Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 37
Fókus | 37Áramótablað 29. desember 2010 Sprengikraftur í menningarlífinu 2010 1 Hvað bar hæst á árinu?„Það sem stendur upp úr á árinu var að íslensk kvikmyndamenning eignaðist í fyrsta sinn heimili við opnun Bíó Paradísar á Hverfisgöt- unni ásamt því að Kvikmyndamið- stöð Íslands flutti í sama hús. Í fyrsta sinn hefur fólk aðgang að húsi þar sem alþjóðlegri kvikmyndamenn- ingu eru gerð skil allan ársins hring með fjölbreyttu úrvali af kvikmynd- um. Við uppskárum einnig grósku síðustu ára í mörgum frábærum kvikmyndum eins og til dæm- is The Good Heart, Óróa, Brimi, Sumarlandinu og Gauragangi sem skemmtu okkur, upplýstu og munu breiða hróður okkar víða um heim.“ 2 Hvað fór illa á árinu?„Það sem var grætilegast á árinu var hinn óhóflegi niðurskurður hins opinbera til íslenskrar kvikmynda- gerðar sem olli því að þjóðin verður af mörgum verkum, leiknum kvik- myndum, sjónvarpsseríum, heim- ildarmyndum og stuttmyndum. Við færðumst aftur um fimmtán ár og ekki sér fyrir endann á því menning- arlega stórslysi ef ekki verður brugð- ist hratt við. Þetta hefur veikt okkur því þjóð er menning og í nútíma- samfélagi er kvikmyndagerðin mjög mikilvægur hluti af henni.“ 3 Hvað er fram undan? „Ég geri mér vonir að fram und- an sé, nú þegar sýnt hefur verið fram á mikilvægi kvikmyndagerð- ar og annarra listgreina í íslensku efnahagslífi ofan á hið menning- arlega, að stjórnvöld stórefli hinar skapandi greinar. Þar eru sóknar- færin og grunnurinn að nýju og betra Íslandi. Við þurfum lifandi menningarstefnu til framtíðar.“ Ragnar Bragason leikstjóri: Færðumst aftur um 15 ár Stefán Máni rithöfundur: Skipið valin spennusaga ársins í Frakklandi 1 Hvað bar hæst á árinu?„Á minni plánetu á enginn heima nema ég svo ég tel til að Skipið/Noir Océan var valin spennusaga (noir) ársins í Frakk- landi af bókmenntatímaritinu Noir.“ 2 Hvað fór illa?„Ég var ekki með bók.“ 3 Hvað er fram undan?„Svartur á leik verður í bíó og jólin 2011 kemur út ný bók frá mér.“ Hallgrímur Helgason rithöfundur: Í fjölmiðlabindindi 1 Hvað bar hæst á árinu?„Hápunktur ársins hjá mér per- sónulega var að ég var boðinn á bókmenntahátíð í Kóreu. Það var ótrúleg upplifun að koma þangað, ég hafði aldrei komið til Asíu áður og þarna opnaðist nýtt herbergi í íbúðinni heimur. Skemmtilegasta helgi ársins var hins vegar mál- þingið um Guðrúnu frá Lundi í Ketilási á Fljótum. Lestrarupplifun ársins var að lesa Óvíd, loksins á íslensku, og Íslenska þjóðhætti. Ég las Doris Less ing í fyrsta sinn á árinu og Þá fannst mér The Good Heart eft- ir Dag Kára góð mynd og Enron í Borgarleikhúsinu var skemmtilegt. Þá er alltaf gaman að sjá fólk úti í bæ breytast í skáld yfir nótt, eins og Þórdísi Gísladóttur og Yrsu Þöll Gylfadóttur, efnilegar skáldkonur þar á ferð og eins er gaman að sjá höfunda ná fullri blómgun og þá nefni ég Bergsvein Birgisson.“ 2 Hvað fór illa?„Hrunið heldur áfram að kvelja okkur. Að lokum ákvað ég að hætta að fylgjast með fréttum en tek samt ofan fyrir þeim sem standa í útmokstrinum og láta ekkert á sig fá þótt svipuhöggin dynji á þeim frá hjástandandi mótherjum jafnt sem samherjum. Það er mjög létt að fara í fjölmiðlabindindi á Íslandi í dag þar sem maður þarf að fletta tveimur stærstu dagblöðum lands- ins með hönskum. Það er grátlegt að sjá tvo aðalhrunkvöðlana geta haldið áfram að kvelja þjóðina með sjónarmiðum sínum og lát- ið hana auk þess borga fyrir það margar milljónir á dag.“ 3 Hvað er fram undan?„Persónulega hlakka ég auð- vitað til að horfa á Rokland á hvíta tjaldinu í janúar. Næsta haust verð- ur svo bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður í öndvegi. Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur sem þjóð. Það hefur komið berlega í ljós eftir hrun að menningin er okkar mesti styrkur. Það var ágætt að sjá á síðasta ári að skapandi greinar eru orðnar jafnstórar og landbúnaður og útgerð til samans. Í menningunni liggja mestu verð- mæti þjóðarinnar einmitt vegna þess að hún verður alls ekki metin til fjár. Þess vegna er það þannig að allir peningar sem eru settur í list breytast í guill meðan allir pening- ar sem settir eru í bankamenn og útgerðarmenn breytast í bull.“ 1 Hvað bar hæst á árinu? „Mér finnst standa upp úr hvað kom mikið út af ágætum bókum og þá má jafnvel telja skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis með sem gæti verið áhrifamesta rit sem hef- ur verið sett saman á íslensku. Þá má ekki gleyma því að við eigum frábæra sinfóníuhljómsveit sem býr við þröngan húsakost en hef- ur haldið uppi vandaðri og líflegri dagskrá í vetur.“ 2 Hvað fór miður? „Ég man ekki eftir neinu sér- stöku því mér hefur fundist betri gangur í menningunni en í þjóð- lífinu almennt, efnahagslífinu, stjórmálalífinu og viðskiptalífinu. Menningin vísar okkur veginn og er það sem okkar litla þjóð þarf á að halda. 3 Hvað er fram undan?„Stærsta verkefnið á næsta ári hlýtur að vera nýja tónlistarhús- ið og hvernig menn ætla að ljá því inntak og gera það að almenni- legum vettvangi fyrir tónlist. Það er ærið verkefni því þetta er stórt hús, þarna þarf Sinfóníuhljóm- sveitin að spjara sig og nú er verið að hugsa um að þarna verði fluttar óperur líka sem er líklega gert í einhverju óðagoti eins og okkar er oft háttur.“ Egill Helgason dagskrárgerðarmaður: Betri gangur í menning- unni en þjóðlífinu MENNINGARLOFIÐ FÆR: Norræna húsið fyrir stöðugar uppákomur og skemmtilega við- burði sem koma á óvart og krydda menningarlíf landans. MENNINGARLASTIÐ FÆR: Menntamálaráðherra Katrín Jak- obsdóttir fyrir niðurskurð til kvik- myndagerðar á Íslandi. MENNINGARVERÐLAUN DV Verðlaunahafar Menningar- verðlauna DV 2009 Kristján Árnason, sýningin Jesús litli, hönnunarhópurinn Vík Prjónsdótt- ir og heiðursverðlaunin fékk Jórunn Viðar. Heiðursverðlaun DV Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari tekur við heiðursverðlaunum frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Verðlaunahafar Menningarverð- launa DV 2009 voru tilkynntir við athöfn í Iðnó í marsmánuði. Í bók- menntaflokknum hlaut Kristján Árnason verðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum Óvíds, sýning- in Jesús litli var verðlaunuð í flokki leiklistar og hönnunarhópurinn Vík Prjónsdóttir fékk hönnunarverð- launin. Heiðursverðlaunin hlaut Jórunn Við- ar, tónskáld og píanóleikari. Hljóm- sveitin Hjálmar fékk flest atkvæði í netkosningu verðlaunanna. Menningarverðlaunin verða afhent aftur eins og venja er í marsmánuði 2011. kristjana@dv.is Menningarárið 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.