ferðamenn.
Hundur í holu Þessi hundur er í þann mund að lenda í holu sem
myndaðist úti á miðri götu í Caracas í Venesúela. Vegna mikils landskriðs
féll gatan saman.
Höfrungur situr öldu Þessi mynd náðist við suðurströnd Suður-Afríku.
Höfrungurinn var kominn talsvert nálægt landi og lyftist með öldunni.