Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 41
nýja árinu sjá Íslendingar ljós við enda ganganna og bjartsýni eykst nokkuð. Þetta verður árið þeg- ar harðasta kreppan kveður. Mót- mælendur gefast upp og þrástöður og tunnubarningur á Austurvelli detta úr tísku. Menn snúa sér að öðru og nokkrir þekktir mótmælendur verða í sviðsljósinu á nýju ári. Sturla Jónsson flytur aftur úr landi og nokkrir aðrir hverfa til nýrra starfa. Umræðan í samfélaginu fer að snúast meira um bjartsýni en bölmóð þegar Íslendingum verður ljóst að stjórnmálamenn munu ekki leysa vanda þeirra heldur verða þeir að gera það sjálfir. Ný fyrirtæki verða í sviðsljósinu og áður óþekktir þátttakendur í íslensku atvinnulífi vekja athygli. Völvan sér söngkonuna Björk Guðmundsdóttur stíga fram sem kjölfestufjárfesti í nýju fyrirtæki. Þannig verður smátt og smátt meiri friður í sam- félaginu og aukinn baráttuvilji meðal alþýðu manna en áfram ríkir mikið og djúpstætt van- traust á öllu sem tengist stjórnmálum. Erfið fæðing álvera Þeir sem þrá meira en annað að uppbygging álvera hefjist í Helguvík á Suðurnesjum eða á Bakka við Húsavík verða orðnir langeygari en nokkru sinni fyrr þegar nýtt ár verður á enda. Völvan sér fátt annað en kyrrstöðu, málaleng- ingar og tafir í báðum þessum tilvikum. Í árslok verður það mat manna að ekkert hafi þokast í neina átt og fullkomin óvissa ríkir áfram. Skuggaleg mál tengd Alcoa erlendis sem koma upp á árinu verða ekki til þess að flýta fyrir uppbyggingu á Bakka og verða til þess að jafn- vel Húsvíkingar missa áhuga á nánum samskipt- um við risafyrirtækið. Völvan sér einhvers kon- ar mótmæli íbúa á Reyðarfirði sem beinast gegn útibúi Alcoa þar í bæ og sýnist það helst tengjast meðferð spilliefna og mengun. Sérstakur saksóknari Ólafur Þór Hauksson, hinn sérstaki saksóknari, mun sækja talsvert í sig veðrið á nýju ári. Fjöldi ákæra og nýrra mála mun stuðla að því að sátt og bjartsýni á framtíðina nær yfirhöndinni. Völv- an sér samt nokkurn skugga á þegar einn hinna föllnu bankastjóra hverfur úr augsýn með vov- eiflegum hætti og verður lengi vel ekki ljóst um afdrif hans. Nokkuð vandræðaleg staða kemur upp þegar einn starfsmanna embættis sérstaks saksóknara þarf að láta af störfum vegna leka frá embættinu. Sá starfsmaður verður í kjölfarið fyrirlitinn með- al þjóðarinnar. Icesave aftur á svið Nýr Icesave-samningur verður í umræðunni í upphafi nýs árs. Með pólitísku baktjaldamakki tekst að afstýra því að hann fari í þjóðaratkvæða- greiðslu. Fyrst munu Samtök atvinnulífsins styðja nýjan samning og hvetja til samþykktar hans. Síðan næst sæmileg samstaða á Alþingi um stuðning. Þar munar mestu um afskiptaleysi sjálfstæðismanna. Þetta bakar Bjarna Benedikts- syni, formanni flokksins, nokkrar óvinsældir í röðum eigin flokksmanna í fyrstu. Sérstaklega munu Morgunblaðið og Davíð Oddsson ham- ast gegn honum vegna þessa máls. Eftir farsæla samþykkt Icesave ákveður ríkisstjórnin að setja hina svokölluðu fyrningarleið um kvótakerf- ið í salt. Það er gjaldið fyrir stuðning sjálfstæð- ismanna við Icesave og í kjölfarið þagna allar gagnrýnisraddir úr þeirra herbúðum og Bjarni þykir að lokum standa með pálmann í höndun- um. InDefence-samtökin ærast af reiði yfir þessari samningagjörð og leita sér nýrra bandamanna hér og þar í skúmaskotum stjórnmálaflokkanna. Steingrímur berst áfram Völvan sér Steingrím J. Sigfússon berjast áfram í forystu ríkisstjórnarinnar eins og áður. Hann er þó tekinn að mæðast í stormum sinnar tíðar og Icesave-samningurinn eldri fylgir honum eins og skuggi. Afstaða Steingríms í því máli er rifjuð upp hvenær sem tækifæri gefst og andstæðing- ar Steingríms nudda salti í sárið hvað eftir ann- að. Sótt verður grimmt að Steingrími persónu- lega. Völvan sér hann í miklu reiðikasti í beinni útsendingu sjónvarps. Stjórnmál á nýju ári Völvan sér íslensk stjórnmál að sumu leyti lulla sinn vanagang á nýja árinu. Óttinn við afdrif í kosningum mun áfram tryggja ríkisstjórninni líf og setu á valdastóli þótt stundum verði efast um gildi þess. Eftir mikla naflaskoðun ætla sam- fylkingarmenn áfram að sigla með Jóhönnu Sig- urðardóttur í stafni skútunnar. Ekki er það vegna þess að almenn ánægja sé með störf hennar heldur óttast menn afleiðingar formannskjörs á flokkinn. Þetta gengur vel langt fram eftir árinu en á haustdögum sér völvan Jóhönnu stíga skyndi- lega til hliðar af heilsufarsástæðum og þá verður hinn örótti stríðshestur Össur Skarphéðinsson látinn taka við stjórntaumum flokksins til bráða- birgða og situr hann út árið við misjafnar undir- tektir flokksmanna. Völvan sér framsóknarmenn hundóánægða með formann sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugs- son. Ekki verður þó skipt því engum er treyst til að taka við flokknum. Guðmundur Steingríms- son stígur út úr skugganum og virðist ætla að leggja til atlögu við formanninn í þeirri von að verða þriðji ættliður til æðstu metorða í Fram- sóknarflokknum. En hann hopar. Völvan sér hann daðra við Samfylkinguna á ný. Sigmundur verður tíður gestur í fjölmiðlum á nýju ári og ekki alltaf að eigin frumkvæði. Völvan sér hann vand- ræðalegan á svip þegar peningamál fjölskyld- unnar komast í hámæli. Hreyfingin og fulltrúar hennar á þingi verða áfram í fréttum. Völvan sér Birgittu Jónsdóttur í fangelsi vegna mála sem tengjast Wikileaks. Margrét Tryggvadóttir hverfur af þingi þegar hún gerir einhvers konar mistök í formlegu starfi þingsins. Réttarhöldin yfir Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vekja mikla athygli. Framan af berst Geir eins og ljón og iðrast einskis. En þeg- ar líður á réttarhöldin fyrir landsdómi brotn- ar hann niður. Þá lýsir hann með einlægum og átakanlegum hætti sambandi sínu og Davíðs Oddssonar, forvera hans á forsætisráðherrastóli. Vitnisburður Geirs um andlegt ofbeldi og stöð- uga niðurlægingu kallar fram samúðarbylgju meðal þjóðarinnar. Og landsdómur er sama sinnis því hann fær skilorðsbundinn dóm fyrir vanrækslu í starfi. Völvan sér Illuga Gunnarsson setjast aftur inn á þing í skugga háværra mótmæla sem koðna fljótlega niður. Illugi lætur til sín taka sem helsti bandamaður Bjarna Benediktssonar formanns og saman reyna þeir að sætta andstæð öfl inn- an flokksins í afstöðunni til ESB en verður ekk- ert ágengt. Stöguð og bætt ríkisstjórn Mikla athygli vekur snemma árs þegar nokkrir þingmenn úr röðum Framsóknar ganga til liðs við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og veita henni stuðning sinn. Formaður Framsóknar- flokksins, Sigmundur Davíð, er fremstur í flokki þessara nýju stjórnarliða en ekki fylgja allir þegnar hans honum að málum. Vigdís Hauks- dóttir stendur utan við þetta og berst hatramm- lega gegn formanni sínum. Sigmundur fær ekki ráðherrastól í ríkisstjórninni en situr alla ríkis- stjórnarfundi og völvan sér hann í einhverjum virðingarstól á Alþingi, líklega við fundarstjórn. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, snýr aftur á þing í byrjun mars. Þá fer fram blóð- ugt uppgjör innan VG sem markar endalok pól- itísks ferils hennar. Völvan sér ekki betur en að í kjölfar þess hætti hluti VG-liða stuðningi við ríkisstjórnina sem höktir áfram inn í vorið með Framsókn sem hækju. Bankastjórar í bobba Allir bankastjórar íslenskra banka eiga erfitt ár í vændum. Þegar líður á árið berast sífellt tíðari fréttir af afskriftum skulda fyrirtækja og einstakl- inga og gagnrýni á gerðir bankanna og ákvarð- anir verður sífellt háværari. Völvan sér háttsetta starfsmenn Landsbankans á mjög djúpu vatni vegna umdeildra afskrifta og einhverjir þeirra segja starfi sínu lausu eftir harða gagnrýni. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, stendur í mikilli orrahríð á árinu þegar uppvíst verður um fyrirgreiðslu bankans til fyrirtækja í eigu fyrrverandi stjórnenda. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, á einnig mjög í vök að verjast vegna mála sem tengjast Baugi og Högum. Hann heldur starfinu en völvan sér lífverði fylgja honum hvert fótmál eftir undarlegt tilræði sem honum er sýnt síðla árs. Hann verður í kastljósinu þegar frétt- ir berast af skuldaniðurfellingu Arion banka til tengdaföður bankastjóra annars banka. Íslandsbanki fær sinn skerf af áföllum en það tengist einkum fortíð bankans. Núverandi bankastjóri, Birna Einarsdóttir, verður hins veg- ar í fjölmiðlum vegna einkalífs síns. Bankarnir allir þrír munu vakna upp við vondan draum í haust þegar fréttist af miklum áformum fyrirtækja um skuldabréfaútboð til að fara á snið við vaxtamun bankanna. Bankablúsinn ómar Mikið havarí verður þegar upp kemst að fjár- málaráðherra hefur beitt þrýstingi til stuðn- ings Saga Capital. Völvan sér mikla umræðu um lausafjárvanda bankans á miðju ári. MP Banki rær lífróður og á elleftu stundu tekst að safna nægu eigin fé til þess að bankinn fljóti áfram. Völvan sér Margeir Pétursson hverfa ósáttan úr forystu bankans í tengslum við þetta mál og sýnist hann sitja við skriftir þegar líður á árið. Bankar taka til Bankar hafa frumkvæði að ýmsum breytingum í atvinnulífinu og stjórna ýmist opinberlega eða bak við tjöldin. Íslandsbanki leysir til sín BNT og þar með olíurisann N1 og skráir á hlutabréfa- markað. Síminn verður einnig skráður á mark- að á nýju ári. Símafyrirtækin Nova og Tal sam- einast á nýja árinu. Bauhaus opnar margboðaða stórverslun sína við rætur Úlfarsfells á nýju ári og verður mikill titringur hjá keppinautunum en almenningur nýtur góðs af tryllingslegum opn- unartilboðum. Húsasmiðjan fer einstaklega illa út úr þeim slag og lífeyrissjóðirnir tapa stórfé á þeirri fjárfestingu sinni. Sameining Arion banka og Íslandsbanka verður mikið rædd á nýju ári en völvan sér skugga hneykslis yfir skilanefnd Glitnis tefja mál- ið. Byr verður á vormánuðum sameinaður Nýja Landsbankanum. Söluferli verslanakeðjunnar Haga fer alger- lega í vaskinn í höndum Arion banka og í kjölfar- ið verður keðjan brotin upp og einstakir hlekkir hennar seldir. Völvan sér erlenda kröfuhafa sem um sárt eiga að binda koma að því máli. Þorgerður Katrín á forsíðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kúvendir ferli sínum og hættir afskiptum af stjórnmálum. Ekki er það af pólitískum ástæðum heldur af per- sónulegum ástæðum. Völvan sér hana á nýjum stað við ný verkefni í nýjum félagsskap. Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar, lend- ir í miklum vanda eftir að gerð verður atlaga að honum vegna stofnunar 7 hægri ehf. sem reynist ekki hafa staðist lög. Í kjölfarið reynir Kristján að borga hluta af kúluláni félagsins en rambar per- sónulega á barmi gjaldþrots. Árni Johnsen í vandræðum Árni Johnsen lendir í óheppilegri stöðu á nýju ári. Völvan sér hann í kastljósi fjölmiðla þar sem hann er talinn hafa farið offari í dugnaði sínum og stigið óafvitandi yfir strikið. Árni hefur sam- úð flestra í málinu og heldur sínu striki þrátt fyrir allt. Völvan sér hann í nýju embætti í Vest- mannaeyjum og er það starf sem tengist sjávar- útvegi. Saga til næsta bæjar Völvan sér mál sem tengist Útvarpi Sögu vekja talsverða athygli og skemmtan á nýju ári. Fyrst verða þekktum forsvarsmanni stöðvarinnar á sérstæð mistök í beinni útsendingu og vekur þjóðarathygli. Í framhaldinu leitar viðkomandi sér hjálpar við tilteknu vandamáli og fær bata. Umfjöllun stöðvarinnar um þetta vandamál og lækninguna þykir ganga nokkuð lengra en venja er í þessum málum og vekur mikla athygli. Völvuspá | 41Áramótablað 29. desember 2010 Sátt um störf sérstaks saksóknara Ólafur Þór Hauksson saksóknari nær umtalsverðum árangri þótt hann glími við voveifleg mál á árinu. Með pálmann í höndunum Bjarni Benediktsson á stormasamt ár en framganga hans borgar sig á endanum. Verst með öllum ráðum Sótt verður grimmt að Steingrími Sigfússyni. Blóðugt uppgjör í VG Guðfríður Lilja Grétarsdóttir snýr aftur á þing í mars en endurkoman verður ekki farsæl. Aftur kemur vor í dal VÖLVUSPÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.