Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 58
58 | Lífsstíll 29. desember 2010 Áramótablað
Búðu til
áramótahattana
Ekki hrista
flöskuna!
Gerðu þinn eigin áramótahatt úr litríku
kartoni, restum af gjafapappír og
skemmtilegu skrauti. Það er alls ekki
flókið verk og útkoman getur orðið
skemmtileg og litrík. Allt sem þú þarft
er límstifti, heftari, gúmmíteygjur eða
borðar og skemmtilegir bútar af kartoni
og pappír. Þú getur þess vegna notað
tóma morgunkornspakka og límt á þá
fallegan pappír. Settu áramótahattana
við disk hvers og eins gests í áramóta-
boðinu og farðu fram á að þeir verði
settir upp.
Kampavín er auðvitað sá drykkur sem flestir
skála í á gamlárskvöld, en hvernig á að opna
kampavínsflöskuna og hvernig á að bera
kampavín fram?
1Kældu kampavínið. Það má kæla það í þrjár klukkustundir í kæliskáp eða í
hálftíma í fötu með ís.
2 F jarlægðu álpappírinn og vefðu klút um flöskuna áður
en þú opnar hana, þannig passar
þú upp á að korktappinn lendi
ekki í andliti nærstaddra og að
kampavínið flæði ekki allt úr
flöskunni. Haltu um flöskuháls-
inn meðan þú snýrð vírinn af –
það tekur um sex snúninga.
3Haltu nú flöskunni í um það bil 45 gráðu alla,
haltu við botn flöskunnar
með annari hendi og um
korkinn með hinni. Losaðu
korktappann varlega af og
helltu kampavíninu í glösin.
Það er gaman að brjóta upp borð-
haldið með skemmtilegum sam-
kvæmisleikjum. Leikurinn: Hver er
ég? slær alltaf í gegn.
Það sem þarf: „post it“- miða eða
blöð, skriffæri og límband.
Láttu alla gestina safnast í hring
og límdu miða með nafni einhvers
frægs einstaklings á ennið á hverjum
og einum. Það mega allir sjá hvað
stendur á miðanum hjá hinum en
ekki sínum eigin. Því skaltu gæta
þess vandlega að gestir sjái ekki hvað
stendur á miðanum þegar hann er
límdur á enni þeirra. Þátttakendur
eiga svo að reyna að komast að því
hvaða frægi einstaklingur þeir eigi
að vera. Spyrja má hina já- eða nei-
spurninga og skulu þeir svara þér þar
til þú færð nei-svar, þá fær næsti aðili
að reyna sig. Sá vinnur sem fyrstur
fattar hver hann/hún er.
Hver er ég?
Skartaðu stjörnum
um áramótin
Stjörnum prýdd Það er allt leyfilegt þegar
við kveðjum gamla árið og göngum inn í það
nýja. Fáðu hugmyndir að áramótalúkkinu frá
förðunarmeistaranum Lisu Eldridge.
Steldu förðun Fridu Gustavsson í Vogue með aðstoð förðunarmeistarans Lisu Eldridge:
S
tjörnur og súperstjörn-
ur fylltu desemberhefti
Vogue, þar sem síðurnar
voru skreyttar með flúruðu
stjörnumynstri og súpermódel
sátu fyrir. Förðunarþátturinn var
einnig stjörnum prýddur og til-
valinn til að sækja hugmyndir að
áramótalúkkinu. Því ef það er ein-
hvern tímann viðeigandi að mála
sig svona þá er það á áramótunum.
Það er allt leyfilegt þegar við kveðj-
um gamla árið og göngum inn í það
nýja. Lachlan Bailey tók myndirnar
en Frida Gustavsson sat fyrir, Mir-
anda Almond stíliseraði og förðun
var í höndum Lisu Eldridge sem gaf
þeim einnig góð ráð sem vilja stæla
litríka og draumkennda förðunina.
Á sjöunda áratugnum og fram á
þann áttunda tíðkaðist að skreyta
andlitið með blómum. Þetta veitti
Lisu innblástur fyrir förðunarþátt-
inn, sem og Talitha Getty sem var
leiðandi í tískunni á þessum tíma.
„Gamall vinur minn á förðunarliti
frá Mary Quant frá þessum tíma og
einu leiðbeiningarnar sem fylgdu
með voru: teiknaðu blóm hvar sem
er. Ég elska þessa hugmynd um
fullkomið frelsi,“ sagði Lisa í sam-
tali við Vogue og sagði einnig: „Það
er svo mikill mínimalismi í fegurð
nútímans að mér fannst gaman að
leika mér með förðunina og njóta
þess!“
Eins og Lisa sagði sjálf þá var
litapallettan lykillinn að vel heppn-
aðri útkomu. „Skærbleika stjarn-
an lítur vel út þegar henni er ekki
blandað saman við liti, þar sem
litirnir eru allir ljósir pastellitir var
jafnvægi í þættinum. Ef ég hefði til
dæmis notað rauðan varalit í þess-
ari töku hefði þetta farið frá því að
vera sætt yfir í það að vera hræði-
legt!“
Taktu eftir því að grunnförðun-
in er einföld og varirnar eru mjög
hlutlausar.
Fylgdu leiðbeiningunum!
ingibjorg@dv.is
Hvernig setur þú
gerviaugnhár á?
Vefðu augnhárunum utan um fingurinn
og leyfðu þeim að standa þannig í smá
tíma. Það kemur í veg fyrir að endarnir
standi út þegar augnhárin eru komin á.
Settu þunnt lag af lími á bandið sem
heldur augnhárunum saman. Leyfðu
líminu að þorna aðeins áður en
augnhárin eru sett á. Festu augnhárin
á með því að klemma þau saman við
þín eigin augnhár. Reyndu að festa þau
eins nálægt augnhárunum og mögulegt
er. Byrjaðu yst og færðu þig svo smám
saman innar. Passaðu þig bara að loka
ekki augunum fyrr en límið er fullþornað.
Notaðu svartan augnblýant til að hylja
límið.
Með stjörnur undir augunum
Einfaldasta leiðin til þess að fá flottar
stjörnur undir augun er að nota pall-
ettur. Notaðu augnháralím til þess að
festa palletturnar undir augunum. Best
er að taka stjörnupallettuna upp með
augnháraplokkara, setja smá lím aftan
á hana og leyfa því að þorna aðeins áður
en þú límir þær á andlitið. Þá er minni
hætta á að stjörnurnar renni til eða límið
smiti út frá sér.
Eins er hægt að útbúa stensla og nota
blautan augnblýant.
Stóra bleika stjarnan
Byrjaðu á því að teikna útlínurnar með
bleikum varablýant.
Grunnaðu stjörnuna með bleikum lit
í aðeins ljósari tón af kremkenndum
lit. Lisa notaði Make Up Forever Aqua
Cream Color. Berðu síðan kremaðan lit í
mjög björtum bleikum lit yfir grunninn.
Lisa notaði Make Up Forever Mufe HD
Microfinish Cream Blush, Truth or Dare.
Notaðu síðan fjólublátt glimmer á
augnlokin til að gefa förðuninni dýpt.
Þokumynstur
Þetta mynstur varð til fyrir tilviljun fyrir
síðustu töku dagsins. Þá fór Lisa að leika
sér og gaf hugmyndafluginn lausan
tauminn. Litasamsetningin er lykillinn að
útkomunni. Notaðu blautan gelformúlu-
augnblýant til að fá silkikennda og mjúka
áferð. Notaðu bursta til þess að teikna
línurnar. Lisa notaði MAC Fluidline sem
endast lengi og smitast ekki. Þeir koma í
mörgum litatónum en burstarnir eru seldir
sér. Byrjaðu á því að útbúa stjörnustensla.
Notaðu stenslana síðan til þess að
mála stjörnurnar á andlitið með silfurlit.
Veldu liti sem tóna vel saman. Leyfðu
hugmyndafluginu síðan að ráða för þegar
þú dregur línur eftir andlitinu og myndar
þína eigin stjörnuþoku fríhendis. Lisa
notaði vatnsliti frá Kryolan í pasteltónum,
silfri og metal. Að lokum dustaði hún
silfurglimmeri frá MAC yfir stjörnurnar og
Illamasqua tindrandi púðri yfir andlitið.
Það er ómissandi þáttur hátíðahald-
anna að njóta góðs matar og það er
líka allt í lagi – það segir að minnsta
kosti Michelle May, höfundur Eat
What You Love, Love What You Eat.
„Að njóta hátíðanna og vera á sama
tíma alltof upptekin til þess að fara í
ræktina er það sem tilheyrir þessum
árstíma og ekkert til að skammast
sín fyrir.“
1 Haltu áfram að borðaEftir að hafa borðað yfir þig hvað
eftir annað þá langar þig ef til vill til
þess að sleppa heilu máltíðunum.
„Það er slæm hugmynd vegna þess
að þá hungrar þig enn meira í mat,“
segir Louis J. Aronne, höfundur bók-
arinnar On Losing Weight Without
Being Hungry. „Daginn eftir að þú
borðar yfir þig skaltu passa að borða
prótín í morgunverð, egg, kotasælu
eða ab-mjólk.“
2 Farðu í ræktinaEf þú lyftir aðeins glösum og
göfflum í desember er mikilvægt að
fara að hreyfa sig. Líkamsrækt hefur
góð áhrif á heilsuna og hugarfarið
líka. „Líkamsrækt fyllir þig kappi og
jákvæðni og það hjálpar þér að velja
rétt á diskinn,“ segir Joy Bauer nær-
ingarfræðingur.
3 Slepptu öllu hvítu„Slepptu hvítu brauði, kexi,
kökum og beyglum,“ segir Joy enn-
fremur. „Þegar líkaminn er ekki
vanur aukamagni af salti og sykri þá
myndast bjúgur. Um leið og þú losn-
ar við bjúginn þá færðu meiri orku
og líður betur. Þessum árangri getur
þú náð á tveimur dögum.“
4 Skrifaðu niður markmið þínSkrifaðu niður einföld markmið.
Um leið og þú hefur skrifað þau nið-
ur eru þau orðin að loforði. Það er
ekki nóg að hugsa með sjálfum sér:
Ég ætla að missa nokkur kíló. Betra
er að skrifa niður: Ég ætla að losna
við þessi tvö aukakíló sem ég bætti á
mig um jólin fyrir 15. febrúar og ekki
degi seinna!
5 Ekki gleyma grænmetinuGrænmeti er bæði hollt og gott og
heldur blóðsykrinum jöfnum til lengri
tíma. Það gerir að verkum að hungrið
ber þig ekki ofurliði.
6 Hentu afgöngunumEkki geyma alla afgangana, smá-
kökurnar og ísterturnar. Hentu þessu
bara og keyptu í staðinn ávexti og
holla smábita.
7 Drekktu vatnDrekktu nóg af vatni og skolaðu
út allri vitleysunni. Flestir drekka
minna af vatni en þeir þurfa. Próf-
aðu að drekka meira af vatni og sjáðu
hvort þú finnir ekki hjá þér minni þörf
í sætindi.
Sjö góðar leiðir til að missa aukakílóin:
Burtu með hátíðarkílóin