Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 55
minnti helst á helga menn fyrri tíma. Sonur Péturs er Pétur, doktor í fé- lagsfræði og guðfræði og prófessor við Háskóla Íslands. Faðir Péturs biskups var Sigurgeir Sigurðsson, biskup Ís- lands. Birgir Finnsson forseti Sameinaðs Alþingis f. 19.5. 1917, d. 1.6. 2010 Birgir fæddist á Ak- ureyri en ólst upp á Ísafirði. Hann gekk ungur til liðs við Al- þýðuflokkinn, var bæjarfulltrúi á Ísa- firði á árunum 1942– 66, eða í sex kjör- tímabil, var forseti bæjarstjórnar 1952–62, ritstjóri Skut- uls 1949–71, var alþm. Vestfjarðakjör- dæmis 1959–71, var annar varaforseti sameinaðs Alþingis 1959–63 og forseti sameinaðs Alþingis 1963–71, eða leng- ur en nokkur annar í sögu þingsins. Faðir Birgis var Finnur Jónsson, fé- lags– og dómsmálaráðherra. Benedikt Gröndal fyrrv. forsætisráðherra f. 7.7. 1924, d. 20.7. 2010 Benedikt var sagn- fræðingur að mennt. Hann var ritstjóri Samvinnunnar 1951–58, Alþýðu- blaðsins 1959–69, forstjóri Fræðslumyndasafns ríkisins 1969–78, utanríkisráðherra 1978–79, forsætisráðherra og utanríkisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1979–80 og síðan sendiherra til 1991. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974–80. Benedikt markaði ekki djúp pólit- ísk spor. Hann var þó mjög mótfallinn ríkisstjórnarsamstarfi við sjálfstæðis- menn 1980 og átti því sinn þátt í stjórn- arkreppunni þá og myndun stjórnar Gunnars Thoroddsen. Ágúst M. Sigurðsson sóknarprestur og rithöfundur f. 15.3. 1938, d. 22.8. 2010 Ágúst var sóknar- prestur í Vallanesi á Völlum, í Ólafsvík, á Mælifelli í Skagafirði, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og var síðan sóknar- prestur á Prestbakka í Hrútafirði frá 1989 og prófastur þar um skeið uns hann lét af störfum vegna hrakandi heilsu árið 2002. Ágúst var höfundur ritverksins Forn frægðarsetur I.–IV. bindi, útg. 1976–82; bókaflokks um kirkjustaði á Vestfjörðum, útg. 2005–2008, og ritsins Öll þau klukknaköll, að hluta byggðu á samnefndum útvarpsviðtölum við prestskonur. Eftir sr. Ágúst liggja fjöldi ritgerða og tæplega tvö hundruð útvarpserindi og fyrirlestrar um Ísland, þjóð, sögu og menningu, sem hann flutti í Dan- mörku 1981–89. Þá varð hann lands- kunnur fyrir þátttöku sína í spurn- ingakeppnum í útvarpi og sjónvarpi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Guðrún Vilmundardóttir húsmóðir og stúdent í Reykjavík f. 7.12. 1918, d. 15.8. 2010 Guðrún fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp á Ísafirði og síðan í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1938. Guðrún var blaðamaður um skeið en lengst af húsmóðir á mjög gestkvæmu menningarheimili sínu og eiginmanns síns, fyrst í Garða- stræti en lengst af að Aragötu 11. Hún var dóttir Vilmundar Jóns- sonar landlæknis og Kristínar Ól- afsdóttur læknis – eiginkona Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns Alþýðu- flokksins og menntamálaráðherra um árabil, og móðir þeirra Þor- steins heitins heimspekings, Vil- mundar heitins ráðherra og Þor- valdar prófessors. Kristján J. Gunnarsson borgarfulltrúi og fræðslustjóri í Reykjavík f. 29.11. 1919, d. 30.8. 2010 Kristján var skóla- stjóri barnaskól- ans á Hellissandi 1943–52, yfirkenn- ari við Langholts- skólann í Reykjavík 1952–61, skóla- stjóri þar 1961–73 og fræðslustjóri í Reykjavík 1973–82. Hann var borg- arfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1970–73 og sat í fræðsluráði Reykjavíkur í tæpa tvo áratugi. Þórunn Gestsdóttir ritstjóri og sveitarstjóri f. 29.8. 1941, d. 5.9. 2010 Þórunn var dag- skrárgerðarmað- ur hjá RÚV, blaða- maður á Vísi og DV, ritstjóri Vik- unnar, útgefandi og ritstjóri Far- vís og starfrækti útgáfufyrirtæk- ið Farveg hf., var upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, aðstoðarmaður bæjarstjóra Ísa- fjarðar, verkefnastjóri hjá Atvinnu- þróunarfélagi Vestfjarða hf., sveit- arstjóri Borgarfjarðarsveitar og varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn um skeið. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir og prófessor f. 13.10. 1924, d. 7.9. 2010 Gunnlaugur var læknir leitarstöðvar Krabbameinsfélags Reykjavíkur, síðar Krabbameinsfélags Íslands 1957–64, sérfræðingur við fæðingadeild Land- spítalans 1959–64, deildarlæknir þar 1964–75, yfirlækn- ir 1975–85 og prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands 1985–94. Gunnlaugur var m.a. formaður Læknafélags Reykjavíkur, Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og Krabba- meinsfélags Íslands og síðar heið- ursfélagi þess, var formaður Félags norrænna kvensjúkdómalækna, sat í stjórn Læknafélags Íslands, BHM og formaður Læknaráðs Landspít- alans, var varaformaður Heilbrigð- isráðs Reykjavíkurborgar og forseti Nordisk Förening för Obstetrik och Gynekology. Jóhannes Arason útvarpsþulur f. 15.3. 1920, d. 26.9. 2010 Jóhannes var með þekktustu útvarps- þulum Ríkisút- varpsins en hann sinnti þularstarfinu á árunum 1956–87. Þá stundaði hann prófgæslustörf við Háskóla Íslands um langt árabil. Hann var mikill úti- vistar- og veiðimaður og söng með blönduðum kórum frá tvítugsaldri, s.s. Útvarpskórnum og Söngsveitinni Fílharmóníu. Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum f. 28.3. 1928, d. 19.10. 2010 Hrafnkell var yf- irlæknir á Víf- ilsstaðaspítala 1968–98, starfaði jafnframt á lyflækn- ingadeild Landspít- alans 1976–98 og var hann dósent í lungnasjúkdómum við læknadeild Háskólans 1969– 98. Hann var mikill áhugamaður um Sturlungu, þekkti það rit betur en flestir aðrir, vakti þjóðarathygli vegna sérþekkingar sinnar í þeim efnum og hélt fjölda fyrirlestra og sinnti leiðsögnum í Sturlungaferð- um. Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður í Reykjavík f. 27.11. 1938, d. 22.10. 2010 Hilmar lauk emb- ættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands 1965, öðl- aðist hdl.-réttindi 1966 og hrl.-rétt- indi 1970. Hann starfaði á lögfræði- skrifstofu Þorvalds Þórarinssonar hrl. á árunum 1966– 74 en starfrækti eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá 1974. Hilmar var alla tíð mikill unn- andi fagurbókmennta, var vel heima í persónufræði og þjóðfræði og átti stórt einkabókasafn. Ingi R. Jóhannsson skákmeistari og löggiltur endurskoðandi f. 5.12. 1936, d. 29.10. 2010 Ingi lauk verslun- arskólaprófi, öðl- aðist löggildingu í endurskoðun og starfaði við endur- skoðun nánast allan sinn starfsferil. Ingi var um langt árabil í allra fremstu röð skákmanna hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari í skák 1956, 1958, 1959 og 1963, varð skák- meistari Reykjavíkur sex sinnum á árunum 1954–61 og skákmeistari Norðurlanda 1961. Ingi keppti marg- sinnis á alþjóðlegum skákmótum, þar á meðal ólympíumótum í skák. Hann keppti átta sinnum fyrir hönd Íslands á árunum 1954–82 og þar af á fyrsta borði 1958 og 1968. Egill Ágúst Jacobsen yfirlæknir við Landspítalann f. 19.8. 1933, d. 26.10. 2010 Egill var sérfræð- ingur í þvagfæra- skurðlækningum við Landspítalann frá 1977, var skip- aður yfirlæknir í þvagfæraskurð- lækningum við handlækningadeild Landspítalans 1990 og starfaði þar til eftirlaunaaldurs. Þá var hann einn af stofnendum Læknahússins hf, árið 1983. Hann sinnti kennslu lækna- nema við Háskólasjúkrahúsið í Lundi og við læknadeild Háskóla Íslands. Þá var hann skipaður prófdómari í handlæknisfræði við Háskóla Íslands 1979. Guðmundur Jónsson píanóleikari f. 13.11. 1929, d. 11.11. 2010 Guðmundur stundaði nám í píanó- leik hjá Gunnari Sigurgeirssyni, lagði stund á píanónám við Tónlistarskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan prófi, var í einkatímum hjá Árna Kristjáns- syni og Rögnvaldi Sigurjónssyni, hóf nám við Tónlistar- háskólann í París og lauk þaðan prófi 1953. Guðmundur var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, skóla- stjóri Tónlistarskóla Rangæinga, söngkennari barna- og unglingaskól- ans á Hvolsvelli og Hellu og píanó- kennari við Tónlistarskólann í Kópa- vogi 1971–94 er hann fór á eftirlaun. Haukur Lárus Hauksson blaðamaður í Reykjavík f. 28.6. 1957, d. 21.11. 2010 Haukur Lárus fæddist í Reykja- vík og ólst upp í Langholtshverfinu. Hann lauk stúd- entsprófum frá MT og stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og Kaup- mannahafnarháskóla. Haukur Lárus var fréttaritari DV í Kaupmannahöfn, blaðamaður við DV 1988–2000 og 2001–2003 og ráð- gjafi hjá AP- Almannatengslum frá ársbyrjun 2004. Haukur Lárus sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands um skeið, var formaður Félags blaðamanna á DV og fór lengi fyrir ritstjórninni í starfs- manna- og fagmálum hennar. Hann var virkur í baráttu sinni við krabba- mein, ferðaðist m.a. um landið með fyrirlestur um glímu sína við sjúk- dóminn og var einn stofnenda félags- ins Framfarar en það stendur fyrir átakinu Karlar og krabbamein. Eftirlifandi eiginkona Hauks Lár- usar er Hera Sveinsdóttir og eru börn þeirra tvö. Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir formaður Landssamb. verslunarmanna f. 19.8. 1949, d. 24.11. 2010 Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1971 og starf- aði lengi hjá Flug- leiðum. Ingibjörg sat í stjórn Verslunarmannafélags Reykja- víkur frá 1975, var formaður Lands- sambands íslenskra verslunarmanna frá 1989, fyrst og ein kvenna, sat lengi í sambandsstjórn ASÍ, í miðstjórn ASÍ, var varaforseti ASÍ 1992–2000 og 2003–2010, var aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1995– 2009 og sat í skólanefnd Verzlunar- skóla Íslands frá 1979, lengst af sem varaformaður. Ingibjörg var kona sátta og lausna og barðist ötullega fyrir réttindum launafólks og jafnrétti. Trúin átti stóran sess í lífi hennar og var hún formaður sóknarnefndar Neskirkju er hún lést. Þau kvöddu á árinu n Þjóðþekktar persónur sem létust árið 2010 Minning | 55Áramótablað 29. desember 2010 Frá útför sr. Ágústar M. Sigurðssonar Þá var viðhaldið þeirri gömlu hefð, að líkfylgdin gengi úr Dómkirkjunni í Hólavalla- garð við Suðurgötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.