Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 33
Árið hófst á Icesave og endaði á því ólánsmáli líka. Svo kusum við trúð sem borgarstjóra. Því mætti kannski halda fram að við værum voluð þjóð á vonarvöl og að allt væri hér í ógurlegu uppnámi. En þrátt fyrir allan hávaðann og óráðsöskur sjálfskipaðra sann- leiksriddara sem hertóku eftir- hrunsumræðuna þá höfum við það nú samt sem áður og þrátt fyrir allt alveg ágætt. Svona heilt á litið. Nú hillir meira að segja undir að Ice- save-helvítið verði loks til lykta leitt. Og með sanngirnisgleraugun á nefinu verður að viðurkennast að kjörtímabil trúðastjórnarinnar í ráðhúsinu hefur farið mun betur af stað en hringekjurugl endalausra meirihlutaskipta á fyrra kjörtíma- bili. Muniði? Og þrátt fyrir stöðug- ar viðsjár í útkrotuðum veðurkort- um Stjórnarráðsins er óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma meira að segja enn við völd – þrátt fyrir stöðuga vopnaða aðför órólegu deildarinn- ar. Sem lætur ekkert tækifæri ónot- að til hnífalags og vinsældaupp- hlaups á kostnað samstarfsfólks síns sem þrautpínt situr lúnum herðum og stoppar upp í stærsta gat sem sést hefur á gauðrifnum sokk ríkissjóðs. Á meðan Davíð hlær í Hádegismóum situr Jóhanna uppi með svartapétur. Hennar tími kom. Og er hér enn. Þrátt fyrir allt. Óreiðumönnum umbunað ... Það setur að vísu svolítið strik í reikninginn að okkur hafi ekki auðnast að taka á skuldamálum heimilanna með almennum hætti og færa aftur svolítið af ofteknum verðbótum sem hlóðust upp á hús- næðislánin. Þvert á móti var ákveð- ið að taka einvörðungu á vanda þeirra sem skuldsettu sig hvað allra mest en ráðdeildarfólkinu var áfram refsað, en það fékk einn- ig að blæða fyrir skuldaafskrift- ir óreiðufólksins. Þetta er svolítið öfugsnúið. Á meðan óreiðumönn- um er umbunað með ríkulegum skuldaafskriftum er ráðdeildar- sömum refsað með ógnarhækkun skulda í kjölfar verðbólguhvells- ins. Það hljóta að teljast vafasöm skilaboð til komandi kynslóða og bera vott um heldur einkenni- legt siðferði, að aðeins þeim sem hlóðu á sig allt of miklum skuld- um sé hjálpað. Í kjölfar hrunsins opinberaðist almenningi siðleysi gróðapunganna sem engu eirðu í auðsókn sinni en nú þegar nokkuð er liðið á eftirhrunstímann þurfum við einnig að gæta að því að skipta ekki út einu tagi siðleysis fyrir ann- að. ... ráðdeildarsömum refsað Árið sem nú er að líða einkennd- ist af ýmis konar sensasjón og upp- hlaupum, til að mynda í umfjöllun um matvælaaðstoð til fátækra. Af hverju í ósköpunum er fátækt fólk látið húka í biðröð undir ljósmynd- aregni á meðan mun einfaldara væri að dreifa úttektarkortum til þeirra sem þurfa? Er það kannski myndefnið sem ræður aðferðinni fremur en aðstoðin sem slík? Annað dæmi um fjölmiðlaupp- hlaup var þegar hópur fólks sem mig minnir að kalli sig Heimavarn- arliðið tók að sér, undir rauðum fána, að verja heimili óreiðumanns sem gat ekki lengur greitt fyrir lúxus lífið sem hann hafði tekið að láni. Samt var látið eins og um ein- hverja alþýðuhetju væri að ræða sem stæði í baráttu við ljóta kap- ítalista. Í raun var þessu þveröfugt farið. Því miður berast stöðugt fréttir af fólki sem er löngu hætt að greiða skuldir sínar en lifir eigi að síður í vellystingum í trausti þess að enginn krefji það skuldaskila. Fólk sem hlóð á sig einbýlishús- um, glæsibílum, sumarbústöðum og yfirveðsettum vélsleðaflota get- ur ekki ætlast til þess að ráðdeild- arfólkið greiði endalaust fyrir óráð- síuna. Svoleiðis heimili á ekki að verja. Heldur gera upp. Stökkvum kreppufjandanum á flótta Ýmislegt svona þarf að laga á nýju ári en horfurnar eru þrátt fyrir allt ágætar. Undirstöðurnar eru alveg sæmilegar eins og sást í borgar- stjórnarkjörinu og í stjórnlagaþing- skosningunum. Í stað þess að lýð- skrumarar af tagi Piu Kærs gaard, Jörgs Haiders og Geerts Wilders næðu að sigla inn í tómarúmið og hrifsa til sín völdin var það góð- látlegur grínari sem tók að sér að flengja beran bossa fjórflokksins. Sem betur fer. Svo nú er máski kom- inn tími til að stökkva kreppufjand- anum á bráðan flótta og hætta hel- vítis bölmóðinum sem allt treður í svaðið, jafnt spillingararfa fortíð- ar sem fagra sprota framtíðar. Tími öskurapanna er vonandi liðinn. Vonandi auðnast okkur á nýju ári að hefja samfélagið upp úr volæðinu af yfirvegun og sæmilegri festu. Umræða | 33Áramótablað 29. desember 2010 Hjálpsemi, réttlæti og virðing Ragnhildur Guðmundsdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndar og vann ötult sjálfboðaliðastarf fyrir jólin, en þörf landsmanna fyrir aðstoð var meiri í ár en oft áður. Hver er konan? „Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Er jólatörnin búin eða verða frekari úthlutanir um áramót? „Nei, nú er lokað og við erum að skoða málin og ganga frá. Við hefjum svo aftur starfið í janúar. Þá höldum við okkar striki og höfum opið á miðvikudögum þar sem við afgreiðum mat frá klukkan 14–17.“ Hefur þú tölu á hversu margar fjölskyld- ur þáðu aðstoð það sem af er desember? „Það voru tæplega 4.000 fjölskyldur.“ Hvað er erfiðast við þetta starf? „Að vita til þess að fólk sem vinnur 100 prósent launaða vinnu skuli ekki hafa laun sem duga fyrir lágmarksframfærslu. Það er óásættanlegt. Það getur verið erfitt að horfa upp á fólk sem þarf að leita sér aðstoðar, en við erum ömmur og langömm- ur og finnum að oft er nóg að taka aðeins í höndina á fólki, vera góður og hlýlegur og brosa þannig að fólki finnist gott að koma til okkar.“ Hvað er gleðilegast við starfið? „Mér finnst gleðilegast að finna þann mikla samhljóm sem þjóðin sýnir þesu starfi. Þeir eru margir sem vilja hjálpa til og leggja fram krafta sína með vinnu, peningum og gjöfum. Þessi góði hugur er ómetanlegur og hér var alltaf nóg af aðstoðarfólki sem ég vil færa sérstakar þakkir.“ Er neyðin meiri en fólk gerir sér grein fyrir? „Sagan segir manni að neyðin sé til staðar og það sé þörf á að skoða málin og leita að rótum vandans. Það þarf að vinna út frá því. Ef búið er að finna meinið er hægt að lækna það. Þegar maður veit ekki hvert meinið er getur verið erfitt að skipuleggja hjálpina, en ég hef lúmskan grun um að fólk kæri sig ekki um vita nákvæmlega hvernig mál standa.“ Áttirðu góð jól? „Já,mjög góð jól. Ég var með fjölskyldunni og allir eru frískir. Það skiptir öllu máli og þá er ekki yfir neinu að kvarta.“ „Já, við ætlum að elda fullt af mat.“ Vilhjálmur Hilmar Sigurðarson 24 ára, matreiðslumaður „Já, ég fer í áramótapartí sem er svona afmælispartí líka.“ Andri Egilsson 25 ára, stúdent „Já, bara heima hjá mér.“ Björn Sigurðsson 64 ára, sérfræðingur „Já, svona vinapartí. Það verða kannski tuttugu manns.“ Ævar Örn Garðarsson 19 ára, kjötsendill „Nei, ég er að vinna.“ Ari Þór Hilmarsson 20 ára, kokkur Maður dagsins Ferðu í áramótapartí? Flugeldasala Freyr Bjartmarz og Eyrún Pétursdóttir, sjálfboðaliðar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hafa unnið að því hörðum höndum síðustu daga að gera klárt fyrir flugeldasöluna. Allt var að mestu klárt þegar ljósmyndara DV bar að garði. MYND RÓBERT REYNISSON Myndin Fjandanum stökkt á flóttaAðstöðubrask í nýrri mynd Dómstóll götunnar Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.