Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 34
Í
slenska bankakerfið hrundi í byrj-
un október 2008; þá skall á það
sem við höfum kallað kreppu.
Ástæðan var glannaskapur banka-
mannanna og stærstu hluthafanna.
Sögur ganga um margvísleg lögbrot
sumra þeirra; það mun væntanlega
koma í ljós. En ástæðan var líka og
ekki síður vanhæfni og glannaskapur
íslenskra stjórnvalda sem höfðu látið
líðast, já, beinlínis ýtt undir, að bank-
arnir yxu fjárhag landsins langt yfir
höfuð. Og höfðu virt að vettugi all-
ar raddir sem vöruðu við yfirvofandi
stórslysi. Það voru líka stjórnvöld,
miklu fremur en bankamennirnir eða
útrásarvíkingarnir, sem skópu það
andrúmsloft í samfélaginu sem varð
til þess að alltof stór hluti almennings
reisti sér hurðar ás um öxl og það kom
mönnum rækilega í koll þegar banka-
kerfið hrundi og talsverður hluti at-
vinnulífsins varð fyrir þungu höggi.
Þetta er svona nokkurn veginn það
sem gerðist.
ÞAÐ ERU RÚM TVÖ ÁR SÍÐAN!
En nú er liðið töluvert á þriðja ár síð-
an bankarnir hrundu, og það er að
renna upp árið 2011. Vissulega sitj-
um við enn að mörgu leyti í súpunni.
Margir bera miklu þyngri skuldabyrði
en þeir höfðu nokkurn tíma ætlað sér.
Aðrir hafa verið sviptir vinnu sinni.
Enn aðrir hafa misst fótanna, öryggið
sem skiptir okkur mennina svo miklu
máli er ekki lengur til staðar. Sjálfs-
traust þjóðarinnar hefur vikið fyrir
tortryggni. Við héldum að við værum
svo klár, en okkar bestu menn reynd-
ust vera vanhæfir og óhæfir og sumir
kannski lögbrjótar. Og svo framveg-
is. Það mun enn líða alllangur tími
þangað til þessi áhrif hrunsins verða
úr sögunni.
En samt. Þetta gerðist fyrir meira
en tveimur árum. Það er langt þangað
til við komumst aftur á sama stað og
við vorum á fyrir hrunið, en er ennþá
kreppa á Íslandi? Er kannski kominn
tími til að blása hana af?
BJARTARI TÍMAR OG
BJARTSÝNNI TÍMAR
Nú er ég ekki talnaglöggur maður. Og
ég hef í raun litla hugmynd um hvern-
ig hagtölur blása um þessi áramótin.
Ég veit að það er margt að í mörgu búi,
en er kreppa? Er það kannski farið að
há okkur hvað við teljum okkur búa
við djúpa kreppu? Getum við kannski
litið svo á að árið 2010 hafi verið síð-
asta ár kreppunnar og með nýju ári og
hækkandi sól horfum við fram á bjart-
ari tíma?
Og kannski umfram allt: Bjartsýnni
tíma?
Minna kvart og kvein og vol og væl?
Já, við urðum fyrir áfalli. Margir
urðu fyrir talsverðu peningalegu áfalli,
og fáeinir fyrir mjög miklu peninga-
legu áfalli. En ég held nú samt að það
sé löngu orðið tímabært að við hætt-
um að líta svo á að við sem þjóð eig-
um við mjög mikla erfiðleika að stríða.
Sé einhver sleginn utan undir, rétt eins
og við vorum, þá má fyrirgefa honum
að hann hringsnúist svolítið kringum
sjálfan sig fyrst á eftir og hafi þörf fyr-
ir að tala mikið um kinnhestinn við
mann og annan. En við hljótum samt
að þreytast á því röfli þegar við sjáum
að aðrir menn í heimi hér hafa orðið
fyrir miklu alvarlegri áföllum og tjóni
og búa við miklu harðari kjör og öm-
urlegri – þá nennum við ekki enda-
laust að hlusta á suðið í manninum
sem fékk kinnhestinn.
Þannig verðum við líka að líta á
okkur sjálf. Við urðum fyrir kinnhesti
og það sveið undan, og það er sjálf-
sagt og eðlilegt að skoða nákvæmlega
hvað gerðist og refsa þeim sem sló
okkur, en svo þýðir ekki að einblína á
þetta endalaust.
HÖFUM VIÐ ÞAÐ
VERR EN HAÍTÍ?
Í byrjun 2010 varð eitt fátækasta ríki
heims, Haíti, fyrir skelfilegu áfalli,
gríðarsterkum jarðskjálfta. Fá ef nokk-
ur ríki í heiminum voru verr í stakk
búin til að takast á við afleiðingar
þess. Enda þurftu Haítar á hjálp að
halda, og fengu hana refjalaust – þar
á meðal frá hinni íslensku rústabjörg-
unarsveit sem vann sín verk möglun-
arlaust og af trúmennsku. En þrátt
fyrir alla hjálpina, þá er ljóst að afleið-
ingar hrunsins munu segja til sín á
Haítí í áratugi.
Á tímabili eftir bankahrunið hér
á landi 2008, þá héldum við líka að
við yrðum áratugi að jafna okkur.
Það má nú vera ljóst að þær bölsýn-
isspár munu fráleitt rætast. Við verð-
um kannski ekki í bráð á því spítti
sem „góðærið“ hafði í för með sér, en
við komum til með að hafa það mjög
gott – ekki bara í samanburði við hina
örfátæku og gæfusnauðu eins og
íbúa Haítí, heldur beinlínis í saman-
burði við flestalla íbúa jarðar. En þó
erum við enn kvartandi og kveinandi
og volandi, eins og við eigum alveg
skelfilega bágt – og enginn hafi áður
orðið fyrir álíka áfalli og við.
Mér leiðist þetta. Ég held reynd-
ar að öllum leiðist þetta, þegar hér er
komið sögu. Það er bara eins og við
getum ekki annað, séum föst í neti
sjálfsvorkunnarinnar. Þegar við lítum
í spegil, þá sjáum við aðframkominn
vesaling, illa haldinn, umsetinn, allir
vondir við hann – en er eitthvað hæft
í þessari spegilmynd? Er ekki spegill-
inn svo skítugur að það er ekkert að
marka mynd okkar? Þurfum við ekki
að hreinsa hann, til að sjá okkur sjálf
almennilega, sjá hvað við höfum það
í rauninni fínt?
Miðað við flestalla í heiminum?
Og megum við ekki bara vera skikk-
anlega ánægð með það?
STJÓRNVÖLD DAVÍÐSTÍMANS
Það eru fáein atriði sem þurfa að vera
á hreinu.
Við þurfum að geta treyst því að
hið endurreista bankakerfi hafi eftir
megni réttlætið að leiðarljósi, þegar
fjárhagur einstaklinga og fyrirtækja er
endurskipulagður.
Við þurfum alveg sérstaklega að
geta treyst því að þeir sem lökust hafa
kjörin í þessu landi verði ekki fyrir
meiri launaskerðingum en orðið er,
nóg er nú samt. Og við þurfum að geta
treyst því að barnafólk og gamalt fólk
njóti þess velferðarríkis sem stjórn-
völdum Davíðstímans tókst ekki að
leggja í rúst. Sé það tryggt þá eigum
við fullfrískt vinnandi fólk vel að þola
örlítið hærri skatta um skeið.
Við þurfum líka að geta treyst því
að hafi menn brotið af sér á tímum
„góðæris“ og bankahruns, þá muni
þeir súpa seyðið af því. Og við þurf-
um að vita að ekki aðeins hugsanleg-
ir pörupiltar í bönkunum og útrásinni
súpi það seyði, heldur fái hrunverjar
í stjórnkerfinu líka makleg málagjöld.
Og það þarf að vera á hreinu að
stjórnkerfi okkar verði héðan í frá svo
opið og gegnsætt og tiltölulega óspillt
að önnur eins ósköp og „góðærið“
skelli aldrei aftur á, og að stjórnmála-
spilling síðustu áratuga muni aldrei
endurtaka sig.
BYRJUM UPPBYGGINGUNA
Þetta þarf að gera. Þetta á líka allt að
vera vel hægt. Nú þegar kreppan sjálf
er afstaðin (já, hún er það!) þá þarf að
byrja uppbygginguna. Vissulega byrj-
um við hana neðan frá, en þannig er
líka von til þess að uppbyggingin tak-
ist vel. Og verði fyrrnefnd atriði höfð
að leiðarljósi, þá mun hún lukkast fyrr
en hinir svartsýnu og kvartsáru telja
nú og við þurfum ekki að sitja volandi
við skítugan spegilinn öllu lengur.
Er kreppunni lokið?
Hættum þessu voli og væli!M
ig langar til að minnast Ólafs
Jóns Leóssonar vörubílstjóra.
Hann svipti sig lífi í skugga
fjárhagsvanda í kreppunni. Hann
sá enga aðra leið út. Ég var nýverið
verðlaunaður fyrir skrif mín um fá-
tækt og félagslega einangrun. Verð-
launin voru hluti af fjölmiðlasam-
keppni Evrópuráðs til að vekja athygli
á fátækt í heimsálfunni. Til að veita
verðlaununum viðtöku bauð Evrópu-
sambandið mér til Brussel. Ég sendi
starfsfólki sambandsins ferðatilhög-
un mína sem hafði að geyma tengi-
flug með flugfélaginu Ryanair. Ég fékk
svar um hæl: „Því miður. Evrópusam-
bandið pantar ekki flug með lágfar-
gjaldaflugfélagi.“ Þess í stað fékk ég
senda miða á besta farrými, svoköll-
uðu Business Class, og það með mun
dýrari flugfélögum en ég óskaði eftir.
Kaldhæðnislegt. Þarna átti ég að fljúga út á ráðstefnu um fátækt sitjandi á lúxusfarrými alla leið.
Ég afþakkaði. Flaug með Ryanair.
Við komuna til Brussel var ég sendur
á fjögurra stjörnu glæsihótel, á besta
stað í miðbænum. Þar skorti ekkert og
auðséð að fara átti vel um ráðstefnu-
gesti. Í ofanálag komst ég að því að
Evrópusambandið hafði greitt fyrir
netþjónustu allra gestanna, greinilega
hugað að öllu. Allt í boði Evrópusam-
bandsins að sjálfsögðu.
Í kjölfarið var mér síðan boðið í glæsilegan kvöldverð. Ég þarf varla að minnast á það en hann var auð-
vitað í boði Evrópusambandsins.
Boðið var upp á kampavín á undan
og léttvín með matnum. Kvöldverð-
urinn fjórréttaði fór fram á einum af
dýrustu veitingastöðum borgarinn-
ar, í hjarta hennar. Staðurinn er sögu-
frægur og staðsettur á fallegasta torgi
Bruss el. Bara til að gefa smá lýsingu á
því hversu flottur og dýr staðurinn er,
þá eru þar inni gamlar viðarinnrétt-
ingar í bland við gylltar klæðningar og
arineld. Ég er svei mér þá ekki viss um
að eiga nóg inni á tékkareikningnum
mínum til að bjóða frúnni út að borða
þar eina kvöldstund.
Evrópusambandið lét aftur á móti ekki þar við sitja. Auðvitað var öllum líka boðið í bæði morg-
unverðar- og hádegisverðarhlaðborð
daginn eftir. Það síðarnefnda var sér-
deilis glæsilegt þar sem fimm stór
veisluborð var að finna með ótal-
mörgum réttum. Drykkina skorti ekki
heldur fyrir ráðstefnugestina. Þökk sé
Evrópusambandinu. Í baráttu þess
gegn fátækt.
Áður en fínu ræðuhöldin á ráð-stefnunni hófust þurfti ég, og aðrir gestir, að rísa úr sæti til að
heiðra prinsessu af Belgíu sem steig
inn í salinn ásamt fjölmennu fylgd-
arliði sínu. Augljóst var að prinsess-
an býr ekki við neinn skort, það mátti
vel greina á hátterni hennar og útliti.
Þarna var ætlast til þess að ég stæði
upp fyrir konungborinni manneskju
sem kostar án efa drjúgan skilding-
inn að halda uppi, á kostnað hinna
fátæku sem ella gætu notið góðs af
fjármununum. Ég spurði sjálfan mig;
væri nú ekki meira vit í því að leggja
niður konungsembættið og setja
fjármunina frekar í aðstoð við fá-
tæka? Ég spyr mig líka að því, væri til
að mynda hægt að leggja niður emb-
ætti forseta Íslands og setja þá fjár-
muni í aðstoð við fátæka?
Þess í stað gekk inn í salinn prinsessa í sínu fína dressi svo að allir gætu dáðst að henni.
Önnur prúðbúin kona, ráðherra fé-
lagsmála í ónefndu Evrópuríki, tók til
máls yfir kvöldverðinum flotta sem
haldinn var á ofsalega fína veitinga-
staðnum. Hún stóð þarna í rándýrri
dragt, meira að segja ég gat séð að
um væri að ræða rándýran fatnað, og
um hálsinn bar hún svo hálsfesti frá
Channel. Í hljóðnemann reyndi hún
á sama tíma að fá mig til að trúa því
að hún hefði mikla samúð með fá-
tækum.
Á meðan ræðumenn ráðstefn-unnar fóru yfir nauðsyn þess að fátækum Evrópubúum sé
hjálpað vissi ég af betlandi almúg-
anum á neðanjarðarlestarstöðinni
undir byggingunni þar sem ráðstefn-
an var haldin. Það sá ég með eig-
in augum kvöldið sem ég kom. Þar
mátti sjá fátæklinga biðja um aur
fyrir mat undir fótum hinna jakka-
fataklæddu embættismanna Evr-
ópusambandsins, sem létu svo í það
skína að þeir vildu útrýma fátækt.
Bæði í kvöldverðinum glæsilega og á ráðstefnunni sjálfri sátu svo ýmsir ráðherrar Evrópu-
ríkja og lofuðu öllu fögru í barátt-
unni gegn fátækt. Milli þess sem þeir
dreyptu á kampavíninu.
„Þetta er ekki endirinn á veginum,
heldur byrjun hans“ og: „þetta er
aðeins fyrsta skrefið“ eru dæmi um
setningar sem ég heyrði í nánast
öllum ræðum sem fluttar voru yfir
kvöldverðinum og á ráðstefnunni.
Samt var öllum boðið út á Business
Class, gisting á flottum 4 stjörnu hót-
elum og boðið í glæsilega málsverði.
Ég sá það svo vel úti í Brussel að pól-
itíkusarnir kunna alveg að velja orð-
in, sem vissulega hljóma vel, en á
sama tíma skortir verkin.
Orð bíta nefnilega ekki gegn fá-tækt. Látum nú árið 2011 verða árið þar sem verkin verða látin
tala. Vinnum gegn fátækt á Íslandi.
Sleppum öllum fögrum orðum og
gerum eitthvað í málunum. Fyrir þá
fjölmörgu sem þurfa nauðsynlega á
hjálp að halda og í minningu Ólafs
Jóns Leóssonar. Blessuð sé minning
hans.
34 | Umræða 29. desember 2010 Áramótablað
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson
Helgarpistill
Trausti
Hafsteinsson
Barist gegn fátækt
á Business Class
„En nú er liðið tölu-
vert á þriðja ár
síðan bankarnir hrundu,
og það er að renna upp
árið 2011. Vissulega sitjum
við enn að mörgu leyti í
súpunni.