Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 55
minnti helst á helga menn fyrri tíma. Sonur Péturs er Pétur, doktor í fé- lagsfræði og guðfræði og prófessor við Háskóla Íslands. Faðir Péturs biskups var Sigurgeir Sigurðsson, biskup Ís- lands. Birgir Finnsson forseti Sameinaðs Alþingis f. 19.5. 1917, d. 1.6. 2010 Birgir fæddist á Ak- ureyri en ólst upp á Ísafirði. Hann gekk ungur til liðs við Al- þýðuflokkinn, var bæjarfulltrúi á Ísa- firði á árunum 1942– 66, eða í sex kjör- tímabil, var forseti bæjarstjórnar 1952–62, ritstjóri Skut- uls 1949–71, var alþm. Vestfjarðakjör- dæmis 1959–71, var annar varaforseti sameinaðs Alþingis 1959–63 og forseti sameinaðs Alþingis 1963–71, eða leng- ur en nokkur annar í sögu þingsins. Faðir Birgis var Finnur Jónsson, fé- lags– og dómsmálaráðherra. Benedikt Gröndal fyrrv. forsætisráðherra f. 7.7. 1924, d. 20.7. 2010 Benedikt var sagn- fræðingur að mennt. Hann var ritstjóri Samvinnunnar 1951–58, Alþýðu- blaðsins 1959–69, forstjóri Fræðslumyndasafns ríkisins 1969–78, utanríkisráðherra 1978–79, forsætisráðherra og utanríkisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1979–80 og síðan sendiherra til 1991. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974–80. Benedikt markaði ekki djúp pólit- ísk spor. Hann var þó mjög mótfallinn ríkisstjórnarsamstarfi við sjálfstæðis- menn 1980 og átti því sinn þátt í stjórn- arkreppunni þá og myndun stjórnar Gunnars Thoroddsen. Ágúst M. Sigurðsson sóknarprestur og rithöfundur f. 15.3. 1938, d. 22.8. 2010 Ágúst var sóknar- prestur í Vallanesi á Völlum, í Ólafsvík, á Mælifelli í Skagafirði, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og var síðan sóknar- prestur á Prestbakka í Hrútafirði frá 1989 og prófastur þar um skeið uns hann lét af störfum vegna hrakandi heilsu árið 2002. Ágúst var höfundur ritverksins Forn frægðarsetur I.–IV. bindi, útg. 1976–82; bókaflokks um kirkjustaði á Vestfjörðum, útg. 2005–2008, og ritsins Öll þau klukknaköll, að hluta byggðu á samnefndum útvarpsviðtölum við prestskonur. Eftir sr. Ágúst liggja fjöldi ritgerða og tæplega tvö hundruð útvarpserindi og fyrirlestrar um Ísland, þjóð, sögu og menningu, sem hann flutti í Dan- mörku 1981–89. Þá varð hann lands- kunnur fyrir þátttöku sína í spurn- ingakeppnum í útvarpi og sjónvarpi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Guðrún Vilmundardóttir húsmóðir og stúdent í Reykjavík f. 7.12. 1918, d. 15.8. 2010 Guðrún fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp á Ísafirði og síðan í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1938. Guðrún var blaðamaður um skeið en lengst af húsmóðir á mjög gestkvæmu menningarheimili sínu og eiginmanns síns, fyrst í Garða- stræti en lengst af að Aragötu 11. Hún var dóttir Vilmundar Jóns- sonar landlæknis og Kristínar Ól- afsdóttur læknis – eiginkona Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns Alþýðu- flokksins og menntamálaráðherra um árabil, og móðir þeirra Þor- steins heitins heimspekings, Vil- mundar heitins ráðherra og Þor- valdar prófessors. Kristján J. Gunnarsson borgarfulltrúi og fræðslustjóri í Reykjavík f. 29.11. 1919, d. 30.8. 2010 Kristján var skóla- stjóri barnaskól- ans á Hellissandi 1943–52, yfirkenn- ari við Langholts- skólann í Reykjavík 1952–61, skóla- stjóri þar 1961–73 og fræðslustjóri í Reykjavík 1973–82. Hann var borg- arfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1970–73 og sat í fræðsluráði Reykjavíkur í tæpa tvo áratugi. Þórunn Gestsdóttir ritstjóri og sveitarstjóri f. 29.8. 1941, d. 5.9. 2010 Þórunn var dag- skrárgerðarmað- ur hjá RÚV, blaða- maður á Vísi og DV, ritstjóri Vik- unnar, útgefandi og ritstjóri Far- vís og starfrækti útgáfufyrirtæk- ið Farveg hf., var upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, aðstoðarmaður bæjarstjóra Ísa- fjarðar, verkefnastjóri hjá Atvinnu- þróunarfélagi Vestfjarða hf., sveit- arstjóri Borgarfjarðarsveitar og varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn um skeið. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir og prófessor f. 13.10. 1924, d. 7.9. 2010 Gunnlaugur var læknir leitarstöðvar Krabbameinsfélags Reykjavíkur, síðar Krabbameinsfélags Íslands 1957–64, sérfræðingur við fæðingadeild Land- spítalans 1959–64, deildarlæknir þar 1964–75, yfirlækn- ir 1975–85 og prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands 1985–94. Gunnlaugur var m.a. formaður Læknafélags Reykjavíkur, Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og Krabba- meinsfélags Íslands og síðar heið- ursfélagi þess, var formaður Félags norrænna kvensjúkdómalækna, sat í stjórn Læknafélags Íslands, BHM og formaður Læknaráðs Landspít- alans, var varaformaður Heilbrigð- isráðs Reykjavíkurborgar og forseti Nordisk Förening för Obstetrik och Gynekology. Jóhannes Arason útvarpsþulur f. 15.3. 1920, d. 26.9. 2010 Jóhannes var með þekktustu útvarps- þulum Ríkisút- varpsins en hann sinnti þularstarfinu á árunum 1956–87. Þá stundaði hann prófgæslustörf við Háskóla Íslands um langt árabil. Hann var mikill úti- vistar- og veiðimaður og söng með blönduðum kórum frá tvítugsaldri, s.s. Útvarpskórnum og Söngsveitinni Fílharmóníu. Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum f. 28.3. 1928, d. 19.10. 2010 Hrafnkell var yf- irlæknir á Víf- ilsstaðaspítala 1968–98, starfaði jafnframt á lyflækn- ingadeild Landspít- alans 1976–98 og var hann dósent í lungnasjúkdómum við læknadeild Háskólans 1969– 98. Hann var mikill áhugamaður um Sturlungu, þekkti það rit betur en flestir aðrir, vakti þjóðarathygli vegna sérþekkingar sinnar í þeim efnum og hélt fjölda fyrirlestra og sinnti leiðsögnum í Sturlungaferð- um. Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður í Reykjavík f. 27.11. 1938, d. 22.10. 2010 Hilmar lauk emb- ættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands 1965, öðl- aðist hdl.-réttindi 1966 og hrl.-rétt- indi 1970. Hann starfaði á lögfræði- skrifstofu Þorvalds Þórarinssonar hrl. á árunum 1966– 74 en starfrækti eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá 1974. Hilmar var alla tíð mikill unn- andi fagurbókmennta, var vel heima í persónufræði og þjóðfræði og átti stórt einkabókasafn. Ingi R. Jóhannsson skákmeistari og löggiltur endurskoðandi f. 5.12. 1936, d. 29.10. 2010 Ingi lauk verslun- arskólaprófi, öðl- aðist löggildingu í endurskoðun og starfaði við endur- skoðun nánast allan sinn starfsferil. Ingi var um langt árabil í allra fremstu röð skákmanna hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari í skák 1956, 1958, 1959 og 1963, varð skák- meistari Reykjavíkur sex sinnum á árunum 1954–61 og skákmeistari Norðurlanda 1961. Ingi keppti marg- sinnis á alþjóðlegum skákmótum, þar á meðal ólympíumótum í skák. Hann keppti átta sinnum fyrir hönd Íslands á árunum 1954–82 og þar af á fyrsta borði 1958 og 1968. Egill Ágúst Jacobsen yfirlæknir við Landspítalann f. 19.8. 1933, d. 26.10. 2010 Egill var sérfræð- ingur í þvagfæra- skurðlækningum við Landspítalann frá 1977, var skip- aður yfirlæknir í þvagfæraskurð- lækningum við handlækningadeild Landspítalans 1990 og starfaði þar til eftirlaunaaldurs. Þá var hann einn af stofnendum Læknahússins hf, árið 1983. Hann sinnti kennslu lækna- nema við Háskólasjúkrahúsið í Lundi og við læknadeild Háskóla Íslands. Þá var hann skipaður prófdómari í handlæknisfræði við Háskóla Íslands 1979. Guðmundur Jónsson píanóleikari f. 13.11. 1929, d. 11.11. 2010 Guðmundur stundaði nám í píanó- leik hjá Gunnari Sigurgeirssyni, lagði stund á píanónám við Tónlistarskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan prófi, var í einkatímum hjá Árna Kristjáns- syni og Rögnvaldi Sigurjónssyni, hóf nám við Tónlistar- háskólann í París og lauk þaðan prófi 1953. Guðmundur var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, skóla- stjóri Tónlistarskóla Rangæinga, söngkennari barna- og unglingaskól- ans á Hvolsvelli og Hellu og píanó- kennari við Tónlistarskólann í Kópa- vogi 1971–94 er hann fór á eftirlaun. Haukur Lárus Hauksson blaðamaður í Reykjavík f. 28.6. 1957, d. 21.11. 2010 Haukur Lárus fæddist í Reykja- vík og ólst upp í Langholtshverfinu. Hann lauk stúd- entsprófum frá MT og stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og Kaup- mannahafnarháskóla. Haukur Lárus var fréttaritari DV í Kaupmannahöfn, blaðamaður við DV 1988–2000 og 2001–2003 og ráð- gjafi hjá AP- Almannatengslum frá ársbyrjun 2004. Haukur Lárus sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands um skeið, var formaður Félags blaðamanna á DV og fór lengi fyrir ritstjórninni í starfs- manna- og fagmálum hennar. Hann var virkur í baráttu sinni við krabba- mein, ferðaðist m.a. um landið með fyrirlestur um glímu sína við sjúk- dóminn og var einn stofnenda félags- ins Framfarar en það stendur fyrir átakinu Karlar og krabbamein. Eftirlifandi eiginkona Hauks Lár- usar er Hera Sveinsdóttir og eru börn þeirra tvö. Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir formaður Landssamb. verslunarmanna f. 19.8. 1949, d. 24.11. 2010 Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1971 og starf- aði lengi hjá Flug- leiðum. Ingibjörg sat í stjórn Verslunarmannafélags Reykja- víkur frá 1975, var formaður Lands- sambands íslenskra verslunarmanna frá 1989, fyrst og ein kvenna, sat lengi í sambandsstjórn ASÍ, í miðstjórn ASÍ, var varaforseti ASÍ 1992–2000 og 2003–2010, var aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1995– 2009 og sat í skólanefnd Verzlunar- skóla Íslands frá 1979, lengst af sem varaformaður. Ingibjörg var kona sátta og lausna og barðist ötullega fyrir réttindum launafólks og jafnrétti. Trúin átti stóran sess í lífi hennar og var hún formaður sóknarnefndar Neskirkju er hún lést. Þau kvöddu á árinu n Þjóðþekktar persónur sem létust árið 2010 Minning | 55Áramótablað 29. desember 2010 Frá útför sr. Ágústar M. Sigurðssonar Þá var viðhaldið þeirri gömlu hefð, að líkfylgdin gengi úr Dómkirkjunni í Hólavalla- garð við Suðurgötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.