Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 62
62 | Innlent sviðsljós 29. desember 2010 Áramótablað Mikið gerðist í íslensku stjörnulífi á árinu. Hæst bar að Jón Gnarr og hans sveit af frægu fólki tók við Reykjavíkur- borg en Besti flokkurinn myndaði meirihlutasamstarf með Samfylk- ingunni. Meintur handrukkari, Jón stóri, var í hverju viðtalinu á fætur öðru eftir útgáfu bókar um hann. Kristrún Ösp hætti með Dwight Yorke og Ásdís Rán sat nakin fyrir í Playboy svo fátt eitt sé nefnt. Stjörnur tóku við borginni Tobba fann mann Eftir að hafa sagt stúlkum í tæp tvö ár hvernig þær eigi að finna mann og halda í hann fann stefnumótadrottn- ingin Tobba Marinós sér sjálf kærasta. Tobba er nú í sambandi með Karli Sigurðssyni, söngvara Baggalúts og borgarfulltrúa Besta flokksins, og eru þau mjög hamingjusöm. Tobba gaf út sína aðra bók á árinu, Dömusiði, sem var á meðal þeirra mest seldu. Vala orðin Grand Glamúrgellan Vala Grand fékk draum sinn loksins uppfylltan en hún gekkst undir kynleiðréttingu á árinu og varð því formlega kona. Stuttu eftir aðgerðina hætti hún með kærastanum sínum og spunnust upp úr því miklar deilur á Facebook þegar hann fann sér nýja. Vala er byrjuð með netþætti á mbl.is sem hafa vakið mikla athygli og er eindregið verið að skora á hana að taka þátt í keppninni Ungfrú Íslandi. Dónalegur Westwick Íslenskar konur hreinlega trylltust á dögunum þegar leikarinn Ed Westwick úr Gossip Girl var hér á landi að djamma. Var hann eltur út um allt af íslenskum stúlkum sem vildu allt fyrir hann gera. Westwick sýndi þó ekki meiri mannasiði en svo að hann öskraði á þær og eyðilagði nokkrar myndavélar. Var hann blindfullur og erfiður en þegar kom að því að fara í háttinn spurði hann hátt og snjallt hverjar vildu nú fylgja honum upp á hótelherbergi. Stóð þar ekki á svörunum og svaf Westwick ekki einn hér á landi. Besti flokkurinn tekur við Í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri varð ljóst að Reykjavíkurbúar ætluðu að refsa fjórflokknum grimmilega í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Svo fór að Besti flokkurinn, leiddur af Jóni Gnarr, fékk sex menn inn og myndaði meirihluta með Samfylkingunni. Jón Gnarr settist sjálfur í borgarstjórastólinn og hefur fengið misjafna dóma fyrir störf sín þar. Fleiri stjörnur sitja nú sem borgarfulltrúar en má þar nefna bóksalann og söngvarann Óttar Proppé og söngvara Baggalúts, Karl Sigurðsson. Jón stóri úti um allt Hinn meinti handrukkari Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri, leyfði Helga Jean Claessen að skrifa um sig grínbók sem kom út í desember. Í kjölfar bókarinnar fór Jón í viðtöl úti um allt, meðal ann- ars á Stöð 2, mbl.is, Harmageddon og á FM957. Hefur Jón talað opinberlega um fíkniefnaneyslu sína og vill að börnin haldi sig frá fíkniefnum. Sjálfur segist hann ekki vera handrukkari en hann rukkar þó skuldir og lendir stundum í slagsmálum eins og strákar gera. Kvaddi Yorke Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem hefur síðastliðin misseri verið í sam- bandi við fyrrverandi knattspyrnuhetjuna Dwight Yorke gaf það samband upp á bátinn. Kristrún, sem er tvítug, fann ástina í örmum átján ára pilts hér heima og eru þau tvö ástfangin mjög. Kristrún segist sakna Yorke og ætla þau tvö að halda áfram að vera vinir. Vill hún ekki missa hann úr lífi sínu. Ásdís í Playboy Það var að vanda nóg að frétta af Ásdísi Rán í ár. Hún lét loksins verða af því að sitja fyrir nakin í búlgarska Playboy og þóttu myndirnar afar vel heppnaðar. Ásdís kvaddi Búlgaríu með söknuði en hún fluttist búferl- um til München þar sem eiginmaður hennar, Garðar Gunnlaugsson, spilar nú með neðrideildar liðinu Unterhaching. Logi vakti athygli Handknattleikshetjan Logi Geirsson gaf út bókina 10.10.10 í október. DV skrifaði upp nokkrar sögur úr bókinni og vöktu þær gífurlega athygli. Eins voru á meðal mest lesnu frétta ársins þegar Logi lenti í áflogum á Hverfisbarnum og var leiddur út í lögreglubíl til skýrslutöku. Í bókinni kom meðal annars fram að Logi hefði gefið vafasömum manni, sem hann treysti þó, umboð yfir fjármunum sínum og sá nýtti umboðið til að kaupa sextán íbúðir sem Logi vissi ekki um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.